„Jóhann Gunnar Filippusson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Jóhann Gunnar Filippusson. '''Jóhann Gunnar Filippusson''' bifreiðastjóri fæddist 23. janúar 1924 í Mjölni við Skólaveg 18 og lést 19. mars 2010.<br> Foreldrar hans voru Filippus Árnason, síðar yfirtollvörður, f. 7. júní 1902, d. 1. júní 1974, og barnsmóðir hans Lilja Karlotta Jónsdóttir, f. 8. september 1899, d. 19. nóvember 1971. Jóhann Gunnar var með móður sinni í Mjölni...)
 
m (Verndaði „Jóhann Gunnar Filippusson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. maí 2023 kl. 13:23

Jóhann Gunnar Filippusson.

Jóhann Gunnar Filippusson bifreiðastjóri fæddist 23. janúar 1924 í Mjölni við Skólaveg 18 og lést 19. mars 2010.
Foreldrar hans voru Filippus Árnason, síðar yfirtollvörður, f. 7. júní 1902, d. 1. júní 1974, og barnsmóðir hans Lilja Karlotta Jónsdóttir, f. 8. september 1899, d. 19. nóvember 1971.

Jóhann Gunnar var með móður sinni í Mjölni 1927, með föðurforeldrum sínum í Ásgarði við Heimagötu 29 1930.
Hann varð vörubifreiðastjóri hjá Þrótti í Reykjavík.
Þau Sigrún giftu sig, eignuðust 4 börn.
Sigrún lést 1976 og Jóhann Gunnar 2010.

I. Kona Jóhanns var Sigrún Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1927, d. 20. maí 1976. Foreldrar hennar voru Ásgeir Andrésson trésmiður, bóndi f. 13. mars 1889, d. 18. ágúst 1954, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, f. 14. september 1892, d. 25. september 1956.
Börn þeirra:
1. Erna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1944. Fyrrum maður hennar Karl Vernharðsson. Síðari maður hennar Birgir Tómasson.
2. Lilja Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1946. Maður hennar Símon Guðmundsson.
3. Ásgeir Jóhannsson málari, f. 15. apríl 1947. Kona hans Þórunn Árnadóttir.
4. Gísli Jóhannsson, f. 24. maí 1953. Kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Maður og bíll : vörubílstjórafélagið Þróttur : saga og félagatal 1931-1987. Ingólfur Jónsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.