„Blik 1962/Hálmstráið - lífgjöfin“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 5: Lína 5:




=''Hálmstráið - lífgjöfin''=
<big><big><big><big><big><center>''Hálmstráið - lífgjöfin''</center> </big></big></big></big>
<br>
<br>
<br>
<br>

Núverandi breyting frá og með 1. september 2010 kl. 19:19

Efnisyfirlit 1962



Hálmstráið - lífgjöfin



Við vorum báðir innan við fermingu, vinirnir Árni Finnbogason í Norðurgarði (eystra) og undirritaður í foreldrahúsum á prestssetrinu Ofanleiti. En milli bæja er vart lengra en steinsnar, enda voru vinafundir mjög tíðir og um margt spjallað — um daginn og veginn og svo að sjálfsögðu um framtíðarhorfurnar. Eitt sinn er við hittumst, komum við okkur saman um að fara niður að sjó, niður á klappir og veiða stórmurta (ufsa-ungviði). Á klöppunum fyrir neðan Austurbúðina gömlu byrjuðum við að „pilka'ann“ eins og við strákarnir kölluðum það; hann var alveg nógur þarna, maður lifandi, stóð bara á að vera nógu fljótur að „afgogga“ og renna á ný, og alltaf stækkaði kösin. Þetta var orðinn „landburður“ af fallegum fiski og margir vænir voru þarna innanum, þeir „stóru“, lagsmaður — það held ég nú, ó, já! enda höfðum við þá beztu beitu, sem um gat, en það var pressaður grútur, sem við fengum hjá henni Gerðu í Skel. En hún hafði um árabil brætt lifur fyrir Brydes verzlun og hlotið lof fyrir vandaða vöru. Allt, sem sú sómakona tók sér fyrir hendur, var unnið af eindæma samvizkusemi og trúmennsku. —
Það var nokkur ókyrrð í sjó og mjög hált á klöppunum, því að rignt hafði lítilsháttar um daginn. Straumur var allharður. Ég hætti mér út á yztu skerin en gætti ekki fóta minna sem skyldi, en veiðihugurinn hafði mig allan á valdi sínu, og stakkst ég nú á hausinn í sjóinn eins og vanur dýfingamaður. Fljótur var ég á botn niður og skolli leið mér vel þarna niðri, en bráðlega skaut mér upp — sökk aftur, því ekki var ég syndur frekar en skrokkurinn væri úr járni!! Og í þriðja sinn (en ekki síðasta!) sökk ég og enn kom ég upp á yfirborðið og nú all lengra utan skerja en í fyrstu; straumurinn hafði borið mig út. En nú átti Árni, sjómannsefnið góða, næsta leik: hann kastaði til mín færi sínu, sem ég greip örugglega, en færi hans var svera seglgarnið eins og mitt og hélt vel „drættinum“, en hann var sá þyngsti, sem Árni dró þann daginn.

Í þá daga var 25-eyringur engin smáeyrir, en þá upphæð skuldaði Árni mér. — Þegar ég var búinn að ná mér eftir volkið, snéri ég mér að Árna mjög alvarlegur á svip: „Árni minn, þú hefur bjargað lífi mínu; þú mátt eiga 25-eyringinn, sem þú skuldar mér, en það er sízt of mikið fyrir lífgjöfina.“ En það átti fyrir Árna að liggja að verða mjög vaskur sjómaður og giftudrjúgur skipstjóri, sem bar gæfu til að bjarga frá drukknun fleiri mannslífum úr greipum Ægis á örlagastund.

Júní 1961.
Sig. Oddgeirsson.