„Blik 1962/Dulskyggni“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 11: | Lína 11: | ||
<br> | <br> | ||
<br> | <br> | ||
[[Þorbjörg | [[Þorbjörg Theodórsdóttir (Sólbergi)|Þorbjörg Theodórsdóttir]] var gædd miklum sálrænum hæfileikum. Hún átti heima í sama húsi og ég um tveggja ára skeið, og gafst mér þá kostur á að kynnast henni. Hún var dóttir [[Theódór Friðriksson|Theódórs Friðrikssonar]] rithöfundar og konu hans Sigurlaugar dóttur Jónasar Jónssonar í Hróarsdal. Ung að árum fiuttist hún á heimili frú Lovísu Sigurðardóttur og Björns læknis Jósefssonar. Þar átti hún heima í nokkur ár. Síðan var hún sjúklingur á heilsuhælinu á Vífilsstöðum. Þegar hún hafði fengið sæmilegan bata, fluttist hún til Vestmannaeyja. Hún átti heima í [[Vík (hús)|Vík]] hér í bæ. Hún giftist [[Theodór Jónsson (Háagarði)|Theódóri]] syni [[Jón Sverrisson (Háagarði)|Jóns Sverrissonar]] og [[Solveig Magnúsdóttir (Háagarði)|Sólveigar Jónínu Magnúsdóttur]] í [[Háigarður|Háagarði]]. Þorbjörg og Theódór áttu eina dóttur. Hún heitir [[Erna Theodórsdóttir|Erna]] og er nú gift og búsett í Ameríku. <br> | ||
Í bók sinni „Í verum“ lýsir Theódór Friðriksson, faðir Þorbjargar, henni á þessa leið: ,,Hún var þá komin um tvítugt, orðin lagleg stúlka, grannvaxin, ljóshærð, föl í andliti. Hún var ekki öll í þessum heimi, heldur var hún skyggn, frá því er hún var barn. Hún var blíðlynd og barnaleg, og var sem ekkert óhreint gæti nærri henni komið.“ — Fyrir svo sem 30—40 árum var ekki litið á dulræn efni með þeim skilningi, sem nú er gert. Ég man eftir því, að við hjónin urðum oft vör við það, að fólk efaðist um, að Þorbjörg væri jafn skyggn og af var látið. Hún var bæði vönduð og sannsögul. [[Björn Bjarnason|Björn]], maðurinn minn, minntist á það við mig, að hann væri að hugsa um að leggja nokkurskonar prófraun fyrir Þorbjörgu. Hún var þá stödd hjá okkur. Ég hafði nýlokið við að strjúka á þrjú hálsbindi, sem lágu á borðinu. Björn bað hana að segja sér frá hverjum þau væru. Það var eins og Þorbjörg yrði annarshugar, andlitið varð slappara, og yfir augun lagðist eins og mjúk slæða. Hún handlék eitt hálsbindið og sagði, að það hefði móðir hans gefið honum. Síðan snerti hún annað og kvað það vera frá konunni hans, en það þriðja hefði hann keypt handa sjálfum sér. Þetta var allt rétt. Hún hafði ekki séð hálsbindin fyrr, en hún sá samt frá hverjum þau voru. Björn kom nú með kassa með mörgum ljósmyndum. Þetta voru fjölskyldumyndir og af kunningjum okkar. Þorbjörg þekkti örfáar af þeim. Björn bað hana að sýna sér mynd af æskuvini sínum, segja sér nafn hans og hvernig andlát hans hefði borið að. Þorbjörg var treg til þess, en ætlaði þó að reyna það. Eftir góða stund sagði hún: ,,Ég sé skip, sem er að farast, og vinur þinn hefur farizt með því. Ég sé hann, og það rennur sjór úr fötum hans.“ Síðan tók hún hiklaust mynd af honum úr kassanum og rétti Birni hana. Að lítilli stundu liðinni sagði hún nafn hans rétt. <br> | Í bók sinni „Í verum“ lýsir Theódór Friðriksson, faðir Þorbjargar, henni á þessa leið: ,,Hún var þá komin um tvítugt, orðin lagleg stúlka, grannvaxin, ljóshærð, föl í andliti. Hún var ekki öll í þessum heimi, heldur var hún skyggn, frá því er hún var barn. Hún var blíðlynd og barnaleg, og var sem ekkert óhreint gæti nærri henni komið.“ — Fyrir svo sem 30—40 árum var ekki litið á dulræn efni með þeim skilningi, sem nú er gert. Ég man eftir því, að við hjónin urðum oft vör við það, að fólk efaðist um, að Þorbjörg væri jafn skyggn og af var látið. Hún var bæði vönduð og sannsögul. [[Björn Bjarnason|Björn]], maðurinn minn, minntist á það við mig, að hann væri að hugsa um að leggja nokkurskonar prófraun fyrir Þorbjörgu. Hún var þá stödd hjá okkur. Ég hafði nýlokið við að strjúka á þrjú hálsbindi, sem lágu á borðinu. Björn bað hana að segja sér frá hverjum þau væru. Það var eins og Þorbjörg yrði annarshugar, andlitið varð slappara, og yfir augun lagðist eins og mjúk slæða. Hún handlék eitt hálsbindið og sagði, að það hefði móðir hans gefið honum. Síðan snerti hún annað og kvað það vera frá konunni hans, en það þriðja hefði hann keypt handa sjálfum sér. Þetta var allt rétt. Hún hafði ekki séð hálsbindin fyrr, en hún sá samt frá hverjum þau voru. Björn kom nú með kassa með mörgum ljósmyndum. Þetta voru fjölskyldumyndir og af kunningjum okkar. Þorbjörg þekkti örfáar af þeim. Björn bað hana að sýna sér mynd af æskuvini sínum, segja sér nafn hans og hvernig andlát hans hefði borið að. Þorbjörg var treg til þess, en ætlaði þó að reyna það. Eftir góða stund sagði hún: ,,Ég sé skip, sem er að farast, og vinur þinn hefur farizt með því. Ég sé hann, og það rennur sjór úr fötum hans.“ Síðan tók hún hiklaust mynd af honum úr kassanum og rétti Birni hana. Að lítilli stundu liðinni sagði hún nafn hans rétt. <br> | ||
Í fyrri heimsstyrjöldinni, réði þessi maður sig á millilandaskip. Það kom ekki fram, og ekkert fréttist um afdrif þess. Á þessari siglingaleið skutu Þjóðverjar niður mörg skip, sem aldrei spurðist til. Björn bað Þorbjörgu að sýna sér aðra mynd af manni, sem átti heimili hjá foreldrum hans, þegar hann lézt. Hún tók rétta mynd og sagði, að þessi maður hefði dáið voveiflega. Hún lýsti mjög vel umhverfinu, þar sem maðurinn hafði fundizt látinn. Hún nefndi síðan nafn hans og var það líka rétt. Þessa menn hafði Þorbjörg aldrei séð. Þeir voru báðir dánir löngu áður en hún fluttist til Eyja. <br> | Í fyrri heimsstyrjöldinni, réði þessi maður sig á millilandaskip. Það kom ekki fram, og ekkert fréttist um afdrif þess. Á þessari siglingaleið skutu Þjóðverjar niður mörg skip, sem aldrei spurðist til. Björn bað Þorbjörgu að sýna sér aðra mynd af manni, sem átti heimili hjá foreldrum hans, þegar hann lézt. Hún tók rétta mynd og sagði, að þessi maður hefði dáið voveiflega. Hún lýsti mjög vel umhverfinu, þar sem maðurinn hafði fundizt látinn. Hún nefndi síðan nafn hans og var það líka rétt. Þessa menn hafði Þorbjörg aldrei séð. Þeir voru báðir dánir löngu áður en hún fluttist til Eyja. <br> | ||
Lína 18: | Lína 18: | ||
Theódór Jónsson keypti húseignina [[Sólberg]] af [[Halldór Guðjónsson|Halldóri Guðjónssyni]] kennara. Þorbjörg var ánægð með það. Hún vonaði, að fjölskyldan gæti eignazt þar gott framtíðarheimili. Þegar hún fór vestur í bæ að skoða húsið, var Theódór að vinna við skrifstofustörf og gat ekki komið með henni. Hún fór ein og ætlaði að athuga það, sem kynni að þurfa lagfæringar við, áður en þau flyttu í íbúðina. Þorbjörg leit inn til mín, þegar hún kom heim aftur. Ég sá, að henni var mikið brugðið, hún var svo hrygg, að hún tárfelldi. Þá sagði hún mér, hvað fyrir sig hefði borið. Hún leit á húsið eins og ráðgert var, en ætlaði svo að athuga það nánar. Þá sá hún, að húsið fylltist af grárri þoku, kaldri og þungri, og síðan lagðist hálfgert myrkur yfir það. Henni leið illa, varð þreytt og slöpp, eins og hún væri veik. Eftir lítinn tíma leið þetta frá og hún jafnaði sig aftur. Nú fannst henni hún ekki geta verið þarna lengur. Hún ætlaði heim, gekk að útidyrahurðinni og opnaði hana. Þá sá hún líkkistu beint fyrir framan dyrnar. Henni varð mikið um þessa sýn. Hún sá sjálfa sig liggja í kistunni sveipaða hvítum líkklæðum. Og hún sá líka, að kistan hafði ekki verið borin út um dyrnar. Hún hafði verið borin frá sjúkrahúsinu. Þarna var fólk, sem stóð umhverfis kistuna. Hún þekkti mann sinn og tengdafólk. Þar var líka fólk, sem hún þekkti ekki. Hún sá kirkjugarðinn, og gat séð yfir öll leiðin, þarna sem hún stóð í dyrunum. Hún hugði vandlega að því, sá greinilega, að engin ný gröf hafði verið tekin þar. Þá vissi hún, að kistan átti ekki að jarðsetjast í Landakirkjugarði. Svo sá hún, að farið var með kistuna niður í bæ, og um leið fannst henni, að hún ætti að fara á einhvern stað langt í burtu. Svo hvarf þessi sýn. — Þorbjörg sagðist ekki eiga langt eftir ólifað. Hún yrði flutt í líkkistu frá Sólbergi. Hinzta hvílurúmið mundi ekki verða í Landakirkjugarði, heldur einhversstaðar á fjarlægum stað. <br> | Theódór Jónsson keypti húseignina [[Sólberg]] af [[Halldór Guðjónsson|Halldóri Guðjónssyni]] kennara. Þorbjörg var ánægð með það. Hún vonaði, að fjölskyldan gæti eignazt þar gott framtíðarheimili. Þegar hún fór vestur í bæ að skoða húsið, var Theódór að vinna við skrifstofustörf og gat ekki komið með henni. Hún fór ein og ætlaði að athuga það, sem kynni að þurfa lagfæringar við, áður en þau flyttu í íbúðina. Þorbjörg leit inn til mín, þegar hún kom heim aftur. Ég sá, að henni var mikið brugðið, hún var svo hrygg, að hún tárfelldi. Þá sagði hún mér, hvað fyrir sig hefði borið. Hún leit á húsið eins og ráðgert var, en ætlaði svo að athuga það nánar. Þá sá hún, að húsið fylltist af grárri þoku, kaldri og þungri, og síðan lagðist hálfgert myrkur yfir það. Henni leið illa, varð þreytt og slöpp, eins og hún væri veik. Eftir lítinn tíma leið þetta frá og hún jafnaði sig aftur. Nú fannst henni hún ekki geta verið þarna lengur. Hún ætlaði heim, gekk að útidyrahurðinni og opnaði hana. Þá sá hún líkkistu beint fyrir framan dyrnar. Henni varð mikið um þessa sýn. Hún sá sjálfa sig liggja í kistunni sveipaða hvítum líkklæðum. Og hún sá líka, að kistan hafði ekki verið borin út um dyrnar. Hún hafði verið borin frá sjúkrahúsinu. Þarna var fólk, sem stóð umhverfis kistuna. Hún þekkti mann sinn og tengdafólk. Þar var líka fólk, sem hún þekkti ekki. Hún sá kirkjugarðinn, og gat séð yfir öll leiðin, þarna sem hún stóð í dyrunum. Hún hugði vandlega að því, sá greinilega, að engin ný gröf hafði verið tekin þar. Þá vissi hún, að kistan átti ekki að jarðsetjast í Landakirkjugarði. Svo sá hún, að farið var með kistuna niður í bæ, og um leið fannst henni, að hún ætti að fara á einhvern stað langt í burtu. Svo hvarf þessi sýn. — Þorbjörg sagðist ekki eiga langt eftir ólifað. Hún yrði flutt í líkkistu frá Sólbergi. Hinzta hvílurúmið mundi ekki verða í Landakirkjugarði, heldur einhversstaðar á fjarlægum stað. <br> | ||
Eftir þetta var eins og öll ánægja hennar yfir að flytja í sitt eigið hús væri horfin. Dulinn kvíði yfir því, sem framtíðin kynni að bera í skauti sínu, hafði setzt að í hugskoti hennar. <br> | Eftir þetta var eins og öll ánægja hennar yfir að flytja í sitt eigið hús væri horfin. Dulinn kvíði yfir því, sem framtíðin kynni að bera í skauti sínu, hafði setzt að í hugskoti hennar. <br> | ||
Ég heimsótti Þorbjörgu, eftir að fjölskyldan flutti vestur í Sólberg. Þá undi hún hag sínum vel, nema hvað heilsan var ekki góð. Á þessum árum var Theódór framkvæmdastjóri hlutafélagsins „Freys“. Heimilið var mannmargt og erilsamt. Heilsu Þorbjargar fór hnignandi. Vorið 1931 varð hún að fara á heilsuhælið á Vífilsstöðum. | Ég heimsótti Þorbjörgu, eftir að fjölskyldan flutti vestur í Sólberg. Þá undi hún hag sínum vel, nema hvað heilsan var ekki góð. Á þessum árum var Theódór framkvæmdastjóri hlutafélagsins „Freys“. Heimilið var mannmargt og erilsamt. Heilsu Þorbjargar fór hnignandi. Vorið 1931 varð hún að fara á heilsuhælið á Vífilsstöðum. Sesselja systir hennar var þar sjúklingur. Hún var þá mikið veik, og vonlaust með bata. Þorbjörg kom nógu snemma til að geta setið hjá systur sinni síðustu dagana, sem hún lifði. Þetta var köld aðkoma, og hefur vafalaust tafið fyrir bata hennar, því að systurnar voru samrýmdar. Þorbjörg dvaldist á hælinu um sumarið og hresstist vonum framar. Veturinn eftir fékk hún að fara heim. Eftir nokkurn tíma veiktist hún aftur. Fyrst lá hún heima, en var svo flutt á sjúkrahúsið hér. Hún dó í aprílmánuði 1932. Eftir beiðni móður hennar var kistan flutt norður. Þorbjörg var jörðuð í kirkjugarðinum á Húsavík við hlið Sesselju systur sinnar. Kveðjuathöfnin fór fram að Sólbergi. Kistan var borin af líkhúsinu og sett framan við dyrnar. Þar stóð fólkið umhverfis hana: Maður hennar, tengdafólk og kunningjar, auk heimilismanna, sem Þorbjörg þekkti ekki fyrr en eftir að hún flutti vestur að Sólbergi. Því næst var kistan flutt niður á bryggju og um borð í skip, sem beið ferðbúið á norður leið. <br> | ||
Þannig kvaddi Þorbjörg heimili sitt. Þetta hafði hún séð fyrir rúmum fjórum árum, áður en það átti sér stað. <br> | Þannig kvaddi Þorbjörg heimili sitt. Þetta hafði hún séð fyrir rúmum fjórum árum, áður en það átti sér stað. <br> | ||
Ég hef reynt að segja sem sannast og réttast frá því, sem fyrir Þorbjörgu bar. | Ég hef reynt að segja sem sannast og réttast frá því, sem fyrir Þorbjörgu bar. |
Núverandi breyting frá og með 17. febrúar 2024 kl. 17:50
Þorbjörg Theodórsdóttir var gædd miklum sálrænum hæfileikum. Hún átti heima í sama húsi og ég um tveggja ára skeið, og gafst mér þá kostur á að kynnast henni. Hún var dóttir Theódórs Friðrikssonar rithöfundar og konu hans Sigurlaugar dóttur Jónasar Jónssonar í Hróarsdal. Ung að árum fiuttist hún á heimili frú Lovísu Sigurðardóttur og Björns læknis Jósefssonar. Þar átti hún heima í nokkur ár. Síðan var hún sjúklingur á heilsuhælinu á Vífilsstöðum. Þegar hún hafði fengið sæmilegan bata, fluttist hún til Vestmannaeyja. Hún átti heima í Vík hér í bæ. Hún giftist Theódóri syni Jóns Sverrissonar og Sólveigar Jónínu Magnúsdóttur í Háagarði. Þorbjörg og Theódór áttu eina dóttur. Hún heitir Erna og er nú gift og búsett í Ameríku.
Í bók sinni „Í verum“ lýsir Theódór Friðriksson, faðir Þorbjargar, henni á þessa leið: ,,Hún var þá komin um tvítugt, orðin lagleg stúlka, grannvaxin, ljóshærð, föl í andliti. Hún var ekki öll í þessum heimi, heldur var hún skyggn, frá því er hún var barn. Hún var blíðlynd og barnaleg, og var sem ekkert óhreint gæti nærri henni komið.“ — Fyrir svo sem 30—40 árum var ekki litið á dulræn efni með þeim skilningi, sem nú er gert. Ég man eftir því, að við hjónin urðum oft vör við það, að fólk efaðist um, að Þorbjörg væri jafn skyggn og af var látið. Hún var bæði vönduð og sannsögul. Björn, maðurinn minn, minntist á það við mig, að hann væri að hugsa um að leggja nokkurskonar prófraun fyrir Þorbjörgu. Hún var þá stödd hjá okkur. Ég hafði nýlokið við að strjúka á þrjú hálsbindi, sem lágu á borðinu. Björn bað hana að segja sér frá hverjum þau væru. Það var eins og Þorbjörg yrði annarshugar, andlitið varð slappara, og yfir augun lagðist eins og mjúk slæða. Hún handlék eitt hálsbindið og sagði, að það hefði móðir hans gefið honum. Síðan snerti hún annað og kvað það vera frá konunni hans, en það þriðja hefði hann keypt handa sjálfum sér. Þetta var allt rétt. Hún hafði ekki séð hálsbindin fyrr, en hún sá samt frá hverjum þau voru. Björn kom nú með kassa með mörgum ljósmyndum. Þetta voru fjölskyldumyndir og af kunningjum okkar. Þorbjörg þekkti örfáar af þeim. Björn bað hana að sýna sér mynd af æskuvini sínum, segja sér nafn hans og hvernig andlát hans hefði borið að. Þorbjörg var treg til þess, en ætlaði þó að reyna það. Eftir góða stund sagði hún: ,,Ég sé skip, sem er að farast, og vinur þinn hefur farizt með því. Ég sé hann, og það rennur sjór úr fötum hans.“ Síðan tók hún hiklaust mynd af honum úr kassanum og rétti Birni hana. Að lítilli stundu liðinni sagði hún nafn hans rétt.
Í fyrri heimsstyrjöldinni, réði þessi maður sig á millilandaskip. Það kom ekki fram, og ekkert fréttist um afdrif þess. Á þessari siglingaleið skutu Þjóðverjar niður mörg skip, sem aldrei spurðist til. Björn bað Þorbjörgu að sýna sér aðra mynd af manni, sem átti heimili hjá foreldrum hans, þegar hann lézt. Hún tók rétta mynd og sagði, að þessi maður hefði dáið voveiflega. Hún lýsti mjög vel umhverfinu, þar sem maðurinn hafði fundizt látinn. Hún nefndi síðan nafn hans og var það líka rétt. Þessa menn hafði Þorbjörg aldrei séð. Þeir voru báðir dánir löngu áður en hún fluttist til Eyja.
Þorbjörg sagði fyrir gestakomur og gekk það venjulega eftir. Ef hún fór að heiman og einhver kom á meðan hún var fjarrverandi, kom það stundum fyrir, að hún lýsti komumönnum. Ég skal nú víkja að því. Síðara sumarið, sem Þorbjörg átti heima hérna í húsinu, fór hún einn daginn upp að Hágarði. Hún átti erindi við Solveigu tengdamóður sína, og gerði ráð fyrir að dveljast þar fram eftir deginum. Um þrjú leytið kom Theódór maður hennar með gesti, sem hann hafði boðið heim með sér í kaffi. Hann spurði eftir Þorbjörgu, en ég sagði honum, hvar hún væri stödd. Enginn sími var þá í húsinu. Hann ætlaði að skreppa uppeftir og sækja hana. Gestirnir, sem komu með skipi til Eyja þennan dag, og ætluðu ekki að hafa neina viðdvöl hér, vildu ekki bíða, svo að þeir yrðu ekki strandaglópar. Þeir fóru aftur með Theódóri. Þegar Þorbjörg kom heim, sagði hún: Nú hefur Theódór komið með gesti heim með sér. Hann hefur farið með þá upp á loft, en þeir hafa verið á hraðri ferð og ekkert staðið við. Annar er hár og grannur, klæddur í ljós föt, úr efni sem kallað er „salt og pipar“, sá, sem með honum var, er meðalmaður á hæð, klæddur í dökk föt. Þetta voru ókunnir menn, sem ég þekkti ekki. Mér fannst þetta góð lýsing á gestunum, en datt í hug, hvort verið gæti, að Þorbjörg hefði séð þá eða frétt af þeim. Ég fékk örugga heimild fyrir því, að svo var ekki. Hún lýsti þessu alveg rétt.
Nú kem ég að því, sem ég tel merkilegast af öllu, sem fyrir Þorbjörgu bar, meðan hún átti heima hérna í húsinu.
Theódór Jónsson keypti húseignina Sólberg af Halldóri Guðjónssyni kennara. Þorbjörg var ánægð með það. Hún vonaði, að fjölskyldan gæti eignazt þar gott framtíðarheimili. Þegar hún fór vestur í bæ að skoða húsið, var Theódór að vinna við skrifstofustörf og gat ekki komið með henni. Hún fór ein og ætlaði að athuga það, sem kynni að þurfa lagfæringar við, áður en þau flyttu í íbúðina. Þorbjörg leit inn til mín, þegar hún kom heim aftur. Ég sá, að henni var mikið brugðið, hún var svo hrygg, að hún tárfelldi. Þá sagði hún mér, hvað fyrir sig hefði borið. Hún leit á húsið eins og ráðgert var, en ætlaði svo að athuga það nánar. Þá sá hún, að húsið fylltist af grárri þoku, kaldri og þungri, og síðan lagðist hálfgert myrkur yfir það. Henni leið illa, varð þreytt og slöpp, eins og hún væri veik. Eftir lítinn tíma leið þetta frá og hún jafnaði sig aftur. Nú fannst henni hún ekki geta verið þarna lengur. Hún ætlaði heim, gekk að útidyrahurðinni og opnaði hana. Þá sá hún líkkistu beint fyrir framan dyrnar. Henni varð mikið um þessa sýn. Hún sá sjálfa sig liggja í kistunni sveipaða hvítum líkklæðum. Og hún sá líka, að kistan hafði ekki verið borin út um dyrnar. Hún hafði verið borin frá sjúkrahúsinu. Þarna var fólk, sem stóð umhverfis kistuna. Hún þekkti mann sinn og tengdafólk. Þar var líka fólk, sem hún þekkti ekki. Hún sá kirkjugarðinn, og gat séð yfir öll leiðin, þarna sem hún stóð í dyrunum. Hún hugði vandlega að því, sá greinilega, að engin ný gröf hafði verið tekin þar. Þá vissi hún, að kistan átti ekki að jarðsetjast í Landakirkjugarði. Svo sá hún, að farið var með kistuna niður í bæ, og um leið fannst henni, að hún ætti að fara á einhvern stað langt í burtu. Svo hvarf þessi sýn. — Þorbjörg sagðist ekki eiga langt eftir ólifað. Hún yrði flutt í líkkistu frá Sólbergi. Hinzta hvílurúmið mundi ekki verða í Landakirkjugarði, heldur einhversstaðar á fjarlægum stað.
Eftir þetta var eins og öll ánægja hennar yfir að flytja í sitt eigið hús væri horfin. Dulinn kvíði yfir því, sem framtíðin kynni að bera í skauti sínu, hafði setzt að í hugskoti hennar.
Ég heimsótti Þorbjörgu, eftir að fjölskyldan flutti vestur í Sólberg. Þá undi hún hag sínum vel, nema hvað heilsan var ekki góð. Á þessum árum var Theódór framkvæmdastjóri hlutafélagsins „Freys“. Heimilið var mannmargt og erilsamt. Heilsu Þorbjargar fór hnignandi. Vorið 1931 varð hún að fara á heilsuhælið á Vífilsstöðum. Sesselja systir hennar var þar sjúklingur. Hún var þá mikið veik, og vonlaust með bata. Þorbjörg kom nógu snemma til að geta setið hjá systur sinni síðustu dagana, sem hún lifði. Þetta var köld aðkoma, og hefur vafalaust tafið fyrir bata hennar, því að systurnar voru samrýmdar. Þorbjörg dvaldist á hælinu um sumarið og hresstist vonum framar. Veturinn eftir fékk hún að fara heim. Eftir nokkurn tíma veiktist hún aftur. Fyrst lá hún heima, en var svo flutt á sjúkrahúsið hér. Hún dó í aprílmánuði 1932. Eftir beiðni móður hennar var kistan flutt norður. Þorbjörg var jörðuð í kirkjugarðinum á Húsavík við hlið Sesselju systur sinnar. Kveðjuathöfnin fór fram að Sólbergi. Kistan var borin af líkhúsinu og sett framan við dyrnar. Þar stóð fólkið umhverfis hana: Maður hennar, tengdafólk og kunningjar, auk heimilismanna, sem Þorbjörg þekkti ekki fyrr en eftir að hún flutti vestur að Sólbergi. Því næst var kistan flutt niður á bryggju og um borð í skip, sem beið ferðbúið á norður leið.
Þannig kvaddi Þorbjörg heimili sitt. Þetta hafði hún séð fyrir rúmum fjórum árum, áður en það átti sér stað.
Ég hef reynt að segja sem sannast og réttast frá því, sem fyrir Þorbjörgu bar.
Að lokum endurtek ég orð Theódórs Friðrikssonar, föður hennar: „Hún var ekki öll í þessum heimi, heldur var hún skyggn, frá því er hún var barn. Hún var blíðlynd og barnaleg, og var sem ekkert óhreint gæti nærri henni komið.“
- RITNEFND BLIKS
- 1962:
- Lovísa Sigfúsdóttir, 3. b. bóknáms,
- Ingólfur Hrólfsson, landsprófsdeild,
- Páll Árnason, 3. b. verknáms,
- Stefanna Haralz, 2. b. A,
- Ólafur Ö. Ólafsson, 2. b. B,
- Áki Haraldsson, 2. b. C,
- Gunnar Sigurðsson, 1 b. A,
- Guðjón R. Sigurmundsson, 1. b. B,
- Ólafur Jónsson, 1. b. C,
- Elías Angantýsson, 1 b. D.
- Ritstjóri: Þorsteinn Þ. Víglundsson.
- RITNEFND BLIKS
- Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.