„Blik 1969/Endurminningar Magnúsar á Vesturhúsum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
(Lagfæringar. Setti nokkra tengla.)
(Setti tengla.)
Lína 2: Lína 2:


==Snemma beygist krókurinn==
==Snemma beygist krókurinn==
Ein hin fyrstu mynni mín frá bernskudögunum eru þau, að ég átti nokkuð margar öðuskeljar. Voru það vertíðarbátar mínir og hétu þekktum skipsnöfnum hér: [[Gideon]], [[Auróra]], [[Friður]], [[Enok]] og yfirleitt öllum þeim nöfnum skipa, er í þá daga gengu til fiskjar hér á vertíðinni.
Ein hin fyrstu mynni mín frá bernskudögunum eru þau, að ég átti nokkuð margar öðuskeljar. Voru það vertíðarbátar mínir og hétu þekktum skipsnöfnum hér: [[Gideon (áraskip|Gideon]], [[Auróra (áraskip)|Auróra]], [[Friður (áraskip|Friður]], [[Enok (áraskip|Enok]] og yfirleitt öllum þeim nöfnum skipa, er í þá daga gengu til fiskjar hér á vertíðinni.


Þessa farkosti mína gerði ég löngum út á einhverjum polli eða bala. Þannig lék ég „stóru mennina“, sérstaklega formennina, sem ég leit upp til og bar mikla lotningu fyrir.
Þessa farkosti mína gerði ég löngum út á einhverjum polli eða bala. Þannig lék ég „stóru mennina“, sérstaklega formennina, sem ég leit upp til og bar mikla lotningu fyrir.
Lína 29: Lína 29:
==Strákar saman á sjó==
==Strákar saman á sjó==
''Fjórrónir bátar í Eyjum voru kallaðir jul. Það orð mun samstofna með danska orðið jolle og afbökun úr því. Hér mun gæta áhrifa frá máli skipshafna á dönsku verzlunarskipunum frá tíma einokunartímabilsins.<br>''
''Fjórrónir bátar í Eyjum voru kallaðir jul. Það orð mun samstofna með danska orðið jolle og afbökun úr því. Hér mun gæta áhrifa frá máli skipshafna á dönsku verzlunarskipunum frá tíma einokunartímabilsins.<br>''
''Unglingarnir Magnús á Vesturhúsum og [[Vigfús Jónsson (formaður)|Vigfús Jónsson]] frá [[Tún]]i (síðar búandi að [[Holt]]i við [[Ásavegur|Ásaveg]]) réru saman til fiskjar sumarið 1884. Báðir þá innan við fermingu.''
''Unglingarnir Magnús á Vesturhúsum og [[Vigfús Jónsson (formaður)|Vigfús Jónsson]] frá [[Tún (hús)|Túni]] (síðar búandi að [[Holt]]i við [[Ásavegur|Ásaveg]]) réru saman til fiskjar sumarið 1884. Báðir þá innan við fermingu.''


Sumarið eftir þessa vertíð fór ég svo að róa á hinum svo nefndu julum. Helzt var það með strákum á mínu reki. Við grófum upp fjörumaðk, fórum í skeljafjöru eða höfðum fuglainnyfli, fuglaslóg, í beitu. Oft fiskuðum við allvel, - helzt smáfisk og keilu. Stundum fengum við lúðu í svo þungan drátt, að ég varð fljótlega að biðja Vigfús að hjálpa mér.
Sumarið eftir þessa vertíð fór ég svo að róa á hinum svo nefndu julum. Helzt var það með strákum á mínu reki. Við grófum upp fjörumaðk, fórum í skeljafjöru eða höfðum fuglainnyfli, fuglaslóg, í beitu. Oft fiskuðum við allvel, - helzt smáfisk og keilu. Stundum fengum við lúðu í svo þungan drátt, að ég varð fljótlega að biðja Vigfús að hjálpa mér.


Um haustið þetta sama ár rérum við Vigfús á Hóls-julinu og rérum helzt út á víkina suðaustur af [[Klettsnef]]i. Þar fiskaðist oft mikið af lúðu, sérstaklega á haustin. Vigfús andæfði, en ég var undir færi. Einn daginn höfðum við fengið 8 lúður og nokkrar þeirra um og yfir 100 pund (50 kg), en aðrar voru smáar. Vigfús dró undir íburð, en ég bar í. En þá kom 9. lúðan á öngulinn. Þegar ég vildi bera í hana, steyptist ég á höfuðið í sjóinn. Mér skaut fljótlega upp, og náði ég í bátinn. Lúðan var enn föst á færinu. Þegar Vigfús sér mig hanga á bátnum, segir hann: „Á ég ekki að bjarga lúðunni fyrst inn í bátinn?“
Um haustið þetta sama ár rérum við Vigfús á Hóls-julinu og rérum helzt út á víkina suðaustur af [[Örnefnaskrá Gísla Lárussonar|Klettsnefi]]. Þar fiskaðist oft mikið af lúðu, sérstaklega á haustin. Vigfús andæfði, en ég var undir færi. Einn daginn höfðum við fengið 8 lúður og nokkrar þeirra um og yfir 100 pund (50 kg), en aðrar voru smáar. Vigfús dró undir íburð, en ég bar í. En þá kom 9. lúðan á öngulinn. Þegar ég vildi bera í hana, steyptist ég á höfuðið í sjóinn. Mér skaut fljótlega upp, og náði ég í bátinn. Lúðan var enn föst á færinu. Þegar Vigfús sér mig hanga á bátnum, segir hann: „Á ég ekki að bjarga lúðunni fyrst inn í bátinn?“


Ég hafði heyrt margar sögur um það, að í sjónum væru margskonar ófreskjur, þar á meðal hákarlar og hvalir, sem væru hinar verstu mannætur. Og mér fanst þá, að eitthvað af þessu illþýði hlyti að vera rétt komið að mér til þess að gleypa mig. Þess vegna bað ég Vigfús að meta mig meir en lúðuna og innbyrða mig fyrst. Á meðan hann var að hjálpa mér inn í bátinn, fór lúðan af færinu.
Ég hafði heyrt margar sögur um það, að í sjónum væru margskonar ófreskjur, þar á meðal hákarlar og hvalir, sem væru hinar verstu mannætur. Og mér fanst þá, að eitthvað af þessu illþýði hlyti að vera rétt komið að mér til þess að gleypa mig. Þess vegna bað ég Vigfús að meta mig meir en lúðuna og innbyrða mig fyrst. Á meðan hann var að hjálpa mér inn í bátinn, fór lúðan af færinu.