„Thora Augusta Bryde“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Thora Augusta Bryde“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 22. janúar 2018 kl. 11:47

Thora Augusta Bryde (einnig nefnd Klara), húsfreyja, kaupmaður, fædd Brandt, fæddist 13. ágúst 1830 í Kaupmannahöfn og lést 9. október 1912.
Foreldrar hennar voru Hans Nielsen Brandt og kona hans Elisabeth Bistrup.

Við Thora var kenndur Þórulundur, skógar- og blómalundur, sem Bryde reisti í Herjólfsdal og kenndi við hana. Sá lundur lifði skamma hríð vegna ágangs sauðfjár, en garðbrotin stóðu lengi eftir.
Eftir dauða Brydes 1910 fékk Thora Augusta leyfi til að sitja í óskiptu búi og rak verslunina ásamt Herluf Ingjald syni sínum. Hún lést 1912 og verslunin varð gjaldþrota og var seld H.P. Duus í Reykjavík, en aðaleigandi þess fyrirtækis var Ólafur Ólafsson kaupmaður í Reykjavík. Hann seldi Kaupfélaginu Fram eignir verslunarinnar 1917. Síðar eignaðist Einar Sigurðsson þær.

I. Maður Thora, (20. mars 1857), var Johan Peter Thorkelin Bryde kaupmaður í Eyjum, f. 10. september 1831 í Eyjum, d. 13. apríl 1910 í Kaupmannahöfn.
Börn þeirra:
1. Niels Brandur Bryde, f. 13. ágúst 1859 í Kaupmannahöfn.
2. Helga Nicoline Bryde, f. 1. júní 1861 í Kaupmannahöfn.
2. Thyra Birgithe, f. um 1864 í Kaupmannahöfn.
3. Herluf Ingjald kaupmaður, togaraeigandi, f. um 1866 í Kaupmannahöfn.
Sonur Péturs Bryde:
4. Hjalmar Thorkild Bryde, f. 1865.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • www.danishfamilysearch.com/cid11441702
  • Google: Familie Johan Peter Thorkelin Bryde / Thora Augusta Brandt (F332 ...


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.