„Þórður Karlsson (húsasmíðameistari)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Þórður Karlsson''' á Búhamri 6, húsasmíðameistari, starfsstöðvarstjóri fæddist 2. september 1949.<br> Foreldrar hans voru Karl Jóhann Gunnarsson bón...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 10: | Lína 10: | ||
Þórður var með foreldrum sínum í æsku.<br> | Þórður var með foreldrum sínum í æsku.<br> | ||
Hann lauk búfræðiprófi á Hvanneyri 1965, var lögreglumaður í Reykjavík 1971- síðari hluta desember 1972. Þá fluttist hann til Eyja til lögreglustarfa. Fjölskyldan átti heimili í Stigahlíð 2 hjá foreldrum hans, Karli og Oddnýju. Þórður vann hjá lögreglunni í Reykjavík þar til í október 1973, er fjölskyldan flutti heim til Eyja.<br> | Hann lauk búfræðiprófi á Hvanneyri 1965, var lögreglumaður í Reykjavík 1971- síðari hluta desember 1972. Þá fluttist hann til Eyja til lögreglustarfa. Fjölskyldan átti heimili í Stigahlíð 2 hjá foreldrum hans, Karli og Oddnýju. Þórður vann hjá lögreglunni í Reykjavík þar til í október 1973, er fjölskyldan flutti heim til Eyja.<br> | ||
Þórður lærði húsasmíðar hjá [[Sigurður Guðmundsson (Háeyri)|Sigurði á Háeyri]], varð meistari 1989. Hann hefur unnið við þær síðan nema í eitt og hálft ár, | Þórður lærði húsasmíðar hjá [[Sigurður Guðmundsson (Háeyri)|Sigurði á Háeyri]], varð meistari 1989. Hann hefur unnið við þær síðan nema í eitt og hálft ár, er hann stundaði sjómennsku.<br> | ||
Hann er nú starfsstöðvarstjóri Mannvits í Eyjum.<br> | Hann er nú starfsstöðvarstjóri Mannvits í Eyjum.<br> | ||
Þau Þórsteina giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn. Þau byggðu á Búhamri 7 á árunum 1975-1976 og eiga þar heima.<br> | Þau Þórsteina giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn. Þau byggðu á Búhamri 7 á árunum 1975-1976 og eiga þar heima.<br> |
Núverandi breyting frá og með 16. desember 2020 kl. 13:33
Þórður Karlsson á Búhamri 6, húsasmíðameistari, starfsstöðvarstjóri fæddist 2. september 1949.
Foreldrar hans voru Karl Jóhann Gunnarsson bóndi og verslunarmaður í Vík í Mýrdal, f. 22. desember 1926, d. 3. nóvember 2007, og kona hans Oddný Guðbjörg Þórðardóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1929, d. 23. október 1998.
Börn Karls og Oddnýjar voru:
1. Þórður Karlsson húsasmíðameistari, starfsstöðvarstjóri, f. 2. september 1949 í Vík í Mýrdal.
2. Jón Ólafur Karlsson verslunarstjóri hjá Högum, f. 6. nóvember 1950. Kona hans er Elísabet Sigurðardóttir.
3. Gunnar Már Karlsson byggingatæknifræðingur hjá Kópavogsbæ, f. 16. apríl 1954. Kona hans er Matthildur Jónsdóttir.
4. Ása Kristbjörg Karlsdóttir húsfreyja, löggiltur endurskoðandi, f. 1. september 1956. Maður hennar er Þröstur Einarsson.
Þórður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk búfræðiprófi á Hvanneyri 1965, var lögreglumaður í Reykjavík 1971- síðari hluta desember 1972. Þá fluttist hann til Eyja til lögreglustarfa. Fjölskyldan átti heimili í Stigahlíð 2 hjá foreldrum hans, Karli og Oddnýju. Þórður vann hjá lögreglunni í Reykjavík þar til í október 1973, er fjölskyldan flutti heim til Eyja.
Þórður lærði húsasmíðar hjá Sigurði á Háeyri, varð meistari 1989. Hann hefur unnið við þær síðan nema í eitt og hálft ár, er hann stundaði sjómennsku.
Hann er nú starfsstöðvarstjóri Mannvits í Eyjum.
Þau Þórsteina giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn. Þau byggðu á Búhamri 7 á árunum 1975-1976 og eiga þar heima.
I. Kona Þórðar, (9. júní 1973), er Þórsteina Pálsdóttir frá Þingholti, húsfreyja, f. 22. desember 1942.
Börn þeirra:
1. Kristbjörg Oddný Þórðardóttir húsfreyja á Áshamri 63, f. 9. október 1975 í Reykjavík, d. 4. janúar 1999. Maður hennar er Arnar Richardsson.
2. Þórdís Þórðardóttir húsfreyja í Garðabæ, kennari, flugfreyja, f. 18. maí 1977 í Eyjum. Maður hennar er Hörður Már Þorvaldsson.
3. Eyþór Þórðarson vélstjóri, Bröttugötu 31, f. 22. júlí 1981. Sambýliskona er Andrea Kjartansdóttir.
Barn Þórsteinu og fósturbarn Þórðar:
4. Sigurbjörn Árnason, f. 3. maí 1962 í Eyjum. Kona hans er Edda Ingibjörg Daníelsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.