„Blik 1958/Oft eru kröggur í vetrarferðum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1958/Oft eru kröggur í vetrarferðum“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 5: Lína 5:




[[Einar Sigurfinnsson|EINAR SIGURFINNSSON]]
<center>[[Einar Sigurfinnsson|EINAR SIGURFINNSSON]]:</center>


=„Oft eru kröggur í vetrarferðum“=
 
<br>
<big><big><big><big><center>„Oft eru kröggur í vetrarferðum“</center></big></big></big>
[[Mynd: 1958, bls. 84.jpg|thumb|350px|''Einar Sigurfinnsson.'']]
 
 
[[Mynd: 1965 b 79.jpg|thumb|350px|''Einar Sigurfinnsson.'']]
Margvíslegar eru þær breytingar, sem orðið hafa á aðbúnaði og starfsháttum manna hér á landi síðustu áratugina. Ekki eru breytingarnar hvað minnstar varðandi farartæki og ferðalög á sjó og landi. Nú komast menn á fáum stundum sitjandi í þægilegu sæti þurrir og hlýir, þá leið, sem áður var farin á mörgum dögum með miklum erfiðleikum og vosi. Oft var þá teflt í tvísýnu, hvort takast mætti að komast slysalaust yfir vötn og aðrar torfærur.  <br>
Margvíslegar eru þær breytingar, sem orðið hafa á aðbúnaði og starfsháttum manna hér á landi síðustu áratugina. Ekki eru breytingarnar hvað minnstar varðandi farartæki og ferðalög á sjó og landi. Nú komast menn á fáum stundum sitjandi í þægilegu sæti þurrir og hlýir, þá leið, sem áður var farin á mörgum dögum með miklum erfiðleikum og vosi. Oft var þá teflt í tvísýnu, hvort takast mætti að komast slysalaust yfir vötn og aðrar torfærur.  <br>
Ég ætla hér að segja frá stuttri kaupstaðarferð. Hún er lítið sýnishorn þess, hvernig var að ferðast að vetrarlagi allt fram á þessa öld. Var þá mörg ferðin erfið og hættuleg, svo sem ýmsar sagnir votta. <br>
Ég ætla hér að segja frá stuttri kaupstaðarferð. Hún er lítið sýnishorn þess, hvernig var að ferðast að vetrarlagi allt fram á þessa öld. Var þá mörg ferðin erfið og hættuleg, svo sem ýmsar sagnir votta. <br>
Lína 62: Lína 64:
ekki sízt við skólaæsku Vestmannaeyja, sem stendur að
ekki sízt við skólaæsku Vestmannaeyja, sem stendur að
þessu ársriti.
þessu ársriti.
::::::::::::::::::::[[Einar Sigurfinnsson|''E.S.'']]
:::::::::::::::[[Einar Sigurfinnsson|''E.S.'']]





Núverandi breyting frá og með 7. júlí 2010 kl. 19:15

Efnisyfirlit 1958



EINAR SIGURFINNSSON:


„Oft eru kröggur í vetrarferðum“


Einar Sigurfinnsson.

Margvíslegar eru þær breytingar, sem orðið hafa á aðbúnaði og starfsháttum manna hér á landi síðustu áratugina. Ekki eru breytingarnar hvað minnstar varðandi farartæki og ferðalög á sjó og landi. Nú komast menn á fáum stundum sitjandi í þægilegu sæti þurrir og hlýir, þá leið, sem áður var farin á mörgum dögum með miklum erfiðleikum og vosi. Oft var þá teflt í tvísýnu, hvort takast mætti að komast slysalaust yfir vötn og aðrar torfærur.
Ég ætla hér að segja frá stuttri kaupstaðarferð. Hún er lítið sýnishorn þess, hvernig var að ferðast að vetrarlagi allt fram á þessa öld. Var þá mörg ferðin erfið og hættuleg, svo sem ýmsar sagnir votta.
Það var skömmu fyrir jól veturinn 1909, að ég þurfti að fara snögga ferð að Vík í Mýrdal. Ég átti þá heima í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu. Sú sveit er austanvert við Kúðafljót.
Ég lagði af stað gangandi í góðu veðri. Snjólaust var að mestu leyti á láglendi, enda hafði þíðviðri verið síðustu dagana.
Kúðafljót var ísi lagt, en nú voru víða komnar vakir, og ísinn orðinn varasamur.
Ég gekk við trausta vatnastöng með beittum broddi. Hún var ómissandi förunautur í vetrarferðum.
Ég kom að Söndum. Sá bær stóð á hólma í Kúðafljóti og var sjálfsagður viðkomustaður flestra, sem fóru yfir þetta mikla og oft torfæra vatnsfall. Enda var þar jafnan til reiðu leiðsögn, fylgd eða hver annar greiði, sem ferðamenn þurftu með.
Sá hluti Kúðafljóts, sem fellur vestan við Bæjarhólm kallast Ytra fljót. Þar er Gvendaráll og Skálm. Nú var það gott yfirferðar gangandi manni. Víða var þó ísinn veikur, og aðgæzlu þurfti að hafa, því að misstigið spor gat orðið að slysi. Svo er nú raunar alltaf og alls staðar. — En hvað um það? Innan stundar var ég kominn í Álftaverið og torfærulaust framundan.
Ég hélt áfram þvert yfir þessa sveit að bæ þeim, sem heitir Hraunbær. Hann er alveg vestur við Mýrdalssand.
Farið var að bregða birtu og komin rigning. Ég baðst gistingar og var hún fúslega veitt.
Í Hraunbæ bjó þá Sverrir Bjarnason frá Melhól í Meðallandi og kona hans, Oddný Jónsdóttir frá Reynisholti í Mýrdal. Mikil rigning var alla nóttina. En um morguninn stytti upp.
Snemma var risið úr rekkju, enda mun það hafa verið venja Hraunbæjarhjóna að taka daginn snemma.
„Far þú varlega,“ sagði Sverrir, þegar ég kvaddi hann; „hver spræna á Sandinum hlýtur að vera í hraðavexti eftir þessa miklu rigningu.“
Ötrauður hélt ég út á sandinn, þótt ekki væri enn orðið fullbjart. Veður var gott, sandurinn snjólaus, en hver laut og farvegur fullt af vatni, sem leitaði sævar með stríðu straumfalli. Hvergi var þó mjög djúpt, þótt sumstaðar væru breiðir vatnsálar og ferðin sóttist all greiðlega. Loks kom ég að Múlakvísl, og var hún nú æði grett, eins og ég bjóst við. Múlakvísl kemur undan Mýrdalsjökli og fellur suður með brekkum Höfðabrekkufjalls og síðan beint til sjávar. Hún er straumhörð og einatt slæm viðureignar. Nú veltist hún fram kolmórauð með miklum hávaða og boðaföllum. Ekki var þó um annað að ræða en að leggja út í. Ég reyndi að þræða botninn og þar, sem vatnið dreifðist helzt. Kom sér nú vel, að stöngin var traust enda beitti ég henni vel fyrir mig svo að hægara væri að standast straumþungann.
Loksins eftir mikið gösl og marga króka farna komst ég vestur yfir heilu og höldnu nema hvað fæturnir voru næsta kaldir.
Farið var að dimma, en veður var gott. Kerlingardalsá var vatnsmikil, svo að vatnið tók mér næstum í bringsmalir, þar sem það var dýpst, en áin var fremur straumlítil og rann aðeins í einum ál. Nú er skammt til Víkur og torfærulaus leið. Þegar þangað kom, var orðið aldimmt og búið að loka búðum. Var þá næst að leita náttstaðar og bíða næsta dags til að ljúka erindum.
Seint um kvöldið kom maður í húsið, þar sem ég dvaldi, og spurði eftir mér. Þetta var Loftur Ólafsson póstur. Hann hafði á hendi póstferðir milli Prestsbakka á Síðu og Odda á Rangárvöllum. Hann var duglegur ferðamaður og skyldurækinn og fylgdi trúlega áætlun, þótt vötn og veður væru lítt fær stundum.
Nú var Loftur á austurleið og mæltist til þess, að ég yrði honum samferða austur yfir. Ég kvaðst eiga ólokið erindum að mestu leyti. „Ég skal biðja Halldór að opna búðina og afgreiða þig í kvöld,“ sagði Loftur. Þetta varð að samkomulagi. Ég fékk afgreiðslu fljótt og vel, og við Loftur afréðum stund og stað, þar sem við skyldum hittast að morgni.
Löngu áður en birta tók af degi morguninn eftir, vorum við komnir af stað. Loftur póstur var með 3 hesta undir póstkoffortum. Þeim fjórða reið hann sjálfur. Veður var stillt og lítilsháttar frost, en þó dimmt í lofti.
Við héldum sem leið liggur austur með Víkurhömrum. Tafarlaust komumst við yfir Kerlingardalsá. Var hún nú miklu grynnri en kveldið áður. — Enn var dimmt, svo að ekki sást neitt frá sér, og þannig var það, þegar við komum að Múlakvísl. Þegar urðum við þess varir, að hún hafði þorrið að miklum mun. Hiklaust var lagt út í. Ég óð á undan og kannaði botninn rækilega með hinni ágætu vatnastöng minni. Loftur kom á eftir með hestana, og yfir komst allt slysalaust, þó að aldimmt væri.
Múlakvísl hefir grafið alldjúpan farveg, og eru því háir sandbakkar — kallaðir Öldur — að henni, einkum að austan verðu. Þar er „aldan“ víða 2—3 mannhæðir.
Nú urðum við þess varir, að við höfðum tapað brautinni og hittum því ekki skarðið, sem átti að fara upp úr farvegi kvíslarinnar. Brátt fundum við þó annað skarð, þar sem komast mátti upp.
Enn var dimmt, og því ógjörningur að greina ójöfnur á kolsvörtum sandinum. Við töldum líklegt, að vegurinn væri ofar. Þess vegna bað Loftur mig að ganga upp með kvíslinni, — sem þó sást ekki, nema þar sem glitti í vatn — og vita, hvort ég fyndi götuna. Sjálfur kom hann með hestana á eftir, en nokkrir metrar voru á milli okkar.
Ekki hafði ég lengi gengið, er bakkinn brestur allt í einu og ég hrapa niður allhátt fall. Ég brölti á fætur svo fljótt sem ég gat og kallaði: „Stanzaðu“. Loftur kallaði á móti: „Hvar ertu. Ertu ómeiddur?“ Ég svaraði eins og við átti.
Nú var eftir að komast upp aftur. Það ætlaði að ganga erfiðlega. Það varð að ráði, að Loftur tók 2 beizli og hnýtti þau saman. Ég gat svo náð í endann, sem hann lét síga niður til mín. Með aðstoð beizlanna komst ég upp ómeiddur.
Þetta óhapp tafði okkur, enda fór nú loks að birta af degi. Innan skamms fundum við brautina og gekk nú greitt austur yfir sandinn. Nú var enginn farartálmi lengur, svo að teljandi væri. Veður var enn gott, lítið frost en þykkt loft.
Á Mýrum í Álftaveri var bréfhirðing og því sjálfsagður viðkomustaður póstsins. Það er næsti bær við Kúðafljót vestanvert.
Nú bað Loftur mig að fara austur að Fljóti eða lengra og þeyta póstlúðurinn. Með því skyldi ég reyna að fá Sandamenn til að koma á móti okkur, því að skammt var til myrkurs. Sjálfur fór hann heim að Mýrum til þess að fá afgreiðslu, og kvaðst hann svo koma á eftir mér. Ég fór austur á ísinn á Fljótinu og þeytti lúðurinn í ákafa. Víða fann ég, að ísinn var ótraustur, svo að naumast væri leggjandi út á hann með hesta á þessum stað.
Ekki sáust þess merki, að Sandamenn ætluðu að koma til móts við okkur. Hefir þeim líklega þótt of framorðið til að leggja á Fljótið, svo viðsjárvert sem það var.
Loftur var nú kominn austur á bakkann, og fór ég til hans. Við athuguðum ísinn og komumst að því, að ógerlegt var að halda áfram. Var því snúið við og haldið að Mýrum.
Við flýttum okkur að fá hey handa hestunum og koma þeim í hús. Að því búnu var gengið til bæjar og fenginn góður beini.
Á Mýrum bjó um þessar mundir séra Bjarni Einarsson. Kona hans var Guðrún Runólfsdóttir hreppstjóra að Holti á Síðu. Þau bjuggu þarna stóru búi, og myndarbragur var á öllu. Í vökulokin fórum við út til þess að vitja um hestana, vatna þeim og bæta heyi á stallana. Loftur póstur lét sér mjög annt um hesta sína, eins og allir góðir ferðamenn urðu að gera í þann tíma, því að undir þreki hestsins var kominn gangur ferðalagsins og einatt líf ferðamannsins sjálfs.
Okkur var vísað til svefnherbergis á neðri hæð hússins. Þar voru tvö rúm. Hugðum við gott til hvíldarinnar, því að þreyttir vorum við orðnir óneitanlega.
Þegar ég var að festa svefninn, vakna ég við það, að Loftur spyr, hvort ég vilji ekki koma til sín og sofa fyrir framan sig. Auðvitað tók ég því vel og sváfum við svo vært og vel alla nóttina. — Seinna heyrði ég þess getið, að reimleika hefði stundum orðið vart í þessu herbergi. Hvort það hefir haldið vöku fyrir Lofti pósti í þetta sinn, veit ég ekki, því að ég spurði einskis.
Að morgni var snemma risið og til ferðar búizt. Þá var kominn regnhraglandi og sorti í lofti. Innan stundar vorum við komnir austur að Fljóti sunnan við Grjóteyri, en þar var vegurinn að því og út í það, þegar það var íslaust. Nú voru allir stærri álar búnir að sprengja af sér klakaböndin, en víða var hátt upp á skarir, svo að selflytja varð hestana, þ.e. teyma einn og einn í einu. Þetta var æði seinlegt en gekk þó sæmilega eftir atvikum.
Þegar við komum að austasta álnum í Ytrafljótinu, var bóndinn á Söndum kominn þar á móti okkur, og fylgdi hann okkur svo sustur yfir eystri hluta Fljótsins. Hann var ágætur vatnamaður og þaulvanur að berjast við hið viðsjárverða Kúðafljót, sem spennti sínar geigvænlegu greipar um bæ hans.
Á Rofabæ, sem var bréfhirðingarstaður, skildi með okkur Lofti, og ég hélt heim til mín. Þangað var örskammt.
Nú hefir véltæknin, vegir og brýr gjört öll ferðalög ólík því, sem áður var. Pósturinn með koffortahestana sést ekki lengur kafandi ófærð í illviðrum eða etjandi kappi við lítt fær vötn. Þessari breytingu mega menn og skepnur fagna. En skylduræknin, stundvísin og ábyrgðartilfinningin eru jafnnauðsynlegar dyggðir og alltaf í fullu gildi. Það vildi ég mega fullyrða við allan æskulýð og ekki sízt við skólaæsku Vestmannaeyja, sem stendur að þessu ársriti.

E.S.