„Blik 1956/Þáttur skáta“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: Efnisyfirlit 1956 ::::::400px|ctr Séra JÓHANN HLÍÐAR: =''Áfram að markinu''= <br...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 5: | Lína 5: | ||
<center>[[Mynd: Þáttur skáta, mynd af fyrirsögn.jpg|400px|ctr]]</center> | |||
[[Séra Jóhann Hlíðar|Séra JÓHANN HLÍÐAR]]: | <big><big><center>[[Séra Jóhann Hlíðar|Séra JÓHANN HLÍÐAR]]:</center></big> | ||
< | <big><big><center>''Áfram að markinu''</center></big></big> | ||
<br> | <br> | ||
Skátahreyfingin er borin uppi af þeirri meginhugsjón og markmiði stofnanda hennar, Baden-Powell, lávarði, að beina sjónum unglinga hærra og veita þeim víðari sjóndeildarhring, svo að sá vegur megi blasa við þeim, sem leiðir til farsældar og gerir þá að sannari og nýtari þjóðfélagsþegnum. <br> | Skátahreyfingin er borin uppi af þeirri meginhugsjón og markmiði stofnanda hennar, Baden-Powell, lávarði, að beina sjónum unglinga hærra og veita þeim víðari sjóndeildarhring, svo að sá vegur megi blasa við þeim, sem leiðir til farsældar og gerir þá að sannari og nýtari þjóðfélagsþegnum. <br> |
Núverandi breyting frá og með 19. júní 2012 kl. 13:21
Skátahreyfingin er borin uppi af þeirri meginhugsjón og markmiði stofnanda hennar, Baden-Powell, lávarði, að beina sjónum unglinga hærra og veita þeim víðari sjóndeildarhring, svo að sá vegur megi blasa við þeim, sem leiðir til farsældar og gerir þá að sannari og nýtari þjóðfélagsþegnum.
Sú hætta liggur ávallt nærri að líta á skátastarfið sem takmark í sjálfu sér. En það er vægast sagt þröngt sjónarmið.
Skátahreyfingin vill gera sérhvern meðlim sinn hluttakanda í miklu stærra áformi en aðeins skipulagðri félagsstarfsemi, sem reynir aðeins að skemmta félögum sínum og gera þá ánægða. Enginn skáti, sem væntir sér árangurs af starfseminni, hefur nokkru sinni sett sér svo lágt markmið að keppa að.
Hversvegna knýtast menn samtökum skáta? Hvers vegna fórna ungir og eldri skátar frístundum sínum til þess að þjálfa unglinga samkvæmt aðferðum og áformum skátahreyfingarinnar? Vissulega vegna þess, að sannur skáti finnur í innstu fylgsnum hugskots síns, að hann er að starfa að því — í öllum veikleika sínum að þjálfa yngri samferðamenn til þess að verða sanna og hjálpsama þjóðfélagsþegna. Með öðrum orðum: Hann er að þjálfa þá til þess að verða nýtir menn.
Skátastarfið vill miða að því að vekja háleitar hugsjónir hjá meðlimum sínum, þ.e.a.s. að þeir séu sannfærðir um, að starf þeirra hafi mikilvægt gildi, sé starf, sem þarfnist þeirra og kalli á þá. Þegar kafað er í djúpið, er ekki hægt að aðgreina köllunina frá trúnni, og með trúnni er átt við „þekkingu á Guði og vilja hans og skyldum vorum gagnvart honum.“
Og það er þess vegna, að „skyldan við Guð“ er hluti af því heiti, sem sérhver skáti vinnur, er hann gengur inn í félagið. Sú meðvitund að vera beint að sérstöku verkefni í lífinu, eru hin mikilvægu skilyrði þess að vera sannur skáti.
Skátinn beinir því ávallt sjónum sínum yfir hina sjálfsögðu félagsbundnu þjálfun að marki, sem liggur hærra og er framundan, án þess að vanmeta mikilvægi aðferða og starfs hreyfingarinnar. Það hvorttveggja er samtvinnað sjálfu markmiðinu að vera nýtur maður.
Ef við höfum þessar mikilvægu staðreyndir í huga, þá útilokum við þröngsýni einangrunarinnar, og starfið verður hluti af ríkara og mikilvægara lífsviðhorfi, sem mótar göfuga og staðfasta lyndiseinkunn.
Lesandi minn kann að segja: „Þetta hljómar ákaflega alvarlega. Hvernig getur þú samræmt þessa hugsun um köllunina og skátaheitið við leiki skátanna?“ Gleði og gáski skáta þarf í engu að rekast á sjálfa hugsjónina, sem að baki hreyfingunni felst. En það er ekki þar með sagt, að allir geti orðið skátar. Markmið félagsins er aðeins ein leið af mörgum til þess að ná settu marki að móta góða félagsþegna. Það, sem við vonum, er, að sú fylking borgara, sem notið hefur þjálfunar skátahreyfingarinnar, hafi varanleg áhrif á þjóðfélagið.
Við lok ævi sinnar skrifar Baden-Powel eftirfarandi:
„Höfum hin háleitari markmið fyrir augum, er vér þjálfum skátana, en verum ekki of niðursokknir í gömlu slóðirnar. Látum ekki hina tæknilegu hlið starfsins yfirgnæfa hina siðrænu. Leikir, ferðalög, tjaldbúðir og heimsmót eru allt leiðir en ekki takmarkið sjálft. Takmarkið er lyndiseinkunn, sem eygir tilgang, — þann tilgang, að næsta kynslóð verði heilbrigð í sjúkum heimi og þroskist til æðri skilnings á því, hvað sönn þjónusta sé, framtakssöm þjónusta kærleikans og skyldunnar við Guð og náungann.
Það er von okkar, að skátafélaginu „Faxa“ hér í Vestmannaeyjum megi auðnast að starfa í anda hins mikla leiðtoga og stofnanda, Badens-Powell. En til þess að svo megi verða, þarf félagið að mæta skilningi og hvatningu allra þeirra, sem láta sér annt um æskulýðinn og málefni hans. Og sérhver skáti yngri sem eldri þarf að muna einkunnarorð félagsins: „Vertu viðbúinn“. Þá mun markið ekki langt undan.