„Auðbjörg Atladóttir (Ofanleiti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Auðbjörg Atladóttir''' vinnukona á Ofanleiti fæddist 30. október 1839 á Bergþórshvoli í V-Landeyjum og lést 7. desember 1879 í Jónshúsi.<br> Foreldrar hennar ...)
 
m (Verndaði „Auðbjörg Atladóttir (Ofanleiti)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 14. maí 2015 kl. 11:54

Auðbjörg Atladóttir vinnukona á Ofanleiti fæddist 30. október 1839 á Bergþórshvoli í V-Landeyjum og lést 7. desember 1879 í Jónshúsi.
Foreldrar hennar voru Atli Jónsson á Bergþórshvoli, síðar bóndi í Ey í V-Landeyjum, f. 17. september 1813, d. 20. maí 1890, og Guðríður Einarsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja á Rauðhálsi í Mýrdal, f. 22. ágúst 1815 í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, d. 11. desember 1899 í Efra-Hrútafellskoti þar.

Auðbjörg var tökubarn í Ey 1840, fósturbarn þar 1845, tökustúlka í Berjanesi u. Eyjafjöllum 1850, fósturdóttir þar 1855, vinnukona í Vallnatúni þar 1860.
Hún fluttist úr Holtssókn að Ofanleiti 1863, var vinnukona þar enn 1870, í Landlyst 1872.
Hún fluttist frá Landlyst til Eyjafjalla 1873, kom aftur til Eyja 1874, var vinnukona í Gvendarhúsi í lok ársins og næstu 2 ár, í Jónshúsi 1877 og 1878 og þar lést hún 1879 „úr innvortis meinsemd“.
Auðbjörg var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.