„Þorsteinn Jónsson (Oddsstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Þorsteinn Jónsson (Oddsstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 12: Lína 12:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.
*Prestþjónustubækur.
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]]
[[Flokkur: Íbúar á Oddsstöðum]]
[[Flokkur: Íbúar á Oddsstöðum]]

Núverandi breyting frá og með 26. ágúst 2015 kl. 11:17

Þorsteinn Jónsson bóndi á Oddsstöðum fæddist 7. nóvember 1835 í Svínadal í Skaftártungu og lést 6. desember 1890.
Foreldrar hans voru Jón Runólfsson bóndi í Svínadal í Skaftártungu, f. 1797 í Svínadal, d. 11. ágúst 1873 þar og kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1809 á Hunkubökkum, d. 6. janúar 1879 í Svínadal.
Þorsteinn var með foreldrum sínum í Svínadal til 1856, vinnumaður í Hrífunesi þar 1856-1857, og hjá foreldrum sínum í Svínadal 1857-1860. Hann var vinnumaður í Hrífunesi 1860-1862.
Hann fór til Eyja 1862 og var bóndi á Oddsstöðum, giftist Guðnýju 1867, var bóndi og ekkill þar 1880 og 1890.
Þorsteinn var 45 ára bóndi og ekkill á Oddsstöðum 1880 með bústýrunni Sigríði Jónsdóttur 52 ára.
Þorsteinn lést 1890.

Kona Þorsteins, (14. júní 1867), var Guðný Þórðardóttir húsfreyja, f. 1822, d. 22. október 1874.
Þau Guðný voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.