„Sigríður Sigurðardóttir (Steig)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigríður Sigurðardóttir''' frá Steig í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 21. apríl 1849 og lést 29. maí 1918 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður Pétursson bóndi, hreppstjóri í Pétursey í Mýrdal, f. 6. apríl 1807 á Rauðafelli þar, d. 19. júlí 1872, og barnsmóðir hans Salgerður Einarsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Hryggjum þar, f. 30. september 1821 á Litlu-Hólum í Mýrdal. Sigríður var með móður sinni í Hryggjum 1849...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 23: | Lína 23: | ||
9. Bjarngerður Eyjólfsdóttir, f. 24. júní 1882, d. 3. júlí 1967. Hún fór til Vesturheims 1900, bjó í Selkirk í Manitoba 1916.<br> | 9. Bjarngerður Eyjólfsdóttir, f. 24. júní 1882, d. 3. júlí 1967. Hún fór til Vesturheims 1900, bjó í Selkirk í Manitoba 1916.<br> | ||
10. Guðbjörg Ingveldur Eyjólfsdóttir, bjó í Reykjavík, f. 27. janúar 1885, d. 2. nóvember 1971. Maður hennar var Sigurður Gunnarsson.<br> | 10. Guðbjörg Ingveldur Eyjólfsdóttir, bjó í Reykjavík, f. 27. janúar 1885, d. 2. nóvember 1971. Maður hennar var Sigurður Gunnarsson.<br> | ||
11. | 11. Einarína Sigríður Eyjólfsdóttir vinnukona, f. 18. júní 1886. | ||
III. Sambúðarmaður Sigríðar var [[Guðlaugur Bjarnason (Happastöðum)|Guðlaugur Bjarnason]] frá Hofi á Síðu, verkamaður, f. 23. september 1863, d. 5. nóvember 1937 í Eyjum.<br> | III. Sambúðarmaður Sigríðar var [[Guðlaugur Bjarnason (Happastöðum)|Guðlaugur Bjarnason]] frá Hofi á Síðu, verkamaður, f. 23. september 1863, d. 5. nóvember 1937 í Eyjum.<br> |
Núverandi breyting frá og með 4. september 2024 kl. 18:33
Sigríður Sigurðardóttir frá Steig í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 21. apríl 1849 og lést 29. maí 1918 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigurður Pétursson bóndi, hreppstjóri í Pétursey í Mýrdal, f. 6. apríl 1807 á Rauðafelli þar, d. 19. júlí 1872, og barnsmóðir hans Salgerður Einarsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Hryggjum þar, f. 30. september 1821 á Litlu-Hólum í Mýrdal.
Sigríður var með móður sinni í Hryggjum 1849-1850, hjá föður sínum í Pétursey 1850-1868.
Þau Árni giftu sig 1867, eignuðust sex börn, en misstu tvö þeirra ung. Þau bjuggu í Nykhól í Mýrdal 1868-1875, er Árni lést. Hún var ekkja þar 1875-1877.
Þau Eyjólfur giftu sig 1877, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra ungt. Þau bjuggu í Nykhól til 1879, á Hofi á Kjalarnesi 1879-1887. Eyjólfur lést 1887 í Hryggjum í Mýrdal.
Sigríður hóf sambúð með Guðlaugi, eignaðist með honum fjögur börn, en missti þrjú þeirra ung. Þau bjuggu í Hryggjum við fæðingu barnanna, en fluttu til Reykjavíkur upp úr aldamótum, bjuggu við Hverfisgötu 21 1910. Þau fluttu til Eyja, bjuggu í Hruna með Einöru dóttur Sigríðar og þrem fósturbörnum þeirra, börnum Guðbjargar Ingveldar, dóttur Sigríðar.
Sigríður lést 1918 og Guðlaugur 1937.
I. Maður Sigríðar, (10. júní 1867), var Árni Ólafsson bóndi í Nykhól, f. 8. apríl 1830 í Eyjarhólum í Mýrdal, d. 22. júlí 1875. Foreldrar hans voru Ólafur Högnason bóndi á Eyjarhólum, f. 19. ágúst 1793 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 20. júní 1869, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja, f. 1793 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 21. desember 1883.
Börn þeirra:
1. Jón Árnason skipstjóri, f. 5. apríl 1868. Hann fórst með Fjósarauð við Þrídranga.
2. Vilborg Árnadóttir húsfreyja í Winnipeg, f. 2. maí 1869, d. 17. október 1921.
3. Ingveldur Árnadóttir, f. 13. maí 1870. Hún mun hafa farið til Vesturheims.
4. Sigurður, skírður 30. júní 1872, d. 18. nóvember 1873.
5. Þórunn Árnadóttir, f. 15. júní 1873, d. 11. júlí 1874.
6. Þórunn Sigurlín Árnadóttir, f. 19. júní 1875. Hún mun hafa farið til Vesturheims.
II. Maður Sigríðar, (27. október 1877), var Eyjólfur Bjarnason bóndi, f. 7. september 1845 í Syðri-Vík í Mýrdal, d. 10. október 1887 í Hryggjum. Foreldrar hans voru Bjarni Gíslason húsmaður, bóndi í Hæðargarði í Landbroti, V.-Skaft., f. 1810 á Maríubakka í Fljótshverfi, V.-Skaft., d. 1. mars 1853, og kona hans Guðfinna Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1821 í Mörtungu á Síðu, V.-Skaft., d. 19. janúar 1868.
Börn þeirra:
7. Sigurður Eyjólfsson, f. 1878, d. 24. nóvember 1881.
8. Árni Eyjólfsson (nefndist Árni Byron) skipstjóri á Englandi, f. 11. júní 1879, d. 1918.
9. Bjarngerður Eyjólfsdóttir, f. 24. júní 1882, d. 3. júlí 1967. Hún fór til Vesturheims 1900, bjó í Selkirk í Manitoba 1916.
10. Guðbjörg Ingveldur Eyjólfsdóttir, bjó í Reykjavík, f. 27. janúar 1885, d. 2. nóvember 1971. Maður hennar var Sigurður Gunnarsson.
11. Einarína Sigríður Eyjólfsdóttir vinnukona, f. 18. júní 1886.
III. Sambúðarmaður Sigríðar var Guðlaugur Bjarnason frá Hofi á Síðu, verkamaður, f. 23. september 1863, d. 5. nóvember 1937 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Bjarni Guðlaugsson, f. 9. nóvember 1888, d. 17. sama mánaðar.
2. Einar Guðlaugsson, f. 8. apríl 1891, d. 17. sama mánaðar.
3. Guðjón Þorbergur Guðlaugsson sjómaður, f. 9. september 1893 í Hryggjum í Mýrdal, fórst með vélbátnum Fjósarauð við Þrídranga.
4. Halldór Sigurður Guðlaugsson, f. 2. febrúar 1895, d. 13. júlí sama ár.
Fósturbörn þeirra:
4. Sigríður Svanhvít Sigurðardóttir, f. 17. febrúar 1911, d. 14. október 1992.
5. Gunnar Kristberg Sigurðsson, f. 9. ágúst 1914, d. 7. maí 1996.
6. Árni Byron Sigurðsson, f. 22. október 1916, d. 12. janúar 1991.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.