„Blik 1947/Sökin, smásaga eftir H. S. Quelch“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 3: | Lína 3: | ||
<big><big><big>''' | ::::::::::::<big><big><big>'''SÖKIN'''</big></big> | ||
:::::::::'''SMÁSAGA EFTIR H. S. QUELCH''' | |||
<BR> | |||
Reuben Carre óskaði þess stundum, að konan sín dæi. Í marga mánuði hafði hún liðið hroðalegar kvalir; hún var orðin önuglynd og nöldrunarsöm. Í hinum löngu veikindum konu sinnar hafði Reuben alltaf verið þolinmóður og nærgætinn þangað til kvöldið, sem hann missti stjórn á sér. Hann hafði verið að lesa fyrir hana; bókin var sérstaklega heimskuleg og hann verkjaði í höfuðið.<br> | Reuben Carre óskaði þess stundum, að konan sín dæi. Í marga mánuði hafði hún liðið hroðalegar kvalir; hún var orðin önuglynd og nöldrunarsöm. Í hinum löngu veikindum konu sinnar hafði Reuben alltaf verið þolinmóður og nærgætinn þangað til kvöldið, sem hann missti stjórn á sér. Hann hafði verið að lesa fyrir hana; bókin var sérstaklega heimskuleg og hann verkjaði í höfuðið.<br> | ||
„Heyrðu annars Vera,“ sagði hann, er hann hafði lokið skáldsögunni: „Mér þætti gaman að vita, hvort þér væri sama, þótt ég færi út annað kvöld. Ég hef ekki hitt kunningja mína vikum saman, það mundi vera mér dálítil tilbreyting.“<br> | „Heyrðu annars Vera,“ sagði hann, er hann hafði lokið skáldsögunni: „Mér þætti gaman að vita, hvort þér væri sama, þótt ég færi út annað kvöld. Ég hef ekki hitt kunningja mína vikum saman, það mundi vera mér dálítil tilbreyting.“<br> | ||
Lína 40: | Lína 39: | ||
„Þú átt við ... En hún var alltaf betri, þegar hún hafði tekið þær inn!“<br> | „Þú átt við ... En hún var alltaf betri, þegar hún hafði tekið þær inn!“<br> | ||
„Það sýnir aðeins, hve góður sálfræðingur ég er,“ sagði Surgent læknir brosandi.<br> | „Það sýnir aðeins, hve góður sálfræðingur ég er,“ sagði Surgent læknir brosandi.<br> | ||
:::::::::::::::''[[Sigurður Finnsson]] þýddi'' | :::::::::::::::''[[Sigurður Finnsson]] þýddi'' | ||
:::::::::::::::''úr Psychology Magazine''. | :::::::::::::::''úr Psychology Magazine''. | ||
{{Blik}} | {{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 27. maí 2010 kl. 22:46
- SÖKIN
- SMÁSAGA EFTIR H. S. QUELCH
Reuben Carre óskaði þess stundum, að konan sín dæi. Í marga mánuði hafði hún liðið hroðalegar kvalir; hún var orðin önuglynd og nöldrunarsöm. Í hinum löngu veikindum konu sinnar hafði Reuben alltaf verið þolinmóður og nærgætinn þangað til kvöldið, sem hann missti stjórn á sér. Hann hafði verið að lesa fyrir hana; bókin var sérstaklega heimskuleg og hann verkjaði í höfuðið.
„Heyrðu annars Vera,“ sagði hann, er hann hafði lokið skáldsögunni: „Mér þætti gaman að vita, hvort þér væri sama, þótt ég færi út annað kvöld. Ég hef ekki hitt kunningja mína vikum saman, það mundi vera mér dálítil tilbreyting.“
„Tilbreyting,“ hrópaði Vera, „en ég sem ligg hér dag eftir dag!“
Reuben hugsaði hljóður um þá miskunnarlausu mánuði, er hann hafði lifað í þessu herbergi, auðmýkingu, leiðindi og kvalir.
„Ég veit,“ sagði hann, „að þú hefur þjáðst mikið alla þessa löngu mánuði. Ég hefi þjáðst með þér og ég hef gert mitt bezta til þess að hjálpa þér. En ég er heilbrigður og sterkur.“
„Þú hefur auðvitað þefað uppi slóð einhverrar stelpu,“ sagði Vera háðslega. Reuben var af þessu gripinn ofsalegri reiði og laut með kreppta hnefa yfir rúmið. Vera rak upp vein og andardráttur hennar varð þungur og sogandi. Hún studdi hönd sinni að hjartastað og sagði í hálfum hljóðum: „Gefðu mér eina töflu.“
Eins og í leiðslu gekk Reuben að skápnum og tók fram meðalaglasið. Þessi vanalegi piparmyntuþefur fyllti hann óbeit. Hann mundi, að Vera hafði tekið inn fyrir tuttugu mín. og Surgent læknir hafði tekið það skýrt fram, að undir engum kringumstæðum mætti hún taka inn meira en eina töflu á hverjum klukkutíma. Í nokkrar sekúndur hikaði Reuben, en svo setti hann þessa hvítu litlu hellu milli grárra vara konu sinnar. Innan fimm mínútna svaf hún vært.
Um nóttina dó Vera Carre.
Nákvæmlega viku eftir jarðarförina sat Reuben við arininn og íhugaði framtíðina: Þetta nýja líf, sem hann nú nálgaðist, löndin, sem hann ætlaði til, þá reynslu, sem hann var staðráðinn í að afla sér og vinina, sem hann vonaði að eignast. Skyndilega sá hann sjálfan sig í svefnherberginu nóttina, sem ósamkomulagið varð. Hefði hann átt að gefa Veru töfluna? Hafði það valdið dauða hennar? Sakaráfellingin, að hann hefði orðið konunni sinni að bana, spillti dagdraumum hans. Alla nóttina lá hann vakandi, hlaðinn þungbærum efa og ótta. Með tímanum ásótti þetta hann enn meira. Hann langaði mjög til þess að tala við einhvern um þennan dökka skugga, sem elti hann á öllum tímum og allsstaðar, en hann átti enga vini eða ættingja, sem hann gat dvalið hjá. Dag eftir dag átti hann leyndarmál sitt einn og þar kom, að hann varð þreyttur og veikur.
Kvöld nokkurt fannst honum hann finna piparmyntuþefinn af töflunum. Hann fór inn í borðstofuna, þar var þessi lykt. Ímyndun, blekking, muldraði hann, því að hann vissi vel, að hann hafði fleygt meðalaglasinu. Hann opnaði bakdyrnar — þar var lyktin líka. Hann leitaði æðislega í hverju herbergi, í hverjum skáp og í hverri skúffu og þótt hann fyndi enga meðalaflösku, var þessi lykt samt allsstaðar og virtist hafa gagntekið allt húsið.
Reuben reyndi ekki að sofa. Hann lá í hnipri í hægindastól, þrýsti höndum að höfði sér og stundi aumkunarlega. Næsta morgun kl. átta opnaði hann dyrnar inn til frú Trist, konunnar, sem kom á hverjum morgni, tók til í húsinu og bjó til fyrir hann matinn.
„Finnur þú nokkra lykt hérna?“ kallaði hann til konunnar, þar sem hún var frammi í eldhúsinu.
„Nokkra lykt? Áttu við fleskið,“ spurði frú Trist.
„Nei, nei! Piparmyntulykt!“
„Nei, herra Carre, ég finn ekki neina lykt.“
Næsta norgun vísaði hann frú Trist heim og tilkynnti í síma, að hann gæti ekki komið til vinnu sinnar. Þegar leið á daginn virtist þefurinn enn ágerast.
Loks missti hann stjórn á sér æddi frá einu herbergi til annars, braut glugga og blómavasa, reif niður gluggatjöld og barði á veggina. Úttaugaður hneig hann
niður á gólfið og lá hreyfingarlaus. Allt í einu kom hann auga á andlit sitt í spegli. Það var andlit brjálaðs manns. Með mikilli áreynslu stóð hann upp, fór upp á loft, þvoði sér og rakaði sig, hafði fataskipti og fór út.
Fáum mínútum síðar var hann inni í lækningastofu Surgent læknis.
„Ég býst við, að ég ætti heldur að fara til lögreglunnar,“ byrjaði Reuben.
„Lögreglunnar? Hvað ertu að segja?“ hrópaði Surgent læknir.
„Jú, ég varð konunni minni að bana.“
„Svo“ — læknirinn sat og danglaði fingrunum í borðið, meðan Reuben sagði alla söguna.
„Jæja, líður þér ekki betur nú, þegar þú hefur sagt frá öllu saman?“ spurði læknirinn, er Reuben hafði lokið frásögninni.
„Jú, mér líður vissulega betur.“
„Það var mjög heppilegt, að þú komst til mín,“ hélt læknirinn áfram, að öðrum kosti hefðir þú ef til vill lent í fangelsinu. Eins og þú veizt hefur sálfræði verið eitt af áhugamálum mínum og frístundavinnu. Þú hefur auðvitað framið glæp, glæp gagnvart sjálfum þér. Þú hefur verið kvíðinn og óhamingjusamur mánuðum saman. Stundum óskaðir þú þess, að konan þín dæi.
Þetta var skiljanleg ósk sérstaklega með tilliti til þess, hve mikið hún þjáðist. En þú ásakaðir þig, þú gazt ekki fyrirgefið þér það að bera slíkar hugsanir í brjósti. Og sú ályktun, að þú hafir orðið konu þinni að bana, hefur næstum gert út af við þig, vegna þess að þú barst leyndarmálið einn.
„En lyktin læknir? — Hvað er þetta, hún er farin?“
„Já, herra Reuben, vegna þess að þú hefur nú annan til þess að bera leyndarmálið með þér.“
„En ég gaf henni tvær töflur á sama hálftímanum.“
„En, góði Reuben, það var einskær tilviljun, að hún dó einmitt þessa nótt. Eins og þú veizt, var ég vanur að gefa henni innspýtingu hvern einasta dag til þess að draga úr kvölunum. En ég skildi eins vel sálarlíf hennar eins og líkamslífið. Ég vissi, hve geðstirð hún var, vesalings konan, hún var því aðeins ánægð, að hún nyti fullkominnar athygli. Ég sendi út í sætindabúð og lét kaupa piparmyntur...“
„Þú átt við ... En hún var alltaf betri, þegar hún hafði tekið þær inn!“
„Það sýnir aðeins, hve góður sálfræðingur ég er,“ sagði Surgent læknir brosandi.
- Sigurður Finnsson þýddi
- úr Psychology Magazine.