„Sigurður Halldórsson (verkfræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigurður Halldórsson (verkfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 19: Lína 19:
I. Kona Sigurðar Guðna, (25. desember 1946), var Guðríður ''Sigrún'' Magnúsdóttir frá Árnagerði í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 7. september 1923 á Hærri-Þverá þar, d. 26. desember 1995. Foreldrar hennar voru  Magnús Steinsson bóndi, f. 1. mars 1896, d. 10. janúar 1943, og kona hans Jónína ''Sigríður'' Jensdóttir frá Torfastöðum í Fljótshlíð,  f. þar 26. júní 1891, d. 21. mars 1970.<br>
I. Kona Sigurðar Guðna, (25. desember 1946), var Guðríður ''Sigrún'' Magnúsdóttir frá Árnagerði í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 7. september 1923 á Hærri-Þverá þar, d. 26. desember 1995. Foreldrar hennar voru  Magnús Steinsson bóndi, f. 1. mars 1896, d. 10. janúar 1943, og kona hans Jónína ''Sigríður'' Jensdóttir frá Torfastöðum í Fljótshlíð,  f. þar 26. júní 1891, d. 21. mars 1970.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. Magnús Sigurðsson hagfræðingur í Garðabæ, f. 17. desember 1947. Fyrrum kona Rakel Valdimarsdóttir.<br>
1. Magnús Sigurðsson hagfræðingur í Garðabæ, f. 17. desember 1947, d. 25. apríl 2021. Fyrrum kona Rakel Valdimarsdóttir. Kona hans Kristrún B. Jónsdóttir. <br>
2. Halldór Sigurðsson vélaverkfræðingur í Garðabæ, f. 6. febrúar 1949. Kona hans Elín Vilhjálmsdóttir.<br>
2. Halldór Sigurðsson vélaverkfræðingur í Garðabæ, f. 6. febrúar 1949. Kona hans Elín Vilhjálmsdóttir.<br>
3. Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja í Garðabæ, f. 10. júní 1953. Maður hennar Erlingur Jónsson.<br>
3. Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja í Garðabæ, f. 10. júní 1953. Maður hennar Erlingur Jónsson.<br>

Núverandi breyting frá og með 21. maí 2022 kl. 20:04

Sigurður Guðni Halldórsson.

Sigurður Guðni Halldórsson frá Heiðardal, rafmagnsverkfræðingur fæddist þar 13. apríl 1923 og lést 24. september 2007 á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ.
Foreldrar hans voru Halldór Guðjónsson kennari, skólastjóri, f. 30. apríl 1895, d. 30. janúar 1997, og fyrsta kona hans Svava Jónsdóttir húsfreyja, ritari, f. 30. október 1902, d. 6. desember 1969.

Barn Svövu og Halldórs:
1. Sigurður Guðni Halldórsson verkfræðingur, f. 13. apríl 1923, d. 24. september 2007. Kona hans Sigrún Magnúsdóttir.

Börn Halldórs og Elínar Jakobsdóttur:
2. Ragnar Ingi Halldórsson sjómaður, tækniteiknari í Reykjavík, f. 17. janúar 1941, d. 8. nóvember 1995. Fyrrum kona hans Åse Sandal. Sambúðarkona hans Stella Eiríksdóttir.
3. Halldóra Margrét Halldórsdóttir sálfræðingur, framhaldsskólakennari, námsráðgjafi, f. 15. desember 1942. Maður hennar Heiðar Þ. Hallgrímsson.

Sigurður var skamma stund með foreldrum sínum, í Heiðardal og á Sólbergi, en þau skildu, er hann var eins árs. Hann ólst upp hjá móður sinni í Reykjavík.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1943, varð S.B. í rafmagnsverkfræði í MIT háskólanum í Cambridge í Massachusettes 1946, lauk M.Sc. prófi í rafeindaverkfræði í University og Illinois 1948.
Sigurður vann hjá Pósti og síma, var deildarverkfræðingur þar. Hann hóf störf hjá Sameinuðum verktökum 1954 og fluttist síðan yfir til Íslenskra aðalverktaka, þegar þeir voru stofnaðir 1957 og varð yfirmaður áætlanadeildar 1958-1959. Hann var ráðgjafarverkfræðingur í Reykjavík 1959-1980, verkfræðingur hjá Keflavíkurverktökum frá 1965 og framkvæmdastjóri þar frá 1985 til starfsloka sinna.
Þau Sigrún giftu sig 1946, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Arnarnesi í Garðabæ.
Sigrún lést 1995 og Sigurður Guðni 2007.

I. Kona Sigurðar Guðna, (25. desember 1946), var Guðríður Sigrún Magnúsdóttir frá Árnagerði í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 7. september 1923 á Hærri-Þverá þar, d. 26. desember 1995. Foreldrar hennar voru Magnús Steinsson bóndi, f. 1. mars 1896, d. 10. janúar 1943, og kona hans Jónína Sigríður Jensdóttir frá Torfastöðum í Fljótshlíð, f. þar 26. júní 1891, d. 21. mars 1970.
Börn þeirra:
1. Magnús Sigurðsson hagfræðingur í Garðabæ, f. 17. desember 1947, d. 25. apríl 2021. Fyrrum kona Rakel Valdimarsdóttir. Kona hans Kristrún B. Jónsdóttir.
2. Halldór Sigurðsson vélaverkfræðingur í Garðabæ, f. 6. febrúar 1949. Kona hans Elín Vilhjálmsdóttir.
3. Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja í Garðabæ, f. 10. júní 1953. Maður hennar Erlingur Jónsson.
4. Svava Sigurðardóttir meinatæknir í Garðabæ, f. 3. desember 1955. Maður hennar Þorsteinn Ragnarsson.
5. Sigurður Sigurðsson þjónn í Garðabæ, f. 17. september 1958, d. 29. maí 1998. Kona hans Lilja Hreinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 4. október 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.