„Friðþjófur Sigursteinsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Friðþjófur Sigursteinsson''' rafverktaki fæddist 30. ágúst 1944 í Hveragerði.<br> Foreldrar hans voru Sigursteinn Friðberg Guðlaugsson verkamaður í Skjaldbreið á Hofsósi, f. 15. maí 1914 í Réttarholti á Skagaströnd, d. 20. október 1988, og kona hans Guðný Pálsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1916 á Geirlandi á Síðu, V.-Skaft., d. 7. apríl 2011. Friðþjófur lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, la...)
 
m (Verndaði „Friðþjófur Sigursteinsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 12. maí 2023 kl. 13:41

Friðþjófur Sigursteinsson rafverktaki fæddist 30. ágúst 1944 í Hveragerði.
Foreldrar hans voru Sigursteinn Friðberg Guðlaugsson verkamaður í Skjaldbreið á Hofsósi, f. 15. maí 1914 í Réttarholti á Skagaströnd, d. 20. október 1988, og kona hans Guðný Pálsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1916 á Geirlandi á Síðu, V.-Skaft., d. 7. apríl 2011.

Friðþjófur lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1967. Meistari hans var Guðjón Pálsson. Hann varð rafvirkjameistari 1971.
Friðþjófur flutti úr Eyjum, var rafvirki við virkjanir, síðan hefur hann verið verktaki víða um land.

I. Kona Friðþjófs, (skildu), Unnur Ingvadóttir, f. 8. mars 1949 í Reykjavík. Foreldrar hennar Ingvar Elías Valdimarsson húsasmíðameistari, áður bóndi á Helluvaði, Rang., f. 18. júlí 1921, d. 20. mars 2006, og kona hans Soffía Erlingsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1922 í Kálfafellskoti á Síðu, V.-Skaft, d. 16. júlí 2004.
Börn þeirra:
1. Guðný Friðþjófsdóttir, býr í Noregi, vinnur við umönnun á sjúkrahúsi, f. 9. ágúst 1968. Fyrrum maður hennar Jón Bergmann.
2. Ingvi Friðþjófsson, býr í Norður-Noregi. Hann er sjómaður og útgerðarmaður, f. 6. ágúst 1969. Sambúðarkona Sylvia.
3. Helena Friðþjófsdóttir sjúkranuddari, f. 29. maí 1978. Maður hennar Lúðvík Kalmar Víðisson.

II. Kona Sigursteins, (skildu), Anna Michelína Magnússen húsfreyja, f. 20. september 1959 í Færeyjum. Foreldrar hennar Jacob Magnússen sjómaður, f. 18. október 1911 í Færeyjum, d. 18. mars 1980, og kona hans Jensína Pálsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1924 í Færeyjum.
Börn þeirra:
4. Tinna Friðþjófsdóttir hjúkrunarfræðingur í Danmörku, f. 26. mars 1986. Maður hennar Gunleiv Poulsen.
5. Elísabet Magnússen Friðþjófsdóttir, nemi í félagsráðgjöf í Háskóla Íslands, f. 28. maí 1989. Sambúðarmaður hennar er Sigmar Örn Sigþórsson.
6. Aron Friðþjófsson bifreiðastjóri í Danmörku, f. 13. september 1990.

III. Kona Sigursteins, (11. október 1996), er Alda Ladarat Martyakant frá Thailandi, f. 13. apríl 1957.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.