„Elín Margrét Jakobsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Elín Margrét Jakobsdóttir''' húsfreyja fæddist 24. apríl 1912 á Gjábakka og lést 12. október 1994 á Landspítalanum.<br> Foreldrar hennar voru Jakob Eyjólfsson verkamaður, f. 20. október 1879, d. 29. september 1953, og Margrét Gísladóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1879, d. 24. maí 1961.<br> Fósturforeldrar Elínar frá sex-tólf ára aldurs voru hjónin Margrét og Jón í Vesturholtum u. Eyjafjöllum. Börn M...) |
m (Verndaði „Elín Margrét Jakobsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Núverandi breyting frá og með 30. janúar 2026 kl. 12:39
Elín Margrét Jakobsdóttir húsfreyja fæddist 24. apríl 1912 á Gjábakka og lést 12. október 1994 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Jakob Eyjólfsson verkamaður, f. 20. október 1879, d. 29. september 1953, og Margrét Gísladóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1879, d. 24. maí 1961.
Fósturforeldrar Elínar frá sex-tólf ára aldurs voru hjónin Margrét og Jón í Vesturholtum u. Eyjafjöllum.
Börn Margrétar og Jakobs:
1. Elín Margrét Jakobsdóttir húsfreyja í Rvk, f. 24. apríl 1912 á Gjábakka, d.12. október 1994.
2. Ingileif Alvilda Jakobsdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1913 í Garðhúsum, d. 8. september 1981.
3. Gísli Skúli Jakobsson iðnaðarmaður í Rvk, f. 30. maí 1916 í Valhöll, d. 6. september 1966.
Barn Margrétar áður:
4. Svanlaug Thorlacius Pétursdóttir, f. 27. desember 1910, d. 3. febrúar 1991.
Elín Margrét var í vist í Reykjavík, var í kaupavinnu og vann ýmis önnur störf þar til hún réðst til starfa í Galtarvík í Innri-Akraneshreppi þá tvítug að aldri.
Þau Gunnar giftu sig, eignuðust tvær dætur. Þau bjuggu á Akranesi til 1961, en fluttu þá til Reykjavíkur enda báðar dæturnar og fjölskyldur þeirra fluttar suður, bjuggu í Hátúni.
I. Maður Elínar Margrétar var Gunnar Gunnarsson frá Galtarvík í Innri-Akraneshreppi, bóndi, verkamaður, f. 10. júlí 1904, d. 15. desember 1994. Foreldrar hans Jóhanna Kristín Böðvarsdóttir, f. 18. apríl 1882, d. 7. september 1950, og Gunnar Gunnarsson, f. 16. nóvember 1866, d. 2. september 1947.
Börn þeirra:
1. Guðrún Margrét Gunnarsdóttir, f. 4. júlí 1933.
2. Jóhanna Kristín Gunnarsdóttir, f. 16. desember 1934.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.