„Þórunn Magnúsdóttir (Auðsstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Þórunn Magnúsdóttir (Auðsstöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
'''Þórunn Magnúsdóttir''' frá [[Auðsstaðir|Auðsstöðum við Brekastíg 15b]], sagnfræðingur, kennari, skólastjóri, brautryðjandi fæddist 17. desember 1920 í [[Hlíð|Hlíð við Skólaveg 4]] og lést 24. desember 2008.<br>
[[Mynd:Torunn Magnusdottir (sagnfraedingur).jpg|thumb|200px|''Þórunn Magnúsdóttir.]]
'''Þórunn Magnúsdóttir''' frá [[Auðsstaðir|Auðsstöðum við Brekastíg 15b]], sagnfræðingur, kennari, skólastjóri, brautryðjandi fæddist 12. desember 1920 í [[Hlíð|Hlíð við Skólaveg 4]] og lést 24. desember 2008.<br>
Foreldrar hennar voru [[Magnús Jónsson (Hlíð)|Magnús Jónsson]] frá Hlíðarenda í Ölfusi, sjómaður, útvegsmaður, f. þar 4. maí 1889, d. 9. ágúst 1922, og kona hans [[Guðrún Jónsdóttir (Auðsstöðum)|Guðrún Jónsdóttir]] frá Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi, húsfreyja, f. þar 6. apríl 1889, d. 4. nóvember 1955 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru [[Magnús Jónsson (Hlíð)|Magnús Jónsson]] frá Hlíðarenda í Ölfusi, sjómaður, útvegsmaður, f. þar 4. maí 1889, d. 9. ágúst 1922, og kona hans [[Guðrún Jónsdóttir (Auðsstöðum)|Guðrún Jónsdóttir]] frá Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi, húsfreyja, f. þar 6. apríl 1889, d. 4. nóvember 1955 í Reykjavík.



Núverandi breyting frá og með 26. apríl 2024 kl. 17:24

Þórunn Magnúsdóttir.

Þórunn Magnúsdóttir frá Auðsstöðum við Brekastíg 15b, sagnfræðingur, kennari, skólastjóri, brautryðjandi fæddist 12. desember 1920 í Hlíð við Skólaveg 4 og lést 24. desember 2008.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson frá Hlíðarenda í Ölfusi, sjómaður, útvegsmaður, f. þar 4. maí 1889, d. 9. ágúst 1922, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi, húsfreyja, f. þar 6. apríl 1889, d. 4. nóvember 1955 í Reykjavík.

Börn Guðrúnar og Magnúsar:
1. Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1915 á Hjalla í Ölfusi, d. 19. september 2003.
2. Magnús Magnússon, f. 25. júlí 1917 á Hjalla, d. 9. maí 1922 í Hlíð.
3. Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur, kennari, skólastjóri, f. 12. desember 1920 í Hlíð, d. 24. desember 2008.

Þórunn var með foreldrum sínum skamma stund, því að faðir hennar lést er hún var á öðru ári sínu. Hún var með móður sinni í Hlíð, síðan á Auðsstöðum frá 1923-1933, flutti með henni til Reykjavíkur 1933.

Þórunn lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1971, cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1982 og lauk prófi í uppeldisgreinum Kennaraháskólans 1982, lauk námsskeiðum fyrir dönskukennara á vegum Kennaraháskólans í Kaupmannahöfn, Kennaraháskóla Íslands og menntamálaráðuneytisins, lauk námsskeið í samfélagsfræði í Kennaraháskólanum, í Ryslinge á Fjóni og Nord. Folkl. Akademi í Kungälv.
Þórunn var kennari í Kirkjubólsskóla í Strand. 1966-1967, Réttarholtsskóla í Reykjavík 1971-1972 Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1973-1974, skólastjóri Grunnskólans á Svalbarðsströnd, S.-Þing. 1976-1978. Hún var kennari í Fjölbrautarskóla Suðurnesja 1978-1980, í Reykjaskóla í Hrútafirðir 1980-1981, forstöðumaður námsflokka Grindavíkur 1982-1983, kennari í Framhaldsskólanum í Eyjum 1983-1984.
Þórunn tók saman og kenndi námsefni í atvinnusögu íslenskra kvenna í Fjölbrautarskóla Suðurnesja 1980, Fjölbrautarskóla Suðurlands 1983, í Framhaldsskólanum í Eyjum 1983.
Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík 1954-1958, varaborgarfulltrúi þar 1958-1962, í framfærslunefnd þar 1954-1959, skipuð í milliþinganefnd í tryggingamálum 1958, var fulltrúi í ríkisskipaðri kvennaársnefnd 1975-1976. Hún var í stjórn Mæðrafélagsins 1942-1950, Framfarafélags Laugaholts (í Kleppsholti) frá stofnun 1947-1948, Kvenfélagi Socialista, í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 1952-1964. Hún var formaður Samtaka herskálabúa frá stofnun 1953-1960 (er þau luku störfum). Hún var varaformaður M.F.Í.K (Menningar og friðarsamtök íslenskara kvenna) 1975-1976.
Þórunn var í stjórn Verndar frá stofnun.
Hún var styrkþegi Vísindasjóðs og Fiskimálasjóðs 1983 og 1984 vegna rannsókna á sjósókn íslenskra kvenna.
Rit:
Ungverjaland og Rúmenía, Lönd og lýðir 10, 1977.
Skýrsla um menntunarmöguleika kvenna og störf í iðngreinum, í Skýrslu Kvennaársnefndar, 1977.
Um Dali og Snæfellsnes, í Vestlendingi, jólablaði 1965 og 2. apríl 1966.
Kennaramenntun varðar þjóðina alla, í Nýrri Dagsbrún, 5. október 1970.
Arnarvatnsheiði, eignaréttur og upprekstrarréttur, fjölr. 1974.
Sjósókn sunnlenskra kvenna 1697-1980, 1984.
Sjókonur á Íslandi, lögskráðar 1891-1981.
Útvarpsefni: Eyjasaga, (6 þættir), 1975.
Bókagerðarmenn og konur í þeirra hópi, 1976.

I. Maður, (28. júní 1940, skildu 1952), var Björn Guðmundsson bifreiðastjóri, f. 17. júní 1914 í Reykjavík, d. 24. júlí 1972. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon frá Ánanaustum, fískimatsmaður, f. 15. nóvember 1883, d. 29. janúar 1932, og kona hans Ingibjörg Gísladóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1882, d. 25. júní 1965.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. 2. september 1940, d. 9. nóvember 1940.
2. Eygló Bjarnardóttir lífeindafræðingur, f. 18. september 1941. Barnsfaðir hennar Loftur Indriðason..
3. Ingibjörg Bjarnardóttir lögmaður, f. 15. mars 1943, d. 18. maí 1915. Maður hennar Geir Ólafsson.
4. Erla Bil Bjarnardóttir búfræðingur, garðyrkjustjóri, f. 12. apríl 1947. Barnsfaðir hennar Ágúst Guðröðarson. Fyrrum maður hennar Guðlaugur Hallgrímsson.
5. Magnús Bjarnarson bifreiðastjóri, f. 4. desember 1950. Barnsmóðir hans Brynja Þorleifsdóttir. Fyrrum kona hans Sigþrúður Sigurjónsdóttir. Barnsmóðir Elín Sigurjónsdóttir.

II. Síðari maður Þórunnar, (24. september 1954, skildu), var Helgi Jónsson vélsmiður, f. 24. september 1923 í Reykjavík, d. 23. október 2002. Foreldrar hans voru Jón Helgason húsgagnasmiður, bólstrarameistari í Reykjavík, f. 24. júlí 1890, d. 5. janúar 1959, og kona hans María Solveig Majasdóttir, f. 7. mars 1896, d. 29. apríl 1988.
Barn þeirra:
6. Guðrún Helgadóttir kennari, prófessor, f. 9. mars 1959. Maður hennar Helgi Thorarensen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 2009. 7. janúar 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.