„Sólveig Eggerz Pétursdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Sólveig Eggerz Pétursdóttir. '''Sólveig Eggerz Pétursdóttir''' húsfreyja, myndlistarkona fæddist 29. maí 1925 í Rvk og lést 16. mars 2016.<br> Foreldrar hennar Pétur Eggerz Stefánsson frá Völlum í Svarfaðardal, f. 10. ágúst 1900, d. 8. maí 1985, og kona hans Sigurveig Guðlaug Þorgilsdóttir frá Sökku í Svarfaðardal, f. 9. mars 1898, d. 22. október 1984. Sólveig var nemandi í Gagnfræðaskóli...) |
m (Verndaði „Sólveig Eggerz Pétursdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
||
| (1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
| Lína 18: | Lína 18: | ||
*Heimaslóð. | *Heimaslóð. | ||
*Íslendingabók. | *Íslendingabók. | ||
* | *Morgunblaðið. Minning.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | {{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: | [[Flokkur: Húsfreyjur]] | ||
[[Flokkur: Listamenn]] | |||
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]] | ||
Núverandi breyting frá og með 13. júní 2025 kl. 12:01

Sólveig Eggerz Pétursdóttir húsfreyja, myndlistarkona fæddist 29. maí 1925 í Rvk og lést 16. mars 2016.
Foreldrar hennar Pétur Eggerz Stefánsson frá Völlum í Svarfaðardal, f. 10. ágúst 1900, d. 8. maí 1985, og kona hans Sigurveig Guðlaug Þorgilsdóttir frá Sökku í Svarfaðardal, f. 9. mars 1898, d. 22. október 1984.
Sólveig var nemandi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1939-1942. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskólann, hélt áfram því námi við myndlistarskóla í Bretlandi upp úr 1946. Hún sótti mörg námskeið í málaralist og teikningu og hélt fjölda listsýninga bæði heima á Íslandi og víða erlendis, í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún málaði jöfnum höndum olíumyndir, vatnslitamyndir og á rekavið, sem hún var þekkt fyrir. Síðasta sýning á verkum hennar var á Hrafnistu á níræðisafmæli hennar.
Þau Árni giftu sig 1947, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Rvk.
I. Maður Sólveigar var Árni Jónsson, f. 21. febrúar 1925, d. 20. febrúar 2006. Hann vann við fyrirtæki föður sins, Belgjagerðina/Skjólfatagerðina. Foreldrar hans Sigurður Jón Guðmundsson, f. 28. júlí 1893, d. 1. maí 1977, og Jórunn Guðrún Guðnadóttir, f. 8. október 1895, d. 6. október 1981.
Börn þeirra:
1. Sigrún Árnadóttir, f. 28. apríl 1948.
2. Elín Árnadóttir, f. 29. mars 1950. Maður hennar Arnþór Helgason.
3. Helga Árnadóttir, f. 2. júní 1954.
4. Stefán Pétur Eggerz Árnason, f. 19. desember 1958.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.