„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Lína 432: Lína 432:


'''Óskað eftir fundi — Verzlunarskólalærður Vestmannaeyingur'''<br>
'''Óskað eftir fundi — Verzlunarskólalærður Vestmannaeyingur'''<br>
Segja mátti með sanni, að Kaupfélag Vestmannaeyinga færi vel af stað.<br>
Segja mátti með sanni, að Kaupfélag Vestmannaeyinga færi vel af stað.<br>
Að vísu var það erfiðleikum bundið að gera þar mikil vörukaup bæði til heimilanna og útgerðarinnar, þar sem svo smátt var um peninga í umferð, og forkólfar samtakanna voru andvígir skuldaverzlun. Dálítið gat [[Sparisjóður Vestmannaeyja hinn eldri|Sparisjóður Vestmannaeyja]] greitt götu samtakanna, og þar voru að nokkru leyti hæg heimatökin, þar sem framkvæmdastjóri kaupfélagsins var gjaldkeri Sparisjóðsins og sparisjóðsstjóri í raun og veru. En kaupmaðurinn  [[Gísli J. Johnsen|G. J. J.]] var formaður hans og ríkur áhrifaaðili um lánveitingar og hélt þar fast í tauminn.<br>
Að vísu var það erfiðleikum bundið að gera þar mikil vörukaup bæði til heimilanna og útgerðarinnar, þar sem svo smátt var um peninga í umferð, og forkólfar samtakanna voru andvígir skuldaverzlun. Dálítið gat [[Sparisjóður Vestmannaeyja hinn eldri|Sparisjóður Vestmannaeyja]] greitt götu samtakanna, og þar voru að nokkru leyti hæg heimatökin, þar sem framkvæmdastjóri kaupfélagsins var gjaldkeri Sparisjóðsins og sparisjóðsstjóri í raun og veru. En kaupmaðurinn  [[Gísli J. Johnsen|G. J. J.]] var formaður hans og ríkur áhrifaaðili um lánveitingar og hélt þar fast í tauminn.<br>
Lína 437: Lína 438:
Og svo barst stjórn kaupfélagsins bréf, þar sem þess var beiðzt, að hún boðaði til almenns fundar í Kaupfélagi Vestmannaeyinga. Ekki var neitt látið í ljós um tilefni fundarins.
Og svo barst stjórn kaupfélagsins bréf, þar sem þess var beiðzt, að hún boðaði til almenns fundar í Kaupfélagi Vestmannaeyinga. Ekki var neitt látið í ljós um tilefni fundarins.


En beiðnin var lögleg. Svo margir fullgildir félagsmenn höfðu skrifað undir bréfið. Jafnframt barst stjórninni bréf frá ungum Vestmannaeying, sem lesið hafði verzlunarfræði erlendis.
Liðið var fram á vertíð 1909, þegar þessi hreyfing gerði vart við sig. Annir voru því miklar í verstöðinni og ekkert áhlaupaverk að ná saman löglegum fundi í félagsskap.
Loks lét stjórn Kaupfélagsins til leiðast og boðaði til fundarins 14. apríl (1909).
Á fundinum byrjaði stjórnin að afsaka sig, þótt hún gæti ekki nærri strax boðað til aðalfundar, þar eð reikningar fyrra árs væru ekki að fullu gerðir og endurskoðaðir.
Afgreiðslumaðurinn, sem jafnframt var lífið og sálin í félagsstarfinu, tjáði fundarmönnum, að starf stjórnarinnar hefði orðið umsvifameira en gert hafði verið ráð fyrir í fyrstu, með því að fólk hefði þyrpzt að samtökunum og æskt þess að njóta þar hins lága vöruverðs, þegar það tók að kynnast því. Og svo vildu útvegsbændur njóta hins hækkandi verðs á afurðunum, sem leiddi af samtökum þessum. Þetta mikla starf hafði tafið allan undirbúning aðalfundarins. Menn létu sér þessa skýringu lynda. Enda var tilgangurinn með beiðninni um fundinn allur annar en að reka á eftir stjórninni um að halda aðalfundinn, hinn fyrsta í sögu félagsins.
Og málin tóku að skýrast.
Ungi Vestmannaeyingurinn, verzlunarskólalærði, hóf mál sitt og sagði fundarmönnum frá námi sínu í dönskum verzlunarskóla, þar sem hann m. a. hafði kynnzt rekstri hinna dönsku samvinnufélaga. Jafnframt tjáði hann fundarmönnum, að hann hygðist stofna samvinnufélag í kauptúninu að danskri fyrirmynd, nema félagsmenn vildu breyta Kaupfélagi Vestmannaeyinga og starfrækja það samkvæmt dönskum samvinnulögum og að dönsku sniði, danskri fyrirmynd. Þar væri vissulega öðruvísi að starfinu staðið en hér heima.
Þá kvaðst ungi maðurinn hafa fengið stórkaupmanninn Þórarin Túliníus til þess að gerast erindreki utanlands þessa væntanlega kaupfélags síns þar í verstöðinni.
Þegar ungi maðurinn hafði lokið máli sínu á fundinum, æskti stjórn kaupfélagsins þess, að fundarmenn létu í ljós skoðun sína á máli þessu.
Enginn tók til máls nema formaður kaupfélagsins, Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson, „sem ekki kvaðst álíta ástœðu til að hörfa að svo stöddu frá tiltekinni stefnu," eins og það er orðað í frumheimild.
Ungi verzlunarlærði Vestmannaeyingurinn tjáði félagsmönnum, að stórkaupmaðurinn byðist til að lána Vestmannaeyingum vörur við hagstæðu verði og góðum kjörum. Þannig gyllti hann þetta allt fyrir félagsmönnum, sem sátu hljóðir og biðu þess, að eitthvað gerðist sögulegt á fundinum.
Til svars við þessum boðum um vörulánin,  sagði  Sigurður  hreppstjóri og fullyrti, að öll slík lánaviðskipti væru varúðarverð, ''„þar sem hátt vœri við, að lánstraustið yrði misnotað."'' (Frumheimild I. Formaður kaupfélagsins hvatti aftur félagsmenn til að hvika ekki frá settu marki í félagsskap þessum.
Að lokum bað formaður fundarmenn að kveða upp úr um það, hvort þeir vildu, að stjórnin fylgdi markaðri stefnu í rekstri félagsins, þ. e. a. s. rekstur þess án skuldasöfnunar, eða fara hina leiðina og stofna til skulda. Aðeins tveir menn létu skoðun sína í ljós um félagsskapinn og vildu ekki að svo stöddu taka neina ákvörðun um það, hvora leiðina þeir kysu í rekstri félagsins. Eftir 4 daga var enn boðað til fundar í Kaupfélagi Vestmannaeyinga, eða 18. apr. 1909. Fyrir þeim fundi lá tilboð frá P. J. Thorsteinsson, fyrrv. kaupm. á Bíldudal, um kaup á saltfiski af félagsmönnum. Samþykkt var að sinna ekki tilboði því, þar sem það þótti ekki „aðgengilegt".
Þessir 4 dagar, sem liðu milli funda, höfðu verið notaðir mikið til áróðurs meðal félagsmanna um það að taka boði Þórarins kaupmanns Túliníusar um lánsviðskiptin og að breyta kaupfélaginu í vörukaupafélag að danskri fyrirmynd. Gamall bóndi í Eyjum, sem jafnan naut mikils trausts almennings, hafði verið fenginn til að hreyfa máli þessu á fundinum og mæla eindregið fyrir því.
Hinir þroskaðri félagsmenn bentu á það, að með þessum tvískinnungi væri verið að kljúfa félagsskapinn, tvískipta félaginu, með því að vissir áhrifamenn innan þess vildu nú stofna til skuldaverzlunar, sem þeir hefðu í upphafi viljað verjast með stofnun félagsins.
Ungi verzlunarlærði maðurinn var nú kvaddur á fundinn til þess að skýra anda og ákvæði hinna dönsku félagslaga. Að lokum var kosin 5 manna nefnd til að breyta lögum Kaupfélags Vestmannaeyinga í samræmi við hin dönsku samvinnulög, svo að félagið gæti a. m. k. notið vörulánaviðskipta ýmissa stórkaupmanna. Eitt meginatriði laganna var það, að nokkrir félagsmenn skyldu vera persónulega ábyrgir að skuldum félagsins við stórkaupmenn, t. d. við erindreka félagsins erlendis, Þórarin stórkaupmann Túliníus. Á þessum fundi játuðust 55 menn undir ábyrgð á vörulánum stórkaupmanna til kaupfélagsins. Halldór læknir Gunnlaugsson talaði fyrir hinu nýja skipulagi á rekstri félagsins og lánsviðskiptum þess.
Ýmsir félagsmenn, sem andstæðir voru skuldaverzlun og lánaviðskiptum, gengu af fundi þegjandi og hljóðalaust, er þeir urðu þess áskynja, að meiri hluti félagsmanna aðhylltist lánakerfið, - lánaviðskipti og skuldasöfnun. Þeir greiddu þess vegna ekki atkvæði á fundinum.
Á næsta fundi félagsins, sem haldinn var 2. maí 1.1909), bættust 13 ábyrgðarmenn við frá síðasta fundi, en aðrir gengu úr skaftinu, neituðu að vera með í samtökunum.




{{Blik}}
{{Blik}}