„Kristrún Jónsdóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Kristrún Jónsdóttir. '''Kristrún Jónsdóttir''' húsfreyja, kennari, verslunarmaður fæddist 14. mars 1901 í Skipholti í Hru...) |
m (Verndaði „Kristrún Jónsdóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 7. desember 2020 kl. 18:11
Kristrún Jónsdóttir húsfreyja, kennari, verslunarmaður fæddist 14. mars 1901 í Skipholti í Hrunamannahreppi, Árn. og lést 20. mars 1980.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Skipholti í Hrunamannahreppi, bóndi og smiður í Feigsdal í Arnarfirði, járnsmiður í Reykjavík, f. 16. október 1870, d. 17. desember 1955, og kona hans Valdís Jónsdóttir frá Högnastöðum í Reykjadal í Hrunamannahreppi, Árn., f. 14. mars 1875, d. 9. febrúar 1970.
Kristrún var með foreldrum sínum í æsku, í Skipholti, í Feigsdal í Arnarfirði í lok árs 1901 og 1910, í Reykjavík 1920.
Hún tók kennarapróf 1922, nam hannyrðir og teikningu í einkatímum hérlendis og í Danmörku.
Kristrún kenndi hannyrðir í einkatímum, en starfaði annars við verslun í Reykjavík.
Þau Halldór giftu sig 1932, voru barnlaus. Þau bjuggu á Fífilgötu 5 til og með 1938, en voru farin þaðan 1939. Þau skildu og Halldór bjó með Elínu í Barnaskólanum 1939.
Kristrún lést 1980.
I. Maður Kristrúnar, (28. september 1932, skildu), var Halldór Guðjónsson skólastjóri, f. 30. apríl 1895, d. 30. janúar 1997.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.