„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2005/Veðurdagbækur Finns í Uppsölum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:
<big><big><center>'''Veðurdagbækur Finns í Uppsölum'''</center></big></big><br>
<big><big><center>'''Veðurdagbækur Finns í Uppsölum'''</center></big></big><br>
   
   
Fyrir nokkru komust í fórur mínar merkilegar heimildir um sögu Vestmannaeyja. Það eru veðurdagbækur sem Finnur Sigmundsson í Uppsölum ritaði á árunum 1924-1945. Bækur þessar fékk Steina Margrét, dóttir Finns, Haraldi Guðnasyni, bóka og skjalaverði, eftir dauða móður sinnar og konu Finns, Þórunnar Einarsdóttur.<br>
Fyrir nokkru komust í fórur mínar merkilegar heimildir um sögu Vestmannaeyja. Það eru veðurdagbækur sem [[Finnur Sigmundsson]] í [[Uppsalir|Uppsölum]] ritaði á árunum 1924-1945. Bækur þessar fékk Steina Margrét, dóttir Finns, [[Haraldur Guðnason|Haraldi Guðnasyni]], bóka og skjalaverði, eftir dauða móður sinnar og konu Finns, Þórunnar Einarsdóttur.<br>
Dagbækurnar eru um veðurfar í Eyjum. Framan á elstu bókinni, frá 1924, stendur: „Minnisbók“ og fyrir neðan: „Veðurathuganir ...“ Þótt Finnur haldi sig nær einvörðungu við veðurlýsingar framan af tekur þó að fljóta með ýmislegt annað efni, skipakomur og sjósókn, þ.e. hve margir bátar séu á sjó, og aflafengur, svo og ýmislegt annað efni. Sjálfur var Finnur aldrei sjómaður en lifði og hrærðist í samfélagi útgerðar og fiskvinnslu. Hann átti um tíma hlut í tveim bátum. Öllum, sem til þekkja, ber saman um að Finnur hafi verið einstakt ljúfmenni, glettinn og gamansamur, en orðvar og umtalsfrómur. Hann var vinamargur og átti enga óvini. Ber þar saman rituðum heimildum og umsögnum þeirra sem muna hann og þekktu. Það fór ekki mikið fyrir Finni í bæjarlífinu en hann vann verk sín, sum erfið og óhreinleg, af kostgæfni.<br>
Dagbækurnar eru um veðurfar í Eyjum. Framan á elstu bókinni, frá 1924, stendur: „Minnisbók“ og fyrir neðan: „Veðurathuganir ...“ Þótt Finnur haldi sig nær einvörðungu við veðurlýsingar framan af tekur þó að fljóta með ýmislegt annað efni, skipakomur og sjósókn, þ.e. hve margir bátar séu á sjó, og aflafengur, svo og ýmislegt annað efni. Sjálfur var Finnur aldrei sjómaður en lifði og hrærðist í samfélagi útgerðar og fiskvinnslu. Hann átti um tíma hlut í tveim bátum. Öllum, sem til þekkja, ber saman um að Finnur hafi verið einstakt ljúfmenni, glettinn og gamansamur, en orðvar og umtalsfrómur. Hann var vinamargur og átti enga óvini. Ber þar saman rituðum heimildum og umsögnum þeirra sem muna hann og þekktu. Það fór ekki mikið fyrir Finni í bæjarlífinu en hann vann verk sín, sum erfið og óhreinleg, af kostgæfni.<br>
Finnur Jósep Sigmundsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í gömlu Uppsölum í Vestmannaeyjum 29. jan. 1889. Hann náði háum aldri sinnar tíðar, dó á 78. aldursári, 25. ágúst 1966. Hann bjó í Vestmannaeyjum alla sína ævi, hafði góða heilsu fram á síðustu ár. Hann var grannvaxinn, ekki hár, léttur í spori og léttur í anda. Finnur var krati, fylgdi Alþýðuflokknum að málum og var stundum á lista flokksins fyrir bæjarstjómarkosningar, en var aldrei með pólitískar stælur, hávaðalaus á því sviði eins og öðrum, segir Haraldur Guðnason um Finn. Kirkjurækinn var hann, átti fast sæti á fremsta bekk fyrir framan kór í Landakirkju, norðan megin. Áhuga hans á kirkju og kristindómi sér stað í dagbókarfærslunum, t.d. getur hann sérstaklega um messur umsækjenda um prestaköllin í Eyjum.<br>
Finnur Jósep Sigmundsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í gömlu Uppsölum í Vestmannaeyjum 29. jan. 1889. Hann náði háum aldri sinnar tíðar, dó á 78. aldursári, 25. ágúst 1966. Hann bjó í Vestmannaeyjum alla sína ævi, hafði góða heilsu fram á síðustu ár. Hann var grannvaxinn, ekki hár, léttur í spori og léttur í anda. Finnur var krati, fylgdi Alþýðuflokknum að málum og var stundum á lista flokksins fyrir bæjarstjómarkosningar, en var aldrei með pólitískar stælur, hávaðalaus á því sviði eins og öðrum, segir Haraldur Guðnason um Finn. Kirkjurækinn var hann, átti fast sæti á fremsta bekk fyrir framan kór í Landakirkju, norðan megin. Áhuga hans á kirkju og kristindómi sér stað í dagbókarfærslunum, t.d. getur hann sérstaklega um messur umsækjenda um prestaköllin í Eyjum.<br>
Foreldrar Finns, Ragnheiður Sveinsdóttir og Sigmundur Finnsson, voru ættuð af Rangárvöllum og úr Skaftafellssýslu. Þau eignuðust fjögur börn, tvö komust upp, Finnur og systir hans, Guðrún. sem var búsett í Hafnarfirði. Þau bjuggu í Eystri-Uppsölum upp úr aldamótum en byggðu með syni sínum nýja „Uppsali“ 1913, þá sem enn standa við Faxastíg, sunnan við Betel. Smiður var Magnús Ísleifsson í London. Þar átti Finnur heima upp frá því.<br>
Foreldrar Finns, Ragnheiður Sveinsdóttir og Sigmundur Finnsson, voru ættuð af Rangárvöllum og úr Skaftafellssýslu. Þau eignuðust fjögur börn, tvö komust upp, Finnur og systir hans, Guðrún. sem var búsett í Hafnarfirði. Þau bjuggu í Eystri-Uppsölum upp úr aldamótum en byggðu með syni sínum nýja „Uppsali“ 1913, þá sem enn standa við Faxastíg, sunnan við Betel. Smiður var [[Magnús Ísleifsson]] í London. Þar átti Finnur heima upp frá því.<br>
Framan af ævi stundaði Finnur ýmsa almenna vinnu, þótti góður flatningsmaður. Hann átti hestvagn og hesta og ók fyrir fólk ýmsum nauðsynjum. Til afreka má telja, eftir því sem Einar í Betel segir í minningargrein um Finn, að hann ók möl og sandi í barnaskólann, þegar hann var reistur 1915. Hann mokaði öllu efni í vagninn sjálfur inni í Botni og teymdi hestinn upp á skólalóðina en sat vagninn niður eftir. Síðar eignaðist Finnur bíl í félagi við aðra og ók sorpi á vegum bæjarins og hreinsaði kamra og kom því gumsi öllu í lóg, væntanlega austur á Urðum eða vestur á Hamri. Mundi slíkt rekstrarfyrirkomulag nú heita einkaframkvæmd. Finnur var orðlagt snyrtimenni svo að þar var réttur maður á réttum stað. Hann var reglufastur í líferni sínu, tók daginn jafnan snemma, stundum milli kl. 4 og 5 á morgnana. Hann var starfsmaður bæjarins í hálfan þriðja áratug og átti m.a. þátt í stofnun starfsmannafélags bæjarins.<br>
Framan af ævi stundaði Finnur ýmsa almenna vinnu, þótti góður flatningsmaður. Hann átti hestvagn og hesta og ók fyrir fólk ýmsum nauðsynjum. Til afreka má telja, eftir því sem [[Einar Óskarsson|Einar í Betel]] segir í minningargrein um Finn, að hann ók möl og sandi í barnaskólann, þegar hann var reistur 1915. Hann mokaði öllu efni í vagninn sjálfur inni í Botni og teymdi hestinn upp á skólalóðina en sat vagninn niður eftir. Síðar eignaðist Finnur bíl í félagi við aðra og ók sorpi á vegum bæjarins og hreinsaði kamra og kom því gumsi öllu í lóg, væntanlega austur á Urðum eða vestur á Hamri. Mundi slíkt rekstrarfyrirkomulag nú heita einkaframkvæmd. Finnur var orðlagt snyrtimenni svo að þar var réttur maður á réttum stað. Hann var reglufastur í líferni sínu, tók daginn jafnan snemma, stundum milli kl. 4 og 5 á morgnana. Hann var starfsmaður bæjarins í hálfan þriðja áratug og átti m.a. þátt í stofnun starfsmannafélags bæjarins.<br>
Finnur var lengi piparsveinn en kvæntist 17. des. 1921 Þórunni Soffíu Einarsdóttur frá Viðvík við Bakkafjörð, „Tótu í Uppsölum“, mikilli röskleikakonu og fór hún mjög fyrir þeim hjónum í flestu. Hún hafði kostgangara um mörg ár yfir vertíðina en féll aldrei verk úr hendi endranær við bakstur, matargerð og sauma. Þórunn var fædd 17. apríl 1898 og því nær 10 árum yngri en Finnur. Foreldrar hennar voru Einar Jóhannesson og Margrét Albertsdóttir og bjuggu þau í Eyjum um nokkur ár. Aðeins 16 ára að aldri fór Tóta til Seyðisfjarðar og vann þar á hóteli í um 5 ár þangað til hún fluttist til Eyja. Til er rissmynd af hóteldömunni sem einn gestanna gerði og hét sá Jóhannes Kjarval. Tóta þótti glaðvær kona, fríð á yngri árum, en þykknaði nokkuð með aldrinum. Hún var gestrisin og höfðingi heim að sækja. sá gjarnan betri hliðina á hverju máli, góðgjörn og hjartahlý, raungóð manneskja, segja menn. Heimili þeirra Finns í Uppsölum var orðlagt fyrir myndarskap, í senn snyrtilegt og hlýlegt.<br>
Finnur var lengi piparsveinn en kvæntist 17. des. 1921 Þórunni Soffíu Einarsdóttur frá Viðvík við Bakkafjörð, „[[Þórunn Soffía Einarsdóttir|Tótu í Uppsölum],mikilli röskleikakonu og fór hún mjög fyrir þeim hjónum í flestu. Hún hafði kostgangara um mörg ár yfir vertíðina en féll aldrei verk úr hendi endranær við bakstur, matargerð og sauma. Þórunn var fædd 17. apríl 1898 og því nær 10 árum yngri en Finnur. Foreldrar hennar voru Einar Jóhannesson og Margrét Albertsdóttir og bjuggu þau í Eyjum um nokkur ár. Aðeins 16 ára að aldri fór Tóta til Seyðisfjarðar og vann þar á hóteli í um 5 ár þangað til hún fluttist til Eyja. Til er rissmynd af hóteldömunni sem einn gestanna gerði og hét sá Jóhannes Kjarval. Tóta þótti glaðvær kona, fríð á yngri árum, en þykknaði nokkuð með aldrinum. Hún var gestrisin og höfðingi heim að sækja. sá gjarnan betri hliðina á hverju máli, góðgjörn og hjartahlý, raungóð manneskja, segja menn. Heimili þeirra Finns í Uppsölum var orðlagt fyrir myndarskap, í senn snyrtilegt og hlýlegt.<br>
Finnur og Tóta eignuðust þrjú börn. Elstur var Flosi, fæddur 1922, skipasmiður að mennt og atvinnu lengstum. „Flosi Finns“ eða „Flosi í Uppsölum“ var kunnur maður í Eyjum á sinni tíð, myndarlegur á velli og þriflegur maður, glettinn og sagnagóður, einkum er hann sat öls við pel. Hann varð landsfrægur fyrir að sameina olíufélögin í Eyjum í einni slöngu (með samræmdri verðskrá) eftir að eldur kom upp á Heimaey 1973 og birtust víða myndir af honum við afgreiðslu. Flosi lést 1986. Annar sonur þeirra í Uppsölum var Sigmundur, fæddur 1923; hann lærði til loftskeytamanns en fluttist um miðja öld til Ástralíu og fékkst þar við kaupsýslu og útgerð, giftist og á afkomendur þar. Sigmundur lést 1977. Einkadóttir þeirra hjóna og yngst barna þeirra er Steina Margrét sem enn lifir við fullan styrk, fædd 1926. Hún býr nú í Kópavogi og er gift Friðriki Haraldssyni bakara, ættuðum frá Sandi í Vestmannaeyjum. Þau hafa verið farsæl í atvinnurekstri sínum, fyrst í Eyjum, síðar á Eyrarbakka og Selfossi og loks í Kópavogi um mörg ár en þangað fluttust þau 1952. „Ömmubakstur“ heitir fyrirtækið og blómstrar í höndum þeirra og barna þeirra. Hjá þeim Finni og Tótu ólst líka upp föðurlaus drengur frá tveggja ára aldri, Jón Bergmann, bróðursonur Tótu, nú trésmiður í Keflavík.<br>
Finnur og Tóta eignuðust þrjú börn. Elstur var Flosi, fæddur 1922, skipasmiður að mennt og atvinnu lengstum. „Flosi Finns“ eða „[[Flosi Finnsson|Flosi í Uppsölum]]“ var kunnur maður í Eyjum á sinni tíð, myndarlegur á velli og þriflegur maður, glettinn og sagnagóður, einkum er hann sat öls við pel. Hann varð landsfrægur fyrir að sameina olíufélögin í Eyjum í einni slöngu (með samræmdri verðskrá) eftir að eldur kom upp á Heimaey 1973 og birtust víða myndir af honum við afgreiðslu. Flosi lést 1986. Annar sonur þeirra í Uppsölum var Sigmundur, fæddur 1923; hann lærði til loftskeytamanns en fluttist um miðja öld til Ástralíu og fékkst þar við kaupsýslu og útgerð, giftist og á afkomendur þar. Sigmundur lést 1977. Einkadóttir þeirra hjóna og yngst barna þeirra er Steina Margrét sem enn lifir við fullan styrk, fædd 1926. Hún býr nú í Kópavogi og er gift Friðriki Haraldssyni bakara, ættuðum frá Sandi í Vestmannaeyjum. Þau hafa verið farsæl í atvinnurekstri sínum, fyrst í Eyjum, síðar á Eyrarbakka og Selfossi og loks í Kópavogi um mörg ár en þangað fluttust þau 1952. „Ömmubakstur“ heitir fyrirtækið og blómstrar í höndum þeirra og barna þeirra. Hjá þeim Finni og Tótu ólst líka upp föðurlaus drengur frá tveggja ára aldri, Jón Bergmann, bróðursonur Tótu, nú trésmiður í Keflavík.<br>
Finnur í Uppsölum var áhugamaður um leiklist og starfaði í Leikfélagi Vestmannaeyja um árabil. Eftir heimildum að dæma (Blik) hóf hann að starfa með „Nýja leikfélaginu“ sem stofnað var 1922. Víst er að hann lék Grím meðhjálpara í „Manni og konu“ 1932 og fleiri uppfærslum. Ási í Bæ segir frá frægri sýningu á „Skugga-Sveini“ veturinn 1934-35 í bók sinni „Skáldað í skörðin.“ Finnur lék þar Grasa-Guddu en Ási sjálfur lék Smala-Gvend. Hrútur Magnúsar á Felli hafði hlutverk í sýningunni og var leiddur á sviðið. Er kostuleg lýsing á því í bók Ása. Margir muna enn Finn í hlutverki Grasa-Guddu, hið síðara sinn, árið 1950, en þá lék Haraldur Guðnason Skugga og Eva Valdimarsdóttir í Bræðraborg lék Smala-Gvend.<br>
Finnur í Uppsölum var áhugamaður um leiklist og starfaði í Leikfélagi Vestmannaeyja um árabil. Eftir heimildum að dæma (Blik) hóf hann að starfa með „Nýja leikfélaginu“ sem stofnað var 1922. Víst er að hann lék Grím meðhjálpara í „Manni og konu“ 1932 og fleiri uppfærslum. Ási í Bæ segir frá frægri sýningu á „Skugga-Sveini“ veturinn 1934-35 í bók sinni „Skáldað í skörðin.“ Finnur lék þar Grasa-Guddu en Ási sjálfur lék Smala-Gvend. Hrútur Magnúsar á Felli hafði hlutverk í sýningunni og var leiddur á sviðið. Er kostuleg lýsing á því í bók Ása. Margir muna enn Finn í hlutverki Grasa-Guddu, hið síðara sinn, árið 1950, en þá lék Haraldur Guðnason Skugga og Eva Valdimarsdóttir í Bræðraborg lék Smala-Gvend.<br>
Finnur hafði gaman af því að fara á skemmtanir og var annálaður dansmaður, „léttur á löppinni“ eins og Hrefna Oddgeirsdóttir (Bússa) segir, en hún minnist hans frá sýningunni á „Skugga-Sveini“ 1950, „svo geðgóður og yndislegur karl.“ Hún rifjaði jafnframt upp brot úr gömlum gamanbrag þar sem Finns er getið:<br>
Finnur hafði gaman af því að fara á skemmtanir og var annálaður dansmaður, „léttur á löppinni“ eins og Hrefna Oddgeirsdóttir (Bússa) segir, en hún minnist hans frá sýningunni á „Skugga-Sveini“ 1950, „svo geðgóður og yndislegur karl.“ Hún rifjaði jafnframt upp brot úr gömlum gamanbrag þar sem Finns er getið:<br>