„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
==Blik 1974==
==Blik 1974==
==Þorsteinn Þ. Víglundsson==
==Þorsteinn Þ. Víglundsson==


Vestmannaeyjum, í apríl 1974.<br>
Vestmannaeyjum, í apríl 1974.<br>
Lína 10: Lína 9:
Þess vil ég biðja þig eindregið, að þú lesir þessa frásögn mína með léttum hug og gáskagleði, eins og mér er innanbrjósts, þegar ég skrifa þér þetta bréf.<br>
Þess vil ég biðja þig eindregið, að þú lesir þessa frásögn mína með léttum hug og gáskagleði, eins og mér er innanbrjósts, þegar ég skrifa þér þetta bréf.<br>
Ég hlæ innilega og skemmti mér konunglega, þegar ég við lestur bæjarblaðanna rifja upp ýmsa atburði þessara ára, hræðslu valdhafanna hér í bæ við mig, sauðmeinlausan manninn, sem stritaði daginn út og daginn inn við þá hugsjón mína að koma hér á legg eilitlum unglinga- eða framhaldsskóla.
Ég hlæ innilega og skemmti mér konunglega, þegar ég við lestur bæjarblaðanna rifja upp ýmsa atburði þessara ára, hræðslu valdhafanna hér í bæ við mig, sauðmeinlausan manninn, sem stritaði daginn út og daginn inn við þá hugsjón mína að koma hér á legg eilitlum unglinga- eða framhaldsskóla.


'''Orð meistaranna'''<br>  
'''Orð meistaranna'''<br>  
Lína 20: Lína 18:
Ég átti aldrei í deilum við neinn hér í kaupstaðnum eftir liðið ár 1952, enda fékk ég eftir það að vinna í friði að hugsjónamálum mínum. Árið 1952 beittu kunnir menn sér fyrir því, að forustumenn Flokksins í Eyjum hættu ofsóknum sínum og áreitni sinni gagnvart mér og skólastarfi mínu og græfu innra með sér heiftarhuginn, enda hafði mér þá tekizt með hjálp góðra manna að koma upp gagnfræðaskólabyggingunni, þrátt fyrir látlausa baráttu Flokksins og andúð gegn því framtaki og heillastarfi. Þessir tveir mætu menn voru Bjarni Benediktsson, þá dómsmálaráðherra, og [[Torfi Jóhannsson]], bæjarfógeti hér í bæ. Báðir voru þeir vitrir menn og velviljaðir. Þeim lánaðist að koma vitinu fyrir flokksbræður sína gagnvart [[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum|Gagnfræðaskólanum]] og mér eftir málaferlin miklu á árunum 1950-1952, sem ég segi þér frá í Bliki 1975, ef við tórum þá. Allt eru þetta mér hugljúfar endurminningar, sem vafalaust lengja líf mitt og skapa mér sérkennilega ánægju í ellinni.<br>
Ég átti aldrei í deilum við neinn hér í kaupstaðnum eftir liðið ár 1952, enda fékk ég eftir það að vinna í friði að hugsjónamálum mínum. Árið 1952 beittu kunnir menn sér fyrir því, að forustumenn Flokksins í Eyjum hættu ofsóknum sínum og áreitni sinni gagnvart mér og skólastarfi mínu og græfu innra með sér heiftarhuginn, enda hafði mér þá tekizt með hjálp góðra manna að koma upp gagnfræðaskólabyggingunni, þrátt fyrir látlausa baráttu Flokksins og andúð gegn því framtaki og heillastarfi. Þessir tveir mætu menn voru Bjarni Benediktsson, þá dómsmálaráðherra, og [[Torfi Jóhannsson]], bæjarfógeti hér í bæ. Báðir voru þeir vitrir menn og velviljaðir. Þeim lánaðist að koma vitinu fyrir flokksbræður sína gagnvart [[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum|Gagnfræðaskólanum]] og mér eftir málaferlin miklu á árunum 1950-1952, sem ég segi þér frá í Bliki 1975, ef við tórum þá. Allt eru þetta mér hugljúfar endurminningar, sem vafalaust lengja líf mitt og skapa mér sérkennilega ánægju í ellinni.<br>
Áður en lengra er haldið, kýs ég að svara strax orðum meistaranna varðandi hugsanlega útgerð eða stjórn mína á frystihúsi „í einkarekstri.“ Ég fullyrði, að mér hefði orðið lítið úr þeim atvinnurekstri að minni hyggju. Til þess skorti mig eiginhagsmunahvötina. Þetta fullyrði ég eftir langa starfsævi og rannsókn á eigin sálarlífi.
Áður en lengra er haldið, kýs ég að svara strax orðum meistaranna varðandi hugsanlega útgerð eða stjórn mína á frystihúsi „í einkarekstri.“ Ég fullyrði, að mér hefði orðið lítið úr þeim atvinnurekstri að minni hyggju. Til þess skorti mig eiginhagsmunahvötina. Þetta fullyrði ég eftir langa starfsævi og rannsókn á eigin sálarlífi.


'''Einn var ég aldrei'''<br>  
'''Einn var ég aldrei'''<br>  
Lína 35: Lína 32:
Nei, ég var ekki einn í baráttunni. Fjarri fór því.<br>
Nei, ég var ekki einn í baráttunni. Fjarri fór því.<br>
Og bezt fer á að bæta því hér við, frændi minn góður, að ég nota dagana fyrir og eftir hina ''sœlu og blíðu sigurhátíð'' kristinna manna til þess að pára þér þessar línur. Ég hef líka átt mína gröf og mína upprisu. Svo má víst að orði komast um marga þá, sem átt hafa sér hugsjónir, sem þeir hafa viljað fórna öllu fyrir.
Og bezt fer á að bæta því hér við, frændi minn góður, að ég nota dagana fyrir og eftir hina ''sœlu og blíðu sigurhátíð'' kristinna manna til þess að pára þér þessar línur. Ég hef líka átt mína gröf og mína upprisu. Svo má víst að orði komast um marga þá, sem átt hafa sér hugsjónir, sem þeir hafa viljað fórna öllu fyrir.


'''Þróun efnahags- og atvinnulífs í Vestmannaeyjum'''<br>
'''Þróun efnahags- og atvinnulífs í Vestmannaeyjum'''<br>
Lína 48: Lína 44:
Jafnframt þessu sjónarmiði mínu af langri reynslu vil ég undirstrika það, að allur þorri útvegsbændanna var afburða dugnaðarfólk, sem vann mikið. Það gerðu konur þeirra einnig. Starfsfólkið, vertíðarfólkið til sjós og lands, bjó að miklum hluta á heimilum þeirra á vertíð, þ. e. a. s. aðkomufólkið, og þar reyndi þá ekki lítið á dugnað, hyggjuvit og bústjórn eiginkonunnar, sem þar hafði alla stjórn á hendi.<br>
Jafnframt þessu sjónarmiði mínu af langri reynslu vil ég undirstrika það, að allur þorri útvegsbændanna var afburða dugnaðarfólk, sem vann mikið. Það gerðu konur þeirra einnig. Starfsfólkið, vertíðarfólkið til sjós og lands, bjó að miklum hluta á heimilum þeirra á vertíð, þ. e. a. s. aðkomufólkið, og þar reyndi þá ekki lítið á dugnað, hyggjuvit og bústjórn eiginkonunnar, sem þar hafði alla stjórn á hendi.<br>
Margir útvegsbændanna voru sjálfir formenn á bátum sínum og stjórnuðu jafnframt atvinnurekstri sínum í landi.
Margir útvegsbændanna voru sjálfir formenn á bátum sínum og stjórnuðu jafnframt atvinnurekstri sínum í landi.


'''Tólf krónur fyrir tuttugu og átta stunda vinnu'''<br>
'''Tólf krónur fyrir tuttugu og átta stunda vinnu'''<br>
Lína 56: Lína 51:
Atvinnurekendur þessir og valdsmenn í bænum reiknuðu ekki nætur- og helgidagavinnu til verðs, en sjálfsögð þótti hún samt, ef atvinnurekandinn þurfti hennar við til þess að bjarga aflanum frá skemmdum. Þetta voru reglur, sem hinir alls ráðandi atvinnurekendur hér í Vestmannaeyjum höfðu sett hinum „vinnandi lýð,“ og þær skyldu í heiðri hafðar eins og allt annað, sem varðaði hagsmuni þeirra.<br>
Atvinnurekendur þessir og valdsmenn í bænum reiknuðu ekki nætur- og helgidagavinnu til verðs, en sjálfsögð þótti hún samt, ef atvinnurekandinn þurfti hennar við til þess að bjarga aflanum frá skemmdum. Þetta voru reglur, sem hinir alls ráðandi atvinnurekendur hér í Vestmannaeyjum höfðu sett hinum „vinnandi lýð,“ og þær skyldu í heiðri hafðar eins og allt annað, sem varðaði hagsmuni þeirra.<br>
Kaupfélagið Fram mun hafa verið fyrst til að brjóta þessar reglur með því að skjóta þeim ákvæðum inn í vinnusamninga við bræðslukarlana sína, að þeir fengju sérstaka greiðslu fyrir sunnudagavinnu við lifrarbræðslustörfin. [[Jón Hinriksson kaupfélagsstjóri|Jón Hinriksson, kaupfélagsstjóri]], var potturinn og pannan í þessari „uppreisn.“
Kaupfélagið Fram mun hafa verið fyrst til að brjóta þessar reglur með því að skjóta þeim ákvæðum inn í vinnusamninga við bræðslukarlana sína, að þeir fengju sérstaka greiðslu fyrir sunnudagavinnu við lifrarbræðslustörfin. [[Jón Hinriksson kaupfélagsstjóri|Jón Hinriksson, kaupfélagsstjóri]], var potturinn og pannan í þessari „uppreisn.“


'''Stéttaskipting'''<br>
'''Stéttaskipting'''<br>
Hinn góði efnahagur annars vegar og fátæktin og úrræðaleysið hins vegar leiddi til einskonar stéttaskiptingar í byggðarlaginu, þó að ekki bæri svo mjög á því fyrirbrigði í daglegu lífi fólksins. Kaupmenn og konsúlar, útvegsbændur og embættismenn undu glaðir við sitt. Hinn fjöldinn tók við því, sem þessar velmegandi stéttir réttu að honum daglega. Hann hafði flutzt til Eyja í sárustu fátækt sinni og virtist þola þá neyð áfram með þögn og þolinmæði, þar til upp var risið og kaupgjaldsóeirðir dundu yfir. Hinar allsráðandi stéttir þurftu að vera á verði og gæta hagsmuna sinna, - líka gagnvart því, að ekki væri vinnuaflið bundið eða því skákað inn á skólabekk á hávertíð.<br>
Hinn góði efnahagur annars vegar og fátæktin og úrræðaleysið hins vegar leiddi til einskonar stéttaskiptingar í byggðarlaginu, þó að ekki bæri svo mjög á því fyrirbrigði í daglegu lífi fólksins. Kaupmenn og konsúlar, útvegsbændur og embættismenn undu glaðir við sitt. Hinn fjöldinn tók við því, sem þessar velmegandi stéttir réttu að honum daglega. Hann hafði flutzt til Eyja í sárustu fátækt sinni og virtist þola þá neyð áfram með þögn og þolinmæði, þar til upp var risið og kaupgjaldsóeirðir dundu yfir. Hinar allsráðandi stéttir þurftu að vera á verði og gæta hagsmuna sinna, - líka gagnvart því, að ekki væri vinnuaflið bundið eða því skákað inn á skólabekk á hávertíð.<br>
Þannig þróaðist þetta mannlíf í Eyjum á árunum 1907-1930. En þá hófst fjárkreppan mikla með fallandi afurðaverði og sölutregðu á allri framleiðslu. Þá urðu sumir fátækastir, sem ríkastir voru áður, en það er önnur saga.
Þannig þróaðist þetta mannlíf í Eyjum á árunum 1907-1930. En þá hófst fjárkreppan mikla með fallandi afurðaverði og sölutregðu á allri framleiðslu. Þá urðu sumir fátækastir, sem ríkastir voru áður, en það er önnur saga.


'''Áhrif „slæmra“ kennara stórhættuleg'''<br>
'''Áhrif „slæmra“ kennara stórhættuleg'''<br>
Lína 68: Lína 61:
En fleira kom hér til hjá þeim, sem „dýpra“ hugsuðu og höfðu mest völdin sökum ''yfirburðanna''. Unglingarnir gátu orðið fyrir slæmum áhrifum á skólabekk hjá „slœmum“ kennurum, „uppfræðurum,“ sem höfðu afleitar skoðanir, voru ''misheppnaðir menn'' á vissum sviðum félagsmálanna á þessum byltingar- og átakatímum t. d. Dagsbrúnar í Reykjavík og víða um land. Ekki voru þær heldur félegar sumar fréttirnar, sem bárust frá útlöndum um átök í kaupgjaldsmálum og margskonar annan hroða gagnvart þeim, sem betur máttu sín fjárhagslega ''sökum meðfœddra hœfileika''.<br>
En fleira kom hér til hjá þeim, sem „dýpra“ hugsuðu og höfðu mest völdin sökum ''yfirburðanna''. Unglingarnir gátu orðið fyrir slæmum áhrifum á skólabekk hjá „slœmum“ kennurum, „uppfræðurum,“ sem höfðu afleitar skoðanir, voru ''misheppnaðir menn'' á vissum sviðum félagsmálanna á þessum byltingar- og átakatímum t. d. Dagsbrúnar í Reykjavík og víða um land. Ekki voru þær heldur félegar sumar fréttirnar, sem bárust frá útlöndum um átök í kaupgjaldsmálum og margskonar annan hroða gagnvart þeim, sem betur máttu sín fjárhagslega ''sökum meðfœddra hœfileika''.<br>
Þannig gátu blessaðir unglingarnir villzt af förnum vegi foreldra sinna í gróða-og valdaaðstöðu fyrir áhrif ''slæmra skóla'', svo að valdhöfunum í bænum gat stafað mikil hætta af skólastarfi þessara vandræðamanna, þegar hin unga kynslóð kæmi að kjörborðinu síðar meir.
Þannig gátu blessaðir unglingarnir villzt af förnum vegi foreldra sinna í gróða-og valdaaðstöðu fyrir áhrif ''slæmra skóla'', svo að valdhöfunum í bænum gat stafað mikil hætta af skólastarfi þessara vandræðamanna, þegar hin unga kynslóð kæmi að kjörborðinu síðar meir.


'''Ég lýk kennaraprófi og ræðst til Eyja'''<br>  
'''Ég lýk kennaraprófi og ræðst til Eyja'''<br>  
Lína 77: Lína 69:
Þessi frásögn mín, frændi minn góður, er ekki fastari í reifunum en svo, að ég þykist mega skjóta hér inn dálitlu spaugi, sem stendur mér enn ljóst í huga frá vetrinum í kennaraskólanum.<br>
Þessi frásögn mín, frændi minn góður, er ekki fastari í reifunum en svo, að ég þykist mega skjóta hér inn dálitlu spaugi, sem stendur mér enn ljóst í huga frá vetrinum í kennaraskólanum.<br>
Séra Magnús skólastjóri gat verið léttur og spaugsamur í kennslustundum. Allt var það gaman græskulaust og meinlaust. Einu sinni minnist ég þess, að hann ræddi um kennaraprófsréttindin, hversu sumum sýndust þau eftirsóknarverð. Dæmi væru þess, að menn hlypu svo að segja upp úr hjónasænginni nýgiftir til þess að dveljast meiri hluta ársins við það álag allt að ná kennaraprófi og létu brúði sína eiga sig í öðrum landsfjórðungi á meðan allan veturinn. - Allir í bekknum kímdu og litu á mig. Ég var eini kvænti nemandinn í skólanum. Ég tók þessu spaugi eins og það var sagt og borið fram. Ég hló með sjálfum mér og hugurinn hvarflaði austur til hennar, sem beið mín þar.
Séra Magnús skólastjóri gat verið léttur og spaugsamur í kennslustundum. Allt var það gaman græskulaust og meinlaust. Einu sinni minnist ég þess, að hann ræddi um kennaraprófsréttindin, hversu sumum sýndust þau eftirsóknarverð. Dæmi væru þess, að menn hlypu svo að segja upp úr hjónasænginni nýgiftir til þess að dveljast meiri hluta ársins við það álag allt að ná kennaraprófi og létu brúði sína eiga sig í öðrum landsfjórðungi á meðan allan veturinn. - Allir í bekknum kímdu og litu á mig. Ég var eini kvænti nemandinn í skólanum. Ég tók þessu spaugi eins og það var sagt og borið fram. Ég hló með sjálfum mér og hugurinn hvarflaði austur til hennar, sem beið mín þar.


'''Það voru gjörðir Ásgeirs en ekki Jónasar'''<br>
'''Það voru gjörðir Ásgeirs en ekki Jónasar'''<br>
Lína 111: Lína 102:


''[[Páll Bjarnason]].“''
''[[Páll Bjarnason]].“''


Þetta voru þá orð skólastjórans, eftir að hafa stritað við að koma á fót unglingaskóla, svo að sómi væri að, í þessu fjölmenna bæjarfélagi. Og [[Björn Hermann Jónsson|Björn H. Jónsson]], hinn landskunni skólastjóri þeirra Ísfirðinganna, hafði gert sitt ýtrasta til að koma upp þessum sama unglingaskóla á undan Páli Bjarnasyni, en gefizt upp og flýtt sér burt úr bænum. Hvers vegna?<br>
Þetta voru þá orð skólastjórans, eftir að hafa stritað við að koma á fót unglingaskóla, svo að sómi væri að, í þessu fjölmenna bæjarfélagi. Og [[Björn Hermann Jónsson|Björn H. Jónsson]], hinn landskunni skólastjóri þeirra Ísfirðinganna, hafði gert sitt ýtrasta til að koma upp þessum sama unglingaskóla á undan Páli Bjarnasyni, en gefizt upp og flýtt sér burt úr bænum. Hvers vegna?<br>
Hér réðu vond öfl og riðu ekki við einteyming.<br>
Hér réðu vond öfl og riðu ekki við einteyming.<br>
Mér hnykkti við, er ég hafði lesið bréf skólastjórans. Hér var um að ræða einn af stærri bæjum landsins og þar þreifst ekki unglingaskóli. Ég hafði nokkur kynni af unglingafræðslunni á Ísafirði. Þar starfaði Haraldur heitinn Leósson, og honum hafði ég kynnzt í Noregi, þar sem hann kynnti sér rekstur og kennslu Lýðháskólans í Vossabyggð veturinn 1922-1923. Sá skóli var víðgetin fyrirmynd fjölda lýðháskóla á Norðurlöndum.
Mér hnykkti við, er ég hafði lesið bréf skólastjórans. Hér var um að ræða einn af stærri bæjum landsins og þar þreifst ekki unglingaskóli. Ég hafði nokkur kynni af unglingafræðslunni á Ísafirði. Þar starfaði Haraldur heitinn Leósson, og honum hafði ég kynnzt í Noregi, þar sem hann kynnti sér rekstur og kennslu Lýðháskólans í Vossabyggð veturinn 1922-1923. Sá skóli var víðgetin fyrirmynd fjölda lýðháskóla á Norðurlöndum.


'''Við flytjumst til Eyja'''<br>
'''Við flytjumst til Eyja'''<br>
Aðfaranótt 28. september 1927 stigum við hjónin á land hér í Vestmannaeyjum. Sagan endurtekur sig, segja vitrir menn. Að minnsta kosti reyndist ekkert rúm handa okkur í gistihúsinu, enda var það víst ekki til í kaupstaðnum á þeim tímum. Kunningi okkar og sveitungi skaut yfir okkur skjólshúsi. Það var [[Ragnar Benediktsson]] frá Mjóafirði eystra. Í herbergi hans að [[Haukaberg]]i sváfum við fyrstu nóttina í Eyjum. Hann hafði annars fest okkur íbúð í [[Bólstaðarhlíð]] (nr. 39 við [[Heimagata|Heimagötu]]) hjá hinum mætu hjónum þar, frú [[Ingibjörg Ólafsdóttir|Ingibjörgu Ólafsdóttur]]og [[Björn Bjarnason|Birni Bjarnasyni]] frá [[Hlaðbær|Hlaðbæ]]. - Einkennileg er tilviljunin stundum og dul eru tengslin í lífi okkar mannanna. Svo má um þetta segja. Björn hafði verið vélamaður eitt sumar á báti fóstra míns austur á Norðfirði. Þá var ég innan við fermingu. Þarna lágu vegir okkar saman aftur okkur hjónunum til velfarnaðar. Ávallt síðan hefur haldizt hlýlegt samband milli þessara tveggja heimila.
Aðfaranótt 28. september 1927 stigum við hjónin á land hér í Vestmannaeyjum. Sagan endurtekur sig, segja vitrir menn. Að minnsta kosti reyndist ekkert rúm handa okkur í gistihúsinu, enda var það víst ekki til í kaupstaðnum á þeim tímum. Kunningi okkar og sveitungi skaut yfir okkur skjólshúsi. Það var [[Ragnar Benediktsson]] frá Mjóafirði eystra. Í herbergi hans að [[Haukaberg]]i sváfum við fyrstu nóttina í Eyjum. Hann hafði annars fest okkur íbúð í [[Bólstaðarhlíð]] (nr. 39 við [[Heimagata|Heimagötu]]) hjá hinum mætu hjónum þar, frú [[Ingibjörg Ólafsdóttir|Ingibjörgu Ólafsdóttur]]og [[Björn Bjarnason|Birni Bjarnasyni]] frá [[Hlaðbær|Hlaðbæ]]. - Einkennileg er tilviljunin stundum og dul eru tengslin í lífi okkar mannanna. Svo má um þetta segja. Björn hafði verið vélamaður eitt sumar á báti fóstra míns austur á Norðfirði. Þá var ég innan við fermingu. Þarna lágu vegir okkar saman aftur okkur hjónunum til velfarnaðar. Ávallt síðan hefur haldizt hlýlegt samband milli þessara tveggja heimila.


'''Aðeins níu nemendur'''<br>
'''Aðeins níu nemendur'''<br>
Lína 139: Lína 127:
Þannig leið tíminn fram í febrúarmánuð. Þá söfnuðu nemendur undirskriftum og sendu skólanefnd áskorun. Þeir beiddust þess, að unglingaskólinn yrði starfræktur til marzloka eða framlengdur um mánuð. Mér komu þessar óskir þeirra mjög á óvart. Eg hafði aldrei látið mér til hugar koma framlengingu skólans, enda ráðinn til febrúarloka og lengur ekki. Skólanefnd varð þó enn meira undrandi við áskorun þessa. Hún samþykkti með ánægju að koma á móti unglingunum, ef ég gæti komið því við að halda áfram kennslustarfinu. Ég fékk frest til að svara, því að ég var ráðinn í fiskvinnu eftir febrúarlokin, — ráðinn við aðgerð til vertíðarloka. Frestinn fékk ég og áfram hélt ég kennslunni. Allt féll í ljúfa löð.<br>
Þannig leið tíminn fram í febrúarmánuð. Þá söfnuðu nemendur undirskriftum og sendu skólanefnd áskorun. Þeir beiddust þess, að unglingaskólinn yrði starfræktur til marzloka eða framlengdur um mánuð. Mér komu þessar óskir þeirra mjög á óvart. Eg hafði aldrei látið mér til hugar koma framlengingu skólans, enda ráðinn til febrúarloka og lengur ekki. Skólanefnd varð þó enn meira undrandi við áskorun þessa. Hún samþykkti með ánægju að koma á móti unglingunum, ef ég gæti komið því við að halda áfram kennslustarfinu. Ég fékk frest til að svara, því að ég var ráðinn í fiskvinnu eftir febrúarlokin, — ráðinn við aðgerð til vertíðarloka. Frestinn fékk ég og áfram hélt ég kennslunni. Allt féll í ljúfa löð.<br>
Eftir þennan vetur var ekki á það minnzt, að [[Unglingaskóli Vestmannaeyja]] starfaði styttri tíma úr árinu en sex mánuði.
Eftir þennan vetur var ekki á það minnzt, að [[Unglingaskóli Vestmannaeyja]] starfaði styttri tíma úr árinu en sex mánuði.


'''Vikublað stofnað í Eyjum'''<br>
'''Vikublað stofnað í Eyjum'''<br>
Lína 147: Lína 134:
Ritstjóri þessi og útgefandi hafði mikinn áhuga á unglingaskólastarfi mínu og skrifaði grein um skólann í ágústmánuði 1929, - mjög vinsamlega grein, sem ég var honum verulega þakklátur fyrir. Hún var skrifuð til að efla skólastarf mitt. Þessa get ég hér sökum þess, að þetta sama blað var síðar notað árum saman til að hnekkja starfinu og úthúða mér persónulega. Að því kem ég öllu bráðum í þessu bréfi mínu.<br>
Ritstjóri þessi og útgefandi hafði mikinn áhuga á unglingaskólastarfi mínu og skrifaði grein um skólann í ágústmánuði 1929, - mjög vinsamlega grein, sem ég var honum verulega þakklátur fyrir. Hún var skrifuð til að efla skólastarf mitt. Þessa get ég hér sökum þess, að þetta sama blað var síðar notað árum saman til að hnekkja starfinu og úthúða mér persónulega. Að því kem ég öllu bráðum í þessu bréfi mínu.<br>
Ritstjórinn missti heilsuna nokkru eftir að hann hóf þetta útgáfustarf og lézt um aldur fram. Ég var honum ávallt þakklátur fyrir stuðninginn og blessa minningu hans. Ættingjar hans voru mér ávallt vinveittir, og sumir þeirra voru kennarar hjá mér. Þar gætti aldrei andstæðra skoðana í starfinu, þó að flest þetta fólk fylgdi andstæðingunum að málum við kjörborðið.
Ritstjórinn missti heilsuna nokkru eftir að hann hóf þetta útgáfustarf og lézt um aldur fram. Ég var honum ávallt þakklátur fyrir stuðninginn og blessa minningu hans. Ættingjar hans voru mér ávallt vinveittir, og sumir þeirra voru kennarar hjá mér. Þar gætti aldrei andstæðra skoðana í starfinu, þó að flest þetta fólk fylgdi andstæðingunum að málum við kjörborðið.


'''„Vinn það ei fyrir vinskap manns að ...“'''<br>
'''„Vinn það ei fyrir vinskap manns að ...“'''<br>
Lína 164: Lína 150:
Og hvað hafði ég svo lesið af sígildum kenningum frægra manna? Til hvers hafði ég sett á mig vissar setningar þeirra, sem skráðar voru í mannkynssögunni og íslenzkum bókmenntum? Hvað hafði ekki Lúther sagt, þegar hann þurfti að leggja til orustu við sjálfa katólsku kirkjuna? „Það er háskasamlegt að breyta gegn samvizku sinni,“ hafði hann sagt. Ég var maður rétt eins og hann. Og ég stóð á vegamótum alveg eins og hann. Sama lífslögmálið varðar smáa sem stóra. Lögmál það er aðeins eitt. - Og hvað segir ekki sálmaskáldið okkar: „Vinn það ei fyrir vinskap manns að víkja af brautu sannleikans,“ segir það, og þykir sú kenning sígild.<br>
Og hvað hafði ég svo lesið af sígildum kenningum frægra manna? Til hvers hafði ég sett á mig vissar setningar þeirra, sem skráðar voru í mannkynssögunni og íslenzkum bókmenntum? Hvað hafði ekki Lúther sagt, þegar hann þurfti að leggja til orustu við sjálfa katólsku kirkjuna? „Það er háskasamlegt að breyta gegn samvizku sinni,“ hafði hann sagt. Ég var maður rétt eins og hann. Og ég stóð á vegamótum alveg eins og hann. Sama lífslögmálið varðar smáa sem stóra. Lögmál það er aðeins eitt. - Og hvað segir ekki sálmaskáldið okkar: „Vinn það ei fyrir vinskap manns að víkja af brautu sannleikans,“ segir það, og þykir sú kenning sígild.<br>
En hvað svo um atvinnu mína, ef ég léti til skarar skríða? - Að öllum líkindum tækist þeim að flæma mig frá skólanum. Hvað tæki þá við? Ég var fjölskyldumaður, hafði fyrir konu og barni að sjá. - Jú, þá beið mín fiskvinnan allt árið eins og hinna. Og svo var ég kaskur beitingamaður frá uppvaxtarárunum á Norðfirði. Og venjulega var skortur á þeim mönnum í útgerðarstaðnum, þar sem stundaðar voru línuveiðar mikinn hluta ársins. En vildi mig þá nokkur í vinnu með öllum mínum sálarlegu annmörkum? Já, ekki óttaðist ég það. Ég var afkastamaður til allra verka, þó ég segi sjálfur frá, „hörkuduglegur,“ segir Einar ríki. Og alltaf þótti það hagnaður að hafa slíka menn í vinnu, og hagnaðarvonin var alls ráðandi. Þess vegna fann ég til öryggiskenndar. - Burtu úr bænum færi ég ekki, hvað sem það kostaði, úr því sem komið var.
En hvað svo um atvinnu mína, ef ég léti til skarar skríða? - Að öllum líkindum tækist þeim að flæma mig frá skólanum. Hvað tæki þá við? Ég var fjölskyldumaður, hafði fyrir konu og barni að sjá. - Jú, þá beið mín fiskvinnan allt árið eins og hinna. Og svo var ég kaskur beitingamaður frá uppvaxtarárunum á Norðfirði. Og venjulega var skortur á þeim mönnum í útgerðarstaðnum, þar sem stundaðar voru línuveiðar mikinn hluta ársins. En vildi mig þá nokkur í vinnu með öllum mínum sálarlegu annmörkum? Já, ekki óttaðist ég það. Ég var afkastamaður til allra verka, þó ég segi sjálfur frá, „hörkuduglegur,“ segir Einar ríki. Og alltaf þótti það hagnaður að hafa slíka menn í vinnu, og hagnaðarvonin var alls ráðandi. Þess vegna fann ég til öryggiskenndar. - Burtu úr bænum færi ég ekki, hvað sem það kostaði, úr því sem komið var.


'''Ég læt til skarar skríða'''<br>
'''Ég læt til skarar skríða'''<br>
Lína 172: Lína 157:


== '''Ný lög — Nýr skóli'''<br> ==
== '''Ný lög — Nýr skóli'''<br> ==
Árið 1930 samþykkti alþingi Lög um gagnfræðaskóla í kaupstöðum. Þar með skyldi stofnaður og starfræktur gagnfræðaskóli í Vestmannaeyjum eins og í öðrum kaupstöðum landsins. Þarna var sem sé brátt starfi mínu lokið við unglingaskólann. Nú var framundan að ráða skólastjóra að hinum nýja gagnfræðaskóla, þegar til kæmi. Ég var þó settur skólastjóri fyrsta árið (1930 -1931) samkvæmt samkomulagi við fræðslumálastjóra. En næsta ár skyldi staðan auglýst til umsóknar, og þá skyldi til skarar skríða um þessa „illu sendingu Jónasar frá Hriflu,“ eins og það hét á máli þingmannsins. Þá skyldi „barnafræðarinn,“ eins og þingmaðurinn titlaði mig í blaðagrein, fá makleg málagjöld fyrir stuðninginn við hinn „vinnandi lýð,“ eins og sumir komust að orði um undirokuðu stéttina í bænum.<br>
Árið 1930 samþykkti alþingi Lög um gagnfræðaskóla í kaupstöðum. Þar með skyldi stofnaður og starfræktur gagnfræðaskóli í Vestmannaeyjum eins og í öðrum kaupstöðum landsins. Þarna var sem sé brátt starfi mínu lokið við unglingaskólann. Nú var framundan að ráða skólastjóra að hinum nýja gagnfræðaskóla, þegar til kæmi. Ég var þó settur skólastjóri fyrsta árið (1930 -1931) samkvæmt samkomulagi við fræðslumálastjóra. En næsta ár skyldi staðan auglýst til umsóknar, og þá skyldi til skarar skríða um þessa „illu sendingu Jónasar frá Hriflu,“ eins og það hét á máli þingmannsins. Þá skyldi „barnafræðarinn,“ eins og þingmaðurinn titlaði mig í blaðagrein, fá makleg málagjöld fyrir stuðninginn við hinn „vinnandi lýð,“ eins og sumir komust að orði um undirokuðu stéttina í bænum.<br>
Auglýst var til umsóknar skólastjórastaðan við hinn nýstofnaða gagnfræðaskóla í Vestmannaeyjum.<br>
Auglýst var til umsóknar skólastjórastaðan við hinn nýstofnaða gagnfræðaskóla í Vestmannaeyjum.<br>
Lína 179: Lína 163:
Svo sóttu menn um stöðu þessa, skólastjórastöðuna við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum sumarið 1931. Þá tók að kvisast, að meiri hluti skólanefndarinnar hefði ráðið ungan guðfræðikandidat til þess að sækja um stöðuna gegn mér og verða þannig valdur að því, að ég yrði sviftur því starfi, sem ég hafði unnið að sleitulaust á undanförnum árum. Þessi guðfræðingur hafði aldrei ætlað sér annað en að verða þjóðkirkjuprestur, - aldrei skólamaður. En hann lét nú sem sé til leiðast að bregða sér kippkorn frá marki sínu og hjálpa flokksbræðrum sínum til þess að svifta þennan óæskilega fjölskyldumann stöðu sinni og lífsstarfi, sem hann hafði í rauninni skapað sjálfur með takmarkalausri vinnu. Guðfræðingnum var í rauninni vorkunn. Og við megum ekki dæma hann hart. Hann hafði ekki lesið guðfræði og kristin siðfræðileg vísindi ''nema átta ár'' við Háskóla Íslands og erlenda háskóla. A ekki lengri tíma lærist knapplega svo að haldi komi gegn freistingum hin kunnu orð Krists: „Það, sem þér viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ Ég geri ráð fyrir, að mér sjálfum hefði ekki veitt af 16 ára guðfræðinámi til þess að læra þessa lífsspeki og verða öruggur gagnvart henni, ef mér hefði til dæmis áskotnazt vinfengi voldugra peningamanna og virðulegra þingmanna og orðum skrýddra konsúla! Þá hefði ég að öllum líkindum látið freistast og lagt þessa kenningu Krists á hilluna, í bili a. m. k. Svona erfið hefur hún reynzt mér um dagana, þegar freistingarnar steðja að! Vei okkur, vesölum.<br>
Svo sóttu menn um stöðu þessa, skólastjórastöðuna við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum sumarið 1931. Þá tók að kvisast, að meiri hluti skólanefndarinnar hefði ráðið ungan guðfræðikandidat til þess að sækja um stöðuna gegn mér og verða þannig valdur að því, að ég yrði sviftur því starfi, sem ég hafði unnið að sleitulaust á undanförnum árum. Þessi guðfræðingur hafði aldrei ætlað sér annað en að verða þjóðkirkjuprestur, - aldrei skólamaður. En hann lét nú sem sé til leiðast að bregða sér kippkorn frá marki sínu og hjálpa flokksbræðrum sínum til þess að svifta þennan óæskilega fjölskyldumann stöðu sinni og lífsstarfi, sem hann hafði í rauninni skapað sjálfur með takmarkalausri vinnu. Guðfræðingnum var í rauninni vorkunn. Og við megum ekki dæma hann hart. Hann hafði ekki lesið guðfræði og kristin siðfræðileg vísindi ''nema átta ár'' við Háskóla Íslands og erlenda háskóla. A ekki lengri tíma lærist knapplega svo að haldi komi gegn freistingum hin kunnu orð Krists: „Það, sem þér viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ Ég geri ráð fyrir, að mér sjálfum hefði ekki veitt af 16 ára guðfræðinámi til þess að læra þessa lífsspeki og verða öruggur gagnvart henni, ef mér hefði til dæmis áskotnazt vinfengi voldugra peningamanna og virðulegra þingmanna og orðum skrýddra konsúla! Þá hefði ég að öllum líkindum látið freistast og lagt þessa kenningu Krists á hilluna, í bili a. m. k. Svona erfið hefur hún reynzt mér um dagana, þegar freistingarnar steðja að! Vei okkur, vesölum.<br>
Lífsreynsla mín er sú, að guðfræðinám og kristilegt stagl bætir lítið mannskepnuna, veldur lítilli mannrækt eða sönnum þroska, sé hjartað, sem undir slær, ekki með.
Lífsreynsla mín er sú, að guðfræðinám og kristilegt stagl bætir lítið mannskepnuna, veldur lítilli mannrækt eða sönnum þroska, sé hjartað, sem undir slær, ekki með.


'''Umsókn minni stungið undir stól'''<br>
'''Umsókn minni stungið undir stól'''<br>
Lína 193: Lína 176:
Þingmaðurinn hvarf brátt úr skólanefndinni. Áhuga hans fyrir verkefni hennar var lokið. - Hlutverki hans þar var lokið. Nú skyldi áhrifa hans gæta svo að um munaði utan við þá klíku fáráðlinga, sem hafði valdið honum sársauka og álitshnekkis meðal málsmetandi manna í þingi þjóðarinnar.<br>
Þingmaðurinn hvarf brátt úr skólanefndinni. Áhuga hans fyrir verkefni hennar var lokið. - Hlutverki hans þar var lokið. Nú skyldi áhrifa hans gæta svo að um munaði utan við þá klíku fáráðlinga, sem hafði valdið honum sársauka og álitshnekkis meðal málsmetandi manna í þingi þjóðarinnar.<br>
Ýmislegt óvænt og sérlegt tók að bæra á sér í sambandi við þetta „hneykslismál“ í bænum, eftir að bæjarvaldið mikla hafði verið hunzað með því að ráða mann til starfa gegn vilja þess. Starfsfrið skyldi sá maður aldrei fá!
Ýmislegt óvænt og sérlegt tók að bæra á sér í sambandi við þetta „hneykslismál“ í bænum, eftir að bæjarvaldið mikla hafði verið hunzað með því að ráða mann til starfa gegn vilja þess. Starfsfrið skyldi sá maður aldrei fá!


'''Ég stofna iðnskóla í Eyjum'''<br>
'''Ég stofna iðnskóla í Eyjum'''<br>
Lína 209: Lína 191:
Ég get þessa skólastarfs míns hér sökum þess, að [[Kvöldskóli iðnaðarmanna]] í bænum var notaður um árabil til þess að þrengja kosti Gagnfræðaskólans, sem þurfti að leigja húsnæði hjá iðnaðarmönnum að [[Breiðablik]]i og hafa Kvöldskóla iðnaðarmanna sem möru á sér í sama húsnæðinu. Jafnframt var kostað kapps um að ginna unglingana til þess að sækja fremur Kvöldskólann en Gagnfræðaskólann. Þessi áróður dró úr aðsókn að Gagnfræðaskólanum. Sú staðreynd var síðan notuð til árásar á mig persónulega. Ég mun finna þessara orða minna stað hér á eftir með því að vitna í Flokksblaðið í kaupstaðnum, þegar að því kemur í bréfi þessu.
Ég get þessa skólastarfs míns hér sökum þess, að [[Kvöldskóli iðnaðarmanna]] í bænum var notaður um árabil til þess að þrengja kosti Gagnfræðaskólans, sem þurfti að leigja húsnæði hjá iðnaðarmönnum að [[Breiðablik]]i og hafa Kvöldskóla iðnaðarmanna sem möru á sér í sama húsnæðinu. Jafnframt var kostað kapps um að ginna unglingana til þess að sækja fremur Kvöldskólann en Gagnfræðaskólann. Þessi áróður dró úr aðsókn að Gagnfræðaskólanum. Sú staðreynd var síðan notuð til árásar á mig persónulega. Ég mun finna þessara orða minna stað hér á eftir með því að vitna í Flokksblaðið í kaupstaðnum, þegar að því kemur í bréfi þessu.
Vertu þolinmóður við mig, frændi minn góður, mér er mikið niðri fyrir.
Vertu þolinmóður við mig, frændi minn góður, mér er mikið niðri fyrir.


'''Samvinnuskólapilturinn sannar ágæti sitt'''<br>
'''Samvinnuskólapilturinn sannar ágæti sitt'''<br>
Lína 221: Lína 202:
Þegar faðir Samvinnuskólapiltsins gekk út úr fundarsalnum, sagði hann við kunningja sinn hreykinn mjög og lyfti höfði og höku, svo að rauðu skeggbroddarnir teygðu á sér fram og upp-á-við: „Það sé ég, að þegar [[Jóhann Þ. Jósefsson|Jóhann]] fellur frá, þá verður Sigurður minn þingmaður.“ Ungi ræðumaðurinn var sem sé Sigurður S. Scheving frá [[Hjalli|Hjalla]] í Eyjum. Svona gagntekinn var gamli maðurinn af getu sonar síns.<br>
Þegar faðir Samvinnuskólapiltsins gekk út úr fundarsalnum, sagði hann við kunningja sinn hreykinn mjög og lyfti höfði og höku, svo að rauðu skeggbroddarnir teygðu á sér fram og upp-á-við: „Það sé ég, að þegar [[Jóhann Þ. Jósefsson|Jóhann]] fellur frá, þá verður Sigurður minn þingmaður.“ Ungi ræðumaðurinn var sem sé Sigurður S. Scheving frá [[Hjalli|Hjalla]] í Eyjum. Svona gagntekinn var gamli maðurinn af getu sonar síns.<br>
Þegar ég les dagbók mína frá þessum árum, þá minnist ég jafnan þessa fundar með kátínu og glettni og um leið auknum skilningi á menningarástandinu í Vestmannaeyjakaupstað. Hvað hefði Eyjafólk álitið um slíka samkundu svo sem 20 árum síðar? Hún hefði tæpast verið metin mikils, - talin skrílssamkunda og skoplegt fyrirbrigði.
Þegar ég les dagbók mína frá þessum árum, þá minnist ég jafnan þessa fundar með kátínu og glettni og um leið auknum skilningi á menningarástandinu í Vestmannaeyjakaupstað. Hvað hefði Eyjafólk álitið um slíka samkundu svo sem 20 árum síðar? Hún hefði tæpast verið metin mikils, - talin skrílssamkunda og skoplegt fyrirbrigði.


== '''Presturinn fær ádrepu''' <br> ==
== '''Presturinn fær ádrepu''' <br> ==
En nú þurfti að hirta sóknarprestinn fyrir atkvæði hans mér til stuðnings í skólanefndinni. Bezt þótti að gera það undir dulnefni, því að verknaður sá varð eflaust illa séður af mörgum, líka Flokksmönnum, svo vinsæll sem sóknarpresturinn var í sókn sinni. Hann naut trausts og virðingar allra Eyjamanna, og það var ekki vandalaust verk að mæla honum út þann skammt, sem hann þó áleizt hafa unnið til með atkvæði sínu í skólanefnd.<br>
En nú þurfti að hirta sóknarprestinn fyrir atkvæði hans mér til stuðnings í skólanefndinni. Bezt þótti að gera það undir dulnefni, því að verknaður sá varð eflaust illa séður af mörgum, líka Flokksmönnum, svo vinsæll sem sóknarpresturinn var í sókn sinni. Hann naut trausts og virðingar allra Eyjamanna, og það var ekki vandalaust verk að mæla honum út þann skammt, sem hann þó áleizt hafa unnið til með atkvæði sínu í skólanefnd.<br>
Í [[Víðir, blað|Víði]], Flokksblaðinu, 19. sept. (1931) birtist klausa, sem kölluð var Ráðgáta. Allir skynigæddir Eyjabúar þekktu orðalagið á henni og vissu þess vegna, hver sá huldumaður var, sem nú kallaði sig Örn. Hér birti ég klausu þessa orðrétta.
Í [[Víðir, blað|Víði]], Flokksblaðinu, 19. sept. (1931) birtist klausa, sem kölluð var Ráðgáta. Allir skynigæddir Eyjabúar þekktu orðalagið á henni og vissu þess vegna, hver sá huldumaður var, sem nú kallaði sig Örn. Hér birti ég klausu þessa orðrétta.


'''Grein huldumannsins og 10 sálmabækur'''<br>
'''Grein huldumannsins og 10 sálmabækur'''<br>
Lína 264: Lína 243:


::::''[[Sigurjón Þorvaldur Árnason|Sigurjón Árnason]].''
::::''[[Sigurjón Þorvaldur Árnason|Sigurjón Árnason]].''


'''Samvinnuskólapilturinn svaraði fyrir huldumanninn'''<br>
'''Samvinnuskólapilturinn svaraði fyrir huldumanninn'''<br>
Lína 292: Lína 270:
Við bæjarstjórnarkosningarnar árið 1934 tapaði Flokkurinn sjötta fulltrúanum í bæjarstjórn kaupstaðarins. Þá þegar hafði mikið áunnizt, fannst okkur. Stórt skarð var brotið í valdavegg eiginhagsmunaklíkunnar í bænum, konsúlanna og kaupmannanna með nánustu fylgifiskum. Enn var það verk óunnið að fella fimmta fulltrúann þeirra frá setu í bæjarstjórn, svo að Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum gæti eignazt veglega byggingu fyrir starfsemi sína. Gegn þeirri hugsjón minni stóð öll þessi eiginhagsmunaklíka sem samfelldur múrveggur. Það skyldi aldrei gerast í minni skólatíð þar, sögðu þeir. - Við sjáum hvað setur.<br>
Við bæjarstjórnarkosningarnar árið 1934 tapaði Flokkurinn sjötta fulltrúanum í bæjarstjórn kaupstaðarins. Þá þegar hafði mikið áunnizt, fannst okkur. Stórt skarð var brotið í valdavegg eiginhagsmunaklíkunnar í bænum, konsúlanna og kaupmannanna með nánustu fylgifiskum. Enn var það verk óunnið að fella fimmta fulltrúann þeirra frá setu í bæjarstjórn, svo að Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum gæti eignazt veglega byggingu fyrir starfsemi sína. Gegn þeirri hugsjón minni stóð öll þessi eiginhagsmunaklíka sem samfelldur múrveggur. Það skyldi aldrei gerast í minni skólatíð þar, sögðu þeir. - Við sjáum hvað setur.<br>
Nú skaltu bráðum fá nasasjón af skrifum samvinnuskólapiltsins í minn garð og skólans, áður en Flokkurinn tapaði sjötta sætinu í bæjarstjórninni.
Nú skaltu bráðum fá nasasjón af skrifum samvinnuskólapiltsins í minn garð og skólans, áður en Flokkurinn tapaði sjötta sætinu í bæjarstjórninni.


'''Honum bauð í grun'''<br>
'''Honum bauð í grun'''<br>
Lína 300: Lína 277:
Þarna fékk ég það óþvegið og meira í þessari grein, sem ég þreyti þig ekki á að hafa hér eftir. — Veslingurinn ég, sem hélt mig aldrei hafa sagt ósatt orð vísvitandi. Hitt gat ég fallizt á að taka við töluverðu af pólitískum skömmum, því að ég hafði skrifað um þörf þá að byggja gagnfræðaskólahús í bænum o. fl. í þeim dúr, en þær framkvæmdir vildu bæjarvöldin ekki sökum þess, að þá hlutu útsvörin að hækka að mun, og ekki gátu hinir kúguðu greitt nokkur útsvör að ráði.<br>
Þarna fékk ég það óþvegið og meira í þessari grein, sem ég þreyti þig ekki á að hafa hér eftir. — Veslingurinn ég, sem hélt mig aldrei hafa sagt ósatt orð vísvitandi. Hitt gat ég fallizt á að taka við töluverðu af pólitískum skömmum, því að ég hafði skrifað um þörf þá að byggja gagnfræðaskólahús í bænum o. fl. í þeim dúr, en þær framkvæmdir vildu bæjarvöldin ekki sökum þess, að þá hlutu útsvörin að hækka að mun, og ekki gátu hinir kúguðu greitt nokkur útsvör að ráði.<br>
Það hlaut að vera hlutskipti þeirra ríku, og það var bölvað hlutskipti, sem ekki mátti eiga sér stað!
Það hlaut að vera hlutskipti þeirra ríku, og það var bölvað hlutskipti, sem ekki mátti eiga sér stað!


'''Samvinnuskólapilturinn skildi, hvað klukkan sló'''<br>
'''Samvinnuskólapilturinn skildi, hvað klukkan sló'''<br>
Lína 354: Lína 330:
Árangurinn af öllum þessum áróðri varð sá, að Kvöldskóli iðnaðarmanna fékk töluverðan hluta þeirra unglinga, sem yfirleitt áttu erfiðara með nám, voru treggáfaðri, þó að það væri vitanlega ekki án undantekninga. Þeir greiddu skilvíslega skólagjöldin sín, og þar með var markinu náð.<br>
Árangurinn af öllum þessum áróðri varð sá, að Kvöldskóli iðnaðarmanna fékk töluverðan hluta þeirra unglinga, sem yfirleitt áttu erfiðara með nám, voru treggáfaðri, þó að það væri vitanlega ekki án undantekninga. Þeir greiddu skilvíslega skólagjöldin sín, og þar með var markinu náð.<br>
Þegar samvinnuskólapilturinn hóf atvinnuróginn gagnvart mér 1933, tók [[Páll Bjarnason]] skólastjóri drengilega svari mínu og vítti piltinn fyrir níðskrif sín og rætni, ekki sízt sökum þess, að níðskrif hans snertu hin viðkvæmustu málin, þar sem voru uppeldismál æskulýðsins í bænum. Þar sagði skólastjóri m. a.: „Greinarhöfundur fer mörgum hörðum orðum um Þorstein Þ. Víglundsson, skólastjóra, kennslu hans og þekkingu. Ekki er mér kunnugt, á hvern hátt hann hefur kynnt sér það mál, en mjög eru ummæli hans ólík vottorði því, sem Kennaraskólinn gaf sama manni fyrir fáum árum, og ólíklegt að honum hafi förlazt mikið um þekkingu þessi ár, sem hann hefur kennt. Prófdómarar s.l. vor hafa gefið vottorð um árangur kennslunnar ...“ Margt fleira sagði skólastjóri mér til gengis og velfarnaðar og starfi mínu til framdráttar. Eins og ég hefi tekið fram, þá rak ég skólann enn í húsi barnaskólans, þar sem við Páll unnum saman hvern dag.
Þegar samvinnuskólapilturinn hóf atvinnuróginn gagnvart mér 1933, tók [[Páll Bjarnason]] skólastjóri drengilega svari mínu og vítti piltinn fyrir níðskrif sín og rætni, ekki sízt sökum þess, að níðskrif hans snertu hin viðkvæmustu málin, þar sem voru uppeldismál æskulýðsins í bænum. Þar sagði skólastjóri m. a.: „Greinarhöfundur fer mörgum hörðum orðum um Þorstein Þ. Víglundsson, skólastjóra, kennslu hans og þekkingu. Ekki er mér kunnugt, á hvern hátt hann hefur kynnt sér það mál, en mjög eru ummæli hans ólík vottorði því, sem Kennaraskólinn gaf sama manni fyrir fáum árum, og ólíklegt að honum hafi förlazt mikið um þekkingu þessi ár, sem hann hefur kennt. Prófdómarar s.l. vor hafa gefið vottorð um árangur kennslunnar ...“ Margt fleira sagði skólastjóri mér til gengis og velfarnaðar og starfi mínu til framdráttar. Eins og ég hefi tekið fram, þá rak ég skólann enn í húsi barnaskólans, þar sem við Páll unnum saman hvern dag.


'''Rúsína í pylsuendanum'''<br>
'''Rúsína í pylsuendanum'''<br>
Lína 375: Lína 350:
Það er bezt að segja það hér Félagi ungra sjálfstæðismanna til varnar, að það hafði aldrei valið S.S.S. til að kenna á umræddu námskeiði. Það hafði aldrei haldið þetta námskeið. Það voru ósannindi greinarhöfundar - ómenguð lygi eins og orð hans og fullyrðingar um endalokin á iðnskólastarfi mínu hér í bænum. Þannig var skrifað og starfað til þess að þóknast flokksforustunni í bænum.<br>
Það er bezt að segja það hér Félagi ungra sjálfstæðismanna til varnar, að það hafði aldrei valið S.S.S. til að kenna á umræddu námskeiði. Það hafði aldrei haldið þetta námskeið. Það voru ósannindi greinarhöfundar - ómenguð lygi eins og orð hans og fullyrðingar um endalokin á iðnskólastarfi mínu hér í bænum. Þannig var skrifað og starfað til þess að þóknast flokksforustunni í bænum.<br>
Skólastarf mitt var nú styrkara og stóð fastari fótum en nokkru sinni fyrr. Öll þessi níðskrif höfðu snúizt mér og skólanum til góðs. Það átti ég að þakka vinsemd og velvild mætra manna, sem stóðu með mér og voru mér ómetanlegar hjálparhellur. Og svo fylgdu mér hulin öfl, svo að ég vissi fyrirfram, hvernig fara mundi. Sú vissa hafði góð og hressandi áhrif á sálarlífið. Þessi árás hafði snúizt mér til góðs og fleiri fóru á eftir, sem einnig urðu mér til framdráttar og gengis. Sömu öfl á verði. Við komum bráðum að þeim kafla sögu minnar.
Skólastarf mitt var nú styrkara og stóð fastari fótum en nokkru sinni fyrr. Öll þessi níðskrif höfðu snúizt mér og skólanum til góðs. Það átti ég að þakka vinsemd og velvild mætra manna, sem stóðu með mér og voru mér ómetanlegar hjálparhellur. Og svo fylgdu mér hulin öfl, svo að ég vissi fyrirfram, hvernig fara mundi. Sú vissa hafði góð og hressandi áhrif á sálarlífið. Þessi árás hafði snúizt mér til góðs og fleiri fóru á eftir, sem einnig urðu mér til framdráttar og gengis. Sömu öfl á verði. Við komum bráðum að þeim kafla sögu minnar.


== Hitler talar. Kaupfélag Eyjabúa „setur upp tærnar“ ==
== Hitler talar. Kaupfélag Eyjabúa „setur upp tærnar“ ==
Lína 391: Lína 365:
Eftir húðstrýkinguna miklu var S.S.S. látinn hætta að skrifa í flokksblaðið. Eftir að Kaupfélag Eyjabúa setti upp tærnar, sást nafn hans ekki í blaðinu nema undir Pfaff-auglýsingum, en það umboð var honum einhver tekjulind.<br>
Eftir húðstrýkinguna miklu var S.S.S. látinn hætta að skrifa í flokksblaðið. Eftir að Kaupfélag Eyjabúa setti upp tærnar, sást nafn hans ekki í blaðinu nema undir Pfaff-auglýsingum, en það umboð var honum einhver tekjulind.<br>
Svo fékk ég nokkurn veginn starfsfrið næstu fjögur árin (1934-1938), enda átti flokksforustan engan tilkippilegan mann til skítkastsins eins og á stóð. Ungur og efnilegur skriffinnur var að búa sig undir þjónustuna. Hann tók við starfi því árið 1938, ef ég man rétt. Hann birtist þér svo bráðum á sjónarsviðinu.
Svo fékk ég nokkurn veginn starfsfrið næstu fjögur árin (1934-1938), enda átti flokksforustan engan tilkippilegan mann til skítkastsins eins og á stóð. Ungur og efnilegur skriffinnur var að búa sig undir þjónustuna. Hann tók við starfi því árið 1938, ef ég man rétt. Hann birtist þér svo bráðum á sjónarsviðinu.


'''Friðmæli Flokksblaðsins'''<br>
'''Friðmæli Flokksblaðsins'''<br>
Lína 397: Lína 370:
Gagnfræðaskólinn er, að því er séð verður, í góðu lagi, og eftir því sem blaðið veit bezt, eru kennarakraftar góðir, og af reynslunni skuluð þér þekkja þá.“
Gagnfræðaskólinn er, að því er séð verður, í góðu lagi, og eftir því sem blaðið veit bezt, eru kennarakraftar góðir, og af reynslunni skuluð þér þekkja þá.“
Þannig orðaði ritstjórinn friðmæli sín. Nú voru ekki maðkarnir í mysunni lengur! Og við hlógum mörg og skemmtum okkur dásamlega.
Þannig orðaði ritstjórinn friðmæli sín. Nú voru ekki maðkarnir í mysunni lengur! Og við hlógum mörg og skemmtum okkur dásamlega.


'''Ég var utanflokka. Baunadiskurinn'''<br>
'''Ég var utanflokka. Baunadiskurinn'''<br>
Lína 404: Lína 376:
Eftir að við fjórir vorum reknir úr stjórn kaupfélagsins að ráði málsmetandi manna innan flokksforustunnar í Reykjavík og án vitundar foringjans Jóns heitins Baldvinssonar, taldi ég mig ekki eiga heima í Alþýðufl. lengur. Þar var eitthvað meira en lítið sorugt bak við tjöldin að okkar reynslu og dómi. Okkur var öllum þar ofaukið. Þá bar þar mikið á alls kyns ungum skýjaglópum, gáfuðum labbakútum, prinsum, eins og við kölluðum þá okkar á milli. Þeir æsktu frama á vegum flokksins og góðrar atvinnu, án þess að gera sér grein fyrir skyldum sínum eða ábyrgð. Óregla var þar líka með í för.<br>
Eftir að við fjórir vorum reknir úr stjórn kaupfélagsins að ráði málsmetandi manna innan flokksforustunnar í Reykjavík og án vitundar foringjans Jóns heitins Baldvinssonar, taldi ég mig ekki eiga heima í Alþýðufl. lengur. Þar var eitthvað meira en lítið sorugt bak við tjöldin að okkar reynslu og dómi. Okkur var öllum þar ofaukið. Þá bar þar mikið á alls kyns ungum skýjaglópum, gáfuðum labbakútum, prinsum, eins og við kölluðum þá okkar á milli. Þeir æsktu frama á vegum flokksins og góðrar atvinnu, án þess að gera sér grein fyrir skyldum sínum eða ábyrgð. Óregla var þar líka með í för.<br>
Forusta alræðisvaldsins hér í bænum hafði fengið nasasjón af þessu stríði okkar við hin ógæfusamlegu öfl í Alþýðuflokknum og vissu, að við fjórir vildum ekki þýðast starf hans og stjórn lengur. <br>
Forusta alræðisvaldsins hér í bænum hafði fengið nasasjón af þessu stríði okkar við hin ógæfusamlegu öfl í Alþýðuflokknum og vissu, að við fjórir vildum ekki þýðast starf hans og stjórn lengur. <br>
([[Vantar framhald kaflans, einn dálk]])
Mér óafvitandi samþykkti nú forusta hins ráðandi stjórnmálaflokks í bænum stuðning við þá hugsjón mína að byggja Gagnfræðaskólahúsið. Meiri hluti bæjarstjórnarinnar samþykkti það einnig í nafni flokksins, eftir að honum var gefin fyrirskipun um það. Mér barst skilmerkilegt bréf frá flokksstjórninni um þessa samþykkt. Bréfið á ég í fórum mínum. Jafnframt þessu bréfi fékk ég skeyti frá þingmanninum, sem sat á Alþingi, varðandi þetta mál. Áhuginn var nú orðinn alveg brennandi! Andinn var heitur og hugsjónin kær! Engir maðkar í mysunni lengur. Þingmaðurinn sjálfur bað um skólanefndarfund til þess að ræða þetta mál. Ég skildi öll þessi blíðuhót á einn veg. Hér var mér réttur ''baunadiskurinn'', ef ég vildi svo vel gera að afhenda þeim ''frumburðarrétt'' minn fyrir hann. Ekkert var mér fjær skapi.<br>
 
Ég skemmti mér við öll þessi fyrirbrigði eins og fyrri daginn. Þau sönnuðu mæta vel, hversu litlir sálkönnuðir voru þarna í forustuliðinu. Gátu þeir ímyndað sér að ég afhenti þeim frumburðarrétt minn fyrir baunadisk eða þá nokkuð annað til að verzla með þeim til fylgisauka og framdráttar?<br>
Jafnframt öllum þessum blíðuhótum var nú skrifað vinsamlega í flokksblaðið um skólaritið okkar, [[Blik]]. Þar birtist fyrri hluti mikillar lofgreinar. En framhaldið birtist aldrei. Þá hafði flokksforustan uppgötvað það í miðjum klíðum, að ég var ekki tilkippilegur með frumburðarréttinn.


'''Ég samlagast Framsóknarflokknum'''<br>
'''Ég samlagast Framsóknarflokknum'''<br>
Ég hafði alltaf unnað bændastétt landsins og þakkað henni í hjarta mínu allt, sem hún frá fyrstu stundum íslenzkrar tilveru hafði verið menningu og frama íslenzku þjóðarinnar. Þessi hugsun festi enn styrkari rætur innra með sér, er ég hlustaði á fyrirlestra norskra fræðimanna um íslenzkar fornbókmenntir og íslenzka menningu í heild á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þá hreifst ég og gladdist. - Faðir minn var bóndi og ég búfræðingur. Og samvinnumaður var ég fæddur. Það fann ég. Til vinstri við Alþýðuflokkinn gat ég ekki átt heima.<br>
Ég hafði alltaf unnað bændastétt landsins og þakkað henni í hjarta mínu allt, sem hún frá fyrstu stundum íslenzkrar tilveru hafði verið menningu og frama íslenzku þjóðarinnar. Þessi hugsun festi enn styrkari rætur innra með sér, er ég hlustaði á fyrirlestra norskra fræðimanna um íslenzkar fornbókmenntir og íslenzka menningu í heild á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þá hreifst ég og gladdist. - Faðir minn var bóndi og ég búfræðingur. Og samvinnumaður var ég fæddur. Það fann ég. Til vinstri við Alþýðuflokkinn gat ég ekki átt heima.<br>
Í baráttu minni fyrir hugsjónum mínum í bænum, gat ég ekki staðið utan flokka. Ég hélt samt vinsamlegum tengslum við flesta framámenn hinna vinstri flokkanna í bænum. Og þó að eitthvað bjátaði á og ég fengi íhreytur frá sumum þeirra, lét ég það land og leið af skiljanlegum ástæðum. Þegar „múrinn mikli“ hafði verið unninn, varð ég að treysta á vinsemd vinstri foringjanna hugsjónum mínum til fulltingis.
Í baráttu minni fyrir hugsjónum mínum í bænum, gat ég ekki staðið utan flokka. Ég hélt samt vinsamlegum tengslum við flesta framámenn hinna vinstri flokkanna í bænum. Og þó að eitthvað bjátaði á og ég fengi íhreytur frá sumum þeirra, lét ég það land og leið af skiljanlegum ástæðum. Þegar „múrinn mikli“ hafði verið unninn, varð ég að treysta á vinsemd vinstri foringjanna hugsjónum mínum til fulltingis.


'''Dálítið sýnishorn'''<br>
'''Dálítið sýnishorn'''<br>
Lína 445: Lína 417:
Af sömu ástæðum fékk ég enga greiðslu fyrir alla aukakennsluna mína og aðra vinnu við skólann næstu 10 árin. Ég kenndi alltaf um 30 stundir á viku hverri. Þannig var hinu pólitíska valdi beitt gagnvart mér og starfi mínu.<br>
Af sömu ástæðum fékk ég enga greiðslu fyrir alla aukakennsluna mína og aðra vinnu við skólann næstu 10 árin. Ég kenndi alltaf um 30 stundir á viku hverri. Þannig var hinu pólitíska valdi beitt gagnvart mér og starfi mínu.<br>
Og ég get nefnt þess dæmi, að góðir kennslukraftar voru hraktir frá skólanum með þessari launakúgun, því að ekki gátu bæjarvöldin afráðið þeim hærri árslaun en skólastjóranum. Þeir urðu allra hluta vegna að vera skör lægri. Þeir hurfu burt úr bænum.
Og ég get nefnt þess dæmi, að góðir kennslukraftar voru hraktir frá skólanum með þessari launakúgun, því að ekki gátu bæjarvöldin afráðið þeim hærri árslaun en skólastjóranum. Þeir urðu allra hluta vegna að vera skör lægri. Þeir hurfu burt úr bænum.


'''„Heill hverjum sól- og sumarhug ...“<br>'''
'''„Heill hverjum sól- og sumarhug ...“<br>'''
Lína 482: Lína 453:
:um vorloft draumablátt<br>
:um vorloft draumablátt<br>
:í trúnni á guð og traust á eigin mátt.<br>
:í trúnni á guð og traust á eigin mátt.<br>


'''Nýjung í atvinnulífi bæjarins'''<br>
'''Nýjung í atvinnulífi bæjarins'''<br>
Lína 500: Lína 470:
Árið 1940 eignaðist ég mikilvægt og biturt leynivopn í baráttunni við árásarmenn mína. Ég geymdi það vandlega og lét sem allra fæsta vita deili á því. Ekki segi ég þér heldur undir eins, hvert þetta leynivopn var. Ég hugsaði mér að láta Flokksforustuna og skriffinn flokksins gera sem mest og bezt undir sig, áður en ég beitti því.<br>
Árið 1940 eignaðist ég mikilvægt og biturt leynivopn í baráttunni við árásarmenn mína. Ég geymdi það vandlega og lét sem allra fæsta vita deili á því. Ekki segi ég þér heldur undir eins, hvert þetta leynivopn var. Ég hugsaði mér að láta Flokksforustuna og skriffinn flokksins gera sem mest og bezt undir sig, áður en ég beitti því.<br>
Tíminn leið og óðum styttist að bæjarstjórnarkosningunum 1946. Ég þekkti það orðið, að ég og gagnfræðaskólinn vorum jafnan mjög á dagskrá hjá Flokksforustunni, þegar kosningabaráttan var framundan. Þá voru Eyjamenn gjarnan minntir á svívirðinguna miklu, sem þeir urðu að þola gegn vilja sínum og samþykktum, þegar ég var skipaður skólastjóri gagnfræðaskólans í kaupstaðnum. Og svo mátti brýna beitt járn að biti, mátti um mig segja, varnarlausan vesalinginn gegn ofurveldinu  mikla.  Slíkum  einstakling gat komið það vel að eiga sér einhvers staðar leynivopn. <br>
Tíminn leið og óðum styttist að bæjarstjórnarkosningunum 1946. Ég þekkti það orðið, að ég og gagnfræðaskólinn vorum jafnan mjög á dagskrá hjá Flokksforustunni, þegar kosningabaráttan var framundan. Þá voru Eyjamenn gjarnan minntir á svívirðinguna miklu, sem þeir urðu að þola gegn vilja sínum og samþykktum, þegar ég var skipaður skólastjóri gagnfræðaskólans í kaupstaðnum. Og svo mátti brýna beitt járn að biti, mátti um mig segja, varnarlausan vesalinginn gegn ofurveldinu  mikla.  Slíkum  einstakling gat komið það vel að eiga sér einhvers staðar leynivopn. <br>


'''Deigt járn tók að bíta'''<br>
'''Deigt járn tók að bíta'''<br>
Lína 540: Lína 509:
Svona fór um sjóferð þá. Þeir fengu enga átyllu út úr þessari leit. Nú þurfti að leita annarra ráða.<br>
Svona fór um sjóferð þá. Þeir fengu enga átyllu út úr þessari leit. Nú þurfti að leita annarra ráða.<br>
Frásögn mín hér að framan gefur eilitla hugmynd um það, hversu menn geta orðið alveg ótrúlega litlar og lítilmótlegar persónur, ef þeir hætta að hirða um innri mann sinn, hætta að vega og meta manngildi sitt, en láta von um völd og peninga ginna sig, - svífast einskis til þess að geta þjónað valdi, sem líklegt er til þess að veita frama, gróða og yfirdrottnun. Einn slíkur þjónn var skriffinnur Flokksins orðinn. Og þetta getur hent hin beztu skinn, þegar metnaðargirndin blindar manninn gjörsamlega annars vegar og vitið er ekki meira en guð gaf hins vegar. Guðlaugur Gíslason var bráðlega gjörður að sænskum konsúl í bænum. Það var Svíum mikill sómi. En nú varð hann líka að sanna, að hann væri þessa sóma verður.<br>
Frásögn mín hér að framan gefur eilitla hugmynd um það, hversu menn geta orðið alveg ótrúlega litlar og lítilmótlegar persónur, ef þeir hætta að hirða um innri mann sinn, hætta að vega og meta manngildi sitt, en láta von um völd og peninga ginna sig, - svífast einskis til þess að geta þjónað valdi, sem líklegt er til þess að veita frama, gróða og yfirdrottnun. Einn slíkur þjónn var skriffinnur Flokksins orðinn. Og þetta getur hent hin beztu skinn, þegar metnaðargirndin blindar manninn gjörsamlega annars vegar og vitið er ekki meira en guð gaf hins vegar. Guðlaugur Gíslason var bráðlega gjörður að sænskum konsúl í bænum. Það var Svíum mikill sómi. En nú varð hann líka að sanna, að hann væri þessa sóma verður.<br>


'''Ekkert lát á skömmunum'''<br>
'''Ekkert lát á skömmunum'''<br>