„Blik 1936, 1. tbl./Bindindi - Starf“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(12 millibreytingar ekki sýndar frá 3 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Blik 1936|Efnisyfirlit 1936]] | |||
M E Ð A L hinna mörgu ásakana, sem andstæðingar banns og bindindis bera á bindindismenn, sérstaklega Good-Templara, er það, að þeir séu ekki nógu ötulir, framsæknir og árvakrir í starfinu. Þeir gætu komið svo miklu meira til vegar í áhugamálum þeirra, ef þeir nenntu að vinna. Starfsaðferðir þeirra séu þunglamalegar og rangar. Þeir tali mikið, haldi margar ræður, gagnslausar auðvitað og þrungnar ofstæki. Þetta og | |||
<big><big><center>'''BINDINDI — STARF'''</center></big> | |||
<center>Eftir síra [[Jes A. Gíslason|JES A. GÍSLASON]]</center> | |||
M E Ð A L hinna mörgu ásakana, sem andstæðingar banns og bindindis bera á bindindismenn, sérstaklega Good-Templara, er það, að þeir séu ekki nógu ötulir, framsæknir og árvakrir í starfinu. Þeir gætu komið svo miklu meira til vegar í áhugamálum þeirra, ef þeir nenntu að vinna. Starfsaðferðir þeirra séu þunglamalegar og rangar. Þeir tali mikið, haldi margar ræður, gagnslausar auðvitað og þrungnar ofstæki. Þetta og ýmislegt fleira þessu líkt verða bindindismenn að hlusta á frá munni þeirra, sem stefnuna vilja feiga, eða að minnsta kosti vilja ekki láta hana komast lengra áleiðis en góðu hófi gegnir. Það skal játað, að við bindindismenn erum ekki nægilega duglegir, að við vinnum minna en æskilegt er, þessu þjóðþrifamáli til eflingar. Til þess eru margar ástæður, en sú fyrst og fremst, að við allflestir erum bundnir öðrum störfum til lífsframfæris sjálfum okkur og okkar nánustu, og verða því þessi störf — bindindisstarfið — aukastörf. Óskiftir geta fæstir gefið sig að því, til þess skortir fé, því að allflestir eru þessir menn fátækir. Bindindishreyfingin er upphaflega borin fram af þeim mönnum, sem ekki verða með auðmönnum taldir.<br> | |||
En um leið og það er játað, að við erum ekki nægilega duglegir, skal það tekið fram, að það er þó sérstaklega eitt atriði í þessu máli, sem verst hefir farið með málstað okkar, og það er það, að við höfum ekki verið nógu ''séðir'' gagnvart þeim, sem viljað hafa stefnuna feiga, sbr. hvernig smeygt var t.d. inn konsúlabrennivíninu, læknabrennivíninu o.fl. auðvitað til þess að fleyga málið og koma því á kné. Og þá eru það bindindisræðurnar, sem andstæðingarnir minnast svo oft á, svo sem væru þær spor í öfuga átt. Þetta er auðvitað af sama toga spunnið af þeirra hálfu, og ber auðvitað að líta svo á það. Sjálfir nota þeir háværar ofstækisræður og ritstörf mikil, máli sínu til framdráttar. Það þykir þeim sjálfsagt, en ef bindindismenn rita eða ræða sínu máli til styrktar, þá er það að þeirra dómi bindindismálinu til óþurftar. Þeir kysu auðvitað helzt þögn af okkar hálfu, því að þá yrði aðstaða þeirra betri til að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. Þetta er svo bersýnileg mótsögn, að um þennan flutning málsins þarf ekki að ræða. Því að það er vitanlegt, að í hvaða máli sem er, hafa góðar ræður á öllum tímum orðið hverju máli hinn mesti stuðningur, og er notað meira en nokkuð annað um allan heim, á öllum tímum fyrr og síðar, málum til framdráttar og sigurs. Nei, ræðurnar okkar bindindismanna eru eflaust of fáar, fyrst anstæðingarnir telja þær of margar.<br> | |||
Í þessu sambandi er vert að minna á það, sem hinn heimsfrægi ameríski prédikari, Billy Sunday, sagði 1917:<br> | |||
„Á hvítasunnuhátíðinni snerust 3000 við eina prédikun. Nú tekur það venjulega 3000 prédikanir að snúa einum brennivínsháðfugli.“<br> | |||
Við skulum svo líta á starf hinna vínelsku. Þar verða víst allir sammála um, að þeirra starf er mikið. Það er mikið starf á bak við það, að lyfta öðru eins Grettistaki og því, að fá smáþjóð til þess að auka vínnautn sína á einu ári um 2 — tvær milljónir króna, eða úr 1 1/2 milljón upp í þrjár og hálfa milljón, eins og átt hefir sér stað hér á landi síðan bannlögin voru afnumin (frá 1. febrúar 1935 til l. febrúar 1936). En þetta starf er svo mikið, að hetjurnar eru orðnar hræddar við afleiðingarnar, jafnvel hræddar við sinn eigin skugga, þora nú hvergi að koma fram til andsvara, og það þótt á þá sé hrópað. Jafnvel rödd prófessorsins í heilbrigðisfræði háskólans er þögnuð, röddin, sem eitt sinn í Ríkisútvarpinu barði sér á brjóst út af því, að ekki væri hægt að fá nógu ódýrt brennivín, svo að ''fátækir'' menn gætu keypt það og orðið þess aðnjótandi. Góð og heilsusamleg kenning! Brjóstumkennanlegir heilbrigðisfræðingar!<br> | |||
Ein ræða bindindismanns hefir þó fengið þessa vínelskendur til þess að koma fram, en það er ræða Þórarins Þórarinssonar blaðamanns, sem flutt var í Útvarpið í byrjun desember f.á. Þessi ræða hefir orðið til þess, að Stúdentaráðið vill fá orðið til andsvara.<br> | |||
En — rofar nú hvergi til í þessu brennivínsmoldviðri, sem virðist hafa myrkvað land vort, um stund? Jú, sem betur fer sér rofa til í lofti. Nú hefir hér á landi verið stofnað Samband bindindisfélaga í skólum (S.B.S.). Í sambandi þessu, sem er tæplega 4 ára, eru nú 18 félög og um 1400 meðlimir. Af starfi þessa félagsskapar má vænta hins bezta. Leiðin er létt: Að menntamennirnir gangi á undan og fræði þá, sem síður hafa átt þess kost, að kynna sér hin skaðlegu áhrif áfengisins. Í höndum þessa félagsskapar má ganga út frá því, sem sjálfsögðu, að einnig á þessu sviði leynist þekkingin vald. Vald — þetta orð hefir mikið inni að halda, og fyrir því hafa margir nötrað og vel væri, ef áfengisnautnin fengi að kenna á þessu valdi, skjálfa fyrir því, og bogna algerlega að lokum fyrir ofurþunga þess. Æskumenn, styðjið þetta vald og fylkið ykkur undir merki þess. Það mun verða ykkur til sóma og landi ykkar til blessunar. — Heill þeim, sem hafa haft þrek og djörfung til þess að ryðja þessari stefnu æskunnar braut, og munið í þessu sambandi það, sem einn af forvígismönnum þjóðar vorrar sagði nýlega:<br> | |||
„Eitt af alvarlegustu áhyggjuefnum okkar er vínhneigð unga fólksins. Það er eins og margt fólk eigi svo lítið af sannri lífsgleði, að það þurfi að taka gleðina að láni fyrir marga daga, jafnvel langt fram í tímann, til þess að geta skemmt sér. Þetta fólk virðist gleyma því, að lífið lánar aldrei neitt, nema láta endurgreiða það til fulls, og það með okurvöxtum.“<br> | |||
Æskumenn! Varið ykkur á áfengum drykkjum, en verið fljót og fús til að styðja hvern þann félagsskap, sem vinnur að siðmenningu þeirri, sem bindindi er samfara. | |||
:::::::::::::::::::[[Jes A. Gíslason|''J.A.G.'']] | |||
{{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 2. október 2010 kl. 17:18
M E Ð A L hinna mörgu ásakana, sem andstæðingar banns og bindindis bera á bindindismenn, sérstaklega Good-Templara, er það, að þeir séu ekki nógu ötulir, framsæknir og árvakrir í starfinu. Þeir gætu komið svo miklu meira til vegar í áhugamálum þeirra, ef þeir nenntu að vinna. Starfsaðferðir þeirra séu þunglamalegar og rangar. Þeir tali mikið, haldi margar ræður, gagnslausar auðvitað og þrungnar ofstæki. Þetta og ýmislegt fleira þessu líkt verða bindindismenn að hlusta á frá munni þeirra, sem stefnuna vilja feiga, eða að minnsta kosti vilja ekki láta hana komast lengra áleiðis en góðu hófi gegnir. Það skal játað, að við bindindismenn erum ekki nægilega duglegir, að við vinnum minna en æskilegt er, þessu þjóðþrifamáli til eflingar. Til þess eru margar ástæður, en sú fyrst og fremst, að við allflestir erum bundnir öðrum störfum til lífsframfæris sjálfum okkur og okkar nánustu, og verða því þessi störf — bindindisstarfið — aukastörf. Óskiftir geta fæstir gefið sig að því, til þess skortir fé, því að allflestir eru þessir menn fátækir. Bindindishreyfingin er upphaflega borin fram af þeim mönnum, sem ekki verða með auðmönnum taldir.
En um leið og það er játað, að við erum ekki nægilega duglegir, skal það tekið fram, að það er þó sérstaklega eitt atriði í þessu máli, sem verst hefir farið með málstað okkar, og það er það, að við höfum ekki verið nógu séðir gagnvart þeim, sem viljað hafa stefnuna feiga, sbr. hvernig smeygt var t.d. inn konsúlabrennivíninu, læknabrennivíninu o.fl. auðvitað til þess að fleyga málið og koma því á kné. Og þá eru það bindindisræðurnar, sem andstæðingarnir minnast svo oft á, svo sem væru þær spor í öfuga átt. Þetta er auðvitað af sama toga spunnið af þeirra hálfu, og ber auðvitað að líta svo á það. Sjálfir nota þeir háværar ofstækisræður og ritstörf mikil, máli sínu til framdráttar. Það þykir þeim sjálfsagt, en ef bindindismenn rita eða ræða sínu máli til styrktar, þá er það að þeirra dómi bindindismálinu til óþurftar. Þeir kysu auðvitað helzt þögn af okkar hálfu, því að þá yrði aðstaða þeirra betri til að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. Þetta er svo bersýnileg mótsögn, að um þennan flutning málsins þarf ekki að ræða. Því að það er vitanlegt, að í hvaða máli sem er, hafa góðar ræður á öllum tímum orðið hverju máli hinn mesti stuðningur, og er notað meira en nokkuð annað um allan heim, á öllum tímum fyrr og síðar, málum til framdráttar og sigurs. Nei, ræðurnar okkar bindindismanna eru eflaust of fáar, fyrst anstæðingarnir telja þær of margar.
Í þessu sambandi er vert að minna á það, sem hinn heimsfrægi ameríski prédikari, Billy Sunday, sagði 1917:
„Á hvítasunnuhátíðinni snerust 3000 við eina prédikun. Nú tekur það venjulega 3000 prédikanir að snúa einum brennivínsháðfugli.“
Við skulum svo líta á starf hinna vínelsku. Þar verða víst allir sammála um, að þeirra starf er mikið. Það er mikið starf á bak við það, að lyfta öðru eins Grettistaki og því, að fá smáþjóð til þess að auka vínnautn sína á einu ári um 2 — tvær milljónir króna, eða úr 1 1/2 milljón upp í þrjár og hálfa milljón, eins og átt hefir sér stað hér á landi síðan bannlögin voru afnumin (frá 1. febrúar 1935 til l. febrúar 1936). En þetta starf er svo mikið, að hetjurnar eru orðnar hræddar við afleiðingarnar, jafnvel hræddar við sinn eigin skugga, þora nú hvergi að koma fram til andsvara, og það þótt á þá sé hrópað. Jafnvel rödd prófessorsins í heilbrigðisfræði háskólans er þögnuð, röddin, sem eitt sinn í Ríkisútvarpinu barði sér á brjóst út af því, að ekki væri hægt að fá nógu ódýrt brennivín, svo að fátækir menn gætu keypt það og orðið þess aðnjótandi. Góð og heilsusamleg kenning! Brjóstumkennanlegir heilbrigðisfræðingar!
Ein ræða bindindismanns hefir þó fengið þessa vínelskendur til þess að koma fram, en það er ræða Þórarins Þórarinssonar blaðamanns, sem flutt var í Útvarpið í byrjun desember f.á. Þessi ræða hefir orðið til þess, að Stúdentaráðið vill fá orðið til andsvara.
En — rofar nú hvergi til í þessu brennivínsmoldviðri, sem virðist hafa myrkvað land vort, um stund? Jú, sem betur fer sér rofa til í lofti. Nú hefir hér á landi verið stofnað Samband bindindisfélaga í skólum (S.B.S.). Í sambandi þessu, sem er tæplega 4 ára, eru nú 18 félög og um 1400 meðlimir. Af starfi þessa félagsskapar má vænta hins bezta. Leiðin er létt: Að menntamennirnir gangi á undan og fræði þá, sem síður hafa átt þess kost, að kynna sér hin skaðlegu áhrif áfengisins. Í höndum þessa félagsskapar má ganga út frá því, sem sjálfsögðu, að einnig á þessu sviði leynist þekkingin vald. Vald — þetta orð hefir mikið inni að halda, og fyrir því hafa margir nötrað og vel væri, ef áfengisnautnin fengi að kenna á þessu valdi, skjálfa fyrir því, og bogna algerlega að lokum fyrir ofurþunga þess. Æskumenn, styðjið þetta vald og fylkið ykkur undir merki þess. Það mun verða ykkur til sóma og landi ykkar til blessunar. — Heill þeim, sem hafa haft þrek og djörfung til þess að ryðja þessari stefnu æskunnar braut, og munið í þessu sambandi það, sem einn af forvígismönnum þjóðar vorrar sagði nýlega:
„Eitt af alvarlegustu áhyggjuefnum okkar er vínhneigð unga fólksins. Það er eins og margt fólk eigi svo lítið af sannri lífsgleði, að það þurfi að taka gleðina að láni fyrir marga daga, jafnvel langt fram í tímann, til þess að geta skemmt sér. Þetta fólk virðist gleyma því, að lífið lánar aldrei neitt, nema láta endurgreiða það til fulls, og það með okurvöxtum.“
Æskumenn! Varið ykkur á áfengum drykkjum, en verið fljót og fús til að styðja hvern þann félagsskap, sem vinnur að siðmenningu þeirri, sem bindindi er samfara.