„Víðir Óskarsson (læknir)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Víðir Óskarsson. '''Víðir Óskarsson''' heilsugæslulæknir, yfirlæknir fæddist 24. desember 1961 í Reykjavík.<br> Foreldrar hans voru Óskar Elínbert Sigurðsson verkamaður, f. 3. apríl 1913, d. 20. apríl 1974, og kona hans Sveinbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, þýðandi, f. 19. október 1929, d. 13. október 2020. Víðir varð stúdent í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1981, lauk prófum í læknadeild Háskóla...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 23: | Lína 23: | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | {{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: Læknar]] | [[Flokkur: Læknar]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] |
Núverandi breyting frá og með 1. desember 2022 kl. 16:55
Víðir Óskarsson heilsugæslulæknir, yfirlæknir fæddist 24. desember 1961 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Óskar Elínbert Sigurðsson verkamaður, f. 3. apríl 1913, d. 20. apríl 1974, og kona hans Sveinbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, þýðandi, f. 19. október 1929, d. 13. október 2020.
Víðir varð stúdent í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1981, lauk prófum í læknadeild Háskóla Íslands 30. júní 1990. Hann vann kandídatstíma sinn á Landakotsspítala og við heilsugæsluna í Eyjum.
Hann stundaði sérfræðinám í Gjøvik í Noregi frá apríl 1994-1996.
Víðir fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 16. september 1991, sérfræðingsleyfi í heimilislækningum í Noregi 18. september 1996 og á Íslandi 23. október 1996.
Víðir var heilsugæslulæknir í Eyjum júlí 1992-apríl 1994 og frá 1996-2000, yfirlæknir 1998-2000. Hann flutti þá til Selfoss, er heilsugæslulæknir þar, var yfirlæknir á bráðadeild þar frá 2011-1. mars 2022.
I. Kona Víðis, (25. ágúst 1984), er Klara Gunnarsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur, f. 3. mars 1955.
Börn þeirra:
1. Hlynur Víðisson tölvunarfræðingur, f. 17. desember 1993, ókvæntur.
2. Birkir Víðisson læknanemi, f. 25. mars 1995. Sambúðarkona hans Halldóra Guðlaug Þorvaldsdóttir.
Börn Klöru og stjúpbörn Víðis:
3. Ragnar Freyr Pálsson þjónn, matreiðslumaður í Noregi, hótelrekandi, f. 25. nóvember 1973. Fyrrum sambúðarkona hans Telma Björk Bárðardóttir. Kona hans Linda K. Pálsson, norskrar ættar.
4. Helga Lind Pálsdóttir félagsráðgjafi, bæjarfulltrúi á Selfossi, f. 17. nóvember 1982. Maður hennar Tómas Daði Ibsen Tómasson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Víðir.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.