„Eðvald Valdórsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Eðvald Valdórsson''' frá Reyðarfirði, sjómaður, vélstjóri fæddist 10. ágúst 1912 á Stuðlum þar og lést 14. nóvember 1942.<br> Foreldrar hans voru Valdór Bóasson...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 22: | Lína 22: | ||
[[Flokkur: Vélstjórar]] | [[Flokkur: Vélstjórar]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | |||
[[Flokkur: Íbúar á Garðstöðum]] | [[Flokkur: Íbúar á Garðstöðum]] | ||
[[Flokkur: Íbúar við Sjómannasund]] | [[Flokkur: Íbúar við Sjómannasund]] |
Núverandi breyting frá og með 3. október 2019 kl. 21:02
Eðvald Valdórsson frá Reyðarfirði, sjómaður, vélstjóri fæddist 10. ágúst 1912 á Stuðlum þar og lést 14. nóvember 1942.
Foreldrar hans voru Valdór Bóasson útgerðarmaður, verslunarmaður, f. 24. júní 1885 í Borgargerði við Reyðarfjörð, d. 22. apríl 1927, og kona hans Herborg Jónasdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1886 á Hlíðarenda í Breiðdal, d. 22. ágúst 1964.
Systir Eðvalds var Ragnheiður Valdórsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 19. desember 1918, d. 8. nóvember 2001.
Eðvald var með foreldrum sínum á Hrúteyri við Reyðarfjörð 1920. Þau skildu og faðir hans lést 1927. Eðvald var í Sómastaðagerði í Reyðarfirði 1930.
Þau Ágústa Helga giftu sig 1938, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Garðstöðum 1940.
Eðvald var 1. vélstjóri á línuveiðaranum Sæborgu EA 383, sem fórst með allri áhöfn haustið 1942 á leið frá Seyðisfirði til Skála á Langanesi. Er talið að skipið hafi farist vegna hernaðarins.
I. Kona Eðvalds, (7. október 1938), var Ágústa Helga Jónsdóttir frá Garðstöðum, f. þar 20. ágúst 1917, d. 29. febrúar 2008.
Barn þeirra:
1. Ragnar Eðvaldsson bakarameistari, kaupmaður í Keflavík, f. 6. nóvember 1940. Kona hans er Ásdís Guðrún Þorsteinsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 12. mars 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.