„Blik 1954/Kveðja frá vini“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1954 '''HALLDÓR BRYNJÓLFSSON'''<br> <big>'''F. 12. jan. 1873, d. 28. jan. 1948</big> =Kveðja frá vini= <br> <br> ::''Lag: Ó, þá náð að eiga ...)
 
m (Verndaði „Blik 1954/Kveðja frá vini“ [edit=sysop:move=sysop])
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 4: Lína 4:




'''HALLDÓR BRYNJÓLFSSON'''<br>
::'''HALLDÓR BRYNJÓLFSSON'''<br>
<big>'''F. 12. jan. 1873, d. 28. jan. 1948</big>
:<big>'''F. 12. jan. 1873, d. 28. jan. 1948
=Kveðja frá vini=
 
<br>
 
:::<big>'''Kveðja frá vini'''</big>
<br>
<br>
::''Lag:  Ó,  þá  náð að  eiga  Jesúm.''
::''Lag:  Ó,  þá  náð að  eiga  Jesúm.''
Lína 41: Lína 42:
::''eilíf sæla bíður þín.
::''eilíf sæla bíður þín.


::''Höf. kvæðisins mun vera<br>
 
::Höf. kvæðisins mun vera<br>
::''[[Sigurbjörn Sveinsson]], skáld''.
::''[[Sigurbjörn Sveinsson]], skáld''.



Núverandi breyting frá og með 10. júní 2010 kl. 20:25

Efnisyfirlit 1954



HALLDÓR BRYNJÓLFSSON
F. 12. jan. 1873, d. 28. jan. 1948


Kveðja frá vini


Lag: Ó, þá náð að eiga Jesúm.


Lífs þíns fley er heim til hafnar
horfið yfir dauðans ós.
Augu þín um áratugi
aldrei sáu dagsins ljós.
Samverunnar sælustundir
sönnum vini þakka ber.
Hjartans þökk og hlýja kveðju
hinzta sinn ég færi þér.


Blindur maður bú sér reisir,
byggir hús og ræktar frón.
Ekki starfa öllu betur
aðrir menn, er hafa sjón.
Allir hljóta að elska, virða
iðjusaman heiðursmann,
sem frá æskualdri blindur
afrek slík með sóma vann.


Burt frá heimsins böli þungu,
burt frá jarðar eymd og rýrð
önd þín leið að unnum sigri
inn í bjarta himins dýrð.
Eftir lífsins mæðumyrkur,
morgunroðans ljós þér skín,
og í drottins ástarörmum
eilíf sæla bíður þín.


Höf. kvæðisins mun vera
Sigurbjörn Sveinsson, skáld.