„Lilja Karlotta Jónsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Lilja Karlotta Jónsdóttir''' frá Mjölni við Skólaveg 18, húsfreyja fæddist 8. september 1899 á Akureyri og lést 19. nóvember 1971.<br> Foreldrar hennar voru Jón Guðlaugsson frá Hallgeirsey í A.-Landeyjum, lögregluþjónn, skósmiður, heilbrigðisfulltrúi, f. 5. maí 1872, d. 6. nóvember 1967, og kona hans Steinunn Guðný Guðjónsdóttir frá Akureyri, húsfreyja,...) |
m (Verndaði „Lilja Karlotta Jónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 6. maí 2023 kl. 13:09
Lilja Karlotta Jónsdóttir frá Mjölni við Skólaveg 18, húsfreyja fæddist 8. september 1899 á Akureyri og lést 19. nóvember 1971.
Foreldrar hennar voru Jón Guðlaugsson frá Hallgeirsey í A.-Landeyjum, lögregluþjónn, skósmiður, heilbrigðisfulltrúi, f. 5. maí 1872, d. 6. nóvember 1967, og kona hans Steinunn Guðný Guðjónsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 4. maí 1873, d. 19. janúar 1929.
Börn Steinunnar og Jóns:
1. Lilja Karlotta Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. september 1899, d. 19. nóvember 1971.
2. Sigurragna Magnea Jónsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 25. október 1905, d. 20. desember 1995. Maður hennar var Júlíus Þórarinsson, f. 5. júlí 1906.
3. Guðrún Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. maí
1902, d. 24. mars 1991.
4. Helga Vibekka Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1911, d. 5. júní 1990.
Lilja var með foreldrum sínum, hjá þeim á Akureyri, í Mjölni, Landlyst og á Uppsölum.
Hún fór til Akureyrar 1919, en var komin aftur til föðurhúsa 1920.
Þau Filippus eignuðust barn 1924.
Þau Ingvi giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Reykjavík.
Lilja lést 1971 og Ingvi 1978.
I. Barnsfaðir Lilju var Filippus Árnason frá Ásgarði við Heimagötu 29, síðar yfirtollvörður, f. 7. júní 1902, d. 1. júní 1974.
Barn þeirra:
1. Jóhann Gunnar Filippusson vörubifreiðastjóri, f. 23. janúar 1924 á Mjölni, d. 19. mars 2010.
II. Maður Lilju var Ingvi Hannesson frá Hörðubóli í Dalasýslu, vörubifreiðastjóri, verkstjóri, f. 12. september 1911, d. 7. desember 1978. Foreldrar hans voru Hannes Einarsson, f. 7. febrúar 1878, d. 13. júlí 1947, og Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1886, d. 23. desember 1935.
Börn þeirra:
1. Pétur Ingvason vörubifreiðastjóri, f. 4. ágúst 1933, d. 27. maí 2012. Kona hans Elín Kristín Halldórsdóttir.
2. Ingibjörg Auður Ingvadóttir, f. 2. september 1934, d. 12. október 2022. Maður hennar Dagbjartur Jónsson.
3. Steinunn Svala Ingvadóttir, síðast búsett í Grindavík, f. 9. mars 1936, d. 7. nóvember 2000. Fyrrum maður hennar Matthías Ingibergsson. Maður hennar Sæmundur Jónsson skipstjóri í Grindavík.
4. Eygló Ingvadóttir, f. 23. ágúst 1937, d. 16. apríl 2018.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Ingvabarna.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.