„Anton G. E. Bjarnasen“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Anton Gísli Emil Jóhannsson Bjarnasen''' skrifstofumaður fæddist 30. ágúst 1918 í Dagsbrún og lést 23. júlí 1994 á Faxastíg 1.<br> Foreldrar hans v...)
 
m (Verndaði „Anton G. E. Bjarnasen“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 9. febrúar 2021 kl. 10:58

Anton Gísli Emil Jóhannsson Bjarnasen skrifstofumaður fæddist 30. ágúst 1918 í Dagsbrún og lést 23. júlí 1994 á Faxastíg 1.
Foreldrar hans voru Jóhann Antonsson Bjarnasen kaupmaður, f. 26. júní 1885 í Nýja-Kastala, d. 24. september 1953, og kona hans Hansína Gunnarsdóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 11. mars 1887, d. 2. nóvember 1973.

Börn Hansínu og Jóhanns:
1. Anton Gísli Emil Jóhannsson Bjarnasen, f. 30. ágúst 1918 í Dagsbrún, d. 23. júlí 1994.
2. Jóhanna María Jóhannsdóttir Bjarnasen, f. 19. nóvember 1919 í Laufási, d. 15. júní 1972.
3. Gunnar Jóhannes Jóhannsson Bjarnasen, f. 10. september 1922 í Laufási, d. 9. nóvember 1987.

Anton var með foreldrum sínum í æsku, í Dagsbrún, í Laufási, á Nýlendu, á Brekastíg 16 og á Brekastíg 32. Síðar bjó hann á Faxastíg 1.
Hann nam í Gagnfræðaskólanum 1933-1935, lauk prófi í Verslunarskóla Íslands 1938.
Anton vann í fyrstu hjá Skattstofunni i Eyjum, en síðar og lengst hjá Fiskiðjunni, nærri 40 ár.
Anton var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.