„Gísli H. Friðgeirsson (skólameistari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 16: Lína 16:
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Guðrún Soffía Gísladóttir]], sálfræðingur, f. 5. febrúar 1969. Fyrrum maður hennar Jón Ágúst Reynisson.<br>
1. [[Guðrún Soffía Gísladóttir]], sálfræðingur, f. 5. febrúar 1969. Fyrrum maður hennar Jón Ágúst Reynisson.<br>
2. [[Laufey Gísladóttir]], kennari, flugfreyja, f. 21. október 1970. Maður hennar Sigfús Ingvarsson.<br>
2. [[Laufey Gísladóttir]], kennari, flugfreyja, f. 21. október 1970. Maður hennar Sigfús Ingvason.<br>
3. [[Sigurgeir Gíslason]], rafmagnsverkfræðingur f. 24. apríl 1974. Kona hans Ísabella Theódórsdóttir.<br>
3. [[Sigurgeir Gíslason]], rafmagnsverkfræðingur f. 24. apríl 1974. Kona hans Ísabella Theódórsdóttir.<br>
4. [[Þóra Gísladóttir]], tónlistarmaður, kennari, kórstjóri, býr í Noregi, f. 1. september 1976. Maður hennar Björn Sigurðsson.<br>
4. [[Þóra Gísladóttir]], tónlistarmaður, kennari, kórstjóri, býr í Noregi, f. 1. september 1976. Maður hennar Björn Sigurðsson.<br>

Núverandi breyting frá og með 22. mars 2024 kl. 17:38

Gísli Halldór Friðgeirsson.

Gísli Halldór Friðgeirsson eðlisfræðingur, kennari, skólameistari fæddist 13. nóvember 1943 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Friðgeir Grímsson verkfræðingur og kennari, f. 7. október 1909, d. 15. febrúar 2005, og kona hans Guðrún Soffía Gísladóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 18. desember 1912, d. 26. desember 2003. Gísli varð stúdent í M.R. 1963, nam í verkfræðideild H.Í. 1963-1966 öðlaðist Dipl. Phys. (eðlisfræði) í Tækniháskóla í Aachen í Þýskalandi 1971.
Hann var kennari í Menntaskólanum í Hamrahlíð 1971-1975, skólameistari í Framhaldsskólanum í Eyjum frá 1979-1984, síðan kennari þar 1984-1985 og starfsmaður hugbúnaðarfyrirtækisins VKS 1985-1987, kennari í Tækniskóla Íslands 1987-1991, var sérfræðingur og deildarstjóri mælifræðideildar Löggildingarstofu 1991-2013.
Gísli starfaði að kristniboði í Eþíópíu 1966-1967, vann verkamanna- og vertíðastörf í Eyjum 1975-1976, var kerfisfræðingur hjá frystihúsum í Eyjum 1976-1979. Hann hefur unnið við barna- og unglingastarf K.F.U.M. og K.F.U.K., og hefur haft forystu um næturstarf félaganna í Reykjavík.
Gísli hefur hlotið gullmerki Siglingaþings fyrir kajakróður umhverfis Ísland.
Rit:
Á sjókeip kringum landið.
Þýðingar:
Fylgsnið (Corrie ten Boom ásamt John og Elizabeth Sherrill), 1977.

Þau Lilja giftu sig 1968, eignuðust sex börn. Þau búa í Jóruseli 23 í Reykjavík.

I. Kona Gísla, (2. mars 1968), er Lilja Sigurðardóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 14. júlí 1942.
Börn þeirra:
1. Guðrún Soffía Gísladóttir, sálfræðingur, f. 5. febrúar 1969. Fyrrum maður hennar Jón Ágúst Reynisson.
2. Laufey Gísladóttir, kennari, flugfreyja, f. 21. október 1970. Maður hennar Sigfús Ingvason.
3. Sigurgeir Gíslason, rafmagnsverkfræðingur f. 24. apríl 1974. Kona hans Ísabella Theódórsdóttir.
4. Þóra Gísladóttir, tónlistarmaður, kennari, kórstjóri, býr í Noregi, f. 1. september 1976. Maður hennar Björn Sigurðsson.
5. Sigurður Bjarni Gíslason, umhverfis- og byggingaverkfræðingur, f. 12. september 1978. Kona hans Laufey Aðalsteinsdóttir.
6. Hanna Gísladóttir, iðjuþjálfi í Svíþjóð, f. 18. júlí 1982. Maður hennar Sigurður Ragnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Lilja og Gísli.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.