„Jónína Sigurlín Eymundsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigurlín Jónína Eymundsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 16: Lína 16:
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar á Hóll]]
[[Flokkur: Íbúar á Hól]]
[[Flokkur: Íbúar við Miðstræti]]
[[Flokkur: Íbúar við Miðstræti]]

Núverandi breyting frá og með 7. janúar 2023 kl. 17:43

Jónína Sigurlín Eymundsdóttir frá Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, vinnukona fæddist þar 12. ágúst 1867 og lést 22. mars 1937 í Eyjum.
Faðir hennar var Eymundur bóndi á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði 1890, f. 1832, Eymundsson bónda á Borgum í Vopnafirði 1835, Svínabökkum 1845, f. 15. mars 1794, d. 9. febrúar 1866, Jónssonar bónda á Refstað í Vopnafirði 1801, f. 1764, d. 16. janúar 1848, Péturssonar, og fyrri konu Jóns Péturssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. um 1765, d. 14. apríl 1800, Eymundsdóttur, Arngrímssonar.
Móðir Eymundar á Skjaldþingsstöðum og kona Eymundar Jónssonar var Þórey húsfreyja frá Sunnudal í Vopnafirði, f. um 1803, Sigfúsdóttir bónda í Sunnudal, f. um 1777 á Hafrafelli, Jónssonar og konu Sigfúsar, Sigríðar húsfreyju frá Þverá í Öxarfirði, f. um 1776, Jónsdóttur, Þorvaldssonar.
Móðir Jónínu Sigurlínar og kona Eymundar Eymundssonar var Guðný húsfreyja á Skjaldþingsstöðum, f. 1837, Pálsdóttir bónda í Leiðarhöfn í Vopnafirði, f. 1808 í Hólsseli á Fjöllum, Pálssonar bónda í Hólsseli á Fjöllum. Kona Páls í Leiðarhöfn var Arndís húsfreyja í Leiðarhöfn, f. 1802, Hildibrandsdóttir bónda á Hofi í Fellum á Héraði, Einarssonar.

Jónína Sigurlín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var vinnukona hjá Ágústu systur sinni á prestsetrinu á Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum og sr. Jes A. Gíslasyni 1901, fylgdi þeim til Eyja 1907 og vann þeim á Hóli.
Jónína Sigurlín lést 1937 ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.