„Blik 1947/Frístundavinna“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
'''F r í s t u n d a v i n n a'''
[[Blik 1947|Efnisyfirlit 1947]]


Á umliðnum árum, þegar farið var að berjast fyrir styttum vinnudegi almennings, var ástæðan sú, að gefa almenningi kost á að lifa meira menningarlífi, en mögulegt var með striti myrkranna á milli.<br>
 
 
::::::::::<big><big><big>'''Frístundavinna'''</big></big></big>
<br>
<big>Á umliðnum árum, þegar farið var að berjast fyrir styttum vinnudegi almennings, var ástæðan sú, að gefa almenningi kost á að lifa meira menningarlífi, en mögulegt var með striti myrkranna á milli.<br>
Ástæða var til að ætla, að sú þjóð, sem um þúsund ár „hafði setið við sögur og ljóð“, tæki þessu tækifæri fegins hendi. En allar slíkar áætlanir fóru hrapalega út um þúfur.<br>
Ástæða var til að ætla, að sú þjóð, sem um þúsund ár „hafði setið við sögur og ljóð“, tæki þessu tækifæri fegins hendi. En allar slíkar áætlanir fóru hrapalega út um þúfur.<br>
Það sem vonað var, að þjóðin tæki sér fyrir hendur, svo sem aukna menntun, lestur góðra bóka, íþróttaiðkanir, eða sem sagt það, sem líkami og sál gæti þroskazt af, létu í flestum tilfellum á sér standa, en hinar menningarsnauðu skemmtanir kaupstaðanna, göturáp og hvers kyns óáran flaug eins og eldur í sinu um landið, í stað þess, sem vonast var eftir.<br>
Það sem vonað var, að þjóðin tæki sér fyrir hendur, svo sem aukna menntun, lestur góðra bóka, íþróttaiðkanir, eða sem sagt það, sem líkami og sál gæti þroskazt af, létu í flestum tilfellum á sér standa, en hinar menningarsnauðu skemmtanir kaupstaðanna, göturáp og hvers kyns óáran flaug eins og eldur í sinu um landið, í stað þess, sem vonast var eftir.<br>
Lína 20: Lína 24:
Margir merkir uppeldisfræðingar telja Hobby-leiðina heillavænlega til andlegs og líkamlegs þroska fyrir börn og unglinga.<br>
Margir merkir uppeldisfræðingar telja Hobby-leiðina heillavænlega til andlegs og líkamlegs þroska fyrir börn og unglinga.<br>
Hér er verk að vinna fyrir þá, sem vilja íslenzkum æskulýð vel.<br>
Hér er verk að vinna fyrir þá, sem vilja íslenzkum æskulýð vel.<br>
 
:::::::::::::::::''ng''
::ng
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 27. maí 2010 kl. 22:47

Efnisyfirlit 1947


Frístundavinna


Á umliðnum árum, þegar farið var að berjast fyrir styttum vinnudegi almennings, var ástæðan sú, að gefa almenningi kost á að lifa meira menningarlífi, en mögulegt var með striti myrkranna á milli.
Ástæða var til að ætla, að sú þjóð, sem um þúsund ár „hafði setið við sögur og ljóð“, tæki þessu tækifæri fegins hendi. En allar slíkar áætlanir fóru hrapalega út um þúfur.
Það sem vonað var, að þjóðin tæki sér fyrir hendur, svo sem aukna menntun, lestur góðra bóka, íþróttaiðkanir, eða sem sagt það, sem líkami og sál gæti þroskazt af, létu í flestum tilfellum á sér standa, en hinar menningarsnauðu skemmtanir kaupstaðanna, göturáp og hvers kyns óáran flaug eins og eldur í sinu um landið, í stað þess, sem vonast var eftir.
Nú er spurningin sú, hvort ekki er enn hægt að koma a.m.k. unglingunum á rétta leið.
Hér í Eyjum er nú hafin bygging á myndarlegu gagnfræðaskólahúsi og með því hljóta að aukast möguleikarnir til aukinnar menntunar, ekki eingöngu fyrir þá, sem stunda nám í Gagn­fræðaskólanum, því tæplega þarf sá skóli á húsinu að halda allan daginn, og gæti eflaust léð húsnæði fræðslustarfsemi, svo sem kvöldskóla eða námsflokkum, þar sem mönnum gæfist kostur á að bæta við til dæmis íslenzku-, reiknings- og tungumálakunnáttu sína, allt eftir því, hvað hverjum hentaði. Ekki þarf að efast um, að slík fræðslustarfsemi myndi njóta vinsælda hér, ekki síður en annarsstaðar.
Hinum, sem ekki hafa áhuga á hinum bóklegu fræðum, þarf að kenna einhverja frístundavinnu (Hobby), sem er við þeirra hæfi, líkt og nú er kennt t.d. í Handíðaskólanum í Reykjavík.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að vinna að loknu dagsverki, sem er fjarskyld hinu daglega starfi, er undir mörgum kringumstæðum hvíldar ígildi. Og einmitt þessvegna er það stórt atriði, er menn verða sér úti um frístundavinnu, að velja starf, sem ólíkast því, er þeir inna af höndum daglega.
Slíkt frístundastarf er nauðsynlegt hverjum einum, sem nokkurn frítíma hefur, því, segir málshátturinn: „Betra er illt að gjöra en ekki neitt“.
Ákjósanleg frístundavinna er til dæmis: Listiðnaður hverskonar, bókband, tréskurður, teiknun, útvarpsvirkjun, ljósmyndavinna o.fl.
Til allrar eða flestrar frístundavinnu þarf erlend efni og nú sem stendur er mjög erfitt að fá slík efni, vegna gjaldeyrisvandræða.
Það er aðeins ein spurning af mörgum, hvort gjaldeyri þjóðarinnar væri öllu verr varið, þótt keypt væri efni til frístundavinnu í staðinn fyrir nokkurn hluta þess áfengis, sem árlega er hellt yfir þjóðina.
Búast mætti við því, að það fækkaði brennivínskrónunum, sem í ríkissjóðinn fara, en til að vega upp á móti því tjóni, má gera ráð fyrir, að landið eignaðist heilbrigðari æskulýð, sem hverju landi er nauðsynlegra en nokkrar milljónir króna fyrir brennivínsokur, en auk þess myndi þessi breyting á innflutningi ríkisins gera það að verkum, að útgjöld ríkisins til lögreglu og fangelsishalds gæti minnkað allmjög.
___

Hér að framan er aðeins lítillega bent á leið til að forða börnum og unglingum af götunni.
Þessi leið er nú mjög fjölfarin víða um heim, og til marks um, að hún á hljómgrunn meðal íslenzku þjóðarinnar er það, að á undanförnum árum hafa flutzt hingað frá Bandaríkjunum tímarit, sem fjalla um þessi efni, og það er hrein hending, ef slík tímarit eru ekki uppseld innan fárra daga frá því þau koma í bókabúðir.
Margir merkir uppeldisfræðingar telja Hobby-leiðina heillavænlega til andlegs og líkamlegs þroska fyrir börn og unglinga.
Hér er verk að vinna fyrir þá, sem vilja íslenzkum æskulýð vel.

ng