„Elsa Sigurðardóttir (Helli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Elsa Dóróthea Sigurðardóttir''' frá Helli fæddist þar 4. nóvember 1922 og lést 7. júní 1997 á Sjúkrahúsi Húsavíkur.<br> Foreldrar hennar voru Sigurðu...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 35: Lína 35:
*Íslendingabók.is.
*Íslendingabók.is.
*Manntöl.
*Manntöl.
*Morgunblaðið 15. júní 1997. Minning.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}

Núverandi breyting frá og með 7. janúar 2020 kl. 20:17

Elsa Dóróthea Sigurðardóttir frá Helli fæddist þar 4. nóvember 1922 og lést 7. júní 1997 á Sjúkrahúsi Húsavíkur.
Foreldrar hennar voru Sigurðar Gíslason verkamaður, síðar múrarameistari, f. 8. júní 1885 í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum, d. 6. júní 1951, og kona hans Oktavía Guðný Guðmundsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 5. október 1893, d. 22. október 1980.

Börn Oktavíu og Sigurðar voru:
1. Andvana stúlka, f. 16. ágúst 1921 í Hraungerði.
2. Elsa Dóróthea Sigurðardóttir húsfreyja á Húsavík, f. 4. nóvember 1922, d. 7. júní 1997.
3. Oddný Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja í Hafnarfirði , f. 28. ágúst 1927, d. 26. febrúar 1997.
4. Guðmundur Vignir Sigurðsson vélstjóri í Eyjum, f. 20. desember 1933, d. 5. nóvember 1978.

Elsa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1939.
Elsa vann afgreiðslustörf hjá Ásu & Sirrý um skeið og verkakvennastörf.
Hún eignaðist barn í Helli með Hákoni 1941 og með Róbert 1950.
Þau Helgi giftu sig 1959, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu á Haukabergi við Vestmannabraut 11, fluttu til Húsavíkur 1960, bjuggu þar á Garðarsbraut 12 , síðar á Skálabrekku 3.
Helgi lést 1991 og Elsa 1997.

I. Barnsfaðir Elsu var Hákon Maríusson sjómaður frá Húsavík, f. 24. maí 1909, d. 29. ágúst 1982. Foreldrar hans voru Maríus Benediktsson frá Hóli í Kelduhverfi, S-Þing., útvegsbóndi, f. 12. febrúar 1865, d. 27. febrúar 1948, og kona hans Helga Jónína Þorgrímsdóttir frá Hraunkoti í Aðaldal, S-Þing., húsfreyja, f. 10. september 1871, d. 6. júní 1960.
Barn þeirra:
1. Sverrir Hákonarson sjómaður, matsveinn í Keflavík, f. 10. jan. 1941 í Helli, d. 30. júlí 2015. Kona hans Ásdís Kristinsdóttir.

II. Barnsfaðir Elsu var Róbert Lárusson rafvirki í Reykjavík, f. 1. nóvember 1924, d. 6. nóvember 2006. Foreldrar hans voru Lárus Hansson frá Svanga í Skorradal, skrifstofumaður hjá Reykjavíkurborg, f. 16. desember 1891, d. 14. mars 1958, og kona hans Jónína Gunnlaugsdóttir frá Stóru-Vatnsleysu, Gull., húsfreyja, f. 30. nóvember 1885, d. 12. janúar 1943.
Barn þeirra:
2. Dóróthea Sigríður Róbertsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 1. okt. 1950 í Helli. Maður hennar Sverrir Jensson.

III. Eiginmaður Elsu, (26. desember 1959) var Helgi Breiðfjörð Jónasson sjómaður, verkamaður frá Húsavík, f. 5. sept. 1927, d. 11. júní 1991.
Börn þeirra:
3. Björk Breiðfjörð Helgadóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1959 í Helli. Maður hennar Eiríkur Marteinsson, látinn.
4. Helga Breiðfjörð Helgadóttir húsfreyja, sjúkraliði í Svíþjóð, f. 19. jan. 1960 í Eyjum. Fyrrum maður hennar Kristján Snædal.
5. Viðar Breiðfjörð Helgason lyftaramaður, myndlistamaður, bæjarlistamaður í Eyjum, f. 31. maí 1962 á Húsavík. Ókv.
6. Elfa Breiðfjörð Helgadóttir húsfreyja, sjúkraliði á Akureyri, f. 19. júní 1964 á Húsavík. Fyrrum maður hennar Ásgeir Guðmundsson.
7. Oddfríður Breiðfjörð Helgadóttir húsfreyja, starfsmaður hjá Dvalarheimili aldraðra á Húsavík, f. 6. ágúst 1965 á Húsavík. Sambýlismaður hennar Ómar Egilsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.