„Svanlaug Sigurbjörnsdóttir“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Svanlaug Sigurbjörnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 10: | Lína 10: | ||
Hún vann verslunarstörf, fyrst hjá Agli Jacobsen og síðan lengi hjá Guðmundi Ásbjörnssyni að Laugavegi 1 og Sigurbirni í Vísi. Hún stundaði smábarnakennslu um skeið.<br> | Hún vann verslunarstörf, fyrst hjá Agli Jacobsen og síðan lengi hjá Guðmundi Ásbjörnssyni að Laugavegi 1 og Sigurbirni í Vísi. Hún stundaði smábarnakennslu um skeið.<br> | ||
Svanlaug átti gildan þátt í starfi K.F.U.K í Reykjavík, var meðal brautryðjenda í sumarstarfi þess á árunum 1930-1940 og stofnaði kór innan félagsins. Hún átti ríkar tónlistargáfur, lék á gítar og söng, og kom henni þetta að miklu liði í starfi hennar í K.F.U.K. Hún lék einnig á orgel og píanó á ýmsum samkomum og samdi lög.<br> | Svanlaug átti gildan þátt í starfi K.F.U.K í Reykjavík, var meðal brautryðjenda í sumarstarfi þess á árunum 1930-1940 og stofnaði kór innan félagsins. Hún átti ríkar tónlistargáfur, lék á gítar og söng, og kom henni þetta að miklu liði í starfi hennar í K.F.U.K. Hún lék einnig á orgel og píanó á ýmsum samkomum og samdi lög.<br> | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. |
Núverandi breyting frá og með 3. október 2023 kl. 18:18
Svanlaug Sigurbjörnsdóttir verslunarmaður, smábarnakennari fæddist 9. október 1907 á Akureyri og lést 3. september 1965.
Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Sveinsson frá Kóngsgerði í A.-Hún., rithöfundur, kennari, f. 19. október 1878, d. 2. febrúar 1950, og kona hans Hólmfríður Hermannsdóttir frá Brekku í Reykjavík, húsfreyja, kennari, f. 2. júní 1872, d. í júní 1931.
Börn Hólmfríðar og Sigurbjörns:
1. Sigfríður Sigurbjörnsdóttir, f. 29. júní 1902, d. 30. júní 1923.
2. Svanlaug Sigurbjörnsdóttir verslunarmaður, smábarnakennari, f. 9. október 1907 á Akureyri, d. 3. september 1965.
Svanlaug var með forerldrum sínum, flutti með þeim frá Akureyri til Reykjavíkur 1908 og til Eyja 1919. Hún bjó hjá þeim í Barnaskólanum 1920 og 1922. Foreldrar hennar skildu 1923 og Svanlaug flutti til Reykjavíkur með móður sinni.
Hún vann verslunarstörf, fyrst hjá Agli Jacobsen og síðan lengi hjá Guðmundi Ásbjörnssyni að Laugavegi 1 og Sigurbirni í Vísi. Hún stundaði smábarnakennslu um skeið.
Svanlaug átti gildan þátt í starfi K.F.U.K í Reykjavík, var meðal brautryðjenda í sumarstarfi þess á árunum 1930-1940 og stofnaði kór innan félagsins. Hún átti ríkar tónlistargáfur, lék á gítar og söng, og kom henni þetta að miklu liði í starfi hennar í K.F.U.K. Hún lék einnig á orgel og píanó á ýmsum samkomum og samdi lög.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 12. september 1965.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.