„Blik 1947/Gamli bærinn á Eystri-Vesturhúsum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: MAGNÚS GUÐMUNDSSON: '''Gamli bærinn á Eystri-Vesturhúsum''' Eins og margir eldri Vestmannaeyingar vita, er ég fæddur að Vesturhúsum árið 1872.<br> Ég man allvel eftir m...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(6 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[MAGNÚS GUÐMUNDSSON]]:
[[Blik 1947|Efnisyfirlit 1947]]


'''Gamli bærinn á Eystri-Vesturhúsum'''


<big>[[Magnús Guðmundsson|MAGNÚS GUÐMUNDSSON]]:
:::::::<big><big>'''Gamli bærinn á Eystri-Vesturhúsum'''</big></big>
<br>
Eins og margir eldri Vestmannaeyingar vita, er ég fæddur að Vesturhúsum árið 1872.<br>
Eins og margir eldri Vestmannaeyingar vita, er ég fæddur að Vesturhúsum árið 1872.<br>
Ég man allvel eftir mér tiltölulega ungum, — en ekki meira um það að þessu sinni.<br>
Ég man allvel eftir mér tiltölulega ungum, — en ekki meira um það að þessu sinni.<br>
Magnús sonur minn hefir beðið mig að skrifa eitthvað upp frá gamalli tíð, og lána sér það til upplestrar á fundi Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja og datt mér þá í hug að lýsa húsaskipan á Eystri-Vesturhúsum, þegar ég var barn að aldri, og segja ef til vill eitthvað fleira frá lífi þess fólks, sem þar bjó þá.<br>
Magnús sonur minn hefir beðið mig að skrifa eitthvað upp frá gamalli tíð, og lána sér það til upplestrar á fundi Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja og datt mér þá í hug að lýsa húsaskipan á [[Vesturhús-eystri|Eystri-Vesturhúsum]], þegar ég var barn að aldri, og segja ef til vill eitthvað fleira frá lífi þess fólks, sem þar bjó þá.<br>
Ég var þar daglegur húsgangur eins og heima hjá mér.<br>
Ég var þar daglegur húsgangur eins og heima hjá mér.<br>
Íbúðarbyggingin ásamt eldhúsi og fjósi var portbyggð og byggingin sjálf krossbyggð. Einar dyr voru á bænum gegn suðri. Frá dyrunum lágu löng göng alla leið inn í eldhús, sem var nyrzt í byggingunni og allstórt. Vesturendi þess var afþiljaður og var hann nefndur búr. Þar voru geymdar m. a. margar tunnur af
Íbúðarbyggingin ásamt eldhúsi og fjósi var portbyggð og byggingin sjálf krossbyggð. Einar dyr voru á bænum gegn suðri. Frá dyrunum lágu löng göng alla leið inn í eldhús, sem var nyrzt í byggingunni og allstórt. Vesturendi þess var afþiljaður og var hann nefndur búr. Þar voru geymdar m.a. margar tunnur af
söltuðum fýl og lunda. Einnig var þar kjöt í tunnu. Reykt kjöt var látið hanga í sjálfu eldhúsinu. Í norðaustur horni þess var geymdur eldiviðurinn, a. m. k. vetrarforðinn, sem aðallega var þurrkuð kúamykja og skán. — og svo rekatimbur, sem þá var allmikið af.<br>
söltuðum fýl og lunda. Einnig var þar kjöt í tunnu. Reykt kjöt var látið hanga í sjálfu eldhúsinu. Í norðaustur horni þess var geymdur eldiviðurinn, a.m.k. vetrarforðinn, sem aðallega var þurrkuð kúamykja og skán. — og svo rekatimbur, sem þá var allmikið af.<br>
Fjósið var undir lofti í vesturenda byggingarinnar og gengu kýrnar út úr fjósinu út í göngin og eins inn um þau, þegar þær voru látnar inn, og því út og inn um bæjardyrnar rétt eins og fólkið.<br>
Fjósið var undir lofti í vesturenda byggingarinnar og gengu kýrnar út úr fjósinu út í göngin og eins inn um þau, þegar þær voru látnar inn, og því út og inn um bæjardyrnar rétt eins og fólkið.<br>
Í gangveginum á móts við fjósdyrnar var dálítill forarpyttur, sem tók 6 stampa og rann í hann þvag kúnna, sem voru tvær og stundum kálfur að auki.<br>
Í gangveginum á móts við fjósdyrnar var dálítill forarpyttur, sem tók 6 stampa og rann í hann þvag kúnna, sem voru tvær og stundum kálfur að auki.<br>
Lína 16: Lína 21:
Í austurenda loftsins var hjónaherbergið, sem var fremur lítið. Að öðru leyti var loftið almenningur og svaf þar allt annað heimilsfólk en hjónin.<br>
Í austurenda loftsins var hjónaherbergið, sem var fremur lítið. Að öðru leyti var loftið almenningur og svaf þar allt annað heimilsfólk en hjónin.<br>
Á þaki baðstofunnar, sem var torfþak á skarsúð, voru þrír smáir gluggar að sunnan og aðrir að norðan. Hver gluggi var með tveim smárúðum og var í litlum kvisti, sem einnig var þakinn með torfi.<br>
Á þaki baðstofunnar, sem var torfþak á skarsúð, voru þrír smáir gluggar að sunnan og aðrir að norðan. Hver gluggi var með tveim smárúðum og var í litlum kvisti, sem einnig var þakinn með torfi.<br>
Á skálanum, sem áður var lýst, voru tveir gluggar, annar gegn suðri, hinn að norðanverðu. Voru það fjögra rúðu gluggar frekar smáir. Þeir stóðu upp undir loft skálans og var tekið úr veggjunum fyrir þeim. — Allur var bærinn hlaðinn úr grjóti að innan en snidduhlaðinn utan. Baðstofan var öll þiljuð og eins herbergið yfir fjósinu. Milli þess herbergis og aðalbaðstofunnar var hurð. Göngin voru lögð grjóti frá útidyrum og aðeins inn fyrir fjós og skáladyr. Þá tók við moldargólf inn í eldhús. Göngin voru þriggja álna víð að innan með rafti í þak og þunnum blágrýtishellum yfir og síðan tyrfð eins og áður segir. Eldhúsið var með skarsúð og hurð að göngunum. Baðstofan,
Á skálanum, sem áður var lýst, voru tveir gluggar, annar gegn suðri, hinn að norðanverðu. Voru það fjögra rúðu gluggar frekar smáir. Þeir stóðu upp undir loft skálans og var tekið úr veggjunum fyrir þeim. — Allur var bærinn hlaðinn úr grjóti að innan en snidduhlaðinn utan. Baðstofan var öll þiljuð og eins herbergið yfir fjósinu. Milli þess herbergis og aðalbaðstofunnar var hurð. Göngin voru lögð grjóti frá útidyrum og aðeins inn fyrir fjós og skáladyr. Þá tók við moldargólf inn í eldhús. Göngin voru þriggja álna víð að innan með rafti í þak og þunnum blágrýtishellum yfir og síðan tyrfð eins og áður segir. Eldhúsið var með skarsúð og hurð að göngunum. Baðstofan, sem sneri í austur, var gluggalaus þeim megin, en að vestan var lítill fjögra rúðu gluggi í  
sem sneri í austur, var gluggalaus þeim megin, en að vestan var lítill fjögra rúðu gluggi í torf- og grjótgafli. Aðalbærinn var sex álnir að innanmáli.<br>
torf- og grjótgafli. Aðalbærinn var sex álnir að innanmáli.<br>
Allir sátu á rúmum  sínum, bæði þegar þeir mötuðust og voru  við  vinnu sína og voru rúm í aðalbaðstofunni báðu megin.<br>
Allir sátu á rúmum  sínum, bæði þegar þeir mötuðust og voru  við  vinnu sína og voru rúm í aðalbaðstofunni báðu megin.<br>
Í þá tíð voru oftast á bænum tveir vinnumenn og tvæi vinnukonur. Þegar rokkar og önnur áhöld höfðu verið tekin fram á milli rúmanna, var víst mjög þröngt. Ekki var birtan heldur mikil af einum lýsislampa. Þarna var hann frá því ég man fyrst eftir mér, 4—5 ára gamall. En um þessar mundir vék lýsislampinn yfirleitt fyrir olíulampanum. — Hannes heitinn tengdafaðir minn sagði mér og fleirum frá því eitt sinn, að á fyrstu árum olíulampanna hér, hefðu nokkrir bændur hizt niður í Sandi, sem oft bar við fyr og síðar. Þetta var að áliðnum vetri. Þeir ræddu um olíueyðslu sína þann vetur og höfðu flestir eytt 7—8 pottum yfir veturinn. Þá kom þar að einn, sem kvaðst hafa eytt 12 pottum. Hinir höfðu orðið orðlausir af undrun yfir slíkri óhófseyðslu. — En þess skal getið, að þá voru ekki notaðir hringbrennarar, heldur voru kveikir líkir því, sem nú er á olíuluktum og þó líklega enn minni.
Í þá tíð voru oftast á bænum tveir vinnumenn og tvær vinnukonur. Þegar rokkar og önnur áhöld höfðu verið tekin fram á milli rúmanna, var víst mjög þröngt. Ekki var birtan heldur mikil af einum lýsislampa. Þarna var hann frá því ég man fyrst eftir mér, 4—5 ára gamall. En um þessar mundir vék lýsislampinn yfirleitt fyrir olíulampanum. — Hannes heitinn tengdafaðir minn sagði mér og fleirum frá því eitt sinn, að á fyrstu árum olíulampanna hér, hefðu nokkrir bændur hitzt niður í [[Sandur (örnefni)|Sandi]], sem oft bar við fyr og síðar. Þetta var að áliðnum vetri. Þeir ræddu um olíueyðslu sína þann vetur og höfðu flestir eytt 7—8 pottum yfir veturinn. Þá kom þar að einn, sem kvaðst hafa eytt 12 pottum. Hinir höfðu orðið orðlausir af undrun yfir slíkri óhófseyðslu. — En þess skal getið, að þá voru ekki notaðir hringbrennarar, heldur voru kveikir líkir því, sem nú er á olíuluktum og þó líklega enn minni.<br>
— En þetta var útúrdúr, því að ennþá er ekki fulllýst öllum húsum á Vesturhúsum eystri.
— En þetta var útúrdúr, því að ennþá er ekki fulllýst öllum húsum á Vesturhúsum eystri.<br>
Á hlaðinu voru þrjú hús eilítið frá bænum. Stóðu þau sunnar og vestar en bærinn sjálfur. Þessi    hús voru hlaða vestast, hjallur í miðju og skemma austast. Hús þessi munu bafa verið 9—10 álna löng, og tvö þeirra 6 álna víð en hlaðan 8 álnir. Þau voru  öll  úr  timbri að framan. Þökin voru einnig úr timbri, klædd tjörupappa bikuðum, og var  þurrum  sandi  stráð yfir hann, þegar bikað var. Veggir voru  annars  úr  hlöðnu gjóti, og voru hús þessi grafin inn í hól upp að þaki. Eins var því varið um aðalbæinn.<br>
Á hlaðinu voru þrjú hús eilítið frá bænum. Stóðu þau sunnar og vestar en bærinn sjálfur. Þessi    hús voru hlaða vestast, hjallur í miðju og skemma austast. Hús þessi munu hafa verið 9—10 álna löng, og tvö þeirra 6 álna víð en hlaðan 8 álnir. Þau voru  öll  úr  timbri að framan. Þökin voru einnig úr timbri, klædd tjörupappa bikuðum, og var  þurrum  sandi  stráð yfir hann, þegar bikað var. Veggir voru  annars  úr  hlöðnu gjóti, og voru hús þessi grafin inn í hól upp að þaki. Eins var því varið um aðalbæinn.<br>
Framan við bæinn var hlaðin for (safnþró) og stóð á henni kamar. Ekki var þá búið að láta timburlok yfir forina, en það var gjört nokkru síðar.<br>
Framan við bæinn var hlaðin for (safnþró) og stóð á henni kamar. Ekki var þá búið að láta timburlok yfir forina, en það var gjört nokkru síðar.<br>
Að síðustu skal þess getið, að allstórt fjárhús stóð niður í Skarði í túnfætinum.<br>
Að síðustu skal þess getið, að allstórt fjárhús stóð niður í [[Skarð (örnefni)|Skarð]]i í túnfætinum.<br>
Það var hlaðið úr grjóti með torfþaki og árefti. Það var all stórt hús, lömbum var þar gefið og fullorðnu fé á vetrum.<br>
Það var hlaðið úr grjóti með torfþaki og árefti. Það var all stórt hús, lömbum var þar gefið og fullorðnu fé á vetrum.<br>
Máltíðum var hagað þannig á þessum bæ: Kaffi á morgnana með kandíssykurögn á undir skálinni. Kl. 10—10.30, var snæddur morgunmatur: fiskur, nýr, saltaður eða úldinn, og rófum, meðan entust. Til miðdegisverðar voru borðaðir harðir hausar eða harðfiskur og flatkökur. Kaffi á eftir. Fékk kalmaðurinn heila flatköku en kvenmaðurinn hálfa. Þannig voru hlutföllin oftast líka um annan mat.<br>
Máltíðum var hagað þannig á þessum bæ: Kaffi á morgnana með kandíssykurögn á undir skálinni. Kl. 10—10.30, var snæddur morgunmatur: fiskur, nýr, saltaður eða úldinn, og rófum, meðan entust. Til miðdegisverðar voru borðaðir harðir hausar eða harðfiskur og flatkökur. Kaffi á eftir. Fékk karlmaðurinn heila flatköku en kvenmaðurinn hálfa. Þannig voru hlutföllin oftast líka um annan mat.<br>
Til kvöldverðar var borðuð fýlasúpa með rófum; heill fýll í aski karlmanns en hálfur hjá kvenmanni. á sunnudögum var kjötsúpa. Til morgunverðar fékk fólkið líka oft saltaðan og útvatnaðan lunda. Þá var alltaf skammtað í öskum, þegar súpa eða grautur var á borðum, en glerdiskar eða járndiskar notaðir undir annan mat.
Til kvöldverðar var borðuð fýlasúpa með rófum; heill fýll í aski karlmanns en hálfur hjá kvenmanni. Á sunnudögum var kjötsúpa. Til morgunverðar fékk fólkið líka oft saltaðan og útvatnaðan lunda. Þá var alltaf skammtað í öskum, þegar súpa eða grautur var á borðum, en glerdiskar eða járndiskar notaðir undir annan mat.<br>
Á hátíðum, einkum jólum, var skammtað svo mikið af hangikjöti og fleira góðgæti, að menn áttu eftir af því fram á nýár eða jafnvel þrettánda. En þetta átti sér aðeins stað á betri bæjum, og á þeim bæjum var líka talsvert af smjöri aflögum, sem menn fengu í skiptum fyrir fýl og lunda.<br>
Á hátíðum, einkum jólum, var skammtað svo mikið af hangikjöti og fleira góðgæti, að menn áttu eftir af því fram á nýár eða jafnvel þrettánda. En þetta átti sér aðeins stað á betri bæjum, og á þeim bæjum var líka talsvert af smjöri aflögum, sem menn fengu í skiptum fyrir fýl og lunda.<br>
Maturinn hefur óefað verið slæmur, vegna þess að allt var soðið á hlóðum og flest eldhús mjög kafsæl, og lagði reykinn um allan bæinn. Auk þess var eldhúsið fullt af sóti, og lak það stundum niður í matarílátin og sjálfan matinn. En þátíðarmaðurinn þekkti ekki annað betra. Þess má geta, að þá borðaði hver með sínum spæni og sínum sjálfskeiðing í sínu rúmi með sínum eigin tönnum. Fólkið klæddist nær eingöngu fötum úr íslenzkri  ull yst sem innst. Allan klæðnað fékk fólkið hjá húsbændunum og hafði að auki 8—16 ríkisdali í árskaup, karlmaðurinn, og 4 ríkisdali kvenmaðurinn.<br>
Maturinn hefur óefað verið slæmur, vegna þess að allt var soðið á hlóðum og flest eldhús mjög kafsæl, og lagði reykinn um allan bæinn. Auk þess var eldhúsið fullt af sóti, og lak það stundum niður í matarílátin og sjálfan matinn. En þátíðarmaðurinn þekkti ekki annað betra. Þess má geta, að þá borðaði hver með sínum spæni og sínum sjálfskeiðing í sínu rúmi með sínum eigin tönnum. Fólkið klæddist nær eingöngu fötum úr íslenzkri  ull yzt sem innst. Allan klæðnað fékk fólkið hjá húsbændunum og hafði að auki 8—16 ríkisdali í árskaup, karlmaðurinn, og 4 ríkisdali kvenmaðurinn.<br>
Þarna á Vesturhúsum voru húsakynni með þeim betri hér á Eyju og óvíða betra að vera.
Þarna á Vesturhúsum voru húsakynni með þeim betri hér á Eyju og óvíða betra að vera.
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 27. maí 2010 kl. 22:27

Efnisyfirlit 1947


MAGNÚS GUÐMUNDSSON:


Gamli bærinn á Eystri-Vesturhúsum


Eins og margir eldri Vestmannaeyingar vita, er ég fæddur að Vesturhúsum árið 1872.
Ég man allvel eftir mér tiltölulega ungum, — en ekki meira um það að þessu sinni.
Magnús sonur minn hefir beðið mig að skrifa eitthvað upp frá gamalli tíð, og lána sér það til upplestrar á fundi Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja og datt mér þá í hug að lýsa húsaskipan á Eystri-Vesturhúsum, þegar ég var barn að aldri, og segja ef til vill eitthvað fleira frá lífi þess fólks, sem þar bjó þá.
Ég var þar daglegur húsgangur eins og heima hjá mér.
Íbúðarbyggingin ásamt eldhúsi og fjósi var portbyggð og byggingin sjálf krossbyggð. Einar dyr voru á bænum gegn suðri. Frá dyrunum lágu löng göng alla leið inn í eldhús, sem var nyrzt í byggingunni og allstórt. Vesturendi þess var afþiljaður og var hann nefndur búr. Þar voru geymdar m.a. margar tunnur af söltuðum fýl og lunda. Einnig var þar kjöt í tunnu. Reykt kjöt var látið hanga í sjálfu eldhúsinu. Í norðaustur horni þess var geymdur eldiviðurinn, a.m.k. vetrarforðinn, sem aðallega var þurrkuð kúamykja og skán. — og svo rekatimbur, sem þá var allmikið af.
Fjósið var undir lofti í vesturenda byggingarinnar og gengu kýrnar út úr fjósinu út í göngin og eins inn um þau, þegar þær voru látnar inn, og því út og inn um bæjardyrnar rétt eins og fólkið.
Í gangveginum á móts við fjósdyrnar var dálítill forarpyttur, sem tók 6 stampa og rann í hann þvag kúnna, sem voru tvær og stundum kálfur að auki.
Iðulega þurfti að bera úr þessum pytti, svo að ekki flæddi úr honum yfir göngin.
Austurendi byggingarinnar niðri var stór skáli með moldargólfi og grjótveggjum óþiljuðum og þremur rúmstæðum til hvorrar handar. Á vertíðum sváfu þar sjómenn, tveir í hverju rúmi og lifðu við skrínukost, en fengu súpu, soðinn fisk og lagað kaffi hjá húseiganda, en lögðu sjálfir til soðninguna og kaffið og tóku sykur hjá sjálfum sér. Fyrir þessa viðlegu og fyrirhöfn greiddu þeir svo húseiganda eftir á og mun gjaldið hafa verið ákveðið fyrir hverja viku.
Úr skála þessum lá tréstigi upp á loftið í baðstofunni, sem svo var nefnd, og féll hleri fyrir stigagatið.
Í austurenda loftsins var hjónaherbergið, sem var fremur lítið. Að öðru leyti var loftið almenningur og svaf þar allt annað heimilsfólk en hjónin.
Á þaki baðstofunnar, sem var torfþak á skarsúð, voru þrír smáir gluggar að sunnan og aðrir að norðan. Hver gluggi var með tveim smárúðum og var í litlum kvisti, sem einnig var þakinn með torfi.
Á skálanum, sem áður var lýst, voru tveir gluggar, annar gegn suðri, hinn að norðanverðu. Voru það fjögra rúðu gluggar frekar smáir. Þeir stóðu upp undir loft skálans og var tekið úr veggjunum fyrir þeim. — Allur var bærinn hlaðinn úr grjóti að innan en snidduhlaðinn utan. Baðstofan var öll þiljuð og eins herbergið yfir fjósinu. Milli þess herbergis og aðalbaðstofunnar var hurð. Göngin voru lögð grjóti frá útidyrum og aðeins inn fyrir fjós og skáladyr. Þá tók við moldargólf inn í eldhús. Göngin voru þriggja álna víð að innan með rafti í þak og þunnum blágrýtishellum yfir og síðan tyrfð eins og áður segir. Eldhúsið var með skarsúð og hurð að göngunum. Baðstofan, sem sneri í austur, var gluggalaus þeim megin, en að vestan var lítill fjögra rúðu gluggi í torf- og grjótgafli. Aðalbærinn var sex álnir að innanmáli.
Allir sátu á rúmum sínum, bæði þegar þeir mötuðust og voru við vinnu sína og voru rúm í aðalbaðstofunni báðu megin.
Í þá tíð voru oftast á bænum tveir vinnumenn og tvær vinnukonur. Þegar rokkar og önnur áhöld höfðu verið tekin fram á milli rúmanna, var víst mjög þröngt. Ekki var birtan heldur mikil af einum lýsislampa. Þarna var hann frá því ég man fyrst eftir mér, 4—5 ára gamall. En um þessar mundir vék lýsislampinn yfirleitt fyrir olíulampanum. — Hannes heitinn tengdafaðir minn sagði mér og fleirum frá því eitt sinn, að á fyrstu árum olíulampanna hér, hefðu nokkrir bændur hitzt niður í Sandi, sem oft bar við fyr og síðar. Þetta var að áliðnum vetri. Þeir ræddu um olíueyðslu sína þann vetur og höfðu flestir eytt 7—8 pottum yfir veturinn. Þá kom þar að einn, sem kvaðst hafa eytt 12 pottum. Hinir höfðu orðið orðlausir af undrun yfir slíkri óhófseyðslu. — En þess skal getið, að þá voru ekki notaðir hringbrennarar, heldur voru kveikir líkir því, sem nú er á olíuluktum og þó líklega enn minni.
— En þetta var útúrdúr, því að ennþá er ekki fulllýst öllum húsum á Vesturhúsum eystri.
Á hlaðinu voru þrjú hús eilítið frá bænum. Stóðu þau sunnar og vestar en bærinn sjálfur. Þessi hús voru hlaða vestast, hjallur í miðju og skemma austast. Hús þessi munu hafa verið 9—10 álna löng, og tvö þeirra 6 álna víð en hlaðan 8 álnir. Þau voru öll úr timbri að framan. Þökin voru einnig úr timbri, klædd tjörupappa bikuðum, og var þurrum sandi stráð yfir hann, þegar bikað var. Veggir voru annars úr hlöðnu gjóti, og voru hús þessi grafin inn í hól upp að þaki. Eins var því varið um aðalbæinn.
Framan við bæinn var hlaðin for (safnþró) og stóð á henni kamar. Ekki var þá búið að láta timburlok yfir forina, en það var gjört nokkru síðar.
Að síðustu skal þess getið, að allstórt fjárhús stóð niður í Skarði í túnfætinum.
Það var hlaðið úr grjóti með torfþaki og árefti. Það var all stórt hús, lömbum var þar gefið og fullorðnu fé á vetrum.
Máltíðum var hagað þannig á þessum bæ: Kaffi á morgnana með kandíssykurögn á undir skálinni. Kl. 10—10.30, var snæddur morgunmatur: fiskur, nýr, saltaður eða úldinn, og rófum, meðan entust. Til miðdegisverðar voru borðaðir harðir hausar eða harðfiskur og flatkökur. Kaffi á eftir. Fékk karlmaðurinn heila flatköku en kvenmaðurinn hálfa. Þannig voru hlutföllin oftast líka um annan mat.
Til kvöldverðar var borðuð fýlasúpa með rófum; heill fýll í aski karlmanns en hálfur hjá kvenmanni. Á sunnudögum var kjötsúpa. Til morgunverðar fékk fólkið líka oft saltaðan og útvatnaðan lunda. Þá var alltaf skammtað í öskum, þegar súpa eða grautur var á borðum, en glerdiskar eða járndiskar notaðir undir annan mat.
Á hátíðum, einkum jólum, var skammtað svo mikið af hangikjöti og fleira góðgæti, að menn áttu eftir af því fram á nýár eða jafnvel þrettánda. En þetta átti sér aðeins stað á betri bæjum, og á þeim bæjum var líka talsvert af smjöri aflögum, sem menn fengu í skiptum fyrir fýl og lunda.
Maturinn hefur óefað verið slæmur, vegna þess að allt var soðið á hlóðum og flest eldhús mjög kafsæl, og lagði reykinn um allan bæinn. Auk þess var eldhúsið fullt af sóti, og lak það stundum niður í matarílátin og sjálfan matinn. En þátíðarmaðurinn þekkti ekki annað betra. Þess má geta, að þá borðaði hver með sínum spæni og sínum sjálfskeiðing í sínu rúmi með sínum eigin tönnum. Fólkið klæddist nær eingöngu fötum úr íslenzkri ull yzt sem innst. Allan klæðnað fékk fólkið hjá húsbændunum og hafði að auki 8—16 ríkisdali í árskaup, karlmaðurinn, og 4 ríkisdali kvenmaðurinn.
Þarna á Vesturhúsum voru húsakynni með þeim betri hér á Eyju og óvíða betra að vera.