„Blik 1953/Göngur“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(5 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Blik 1953|Efnisyfirlit 1953]] | |||
<big><center>''[[Ívar Björnsson]], cand. mag., kennari''</center> | |||
<br> | |||
<big><big><big><center>GÖNGUR</center></big></big></big> | |||
<br> | |||
Ungur drengur hlakkar til haustsins í fyrsta sinni, því að nú á hann að fá að fara í göngur. Allir ungir menn hlakka til gangnanna og ef til vill þeir fullorðnu líka, þótt þeir láti ekki á því bera. Enginn fær að fara á fjallið, fyrr en hann er orðinn 14 ára, og einungis hinir tápmestu og harðfengustu eru teknir leitarmenn svo ungir. Það er allra veðra von uppi á heiði, þegar komið er haust, og þá getur farið af gamanið. <br> | Ungur drengur hlakkar til haustsins í fyrsta sinni, því að nú á hann að fá að fara í göngur. Allir ungir menn hlakka til gangnanna og ef til vill þeir fullorðnu líka, þótt þeir láti ekki á því bera. Enginn fær að fara á fjallið, fyrr en hann er orðinn 14 ára, og einungis hinir tápmestu og harðfengustu eru teknir leitarmenn svo ungir. Það er allra veðra von uppi á heiði, þegar komið er haust, og þá getur farið af gamanið. <br> | ||
Hann hafði verið fermdur í vor, í sumar varð hann 14 ára. Og í haust á hann að fara í göngurnar, því að faðir hans er lasinn og treystir sér ekki. Þetta er þó einu skilyrði háð: að fjallkóngurinn afsegi hann ekki. En faðir hans hittir fjallkónginn að máli, og hann ætlar að taka drenginn sem fullgildan leitarmann, en þá verður hann líka að vera fullgildur leitarmaður, segir faðir hans. Hvílíkur fögnuður. Hvort hann skyldi ekki sýna fjallkónginum og öðrum, að hann væri ekkert barn lengur, 14 ára karlmaður.<br> | Hann hafði verið fermdur í vor, í sumar varð hann 14 ára. Og í haust á hann að fara í göngurnar, því að faðir hans er lasinn og treystir sér ekki. Þetta er þó einu skilyrði háð: að fjallkóngurinn afsegi hann ekki. En faðir hans hittir fjallkónginn að máli, og hann ætlar að taka drenginn sem fullgildan leitarmann, en þá verður hann líka að vera fullgildur leitarmaður, segir faðir hans. Hvílíkur fögnuður. Hvort hann skyldi ekki sýna fjallkónginum og öðrum, að hann væri ekkert barn lengur, 14 ára karlmaður.<br> | ||
Lína 16: | Lína 23: | ||
:og þar heitir Réttarvatn eitt.“ | :og þar heitir Réttarvatn eitt.“ | ||
Og fleiri taka undir: | :Og fleiri taka undir: | ||
:„Á engum stað ég uni<br> | :„Á engum stað ég uni<br> | ||
Lína 23: | Lína 30: | ||
:veit allt, sem talað er hér.“ | :veit allt, sem talað er hér.“ | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1953 b 38.jpg|ctr|500px]] | ||
Lína 30: | Lína 37: | ||
Í dag er rigning en lygnt veður. Lagt er af stað í gönguna með fyrstu birtu. Skömmu síðar slær þoku yfir allt. Þá mega menn gæta sín að verða ekki áttavilltir og tapa ekki sambandinu við næstu mennina í göngunni. Upp úr hádegi er komið að Réttarvatni, allt eftir áætlun. Enginn hefur villzt né týnzt. Við Réttarvatn hittast Borgfirðingar og Húnvetningar, og þar rétta þeir fénu, sem þeir hafa fundið. | Í dag er rigning en lygnt veður. Lagt er af stað í gönguna með fyrstu birtu. Skömmu síðar slær þoku yfir allt. Þá mega menn gæta sín að verða ekki áttavilltir og tapa ekki sambandinu við næstu mennina í göngunni. Upp úr hádegi er komið að Réttarvatni, allt eftir áætlun. Enginn hefur villzt né týnzt. Við Réttarvatn hittast Borgfirðingar og Húnvetningar, og þar rétta þeir fénu, sem þeir hafa fundið. | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1953 b 43 A.jpg|ctr|500px]] | ||
Núverandi breyting frá og með 12. október 2010 kl. 14:04
Ungur drengur hlakkar til haustsins í fyrsta sinni, því að nú á hann að fá að fara í göngur. Allir ungir menn hlakka til gangnanna og ef til vill þeir fullorðnu líka, þótt þeir láti ekki á því bera. Enginn fær að fara á fjallið, fyrr en hann er orðinn 14 ára, og einungis hinir tápmestu og harðfengustu eru teknir leitarmenn svo ungir. Það er allra veðra von uppi á heiði, þegar komið er haust, og þá getur farið af gamanið.
Hann hafði verið fermdur í vor, í sumar varð hann 14 ára. Og í haust á hann að fara í göngurnar, því að faðir hans er lasinn og treystir sér ekki. Þetta er þó einu skilyrði háð: að fjallkóngurinn afsegi hann ekki. En faðir hans hittir fjallkónginn að máli, og hann ætlar að taka drenginn sem fullgildan leitarmann, en þá verður hann líka að vera fullgildur leitarmaður, segir faðir hans. Hvílíkur fögnuður. Hvort hann skyldi ekki sýna fjallkónginum og öðrum, að hann væri ekkert barn lengur, 14 ára karlmaður.
Aðeins einn af jafnöldrum hans fær að fara í þessar göngur.
Feður þeirra flestra fara sjálfir eða senda vinnumenn sína. Ýmsir þeirra eru þaulvanir gangnamenn, sem hafa farið á fjallið á hverju hausti, síðan þeir voru 14 ára gamlir. Það veitir heldur ekki af, að sumir séu kunnugir á afréttinum, því að vandratað er um heiðarlandið.
Að morgni fyrsta leitardagsins hittast allir gangnamennirnir á efsta bænum í byggðinni. Þeir hafa flestir gist á efstu bæjunum um nóttina. Allir hafa tvo hesta, annan undir trússi. Þeir flytja með sér mat til þriggja daga, teppi, skjólflíkur, regnföt og þurra sokka og vettlinga fyrir hvern dag ferðarinnar. Allt verður að taka með sér, sem hugsanlegt er, að þurfi að nota. Það verður ekki sótt heim, þegar það vantar. Auk þessa hefur fjallkóngurinn meðferðis prímus og olíu á brúsa.
Fyrsta gangnadaginn er þurrt veður, en nokkuð kalt uppi á heiði. Leitarmennirnir ríða allir saman í einum hóp inn á afréttinn, að öðrum endimörkum hans, þar sem leit er skipt og smölun hafin. Þeir fara aðeins liðugan klyfjagang, því að leiðin er ógreiðfær, blautir flóar, grýtt holt, mosaþembur og hraun. Sums staðar verður að taka á sig stóra króka fyrir fen og tjarnir. Hinir eldri leitarmenn eru nákunnugir þessari leið. Þeir vita upp á hár, hvar bezt er að fara yfir hverja keldu og torfæru, hvort það er ofar eða neðar, austar eða vestar, sem sízt er hætta á, að hestarnir sökkvi í. Og hestarnir þræða þetta allt, öruggir og fótvissir, létta á sér yfir fenin og keldurnar, stökkva yfir læki og skorninga. Þeir eru líka kunnugir á þessum slóðum. Hér eyddu þeir sumarfríum sínum í æsku sinni. Hér er fjallaloftið hreint og tært, auðnin hljóð og voldug í tign sinni. Eiríksjökull, hinn fegursti allra íslenzkra jökla, gnæfir hér upp yfir hálendið, því að þetta er á Arnarvatnsheiði, þar sem vötnin eru óteljandi, eins og eyjarnar á Breiðafirðinum og hólarnir í Vatnsdalnum. Einhver í hópnum er að syngja:
- „Efst á Arnarvatnshæðum
- oft hef ég fáki beitt.
- Þar er allt þakið í vötnum,
- og þar heitir Réttarvatn eitt.“
- Og fleiri taka undir:
- „Á engum stað ég uni
- eins vel og þessum mér.
- Ískaldur Eiríksjökull
- veit allt, sem talað er hér.“
Þegar dagur er að hádegi liðinn, er áð í valllendismóa undir háum grjóthól. Allír taka upp nestispoka sína og matast í flýti. Flestir borða mikið, maturinn er kaldur og þurr, og kalt er í veðri. Síðan skiptir fjallkóngurinn leitinni. Þeir röskustu og duglegustu fara í lengstu og erfiðustu göngurnar. Nýliðarnir eru látnir fara á milli tveggja kunnugra manna. Mest ríður á endamönnunum beggja megin. Þeir verða að vera vel kunnugir og öruggir að rata. Allir fara fótgangandi í smölunina, því að yfir blauta fúaflóa og illar keldur er að fara. Slíkt er engum hesti fært. Sérstakir menn fara með alla hestana í tveim eða þrem lestum skástu leiðina, sem völ er á, til skálans, þar sem gangnamennirnir munu hafast við næstu nótt. Undir kvöldið hittast allir við skálann. Skálarnir eru raunar tveir, annar fyrir mennina, hinn fyrir hestana. Hestana verður að hýsa, annars er hætta á, að þeir týnist. Nokkrir fara þegar að heyja handa hestunum. Heyið er gefið á stallinn og hestarnir látnir inn. Að því loknu geta gangnamennirnir fyrst farið að sinna eigin þörfum. Þeir bera reiðingsdýnurnar inn í skálann og leggja þær á gólfið, sem að sjálfsögðu er moldargólf. Sjálfur er skálinn hlaðinn úr hellugrjóti.
Það er ekki mikið sofið í þessu sæluhúsi. Drjúgur tími fer í að matast. Menn hita sér ketilkaffi og drekka það. Sá drykkur þykir óvönum ekki lystugur, en smakkast þó allvel svona fyrsta kvöldið. Síðan er spjallað saman eða spilað, unz fjallkóngurinn ræður mönnum til að taka á sig náðir. Kertaljósin eru slökkt, og menn hreiðra um sig undir teppum eða yfirhöfnum á reiðingsdýnum breiddum á bert moldargólfið. Það er hörð undirsæng. Flestir liggja í öllum fötum og hafa ferðatöskur sínar fyrir höfðalag. Þetta eru mikil viðbrigði frá rúmunum heima, og mörgum verður ekki svefnsamt við hin nýju skilyrði. Eldri mennirnir, sem eru misjöfnu vanir, sofna þó fljótt, ef þeir fá næði til þess fyrir hinum yngri. En þeir eru ef til vill ekki í skapi til að sofa. Margt er sér til gamans gert í skála gangnamannanna, togazt og tekizt á, skipzt á sendingum, sungið, kveðið og sagðar sögur og skrítlur. Máske er fyrir skemmstu orðið hljótt í skálanum, þegar fjallkóngurinn kallar og biður menn að búast við starfi og alvöru næsta dags. Hann sefur ekki fast og aldrei lengur en má. Mikil ábyrgð hvílir á honum með allan þennan mannfjölda uppi á fjöllum við hina vandasömu fjársmölun, búsmala allra byggðarmanna.
Í dag er rigning en lygnt veður. Lagt er af stað í gönguna með fyrstu birtu. Skömmu síðar slær þoku yfir allt. Þá mega menn gæta sín að verða ekki áttavilltir og tapa ekki sambandinu við næstu mennina í göngunni. Upp úr hádegi er komið að Réttarvatni, allt eftir áætlun. Enginn hefur villzt né týnzt. Við Réttarvatn hittast Borgfirðingar og Húnvetningar, og þar rétta þeir fénu, sem þeir hafa fundið.
Þar verður mikill fagnaðarfundur, því að margir þessara manna, sem hér eru nú samankomnir, hafa hitzt hér á hverju hausti í 20—30 ár og bundizt vináttuböndum. Sumir eiga lögg á pelaglasi og gefa góðvinum sínum bragð. En allt er það í hófi, enda er nóg að starfa. Eftir 4—5 klst. er réttin úti og Sunnlendingar og Norðlendingar kveðjast. Ýmsir faðmast og kyssast að skilnaði. Uppi á fjöllum eru menn einlægir og sannir eins og börn. Þar losna menn við hömlur byggðarinnar og öðlast hinn frjálsa anda öræfanna. Þar þekkist ekki tilgerð né „háttvísi“, sem sjálfsögð þykir niðri á láglendinu.
Þriðja dag leitarinnar er komin krapahríð á útsunnan. Það er á móti veðrinu að fara, því að í dag er leitað ofan afréttinn, og næstu nótt verður gist í byggð, ef allt gengur að óskum. Í dag fær ungur drengur, sem í fyrsta sinn er í göngum, að reyna hreysti sína. Í dag kynnist hann því af eigin reynd, að uppi á heiði geti farið af gamanið. Í dag er honum það verk ætlað að fara með hestalestina ofan ásamt öðrum manni, kunnugum og vönum. Það er vandasamt verk og krefst nákvæmrar aðgæzlu. Sumir hestanna eru óvanir að ganga í lest. Þeir sækja fram með eða kippa og slíta taumana. Iðulega verður að fara af baki til að laga á hestunum. Hestarnir grennast, þegar þeir svengjast, og þá losnar á þeim, svo að trússin taka að hallast. Þau eru sjaldnast svo jöfn að þyngd. Stundum hrasa hestarnir eða sökkva í fen og keldur. Oft slíta þeir þá allt af sér, er þeir brjótast upp úr. Verst af öllu er þó, hvað það er kaldsamt að sitja á hestbaki allan daginn í kalsaveðri, þegar svona hægt er farið. Um hádegi kemur fjallkóngurinn til lestarmannanna. Hann fer ýmist gangandi eða ríðandi meðfram allri línunni og lítur eftir öllu.
Hann sér, að drengnum er orðið kalt, enda er hann með munnherkjur af kulda. Vettlingarnir hans eru löngu orðnir vindandi, og hann er svo loppinn, að hann getur ekki lengur girt á hesti. Kóngurinn lætur því drenginn fara á göngu, en nær von bráðar í annan mann til að fara með hestana. Þá hitnar drengnum líka fljótt, því að nú fær hann nóg að hlaupa við styggar dilkær, sem strekkja í öfuga átt.
Undir kvöld eru flestir leitarmennirnir samankomnir á tiltölulega stuttri línu neðst á afréttinum með allt safnið. Foringinn kannar nú liðið. Enn vantar fáeina menn, sem norðast hafa farið. Þeir hafa sjálfsagt lent í eltingum. Hinir verða að bíða þeirra. Það er ekki gaman að verða að bíða í þessu hrakviðri, og ungum dreng verður fljótt kalt. Hann hafði orðið að vaða yfir keldur og forarflóa til að komast fyrir kindur, sem rásuðu í burtu til fjalls. Hann hafði vaðið upp fyrir stígvélin sín, upp á mitt læri, og var nú stígvélafullur.
Fjallkóngurinn lætur hann nú fara úr sokkunum og buxunum og vinda hvort tveggja. Það er kalt að standa ber við að vinda sig í hreti uppi á heiði. Hann heitir sjálfum sér því, ef hann sleppi lífs til byggða úr þessari ferð, að fara aldrei oftar í göngur. Það er ónotalegt að fara í fötin aftur, en svo er honum sagt að berja sér og hlaupa nokkra spretti um eyrarnar, þar sem þeir bíða. Þá hlýnar honum fljótt, og fötin eru nú léttari, hlýrri og notalegri. Svo koma mennirnir, sem beðið var eftir, með stóran fjárhóp, og gangnamennirnir ná til byggða með allt safnið, en þreyttir og þjakaðir og illa til reika. Aldrei hefur ungum dreng, sem kemur úr göngum, fundizt heitur matur eins góður og nú, og aldrei hefir hann grunað áður, að það gæti verið svona gott að hátta ofan í rúm. Daginn eftir er hann búinn að ná sér eftir ferðavolkið. Þá koma byggðamenn til réttarinnar og þar á meðal ýmsir jafnaldrar hans. Nú fréttir hann, að jafnaldri hans, sem í leitinni var, hafi gefizt upp í göngunni um miðjan dag og verið sendur til byggðar. Nú finnst honum hann vera meiri maður en allir hans jafnaldrar, einkum þeir, sem heima voru. Hann hafði farið í göngurnar og reynzt fullgildur leitarmaður, og nú ákveður hann að fara alltaf í göngur á hverju hausti héðan í frá.