„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/ Rabbað við Sigurð Georgsson aflakóng“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><center>'''Sigurgeir Jónsson:'''</center></big><br> | <big><center>'''Sigurgeir Jónsson:'''</center></big><br> | ||
<big><big><center>'''Þeir verða alltaf órólegir um sauðburðinn'''</center><br> | <big><big><center>'''Þeir verða alltaf órólegir um sauðburðinn'''</center></big></big><br> | ||
<big><center>'''Rabbað við [[Sigurður Georgsson |Sigurð Georgsson]], aflakóng Vestmannaeyja á vetrarvertíð 1985'''</center></big><br> | <big><center>'''Rabbað við [[Sigurður Georgsson |Sigurð Georgsson]], aflakóng Vestmannaeyja á vetrarvertíð 1985'''</center></big><br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-29 at 11.41.59.png|300px|thumb|Sigurður Georgsson aflakóngur]] | [[Mynd:Screen Shot 2017-08-29 at 11.41.59.png|300px|thumb|Sigurður Georgsson aflakóngur]] | ||
Að kvöldi þess 9. maí, í ljómandi vorveðri, með börn á báðar hendur í snú snú og parísarleikjum, rölti ég upp að [[Höfðavegur|Höfðavegi]] 9 til Sigurðar Georgssonar á [[Suðurey VE-500|Suðurey]]. Þótt enn væru einir sex dagar til vertíðarloka var nokkuð útséð um það að enginn myndi nú honum að aflamagni á þessari vertíð, ekki bara í Vestmannaeyjum heldur yfir allt landið. Þennan dag voru Sigurður og hans menn að koma austan að með 45 tonn, höfðu landað tveimur dögum áður 64 tonnum og fóru þennan dag yfir 1300 tonna markið. Að sjálfsögðu var Tómas kokkur með rjómatertu á borðum þann daginn, það mun vera þrettánda tertan sem hann bakar á þessari vertíð og óvíst hvort þær verða ein eða tvær enn sem hann kemur til með að baka áður en yfir lýkur. Nú hittist svo á þegar ég kem að dyrunum að Höfðavegi 9 að kafteinninn er á útleið, úlpuklæddur og nýrakaður svo mér varð að orði hvort hann væri að flýja af hólmi fvrir viðtalið.<br> | Að kvöldi þess 9. maí, í ljómandi vorveðri, með börn á báðar hendur í snú snú og parísarleikjum, rölti ég upp að [[Höfðavegur|Höfðavegi]] 9 til Sigurðar Georgssonar á [[Suðurey VE-500|Suðurey]]. Þótt enn væru einir sex dagar til vertíðarloka var nokkuð útséð um það að enginn myndi nú honum að aflamagni á þessari vertíð, ekki bara í Vestmannaeyjum heldur yfir allt landið. Þennan dag voru Sigurður og hans menn að koma austan að með 45 tonn, höfðu landað tveimur dögum áður 64 tonnum og fóru þennan dag yfir 1300 tonna markið. Að sjálfsögðu var Tómas kokkur með rjómatertu á borðum þann daginn, það mun vera þrettánda tertan sem hann bakar á þessari vertíð og óvíst hvort þær verða ein eða tvær enn sem hann kemur til með að baka áður en yfir lýkur. Nú hittist svo á þegar ég kem að dyrunum að Höfðavegi 9 að kafteinninn er á útleið, úlpuklæddur og nýrakaður svo mér varð að orði hvort hann væri að flýja af hólmi fvrir viðtalið.<br> | ||
„Nei, ekki er nú svo vel.“ var svarið. „Aftur á móti verð ég víst að skreppa niður eftir og færa bátinn | „Nei, ekki er nú svo vel.“ var svarið. „Aftur á móti verð ég víst að skreppa niður eftir og færa bátinn, það er víst einhver SÍS-dallur að koma sem vantar bryggjupláss.“<br> | ||
Og þar með röltum við niður eftir í vorblíðunni með parísarleiki og snú snú á báðar hendur, þótt hann spáði suðaustanlátum daginn eftir. Og þarna á leiðinni niður í bát fór megnið af spjallinu fram.<br> | Og þar með röltum við niður eftir í vorblíðunni með parísarleiki og snú snú á báðar hendur, þótt hann spáði suðaustanlátum daginn eftir. Og þarna á leiðinni niður í bát fór megnið af spjallinu fram.<br> | ||
'''- Nú er þetta annað skiptið í röð sem þú verður aflakóngur í Vestmannaeyjum. Hver er galdurinn á bak við það?'''<br> | '''- Nú er þetta annað skiptið í röð sem þú verður aflakóngur í Vestmannaeyjum. Hver er galdurinn á bak við það?'''<br> | ||
Lína 26: | Lína 26: | ||
'''- Verkfallið já. Þú varst allra báta lengst á sjó þá og mæltist misjafnlega fyrir, Hver er þín persónulega skoðun á veiðum í verkfalli?'''<br> | '''- Verkfallið já. Þú varst allra báta lengst á sjó þá og mæltist misjafnlega fyrir, Hver er þín persónulega skoðun á veiðum í verkfalli?'''<br> | ||
- Sko. ég er ekkert inni á slíku. Hitt er annað mál hvernig staðið er að því. Við fórum út eins og aðrir áður en verkfall skall á. Mér fannst persónulega að við hefðum svo átt að fara í land en togararnir að fá að klára sína túra. En svo var bara kallað á þá að koma inn og þeir voru góðu strákarnir, hífðu inn og sigldu í land. En þá áttum við eftir að draga allt í okkur og það getur tekið nokkurn tíma, fer til dæmis nokkuð eftir veðri. Og þess vegna vorum við seinni en aðrir.<br> | - Sko. ég er ekkert inni á slíku. Hitt er annað mál hvernig staðið er að því. Við fórum út eins og aðrir áður en verkfall skall á. Mér fannst persónulega að við hefðum svo átt að fara í land en togararnir að fá að klára sína túra. En svo var bara kallað á þá að koma inn og þeir voru góðu strákarnir, hífðu inn og sigldu í land. En þá áttum við eftir að draga allt í okkur og það getur tekið nokkurn tíma, fer til dæmis nokkuð eftir veðri. Og þess vegna vorum við seinni en aðrir.<br> | ||
Og þegar hér var komið sögu erum við komnir niður á bryggju og um borð í Suðurey. Þar voru menn aö landa og rétt hafðist að klára Ýsuna á bíl áður en þurfti að sleppa, skip frá SÍS var að koma að lesta síldartunnur og ekki mátti tefja það, aflakóngur Íslands á vertíð 1985 mátti láta í minni pokann fyrir veldi Samvinnuhreyfingarinnar og færa sig yfir á Básaskersbryggjuna. Þar var raunar ekki neitt auðvelt að komast að, annað skip frá sama skipafélagi hafði þar lagt undir sig norðurkantinn og afturspringur þess drjúgan hlut af austurkantinum.<br> | Og þegar hér var komið sögu erum við komnir niður á bryggju og um borð í Suðurey. Þar voru menn aö landa og rétt hafðist að klára Ýsuna á bíl áður en þurfti að sleppa, skip frá SÍS var að koma að lesta síldartunnur og ekki mátti tefja það, aflakóngur Íslands á vertíð 1985 mátti láta í minni pokann fyrir veldi Samvinnuhreyfingarinnar og færa sig yfir á [[Básaskersbryggja|Básaskersbryggjuna]]. Þar var raunar ekki neitt auðvelt að komast að, annað skip frá sama skipafélagi hafði þar lagt undir sig norðurkantinn og afturspringur þess drjúgan hlut af austurkantinum.<br> | ||
- Strákar. hlaupiði um borð og segið þeim að færa þetta helvítis band-. kallaði Siggi út um gluggann.<br> | - Strákar. hlaupiði um borð og segið þeim að færa þetta helvítis band-. kallaði Siggi út um gluggann.<br> | ||
Fótfrár piltur af Skógaættinni tók þegar á rás um borð í grámálað skip Sambandsins. - Nei annars, þetta hlýtur að vera í lagi-, bætti aflakóngurinn við. - Þetta hlýtur að | Fótfrár piltur af Skógaættinni tók þegar á rás um borð í grámálað skip Sambandsins. - Nei annars, þetta hlýtur að vera í lagi-, bætti aflakóngurinn við. - Þetta hlýtur að | ||
reddast. - Og stjórnborðssiðan á henni Suðurey sveigði mjúklega afturspringinn á Stapafellinu eilítið nær bryggjunni og virtist svo sem hvorugu skipinu mislíkaði. Svo lágu þarna í friði og spekt, rass við rass, útgerð einstaklingshyggjunnar og félagshyggjunnar og fór vel á með þeim.<br> | reddast. - Og stjórnborðssiðan á henni Suðurey sveigði mjúklega afturspringinn á Stapafellinu eilítið nær bryggjunni og virtist svo sem hvorugu skipinu mislíkaði. Svo lágu þarna í friði og spekt, rass við rass, útgerð einstaklingshyggjunnar og félagshyggjunnar og fór vel á með þeim.<br> | ||
- Þú hefðir alveg örugglega náð einum 300 tonnum í viðbót ef verkfallið hefði ekki komið til!-.<br> | - Þú hefðir alveg örugglega náð einum 300 tonnum í viðbót ef verkfallið hefði ekki komið til!-.<br> | ||
Það er fulltrúi loðnuveiðimanna. Jón Valgarð Guðjónsson (Gæsi) á Guðmundi. | Það er fulltrúi loðnuveiðimanna. [[Jón Valgarð Guðjónsson]] (Gæsi) á Guðmundi. | ||
sem kominn er um borð.<br> | sem kominn er um borð.<br> | ||
- O, ekki held ég það nú -, segir Siggi Gogga, hann er með eindæmum hæverskur maður svona alla jafna. - Annars var þetta | - O, ekki held ég það nú -, segir Siggi Gogga, hann er með eindæmum hæverskur maður svona alla jafna. - Annars var þetta | ||
Lína 42: | Lína 42: | ||
- Já það var nú meiningin ef fiskiríið helst eitthvað. Við vorum að fram að mánaðamótum maí-júní í fyrra og það var bara þokkalegt. Það er verst hvað sveitamennirnir um borð eru orðnir órólegir, þeir verða alltaf ómögulegir svona um það leyti sem sauðburðurinn hefst. Annars eru þetta alveg úrvals menn, hafa margir verið með mér árum saman. En þeir verða alltaf órólegir á þessum tíma, langar heim í sauðburðinn.<br> | - Já það var nú meiningin ef fiskiríið helst eitthvað. Við vorum að fram að mánaðamótum maí-júní í fyrra og það var bara þokkalegt. Það er verst hvað sveitamennirnir um borð eru orðnir órólegir, þeir verða alltaf ómögulegir svona um það leyti sem sauðburðurinn hefst. Annars eru þetta alveg úrvals menn, hafa margir verið með mér árum saman. En þeir verða alltaf órólegir á þessum tíma, langar heim í sauðburðinn.<br> | ||
'''- Þú ættir nú kannski að skilja það, þú ert sjálfur sauðfjárbóndi.'''<br> | '''- Þú ættir nú kannski að skilja það, þú ert sjálfur sauðfjárbóndi.'''<br> | ||
- Já svona að nafninu til. Við erum saman með eitthvað níu rollur við pabbi. En sauðburðurinn verður í seinna lagi hjá okkur í ár, ekki fyrr en um mánaðamótin maí-júní. Við erum nefnilega með rollurnar úti í Álsey og hann Gunnsi kom því ekki í verk að koma hrútnum út fyrr en eftir miðjan janúar, svo að sauðburður verður í seinna lagi. Maður verður að fara að segja honum Gunnsa upp þessu starfi, það gengur ekki að lögmál náttúrunnar raskist af mannavöldum. Hann myndi ekki vilja láta grípa svona fram fyrir hendurnar á sér hann Gunnsi ef hann ætti sjálfur í hlut. það veit ég -. Og nú glottir Sigurður Georgsson.<br> | - Já svona að nafninu til. Við erum saman með eitthvað níu rollur við pabbi. En sauðburðurinn verður í seinna lagi hjá okkur í ár, ekki fyrr en um mánaðamótin maí-júní. Við erum nefnilega með rollurnar úti í [[Álsey]] og hann Gunnsi kom því ekki í verk að koma hrútnum út fyrr en eftir miðjan janúar, svo að sauðburður verður í seinna lagi. Maður verður að fara að segja honum Gunnsa upp þessu starfi, það gengur ekki að lögmál náttúrunnar raskist af mannavöldum. Hann myndi ekki vilja láta grípa svona fram fyrir hendurnar á sér hann Gunnsi ef hann ætti sjálfur í hlut. það veit ég -. Og nú glottir Sigurður Georgsson.<br> | ||
'''- Hvað er framundan hjá Sigurði Georgssyni og Suðurey í sumar?'''<br> | '''- Hvað er framundan hjá Sigurði Georgssyni og Suðurey í sumar?'''<br> | ||
- Hvað hana Suðurey snertir, þá er meiningin að byggja yfir hana í sumar. Það á líka að lengja hana, bæta inn í hana bútnum af henni Heimaey, stækka brúna og slá út á henni rassinum. Þetta er skvering upp á einar sextán milljónir, held ég. Hún á svo sem fyrir því. það er ekki búið að fiskast svo lítið á hana á síðustu árum. Og hvað sjálfan mig varðar þá fer ég kannski í afleysingar í sumar. Annars vildi ég gjarnan vera í fríi í sumar, þetta er orðið ágætt í bili.<br> | - Hvað hana Suðurey snertir, þá er meiningin að byggja yfir hana í sumar. Það á líka að lengja hana, bæta inn í hana bútnum af henni Heimaey, stækka brúna og slá út á henni rassinum. Þetta er skvering upp á einar sextán milljónir, held ég. Hún á svo sem fyrir því. það er ekki búið að fiskast svo lítið á hana á síðustu árum. Og hvað sjálfan mig varðar þá fer ég kannski í afleysingar í sumar. Annars vildi ég gjarnan vera í fríi í sumar, þetta er orðið ágætt í bili.<br> | ||
Lína 50: | Lína 50: | ||
- Þeim hefur fækkað mjög á síðustu árum sem betur fer. Til dæmis dráttarkarlinn á | - Þeim hefur fækkað mjög á síðustu árum sem betur fer. Til dæmis dráttarkarlinn á | ||
netunum. Hann gerir meira en að taka erfiðasta og leiðinlegasta verkið af mannskapnum, hann hefur stórlega aukið öryggið við netadráttinn. Nú er það ekki lengur nema maðurinn á rúllunni sem segja má að sé í einhverri hættu vegna slysa eins og áður voru. Svo eru bæði blýteinarnir og flotteinarnir alveg stórkostleg bylting. Þetta er engu líkt frá því sem var. Enda erum við sama tíma að draga 10 trossur núna og við vorum að draga 8 trossur með gömlu teinunum. Það er talsverður munur, fyrir nú utan það hvað þetta er léttari vinna fyrir mannskapinn.<br> | netunum. Hann gerir meira en að taka erfiðasta og leiðinlegasta verkið af mannskapnum, hann hefur stórlega aukið öryggið við netadráttinn. Nú er það ekki lengur nema maðurinn á rúllunni sem segja má að sé í einhverri hættu vegna slysa eins og áður voru. Svo eru bæði blýteinarnir og flotteinarnir alveg stórkostleg bylting. Þetta er engu líkt frá því sem var. Enda erum við sama tíma að draga 10 trossur núna og við vorum að draga 8 trossur með gömlu teinunum. Það er talsverður munur, fyrir nú utan það hvað þetta er léttari vinna fyrir mannskapinn.<br> | ||
'''- Það vakti heilmikla athygli, fyrir nokkrum árum, þegar þú á „gamals aldri“ tókst upp á því að setjast í 2. bekk Stýrimannaskólans. Hvað olli því að þú tókst þessa ákvörðun?'''<br> | '''- Það vakti heilmikla athygli, fyrir nokkrum árum, þegar þú á „gamals aldri“ tókst upp á því að setjast í 2. bekk [[Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyja|Stýrimannaskólans]]. Hvað olli því að þú tókst þessa ákvörðun?'''<br> | ||
- Það var nú það. Ég hafði ekki full réttindi á fiskiskip og það hálffór í taugarnar á mér að þurfa sí og æ að vera að sækja um undanþágu til að vera með skip. Svo varð þetta til þess að ég missti eitt sinn af góðu skipi, þar sem þess var krafist að maður með full réttindi yrði ráðinn. Þeir hvöttu mig líka óspart, Friðrik Ásmundsson, skólastjóri og Sigurður Einarsson til að drífa mig í 2. stigið og það varð úr að ég gerði það og offraði hálfum vetri í það. Og strangt var það, þetta var eins og stífasta vertíð hjá manni. En ég sé ekki eftir því í dag, þetta var góður skóli, góð upprifjun fyrir mann og fyrirtaks menntun. Ég hafði held ég afskaplega gott af þessum vetri. Annars finnst mér að ýmislegt mætti bæta í menntun skipstjórnarmanna í dag. T.d. má auka kennslu í sjómennsku. Ég nefni sem dæmi að kenna mætti mönnum hvernig keyra á skip upp ef þau lenda á hliðinni. Fleira mætti taka um stjórnun skipa, hluti sem menn verða að kunna. Þá ætti að stórauka enskukennslu í stýrimannaskólum, enska ætti að vera fallgrein í 2. stigi. Menn eru betir settir kompáslausir í Norðursjónum heldur en mállausir, það byggist allt upp á enskunni orðið í öllum fjarskiptum.<br> | - Það var nú það. Ég hafði ekki full réttindi á fiskiskip og það hálffór í taugarnar á mér að þurfa sí og æ að vera að sækja um undanþágu til að vera með skip. Svo varð þetta til þess að ég missti eitt sinn af góðu skipi, þar sem þess var krafist að maður með full réttindi yrði ráðinn. Þeir hvöttu mig líka óspart, Friðrik Ásmundsson, skólastjóri og Sigurður Einarsson til að drífa mig í 2. stigið og það varð úr að ég gerði það og offraði hálfum vetri í það. Og strangt var það, þetta var eins og stífasta vertíð hjá manni. En ég sé ekki eftir því í dag, þetta var góður skóli, góð upprifjun fyrir mann og fyrirtaks menntun. Ég hafði held ég afskaplega gott af þessum vetri. Annars finnst mér að ýmislegt mætti bæta í menntun skipstjórnarmanna í dag. T.d. má auka kennslu í sjómennsku. Ég nefni sem dæmi að kenna mætti mönnum hvernig keyra á skip upp ef þau lenda á hliðinni. Fleira mætti taka um stjórnun skipa, hluti sem menn verða að kunna. Þá ætti að stórauka enskukennslu í stýrimannaskólum, enska ætti að vera fallgrein í 2. stigi. Menn eru betir settir kompáslausir í Norðursjónum heldur en mállausir, það byggist allt upp á enskunni orðið í öllum fjarskiptum.<br> | ||
Og þar með hellir hún Friða aftur í bollana og Siggi skenkir aftur í staupið. Það var rabbað vítt og breitt þetta kvöld um hin aðskiljanlegustu málefni, allt frá námsefni stýrimannaskóla upp í móral um borð í skipum en þær umræður verða ekki festar hér á blað. Það bíður allt betri tíma.<br> | Og þar með hellir hún Friða aftur í bollana og Siggi skenkir aftur í staupið. Það var rabbað vítt og breitt þetta kvöld um hin aðskiljanlegustu málefni, allt frá námsefni stýrimannaskóla upp í móral um borð í skipum en þær umræður verða ekki festar hér á blað. Það bíður allt betri tíma.<br> | ||
Sigurður Georgsson ætlaði á sjö kl. 2 um nóttina og því kvaddi skrifarinn nokkuð tímanlega (miðað við hans tímatal). Það var heldur tekið að fækka snú snú og parísafólki á leiðinni niður eftir, enda síðustu geislar kvöldsólarinnar að hverfa, þar sem hún seig í sínu veldi bak við Dalfjallið. þótt ennþá væri SÍS-veldið með alla sína magt við Nausthamar og Básasker og skip allakóngsins yrði að gera sér hornrekustæðið að góðu, að hálfu leyti utan í afturspringnum af einu Sambandsfellinu. Þau tök verða leyst í nótt um tvöleytið, þá siglir hún Suðurey úr höfn, austur í kant út af Dyrhólaey. Þeir ætla að halda áfram meðan fiskur fæst, þrátt fyrir vertíðarlok og sauðburð.<br> | Sigurður Georgsson ætlaði á sjö kl. 2 um nóttina og því kvaddi skrifarinn nokkuð tímanlega (miðað við hans tímatal). Það var heldur tekið að fækka snú snú og parísafólki á leiðinni niður eftir, enda síðustu geislar kvöldsólarinnar að hverfa, þar sem hún seig í sínu veldi bak við [[Dalfjall|Dalfjallið]]. þótt ennþá væri SÍS-veldið með alla sína magt við [[Nausthamar]] og [[Básasker]] og skip allakóngsins yrði að gera sér hornrekustæðið að góðu, að hálfu leyti utan í afturspringnum af einu Sambandsfellinu. Þau tök verða leyst í nótt um tvöleytið, þá siglir hún Suðurey úr höfn, austur í kant út af [[Dyrhólaey]]. Þeir ætla að halda áfram meðan fiskur fæst, þrátt fyrir vertíðarlok og sauðburð.<br> | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 24. júlí 2019 kl. 13:16
Að kvöldi þess 9. maí, í ljómandi vorveðri, með börn á báðar hendur í snú snú og parísarleikjum, rölti ég upp að Höfðavegi 9 til Sigurðar Georgssonar á Suðurey. Þótt enn væru einir sex dagar til vertíðarloka var nokkuð útséð um það að enginn myndi nú honum að aflamagni á þessari vertíð, ekki bara í Vestmannaeyjum heldur yfir allt landið. Þennan dag voru Sigurður og hans menn að koma austan að með 45 tonn, höfðu landað tveimur dögum áður 64 tonnum og fóru þennan dag yfir 1300 tonna markið. Að sjálfsögðu var Tómas kokkur með rjómatertu á borðum þann daginn, það mun vera þrettánda tertan sem hann bakar á þessari vertíð og óvíst hvort þær verða ein eða tvær enn sem hann kemur til með að baka áður en yfir lýkur. Nú hittist svo á þegar ég kem að dyrunum að Höfðavegi 9 að kafteinninn er á útleið, úlpuklæddur og nýrakaður svo mér varð að orði hvort hann væri að flýja af hólmi fvrir viðtalið.
„Nei, ekki er nú svo vel.“ var svarið. „Aftur á móti verð ég víst að skreppa niður eftir og færa bátinn, það er víst einhver SÍS-dallur að koma sem vantar bryggjupláss.“
Og þar með röltum við niður eftir í vorblíðunni með parísarleiki og snú snú á báðar hendur, þótt hann spáði suðaustanlátum daginn eftir. Og þarna á leiðinni niður í bát fór megnið af spjallinu fram.
- Nú er þetta annað skiptið í röð sem þú verður aflakóngur í Vestmannaeyjum. Hver er galdurinn á bak við það?
- Ég hreinlega veit það ekki. Ég hef sennilega verið svona afskaplega heppinn. Ég bara veit það ekki.
- Nú hafa verið við hliðina á þér í vetur aðrir sem ekki hafa fiskað hálft á við þig. Ekki er það einskær heppni?
- Jú. ég hef verið heppinn með að reka í fisk. Ég hef verið með góðan mannskap og ekki hvað síst er úrgerðin góð á bak við mann.
- Er gott að róa hjá Sigurði Einarssyni?
- Sigurður Einarsson er hreint frábær
útgerðarmaður. Það skortir aldrei neitt um borð, maður fær það sem maður vill.
- Hvar hafið þið haldið ykkur í vetur?
- Á ósköp svipuðum slóðum og í fyrra, í
kantinum útaf Dyrhólaey og Vík í Mýrdal. Megnið af aflanum er þorskur, þar til núna í maí. Þá er þetta orðið mest ýsa, ufsi og langa.
- Er þetta smærri fiskur en verið hefur, svona miðað við nokkur síðustu ár?
- Það get ég ekki merkt. Að vísu er alltaf smærri fiskur í kantinum og virðist sem hann gangi ekki upp á grunnið. Það er miklu stærri fiskur sem fæst á grunninu. Annars höfum við verið með eingirni, 6 tommu, núna seinnipartinn og það virðist skila góðum árangri, ekki það að það sé neinn smáfiskur sem kemur í það, enda er hann ekki til hér á þessum slóðum. En við höfum fengið drjúgt af löngu og ýsu núna seinnipartinn.
- Hvernig hefur tíðarfarið verið í vetur til sjósóknar?
- Það hefur oft verið leiðinlegt, svona hálfgerður skælingur. En aldrei nein aftökuveður, alltaf sjóveður að kalla má. Ég held að það hafi ekki verið nema ein landlega í vetur vegna veðurs.
- Í fyrra fóruð þið vel yfir 1400 tonnin og í dag skutust þið yfir 1300 tonna markið. Er ætlunin að gera betur en í fyrra?
- Nei það er af og frá held ég. Það næst sjálfsagt ekki á þessum tíma. En við hefðum sjálfsagt náð því ef verkfallið hefði ekki komið til.
- Verkfallið já. Þú varst allra báta lengst á sjó þá og mæltist misjafnlega fyrir, Hver er þín persónulega skoðun á veiðum í verkfalli?
- Sko. ég er ekkert inni á slíku. Hitt er annað mál hvernig staðið er að því. Við fórum út eins og aðrir áður en verkfall skall á. Mér fannst persónulega að við hefðum svo átt að fara í land en togararnir að fá að klára sína túra. En svo var bara kallað á þá að koma inn og þeir voru góðu strákarnir, hífðu inn og sigldu í land. En þá áttum við eftir að draga allt í okkur og það getur tekið nokkurn tíma, fer til dæmis nokkuð eftir veðri. Og þess vegna vorum við seinni en aðrir.
Og þegar hér var komið sögu erum við komnir niður á bryggju og um borð í Suðurey. Þar voru menn aö landa og rétt hafðist að klára Ýsuna á bíl áður en þurfti að sleppa, skip frá SÍS var að koma að lesta síldartunnur og ekki mátti tefja það, aflakóngur Íslands á vertíð 1985 mátti láta í minni pokann fyrir veldi Samvinnuhreyfingarinnar og færa sig yfir á Básaskersbryggjuna. Þar var raunar ekki neitt auðvelt að komast að, annað skip frá sama skipafélagi hafði þar lagt undir sig norðurkantinn og afturspringur þess drjúgan hlut af austurkantinum.
- Strákar. hlaupiði um borð og segið þeim að færa þetta helvítis band-. kallaði Siggi út um gluggann.
Fótfrár piltur af Skógaættinni tók þegar á rás um borð í grámálað skip Sambandsins. - Nei annars, þetta hlýtur að vera í lagi-, bætti aflakóngurinn við. - Þetta hlýtur að
reddast. - Og stjórnborðssiðan á henni Suðurey sveigði mjúklega afturspringinn á Stapafellinu eilítið nær bryggjunni og virtist svo sem hvorugu skipinu mislíkaði. Svo lágu þarna í friði og spekt, rass við rass, útgerð einstaklingshyggjunnar og félagshyggjunnar og fór vel á með þeim.
- Þú hefðir alveg örugglega náð einum 300 tonnum í viðbót ef verkfallið hefði ekki komið til!-.
Það er fulltrúi loðnuveiðimanna. Jón Valgarð Guðjónsson (Gæsi) á Guðmundi.
sem kominn er um borð.
- O, ekki held ég það nú -, segir Siggi Gogga, hann er með eindæmum hæverskur maður svona alla jafna. - Annars var þetta
að glæðast þarna austur frá þegar við urðum að taka upp. -
Og nú er dagbókin tekin fram og það vekur athygli þess sem þetta ritar hversu fallega sú bók er færð og vandlega.
- Jú á föstudeginum höfum við fengið 2800 fiska og á laugardeginum 3400 fiska. Jú þetta var heldur að aukast.
En nú höldum við Sigurður aftur í land. kveðjum Jón Valgarð (sem er á fullu þessa dagana við að hreinsa gamalt loðnumjöl upp úr ristunum á honum Guðmundi) og strákana um borð sem eru að ljúka við löndun dagsins og hverfum aftur upp að Höfðavegi 9 þar sem hún Fríða bíður með kaffið. Og Siggi býður upp á viskítár með kaffinu.
- Á að halda áfram eitthvað fram yfir þann fimmtánda?
- Já það var nú meiningin ef fiskiríið helst eitthvað. Við vorum að fram að mánaðamótum maí-júní í fyrra og það var bara þokkalegt. Það er verst hvað sveitamennirnir um borð eru orðnir órólegir, þeir verða alltaf ómögulegir svona um það leyti sem sauðburðurinn hefst. Annars eru þetta alveg úrvals menn, hafa margir verið með mér árum saman. En þeir verða alltaf órólegir á þessum tíma, langar heim í sauðburðinn.
- Þú ættir nú kannski að skilja það, þú ert sjálfur sauðfjárbóndi.
- Já svona að nafninu til. Við erum saman með eitthvað níu rollur við pabbi. En sauðburðurinn verður í seinna lagi hjá okkur í ár, ekki fyrr en um mánaðamótin maí-júní. Við erum nefnilega með rollurnar úti í Álsey og hann Gunnsi kom því ekki í verk að koma hrútnum út fyrr en eftir miðjan janúar, svo að sauðburður verður í seinna lagi. Maður verður að fara að segja honum Gunnsa upp þessu starfi, það gengur ekki að lögmál náttúrunnar raskist af mannavöldum. Hann myndi ekki vilja láta grípa svona fram fyrir hendurnar á sér hann Gunnsi ef hann ætti sjálfur í hlut. það veit ég -. Og nú glottir Sigurður Georgsson.
- Hvað er framundan hjá Sigurði Georgssyni og Suðurey í sumar?
- Hvað hana Suðurey snertir, þá er meiningin að byggja yfir hana í sumar. Það á líka að lengja hana, bæta inn í hana bútnum af henni Heimaey, stækka brúna og slá út á henni rassinum. Þetta er skvering upp á einar sextán milljónir, held ég. Hún á svo sem fyrir því. það er ekki búið að fiskast svo lítið á hana á síðustu árum. Og hvað sjálfan mig varðar þá fer ég kannski í afleysingar í sumar. Annars vildi ég gjarnan vera í fríi í sumar, þetta er orðið ágætt í bili.
- Nú hafa öryggismál sjomanna verið mikið til umræðu að undanförnu. Hvað hefur þú um þau að segja?
- Þau verða aldrei nægilega rædd. Sjáðu til, það virðist vera í tísku sums staðar á landinu að sigla með opnar lestarlúgur og það í hvernig veðri sem er. Ég hef alla mína formannstíð haft það fyrir vana að sigla með skálkaðar lúgur ef eitthvað er að veðri. Ég væri sennilega ekki hérna að tala við þig núna ef ég hefði ekki haft þennan sið. Það er engin skynsamleg ástæða fyrir því að skálka ekki lúgur ef eitthvað er að veðri. þetta tekur ekki nema fjórar til fimm mínútur og er ekki nokkurt verk. Ég held að það sé bara trassaskapur eða hugsunarleysi ef menn ganga ekki tryggilega frá skipi til siglingar. Menn hugsa kannski sem svo, það kemur ekkert fyrir mig og það er lens. En menn vilja gleyma því að lensið er hættulegasta siglingin. Um borð hjá mér er það bara sjálfsagður hlutur að skálka lúgur ef eitthvað er að veðri, það þarf ekki einu sinni að minna menn á það svo sjálfsagt þykir það.
- Hvað þá um önnur örggismál, t.d. slysin við netadrátt?
- Þeim hefur fækkað mjög á síðustu árum sem betur fer. Til dæmis dráttarkarlinn á
netunum. Hann gerir meira en að taka erfiðasta og leiðinlegasta verkið af mannskapnum, hann hefur stórlega aukið öryggið við netadráttinn. Nú er það ekki lengur nema maðurinn á rúllunni sem segja má að sé í einhverri hættu vegna slysa eins og áður voru. Svo eru bæði blýteinarnir og flotteinarnir alveg stórkostleg bylting. Þetta er engu líkt frá því sem var. Enda erum við sama tíma að draga 10 trossur núna og við vorum að draga 8 trossur með gömlu teinunum. Það er talsverður munur, fyrir nú utan það hvað þetta er léttari vinna fyrir mannskapinn.
- Það vakti heilmikla athygli, fyrir nokkrum árum, þegar þú á „gamals aldri“ tókst upp á því að setjast í 2. bekk Stýrimannaskólans. Hvað olli því að þú tókst þessa ákvörðun?
- Það var nú það. Ég hafði ekki full réttindi á fiskiskip og það hálffór í taugarnar á mér að þurfa sí og æ að vera að sækja um undanþágu til að vera með skip. Svo varð þetta til þess að ég missti eitt sinn af góðu skipi, þar sem þess var krafist að maður með full réttindi yrði ráðinn. Þeir hvöttu mig líka óspart, Friðrik Ásmundsson, skólastjóri og Sigurður Einarsson til að drífa mig í 2. stigið og það varð úr að ég gerði það og offraði hálfum vetri í það. Og strangt var það, þetta var eins og stífasta vertíð hjá manni. En ég sé ekki eftir því í dag, þetta var góður skóli, góð upprifjun fyrir mann og fyrirtaks menntun. Ég hafði held ég afskaplega gott af þessum vetri. Annars finnst mér að ýmislegt mætti bæta í menntun skipstjórnarmanna í dag. T.d. má auka kennslu í sjómennsku. Ég nefni sem dæmi að kenna mætti mönnum hvernig keyra á skip upp ef þau lenda á hliðinni. Fleira mætti taka um stjórnun skipa, hluti sem menn verða að kunna. Þá ætti að stórauka enskukennslu í stýrimannaskólum, enska ætti að vera fallgrein í 2. stigi. Menn eru betir settir kompáslausir í Norðursjónum heldur en mállausir, það byggist allt upp á enskunni orðið í öllum fjarskiptum.
Og þar með hellir hún Friða aftur í bollana og Siggi skenkir aftur í staupið. Það var rabbað vítt og breitt þetta kvöld um hin aðskiljanlegustu málefni, allt frá námsefni stýrimannaskóla upp í móral um borð í skipum en þær umræður verða ekki festar hér á blað. Það bíður allt betri tíma.
Sigurður Georgsson ætlaði á sjö kl. 2 um nóttina og því kvaddi skrifarinn nokkuð tímanlega (miðað við hans tímatal). Það var heldur tekið að fækka snú snú og parísafólki á leiðinni niður eftir, enda síðustu geislar kvöldsólarinnar að hverfa, þar sem hún seig í sínu veldi bak við Dalfjallið. þótt ennþá væri SÍS-veldið með alla sína magt við Nausthamar og Básasker og skip allakóngsins yrði að gera sér hornrekustæðið að góðu, að hálfu leyti utan í afturspringnum af einu Sambandsfellinu. Þau tök verða leyst í nótt um tvöleytið, þá siglir hún Suðurey úr höfn, austur í kant út af Dyrhólaey. Þeir ætla að halda áfram meðan fiskur fæst, þrátt fyrir vertíðarlok og sauðburð.