„Blik 1948/Liðskönnun“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 3: | Lína 3: | ||
<big><big><big><big><center>''LIÐSKÖNNUN''</center></big></big></big> | |||
<br> | <br> | ||
<br> | <br> |
Núverandi breyting frá og með 9. desember 2010 kl. 20:22
Síminn lét sem óður væri. Hver gat það verið, sem hamaðist svona í hinum endanum? — Jú, mikið rétt, það reyndist vera Konni á vegum ritnefndarinnar. Ég er kvaddur upp í Gagnfræðaskóla til þess sérstaklega að kanna „hjörtun og nýrun“ í þriðju deild. Það er verk, sem mér lætur, svo að ég snaraðist í frakkann og skundaði upp í skólann.
Hér kemur svo dálítill hluti af skýrslunni:
Í gagnfræðaríki þessu eru garpar miklir og meyjar vænar.
Einar Valur er þar kappi nefndur af haukakyni. Hann er forvitri, sálmaskáld í betra lagi og þreytir miðskólapróf.
Sigurður á síðum buxum heitir fóstbróðir hans eða Sigurður Eyjaskáld öðru nafni. Hann er talandi skáld og kraftaskáld. Hans frægasta kvæði er Soðningardrápa. Þar leynist þessi perla:
- „Verði nemum öllum að ýsusoðningunni.“
- „Verði nemum öllum að ýsusoðningunni.“
Sigurður gaf út „Gaddavír“ en Einar reit. Þeir fóstbræður eru tíðast í þriðju deild en stundum í kolum.
Í deild þeirri eru berserkir tveir og pústrar tíðir. Þeir heita Gunnar og Emil. Enginn veit þunga þeirra, en annar kvað vera í eldhúsvigt en hinn í gormvigt. Þeim verður aldrei aflfátt. Þeir berjast jafnan og fá báðir sigur. Gunnar er afreksmaður svo mikill, að af ber hreint. Hann berst tíðum við sjálfan sig og fær oftast sigur í sjöttu lotu. Hann rekur ættir sínar til Óðins.
Þar er Garðar inn goðum borni. Hann er manna gjörvilegastur. Hann er sækonungur svo mikill, að hann sefur aldrei und sótkum ási.
Þar er einnig Dadda in dáðum prýdda. Hún knýr skólaböng. Hennar hljómar eru Dödduhljómar. Þeir hrífa skatna til skyldustarfa og trufla svefn sísofenda.
Í annarri deild klaka hárgulir ernir og hlakka yfir veiði, því að össur vaka út við dyr í þriðju deild. Þar hlýðir Dadda þunnu eyra. Við hlið hennar situr Svana in svása. Hún er kvenkostur góður bæði sakir ættar og elju enda runnin frá Piladelpíu. Hún færir syndalistann fyrir Sankti Pétur. Hún tignar Pýþagoras.
Við hennar hlið situr Gréta á grænum kjól. Hún er væn og vitur og vekur yndi yngissveinum. Hennar hreyflar eru knúðir hárolíu og reynast vel í „Gúanó“. Hún tilbiður Theódór. Hann er búhöldum mikill og menntur vel, hógvær og ljúfur, gegn og góður og trúir á guð.
Þá er þar Tryggvi inn tiginborni. Hann er drengur í raun, djúpvitur og maður mjöglesandi. Hann hefir góða stjórn á skútu sinni og lætur aldrei reka á reiðanum. Forfaðir hans var Haraldur konungur gullskegg.
Úti við gluggann situr Guðný í rauðri peysu. Hún elskar ljósið. Hún er goðkynjuð af Austfjörðum, og sjálf er hún ristill á forna vísu.
Við hana líkar hverjum manni vel.
Gísli er maður nefndur, gegn og góðfengur. Hann er mjög siglandi og talar danska tungu, enda dvalið með Dönum og snætt með þeim baunir og bolaspað.
Þrjár eru vanadísir í þriðju deild. Fyrst er Ósk in milda. Hún er af sægörpum getin að öðru kyni, dáðrík og drengur góður. Hún er söngelsk og slær hörpu.
Önnur er Björg. Hún er trygglynd og talprúð, hyggjudjúp og hæglát. Að henni gezt hverjum manni vel.
In þriðja er Ásdís in eljunprúða. Hún er ljóðadís og -laga og trúir á forlög. Henni rennur austfirzkt blóð í æðum, kunnugt þar um slóðir fyrir drengskap og dáðir.
Sannast að segja dáði ég þetta mannval og fylltist trú á framtíðina. Hana ól ég eigi fyrr.
Þá skyggndist ég inn í aðra deild.
Unnsteinn er þar afreksmenni. Hann er hlaupagarpur mikill, varpar kúlu og kastar spjóti. Hann býr yfir slíku ægiafli, að hann brýtur bein sín sem fúasprek, ef ærsli hlaupa í hann, enda etur hann lauk svo að lyktar og Mugg inum mæta súrnar í augunum.
Þar er Dengsi, drengur góður.Hann er jazzisti skólans og heitir þá Haraldur. Hann er Önnu yndi og má með sanni segja, að allar vilja hefðarmeyjar með Haraldi ganga nema Sjöfn.
Þar er Kristín, sem breytir amlóðum í afkastamenn, og þar er Anna stud. real.
Allra hinna mun ég geta síðar.
Heil og sæl.
- Gvendur gallharður.