„Blik 1965/Um Kumbalda“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 5: | Lína 5: | ||
[[Árni Árnason (símritari)|ÁRNI ÁRNASON]]: | <center>[[Árni Árnason (símritari)|ÁRNI ÁRNASON]]:</center> | ||
<big><big><big><big><big><center>''UM KUMBALDA</center></big></big></big></big> | |||
< | |||
< | |||
[[Mynd: | <center>[[Mynd: 1962 b 325 A.jpg|500px|ctr]]</center> | ||
<center>KUMBALDI.</center> | |||
<center>''Engilbert Gíslason gerði myndina''.</center> | |||
Hann var vestan við sölubúðina í Garðinum þ.e. [[Austurbúðin]]a svonefndu. Þar var vörugeymsluhús og alltaf nefnt [[Kumbaldi]]. Var húsið þar, sem áður stóðu Salthúsið, Kaðalhúsið og vörugeymsluhús sunnan við Kaðalhúsið. <br> | |||
(Sjá líkanið af Skanzinum í Byggðarsafninu). <br> | (Sjá líkanið af Skanzinum í Byggðarsafninu). <br> | ||
Salthúsið, sem var nyrzt, var byggt 1835 og var stærð þess 22x 18,5 alin og hæð undir bita 3,5 alin, það var úr timbri og klætt að innan. Þar fengu þeir menn sig afgreidda, er lögðu inn blautfisk í Garðinum. Kumbaldi var byggður utan um þetta hús. Kaðalhúsið var byggt úr timbri 9x6 alin og stóð þétt sunnan við Salthúsið. Í húsinu var timburgólf. Það var notað undir salt og til verkunar á fiski. Geymsluhúsið var svo sunnan við Kaðalhúsið og var úr timbri 13x5,5 alin að stærð, en 3 1/4 alin á hæð. Það var byggt 1837. Það var notað fyrir salt og fisk. Sölubúðin nýja þ.e. Austurbúðin var byggð 1880 úr höggnu móbergi og var annað stærsta hús í Eyjum. Aðeins Landakirkja var stærri.<br> | Salthúsið, sem var nyrzt, var byggt 1835 og var stærð þess 22x 18,5 alin og hæð undir bita 3,5 alin, það var úr timbri og klætt að innan. Þar fengu þeir menn sig afgreidda, er lögðu inn blautfisk í Garðinum. Kumbaldi var byggður utan um þetta hús. Kaðalhúsið var byggt úr timbri 9x6 alin og stóð þétt sunnan við Salthúsið. Í húsinu var timburgólf. Það var notað undir salt og til verkunar á fiski. Geymsluhúsið var svo sunnan við Kaðalhúsið og var úr timbri 13x5,5 alin að stærð, en 3 1/4 alin á hæð. Það var byggt 1837. Það var notað fyrir salt og fisk. Sölubúðin nýja þ.e. Austurbúðin var byggð 1880 úr höggnu móbergi og var annað stærsta hús í Eyjum. Aðeins Landakirkja var stærri.<br> | ||
Lína 28: | Lína 29: | ||
<br> | <br> | ||
<br> | <br> | ||
[[Mynd: | <center>[[Mynd: 1961 b 98 A.jpg|ctr|500px]]</center> | ||
''Yfir tvö húsin til hægri var Kumbaldi byggður. Sjá grein hér ofar. | <center>''Yfir tvö húsin til hægri var Kumbaldi byggður. Sjá grein hér ofar.</center> | ||
{{Blik}} | {{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 11. september 2010 kl. 20:40
Hann var vestan við sölubúðina í Garðinum þ.e. Austurbúðina svonefndu. Þar var vörugeymsluhús og alltaf nefnt Kumbaldi. Var húsið þar, sem áður stóðu Salthúsið, Kaðalhúsið og vörugeymsluhús sunnan við Kaðalhúsið.
(Sjá líkanið af Skanzinum í Byggðarsafninu).
Salthúsið, sem var nyrzt, var byggt 1835 og var stærð þess 22x 18,5 alin og hæð undir bita 3,5 alin, það var úr timbri og klætt að innan. Þar fengu þeir menn sig afgreidda, er lögðu inn blautfisk í Garðinum. Kumbaldi var byggður utan um þetta hús. Kaðalhúsið var byggt úr timbri 9x6 alin og stóð þétt sunnan við Salthúsið. Í húsinu var timburgólf. Það var notað undir salt og til verkunar á fiski. Geymsluhúsið var svo sunnan við Kaðalhúsið og var úr timbri 13x5,5 alin að stærð, en 3 1/4 alin á hæð. Það var byggt 1837. Það var notað fyrir salt og fisk. Sölubúðin nýja þ.e. Austurbúðin var byggð 1880 úr höggnu móbergi og var annað stærsta hús í Eyjum. Aðeins Landakirkja var stærri.
Kumbaldi hefur að mestu verið byggður utan um Salthúsið, Kaðalhúsið og geymsluhúsið. Kumbalda er lýst 1904 af þeim Gísla Lárussyni og Sigurði Sigurfinnssyni. Þykir hlýða að taka hér upp brot úr þeirri lýsingu, þar sem Kumbaldi kemur mjög við sögu skemmtanalífs í Eyjum og var um árabil ásamt húsunum tveim, sem inni í því voru eftir sambygginguna, aðalleikhús Eyjanna, verzlun og danshús. Lýsing þessi hljóðar svo:
„Húsið var fisk- og salthús, mjög einkennilegur kumbaldi, sem naumast á sinn líka á landinu, eða sem hægt sé að lýsa nema í löngu máli. Það er 29 álnir á breidd, 28 1/2 alin á lengd. Veggjahæð 4—4 1/2 álnir. Gaflar, þak og suðurveggur er járnvarið utan. Á vesturgafli eru tvennar dyr með hurðum negldum fyrir og í gluggum með 2—4 rúðum hver af ýmissi stærð. Á austurgafli eru þrennar dyr með læstum hurðum og 9 gluggar með 1 til 4 rúðum af ýmissi stærð, sem líkjast hesthús-, lambhús-, fjós- og salernisgluggum. Suðurhliðin á þakinu er breið og brött, eins og á konungsverzlunar-húsinu. Norðurhliðin, sem sumstaðar er um 29 álnir á breidd, er flatari en nokkurt fjósþak í sveit. Kóngsverzlunarhússþekjulag er á dálitlum hluta, og þess utan á landnorðurhorninu, eins og myndastyttufótur, kirkjustöpull eða dálítill stallur. Kumbaldinn er allur með fjalagólfi, gömlu og nýju og þiljaður innan með borðum, víðast hvar nýjum. Tvö milliþil, tvöföld með grind eða binding innan í, sumstaðar tvöföldum, skipta kumbaldanum undir loft í 3 nokkurn veginn jafnstóra salt og fiskklefa. Yfir tveimur þessara klefa er loft með mismunandi
hæð undir, 4 3/4 til 6 1/6 alin. Yfir 1/4 af þriðja klefanum er einnig loft. Í syðsta hluta kumbaldans er hæð af lofti til þaks og mænis 2—3 álnir. Yfir miðhluta kumbaldans er hæð af lofti til þaks 3 1/2—4 3/4 alin, en í nyrzta hluta í fjórða hlutanum 3—4 álnir. Yfir hinum loftlausa hluta kumbaldans er gömul og pappaklædd brött þakhlið inn að lofti miðrúmsins og undir hinu fjósþekjumyndaða súðarþaki kumbaldans einn fastur stigi.“
Kumbaldi brann til kaldra kola 8. janúar 1950.