„Sigríður Oddsdóttir (Vorsabæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigríður Oddsdóttir''' húsfreyja í Vorsabæ í A-Landeyjum fæddist 1. júlí 1848 í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu (Bólstað) þar og lést 10. nóvember 1922 í Eyjum.<br...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 29: Lína 29:
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í Skála-Litla-Hlaðbæ]]
[[Flokkur: Íbúar í Skála- (Litla-Hlaðbæ)]]
[[Flokkur: Íbúar við Austurveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Austurveg]]

Núverandi breyting frá og með 21. apríl 2020 kl. 14:44

Sigríður Oddsdóttir húsfreyja í Vorsabæ í A-Landeyjum fæddist 1. júlí 1848 í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu (Bólstað) þar og lést 10. nóvember 1922 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Oddur Árnason bóndi, f. 2. október 1805 í Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, d. 17. mars 1877, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir frá Kvoslæk í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 9. september 1806, d. 29. desember 1900.

Sigríður var með foreldrum sínum fram á fullorðinsár, eignaðist barn með Jóhanni 1873 og 1875, var bústýra hjá honum í Vorsabæ og giftist honum 1877. Þau eignuðust sjö börn og fóstruðu Sigurð son Einars sonar síns og Önnu.
Þau bjuggu í Vorsabæ frá 1876-1919, er Jóhann lést. Sigríður bjó þar til 1921. Hún flutti þá til Einars og Önnu í Skála-Litla-Hlaðbæ í Eyjum.
Sigríður lést 1922.

I. Maður Sigríðar, 29. september 1877), var Jóhann Jónsson bóndi, f. 24. október 1843 í Neðridal u. V-Eyjafjöllum, d. 11. nóvember 1919 í Vorsabæ. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson bóndi í Neðridal, f. 9. janúar 1800, d. 16. júlí 1879, og kona hans Halldóra Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1807, d. 21. janúar 1865.
Börn þeirra:
1. Gróa Jóhannsdóttir húsfreyja á Herjólfsgötu 5, f. 23. febrúar 1873, d. 5. júlí 1963.
2. Einar Jóhannsson verkamaður í Skála, f. 24. júní 1875, d. 28. desember 1930.
3. Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 19. september 1878, d. 26. október 1878.
4. Guðrún Jóhannsdóttir vinnukona í Vorsabæ, f. 11. ágúst 1881, d. 23. júlí 1913, ógift.
5. Gústa Jóhannsdóttir, f. 4. ágúst 1883, d. 31. október 1883.
6. Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja í Garðsauka, f. 30. október 1886, d. 6. september 1976.
7. Árni Jóhannsson, f. 13. júní 1890, d. 25. desember 1890.
Fósturbarn þeirra:
8. Sigurður Einarsson sjómaður, f. 29. nóvember 1904, d. 6. febrúar 1943. Hann var sonarsonur þeirra, sonur Einars og Önnu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.