„Blik 1969/Spaug og spé, bréf sent Bliki“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Blik 1969/Spaug og spé, bréf sent Bliki“ [edit=sysop:move=sysop]) |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 3: | Lína 3: | ||
<big><big><big><big><center>Spaug og spé</center> </big></big></big> | |||
''Bréf til Bliks'' | |||
<big><center> ''Bréf til Bliks''</center> </big> | |||
Smjörfit í Mýrdal, 30. okt. 1968.<br> | |||
Heilir og sælir allir þið, sem að Ársriti Vestmannaeyja standið. <br> | Heilir og sælir allir þið, sem að Ársriti Vestmannaeyja standið. <br> | ||
Ég má í fyllstum sannleika sagt taka undir með nágranna mínum hérna, sem fyrir nokkrum árum sendi Bliki ykkar þessa vísu:<br> | Ég má í fyllstum sannleika sagt taka undir með nágranna mínum hérna, sem fyrir nokkrum árum sendi Bliki ykkar þessa vísu:<br> | ||
Lína 23: | Lína 28: | ||
Svo hófst þá vertíðin með vinnu hvern virkan dag og dansi og dubli um helgar, | Svo hófst þá vertíðin með vinnu hvern virkan dag og dansi og dubli um helgar, | ||
eins og gengur. Ég var skotin. Því er ekki að neita, mikið ástfangin stundum, fannst mér. Ég þráði og vonaði, snurfussaði mig eftir mætti og gaf honum undir fótinn, — þó svona allt í hófi. En hann virtist líta fremur til hennar Tótu. Enn sá smekkur sumra karlmanna! hugsaði ég. <br> | eins og gengur. Ég var skotin. Því er ekki að neita, mikið ástfangin stundum, fannst mér. Ég þráði og vonaði, snurfussaði mig eftir mætti og gaf honum undir fótinn, — þó svona allt í hófi. En hann virtist líta fremur til hennar Tótu. Enn sá smekkur sumra karlmanna! hugsaði ég. <br> | ||
Við stöllurnar höfðum allar samþykkt einum rómi að hleypa strákum aldrei inn í herbergið okkar, hversu sem þeir kynnu að sækja á. Þessi samþykkt leiddi brátt til þess, að Jóna svaf ekki nema sumar nætur í | Við stöllurnar höfðum allar samþykkt einum rómi að hleypa strákum aldrei inn í herbergið okkar, hversu sem þeir kynnu að sækja á. Þessi samþykkt leiddi brátt til þess, að Jóna svaf ekki nema sumar nætur í herberginu hjá okkur, hver svo sem ástæðan kann að hafa verið! Ég segi ekkert um það. En á línuvertíð lagðist hún oftast á sinn eigin kodda um það bil, sem bátarnir fóru á sjóinn. <br> | ||
Jóna var sín eigin drottning eins og ég og átti nóttina sjálf eins og hún Nikkulína hans Ingimundar bæjarfógeta. <br> | Jóna var sín eigin drottning eins og ég og átti nóttina sjálf eins og hún Nikkulína hans Ingimundar bæjarfógeta. <br> | ||
Eftir tveggja vikna gæftir kom landlega með dansleikjum, ölvun og ýmsu öðru. Einhverra orsaka vegna háttaði Jóna ekki í bólið sitt á kvöldin. Hún kvaðst koma heim til okkar kl. 2—3 að nóttunni og brosti. Við sögðum ekkert, því að við vorum allar svo innilega góðar vinkonur, enda úr Þykkvabænum og allar jafnöldrur. Við gerðum það fyrir Jónu að læsa ekki herberginu, þegar þessi gállinn var á henni. <br> | Eftir tveggja vikna gæftir kom landlega með dansleikjum, ölvun og ýmsu öðru. Einhverra orsaka vegna háttaði Jóna ekki í bólið sitt á kvöldin. Hún kvaðst koma heim til okkar kl. 2—3 að nóttunni og brosti. Við sögðum ekkert, því að við vorum allar svo innilega góðar vinkonur, enda úr Þykkvabænum og allar jafnöldrur. Við gerðum það fyrir Jónu að læsa ekki herberginu, þegar þessi gállinn var á henni. <br> | ||
Lína 47: | Lína 52: | ||
Svo kom spurningin: „Hvar snerti hann yður?“ spurði hinn gullhnappaði og spengilegi yfirlögregluþjónn. <br> | Svo kom spurningin: „Hvar snerti hann yður?“ spurði hinn gullhnappaði og spengilegi yfirlögregluþjónn. <br> | ||
Nú brá Siggu auðsjáanlega og hún harðnaði á brúnina. <br> | Nú brá Siggu auðsjáanlega og hún harðnaði á brúnina. <br> | ||
[[Mynd: Mörgæsir.jpg|300px|thumb|''Sú minni (ung og ósnortin mey): „Ég er að velta því fyrir mér, hvers vegna hann vildi endilega fá að vita, hvar fyllibyttan strauk | [[Mynd: Mörgæsir.jpg|300px|thumb|''Sú minni (ung og ósnortin mey): „Ég er að velta því fyrir mér, hvers vegna hann vildi endilega fá að vita, hvar fyllibyttan strauk henni.“ — Sú stœrri (gömul piparmey): „Nú, eru ekki allir karlmenn alltaf svona?“'']] | ||
Eftir andartak sagði hún: „Hvar hann snerti mig? Hafið þér rétt til að spyrja svona eins og dóni?“ „Eins og dóni, segið þér,“ sagði yfirlögregluþjónninn og setti á sig valdsmannssvip. „Fyrir rétti verður sannleikurinn að koma í ljós, hvernig sem hann er vaxinn.“ Hann bókaði. Sigga þagði. <br> | Eftir andartak sagði hún: „Hvar hann snerti mig? Hafið þér rétt til að spyrja svona eins og dóni?“ „Eins og dóni, segið þér,“ sagði yfirlögregluþjónninn og setti á sig valdsmannssvip. „Fyrir rétti verður sannleikurinn að koma í ljós, hvernig sem hann er vaxinn.“ Hann bókaði. Sigga þagði. <br> | ||
„Jæja, látum okkur nú sjá,“ sagði hann og kipraði annað munnvikið. <br> | „Jæja, látum okkur nú sjá,“ sagði hann og kipraði annað munnvikið. <br> | ||
Lína 55: | Lína 60: | ||
Ekki þarf ég að orðlengja þetta. Sigga fékk greiðsluna skilvíslega.<br> | Ekki þarf ég að orðlengja þetta. Sigga fékk greiðsluna skilvíslega.<br> | ||
Með alúðarkveðju til allra Eyjabúa. <br> | Með alúðarkveðju til allra Eyjabúa. <br> | ||
''Þórdís Snjólfsdóttir.'' | |||
::::''Þórdís Snjólfsdóttir.'' | |||
'''„Þú hefðir getað lent á verri stað“'''<br> | '''„Þú hefðir getað lent á verri stað“'''<br> | ||
Lína 91: | Lína 97: | ||
„Nú veit ég, hvað við gerum,“ sagði Gunna hróðug. „Við saumum önnur náttföt handa afa, en gefum Jóni frænda þessi, því að hann þarf enga klauf, — hann er piparsveinn.“ | „Nú veit ég, hvað við gerum,“ sagði Gunna hróðug. „Við saumum önnur náttföt handa afa, en gefum Jóni frænda þessi, því að hann þarf enga klauf, — hann er piparsveinn.“ | ||
'''Ástarvísa'''<br>[[Mynd: Ástarvísa 1.jpg|thumb| | '''Ástarvísa'''<br>[[Mynd: Ástarvísa 1.jpg|thumb|200px]] | ||
Áttræður öldungur hafði verið í hjónabandi nálega 60 ár. Þá gaf hann konunni sinni þetta vísukorn, sem hann orti til hennar:<br> | Áttræður öldungur hafði verið í hjónabandi nálega 60 ár. Þá gaf hann konunni sinni þetta vísukorn, sem hann orti til hennar:<br> |
Núverandi breyting frá og með 25. september 2010 kl. 22:37
Smjörfit í Mýrdal, 30. okt. 1968.
Heilir og sælir allir þið, sem að Ársriti Vestmannaeyja standið.
Ég má í fyllstum sannleika sagt taka undir með nágranna mínum hérna, sem fyrir nokkrum árum sendi Bliki ykkar þessa vísu:
- Fyrir Blik ég þakka þér,
- það er indæll lestur.
- Ei hefur komið austur hér
- öllu betri gestur.
- Fyrir Blik ég þakka þér,
Og nú langar mig í elli minni til að senda Bliki ykkar nokkrar línur; það eru minni frá dvöl minni í verstöðinni á duflárunum eða fyrir svo sem 45 árum.
Nú er ég orðin gömul og grett. En einu sinni var ég ung og fríð, þó að ég segi sjálf frá. Þá skein mér stjarna ástarinnar og vonarinnar
yfir Hákollum Heimakletts og ekki bak við ský, eins og hjá skáldinu okkar góða.
Við stöllurnar þrjár úr Þykkvabænum afréðum að fara í verstöðina á vetrarvertið. Og það gerðum við svo sannarlega.
Við leigðum okkur lítið herbergi í vestanverðum kaupstaðnum og vildum láta fara sem allra bezt um okkur.
Þrem rúmum varð ekki með góðu móti komið fyrir í herberginu, þessari þröngu vistarveru. En með því að við æsktum ekki að sofa saman, létum við setja upp tvö rúm hvort upp af öðru við einn vegginn. Svo svaf hin þriðja á legubekk þarna í herberginu.
Ég gerði það að tillögu minni, að Sigga svæfi í hákojunni. Þar fannst mér hún mundi bezt geymd, svona dálítið afsíðis, af því að hún var trúlofuð og pilturinn hennar búfræðingsefni í Hólaskóla. Við Jóna vorum hins vegar báðar á lausum kili ennþá, enda þótt Jóna svæfi ekki nema sumar nætur þarna í herberginu. Ég kaus mér lágrúmið, en Jóna svaf á legubekknum.
Svo hófst þá vertíðin með vinnu hvern virkan dag og dansi og dubli um helgar,
eins og gengur. Ég var skotin. Því er ekki að neita, mikið ástfangin stundum, fannst mér. Ég þráði og vonaði, snurfussaði mig eftir mætti og gaf honum undir fótinn, — þó svona allt í hófi. En hann virtist líta fremur til hennar Tótu. Enn sá smekkur sumra karlmanna! hugsaði ég.
Við stöllurnar höfðum allar samþykkt einum rómi að hleypa strákum aldrei inn í herbergið okkar, hversu sem þeir kynnu að sækja á. Þessi samþykkt leiddi brátt til þess, að Jóna svaf ekki nema sumar nætur í herberginu hjá okkur, hver svo sem ástæðan kann að hafa verið! Ég segi ekkert um það. En á línuvertíð lagðist hún oftast á sinn eigin kodda um það bil, sem bátarnir fóru á sjóinn.
Jóna var sín eigin drottning eins og ég og átti nóttina sjálf eins og hún Nikkulína hans Ingimundar bæjarfógeta.
Eftir tveggja vikna gæftir kom landlega með dansleikjum, ölvun og ýmsu öðru. Einhverra orsaka vegna háttaði Jóna ekki í bólið sitt á kvöldin. Hún kvaðst koma heim til okkar kl. 2—3 að nóttunni og brosti. Við sögðum ekkert, því að við vorum allar svo innilega góðar vinkonur, enda úr Þykkvabænum og allar jafnöldrur. Við gerðum það fyrir Jónu að læsa ekki herberginu, þegar þessi gállinn var á henni.
Svo bar það þá við eina nóttina, þegar Jóna kom ekki heim í herbergið á venjulegum háttatíma, að við Sigga létum það vera óaflæst og lögðumst fyrir á venjulegum værðartíma.
Sigga hefur sjálfsagt hvarflað huga norður að Hólum til unnustans, áður en hún sofnaði. Ég átti líka mína vökudrauma, eins og ég drap á, pínulítið snortin, þó að ekki sé meira sagt.
Við sofnuðum vært.
Klukkan um það bil eitt um nóttina hrekk ég upp úr fasta svefni við þessi óskaplegu ólæti og hávaða í efri kojunni hjá henni Siggu. „Farðu til fjandans, bölvað svínið þitt,“ æpti hún og hamaðist. „Ég skal láta lögregluna hirða þig, helvítis dóninn þinn og ótuktin þín.“ Ég heyrði, að Sigga var mjög æst, enda dálítið vanstillt á köflum og taugaspennt.
Það rumdi þarna í einhverjum uppi hjá henni Siggu. Brátt sé ég býfu koma niður með rúmstokknum, og svo aðra. Síðan datt heill drjóli niður á gólfið, svo að buldi í. Þetta var þá stærðar karlhlunkur, auðsjáanlega mikið ölvaður og
óræstilegur í alla staði, - verulega rónalegur.
Einhvernveginn komst hann í skóna sína, sem hann hafði skilið eftir á gólfinu, og fór í jakkann, sem hann hafði lagt frá sér á bekkinn hennar Jónu. Síðan snautaði hann út steinþegjandi.
Ég kannaðist við peyjann og vissi, hvar hann var til húsa í verstöðinni.
Sigga dæsti þarna í efri kojunni.
Þegar ég hafði áttað mig, rauk ég fram úr og aflæsti herbergishurðinni. Síðan ræddum við atburðinn og ástandið. Þetta höfðum við upp úr næturgöltrinu hennar Jónu.
Okkur Siggu varð ekki svefnsamt fram eftir nóttunni. Við ákváðum að kæra dónann fyrir lögreglunni næsta dag.
Daginn eftir röltum við saman til fulltrúa lögreglustjóra og kærðum manninn fyrir athæfið. Málinu var vísað til yfirlögregluþjónsins og skyldi hann halda réttarhöld í því. Fyrst tók hann af okkur stutta skýrslu. Síðan var víst róninn kallaður fyrir eða fyllirafturinn.
Yfirlögregluþjónninn var kumpánlegur náungi, spurull og ágengur, forvitinn úr hófi fram og nærgöngull við veslings Siggu mína í næsta réttarhaldi. Ég var með, henni til samlætis og styrktar.
Hann bókaði svör í mikinn doðrant og spurði síðast Siggu spjörunum úr:
„Hvað gerði hann, þegar þér æptuð?“ „Hann sló mig í höfuðið,“ sagði Sigga, „svo að mér lá við yfirliði.“ „Já, einmitt það, já, einmitt það.“ Þögn. Bókað. ,,Já, en stúlka góð, þér eruð mikil lánsmanneskja. Setjum svo, að hann hefði byrjað á því að slá yður í höfuðið,“ sagði yfirlögregluþjónninn, „svo að liðið hefði yfir yður. Síðan hefði dóninn stofnað til tvíbura og þér svo ekkert vitað, hvort þeir voru eiginlega eingetnir eða hvar föðurinn var að finna.“
Sigga sat orðlaus á stólnum. Hún undraðist bæði eitt og annað. Í námunda við svo kallað réttarfar hafði hún aldrei komið áður. Nú, er það þá svona? hugsaði Sigga í einfeldni sinni, en sagði ekkert.
„Af hverju æptuð þér svona ferlega, eins og vinkona yðar lét mig bóka?“ spurði yfirlögregluþjónninn. „Fyllirafturinn snerti mig,“ sagði Sigga. „Nú, svo að hann snerti yður,“ sagði yfirlögregluþjónninn. „Hvað snerti hann yður með
mörgum fingrum?“ spurði yfirlögregluþjónninn. „Með fimm fingrum,“ svaraði Sigga ör í skapi. ,,Nú, já, svo að þér funduð það glögglega,“ sagði þjónn réttvísinnar og bókaði og bókaði. Við það verk var hann bæði íbygginn og spekingslegur á svipinn með agnarlítinn titring í öðru munnvikinu.
Svo kom spurningin: „Hvar snerti hann yður?“ spurði hinn gullhnappaði og spengilegi yfirlögregluþjónn.
Nú brá Siggu auðsjáanlega og hún harðnaði á brúnina.
Eftir andartak sagði hún: „Hvar hann snerti mig? Hafið þér rétt til að spyrja svona eins og dóni?“ „Eins og dóni, segið þér,“ sagði yfirlögregluþjónninn og setti á sig valdsmannssvip. „Fyrir rétti verður sannleikurinn að koma í ljós, hvernig sem hann er vaxinn.“ Hann bókaði. Sigga þagði.
„Jæja, látum okkur nú sjá,“ sagði hann og kipraði annað munnvikið.
„Þér fáið ekkert að sjá,“ sagði Sigga æst. „Engin læti, stúlka góð,“ sagði þjónn réttvísinnar, „við verðum að skoða hlutina í réttu ljósi.“ „Þér fáið hvorki að skoða hlutina í réttu eða röngu ljósi og heldur ekki í myrkri,“ sagði Sigga einbeittlega. „Nú, nú, hvaða læti, hvaða læti,“ sagði yfirlögregluþjónninn strangur á svipinn.
Eftir nokkra stund las hann: „Hún fullyrðir, að hann hafi snert sig fimm fingrum, þar sem sízt skyldi.“ Þá dæsti Sigga, en sagði ekkert. „Jæja, segjum það,“ sagði hann. „En heyrið þér nú, stúlka góð, hvort munduð þér nú heldur vilja þiggja af dónanum eitt þúsund í eigin pyngju í miskabætur fyrir verknaðinn, það er að segja tvö hundruð krónur fyrir hvern fingur, eða hann yrði dæmdur til að greiða fimm þúsund krónur í ríkissjóð, en þér fengjuð þá ekki neitt úr pyngju rónans?“
„Fari það bölvað,“ sagði Sigga, „þá kýs ég heldur greiðsluna til mín.“
Ekki þarf ég að orðlengja þetta. Sigga fékk greiðsluna skilvíslega.
Með alúðarkveðju til allra Eyjabúa.
- Þórdís Snjólfsdóttir.
„Þú hefðir getað lent á verri stað“
Eyjabúi nokkur var kunnur fyrir „fingralengd“, þegar hann sá sér færi. Eitt sinn marðist þessi sami maður illa á fingrum, svo að taka varð af honum tvo fingur. Einar læknir gerði að sárum mannsins og var hann þá auðvitað svæfður... Hvar er ég, hvar er ég?“ spurði borgari þessi með andfælum, þegar hann var að komast til meðvitundar aftur eftir svæfinguna. „Þú hefðir nú getað lent í verri stað, vinur minn,“ sagði Einar læknir. „Nú, hvað hafið þið verið að gera við mig?“ spurði sjúklingurinn. „Það var nú svo sem ekki mikið,“ sagði læknirinn. „Við vorum aðeins að aðstoða forsjónina við að stytta á þér fingurna.“
Hafliði skáldi
Hafliði skáldi réri með Magnúsi á Vesturhúsum áv/b Hansínu. Þar var Hafliði lagnarmaður. Fyrir það starf hafði hann veiði af hálfum streng til uppbótar fyrir að leggja línuna. Síðar fékk hann veiði af heilum streng fyrir verk þetta. Hækkun þessa á þóknuninni fyrir lagningsverkið tjáði hann eitt sinn Erlendi heitnum á Gilsbakka. Þá kvað Erlendur:
- Happa tel ég heppinn dreng;
- hann kann veiði fanga:
- hefur orðið heilan streng
- á Hansínu hjá Manga.
- Happa tel ég heppinn dreng;
Með Hafliða skálda á Hansínu var Ólafur nokkur, sem annaðist matseldina á bátnum. Þeim kom illa saman, Hafliða og honum. Um Ólaf matsvein kvað Hafliði:
- Fýlusokkur fer með lygð,
- finnst ei nokkur hjá honum dyggð,
- Áfram brokkar út um byggð,
- Ólafur kokkur, viðurstyggð.
- Fýlusokkur fer með lygð,
„Klár“ í ástum ...
Í ungmennafélögum í sveit átti sér stað spurningakeppni milli tveggja hreppa. Þetta gerðist á s.l. hausti, nokkru eftir að bókin Ástir samlyndra hjóna kom fyrir almenningssjónir. Annað ungmennafélagið, sem að keppninni stóð, valdi sóknarprestinn m.a. til þess að svara spurningum fyrir sinn hlut. Ekki vitum við, hverjar eða hvernig spurningarnar voru, en þetta kváðu þeir í sveitinni um þátttöku prestsins í leik þessum:
- Í guðfræðiritum á gati hann stár, —
- þetta gáfnaljós kirkjunnar þjóna —,
- en aftur á móti er hann and ... klár
- í ástum samlyndra hjóna.
- Í guðfræðiritum á gati hann stár, —
Sættust við grenið
Tveir minniháttar bændur höfðu ekki setið á sárshöfði um langan tíma. Svo atvikaðist það þannig, að þeir „voru dæmdir til“ að liggja á greni saman. Eftir þá samvinnu bar lítið á væringum milli þeirra. Þá kvað hagyrðingur sveitarinnar:
- Saman þeir lágu og sátu um rebba;
- samning þar gerðu um vináttu trygga:
- Siggi ætti að hætta að stela frá Stebba,
- en Stebbi að hætta að ljúga á Sigga.
- Saman þeir lágu og sátu um rebba;
Þarf ekki, — er piparsveinn
Tvær ungar og óreyndar blómarósir í Eyjum höfðu saumað í sameiningu náttföt handa afa sínum og œtluðu að gefa honum þau í jólagjöf. Galli var á gjöf Njarðar, því að þær höfðu gleymt að setja klauf á náttbuxurnar.
„Nú veit ég, hvað við gerum,“ sagði Gunna hróðug. „Við saumum önnur náttföt handa afa, en gefum Jóni frænda þessi, því að hann þarf enga klauf, — hann er piparsveinn.“
Ástarvísa
Áttræður öldungur hafði verið í hjónabandi nálega 60 ár. Þá gaf hann konunni sinni þetta vísukorn, sem hann orti til hennar:
- Þótt ellin mæði, ekki dvín
- ástar hreini blossinn;
- enn mér hugnast atlot þín
- eins og fyrsti kossinn.
- Þótt ellin mæði, ekki dvín
Lesari minn góður, sem e.t.v. hefur verið giftur nokkur ár, mundirðu af hjarta geta tekið undir með gamla manninum? Ef svo er, þá ertu einstaklingur hamingjunnar.