„Þórunn Franz“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Þórunn Franz“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 20: | Lína 20: | ||
Börn þeirra:<br> | Börn þeirra:<br> | ||
3. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlistarmaður, kennari, f. 1. október 1957. Fyrrum maður hennar Karl Guðmundsson.<br> | 3. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlistarmaður, kennari, f. 1. október 1957. Fyrrum maður hennar Karl Guðmundsson.<br> | ||
4. Þorbergur Hallgrímsson flugvirki, flugmaður, f. 13. janúar 1959, d. 26. mars 2019.<br> | 4. [[Þorbergur Hallgrímsson]] flugvirki, flugmaður, f. 13. janúar 1959, d. 26. mars 2019.<br> | ||
5. Ásgerður Hallgrímsdóttir grunnskólakennari, f. 3. október 1962. Maður hennar Ólafur B. Lárusson.<br> | 5. Ásgerður Hallgrímsdóttir grunnskólakennari, f. 3. október 1962. Maður hennar Ólafur B. Lárusson.<br> | ||
Börn Hallgríms:<br> | Börn Hallgríms:<br> |
Núverandi breyting frá og með 26. apríl 2023 kl. 16:54
Sigríður Þórunn Franzdóttir, húsfreyja, kaupkona, kennari, dægurlagahöfundur, fulltrúi fæddist 19. september 1931 að Lindargötu 27 í Reykjavík og lést 30. júní 2018 á heimili sínu.
Foreldrar hennar voru Franz Ágúst Arason sjómaður, síðar verkamaður og bifreiðastjóri, f. 13. ágúst 1897, d. 23. nóvember 1983, og Sveinbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 13. ágúst 1905, d. 30. júlí 1996.
Þórunn lauk námi í Landakotsskóla, gagnfræðaprófi í Ingimarsskóla. Hún stundaði nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Þórunn var kaupkona og rak hannyrðaverslun við Laugaveg 63 frá 1966 til 1976, hélt hannyrða- og myndflosnámskeið víða um land.
Hún var dægurlagahöfundur, fékk 1. verðlaun í keppni SKT fyrir lagið Bergmál vorið 1955. Meðal annarra laga hennar eru Vökudraumur á hafinu, Ég sakna þín, Ástarkveðja, Mamma, Farmaður hugsar heim, Hafskipið og Föðurbæn sjómannsins.
Þórunn var fulltrúi í Borgarskjalasafninu um 10 ára skeið.
Hún sat í stjórn Félags íslenskra dægurlagahöfunda í nokkur ár.
Þau Hróbjartur giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Hallgrímur giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn.
Þórunn lést 2018 og Hallgrímur 2022.
I. Maður Þórunnar, (skildu), var Hróbjartur Elí Jónsson eigandi langferðabifreiðafélaga, f. 20. nóvember 1923, d. 25. ágúst 1995. Foreldrar hans voru Jón Hróbjartsson vélstjóri, f. 2. ágúst 1877 í Auðsholti í Biskupstungum, Árn., d. 30. ágúst 19576, og kona hans Guðleif Eiríksdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1884 í Fossnesi í Gnúpverjahreppi, Árn., d. 27. nóvember 1953.
Börn þeirra:
1. Ingunn Elín Hróbjartsdóttir fyrrv. gistihússstýra, f. 6. desember 1949. Fyrrum maður hennar Þráinn Sigurðsson.
2. Jóna Hróbjartsdóttir fyrrv. bankafulltrúi, f. 26. október 1950. Maður hennar Guðmundur Lárusson, látinn.
II. Maður Þórunnar, (21. nóvember 1959), var Hallgrímur Jónsson yfirlögregluþjónn, varðstjóri, fulltrúi, forstöðumaður, afreksmaður í íþróttum, f. 22. júní 1927, d. 20. febrúar 2022.
Börn þeirra:
3. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlistarmaður, kennari, f. 1. október 1957. Fyrrum maður hennar Karl Guðmundsson.
4. Þorbergur Hallgrímsson flugvirki, flugmaður, f. 13. janúar 1959, d. 26. mars 2019.
5. Ásgerður Hallgrímsdóttir grunnskólakennari, f. 3. október 1962. Maður hennar Ólafur B. Lárusson.
Börn Hallgríms:
6. Elín Margrét Hallgrímsdóttir símenntunarstjóri, f. 17. október 1953, alin upp hjá föðurforeldrum sínum. Maður hennar Kjartan Helgason.
7. Álfhildur Hallgrímsdóttir sérfræðingur hjá Heilsugæslunni., f. 20. ágúst 1955. Fyrrum maður hennar Árni Elíasson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 11. júlí 2018. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.