„Brynjólfur Stefánsson (Bólstað)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Brynjólfur Edvald Stefánsson''' skósmiður á Bólstað, síðar skósmiður og kaupmaður á Akureyri fæddist 14. febrúar 1881 og lést 18. desember 1947. <br...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 12: Lína 12:
Börn þeirra voru:<br>
Börn þeirra voru:<br>
1. Jóhannes Gunnar Brynjólfsson, f. 1907, d. 23. nóvember 1907, 32 vikna gamall.<br>
1. Jóhannes Gunnar Brynjólfsson, f. 1907, d. 23. nóvember 1907, 32 vikna gamall.<br>
2. [[Jóhannes Brynjólfsson  (Kirkjulundi)|Jóhannes Gunnar Brynjólfsson]] forstjóri, f. 20. september 1908, d. 27. maí 1973.
2. [[Jóhannes G. Brynjólfsson  (Odda)|Jóhannes Gunnar Brynjólfsson]] forstjóri, f. 20. september 1908, d. 27. maí 1973.


II. Síðari kona Brynjólfs var Guðmunda Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1891, d. 16. apríl 1970. Foreldrar hennar voru Jón Sveinsson bóndi á Brúarlandi í Deildardal í Skagafirði, f. 10. janúar 1850, d. 13. október 1924, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. október 1859, d. 12. nóvember 1895.<br>
II. Síðari kona Brynjólfs var Guðmunda Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1891, d. 16. apríl 1970. Foreldrar hennar voru Jón Sveinsson bóndi á Brúarlandi í Deildardal í Skagafirði, f. 10. janúar 1850, d. 13. október 1924, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. október 1859, d. 12. nóvember 1895.<br>

Núverandi breyting frá og með 17. nóvember 2017 kl. 10:39

Brynjólfur Edvald Stefánsson skósmiður á Bólstað, síðar skósmiður og kaupmaður á Akureyri fæddist 14. febrúar 1881 og lést 18. desember 1947.
Foreldrar hans voru Stefán Gunnlaugur Þórarinsson bóndi á Teigi í Vopnafirði, f. 31. mars 1847, d. 13. maí 1900, og síðari kona hans, (17. desember 1880), Katrín Gísladóttir frá Berustöðum í Holtum, húsfreyja, f. 28. október 1849, d. 10. febrúar 1918.

Brynjólfur var með foreldrum sínum í æsku. Hann var leigjandi í Reykjavík 1901, fluttist til Eyja 1904, ,,skóari úr Reykjavík“.
Þau Halla giftu sig 1905 og bjuggu á Velli. Þau byggðu Bólstað við Heimagötu 18, eignuðust Jóhannes Brynjólf þar 1907, en hann dó í Bólstað 32 vikna gamall.
Þau eignuðust annan Jóhannes Brynjólf 1908, en skildu skömmu síðar og Brynjólfur var einn með leigjendur á Bólstað 1909.
Hann var leigjandi hjá Katrínu móður sinni á Akureyri 1910.
Brynjólfur kvæntist Guðmundu og bjó með henni og Maríu Sigríði kjörbarni þeirra þar 1920.
Hann rak verslun í húsinu Brattahlíð á Akureyri.

I. Fyrri kona Brynjólfs, (31. maí 1905, skildu), var Halla Jónsdóttir frá Dölum, húsfreyja, f. 6. september 1886, d. 29. nóvember 1918.
Börn þeirra voru:
1. Jóhannes Gunnar Brynjólfsson, f. 1907, d. 23. nóvember 1907, 32 vikna gamall.
2. Jóhannes Gunnar Brynjólfsson forstjóri, f. 20. september 1908, d. 27. maí 1973.

II. Síðari kona Brynjólfs var Guðmunda Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1891, d. 16. apríl 1970. Foreldrar hennar voru Jón Sveinsson bóndi á Brúarlandi í Deildardal í Skagafirði, f. 10. janúar 1850, d. 13. október 1924, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. október 1859, d. 12. nóvember 1895.
Barn þeirra var
3. María Sigríður Brynjólfsdóttir húsfreyja, tónlistarmaður, f. 4. mars 1919, d. 7. febrúar 2005. Hún var kjörbarn þeirra. Foreldrar hennar voru Símon Jónas Kristjánsson, f. 8. júní 1864, d. 17. apríl 1935 og María Sigtryggsdóttir, f. 9. júní 1883, d. 8. maí 1919. Menn Maríu Sigríðar voru Skúli Böðvarsson Bjarkan, f. 1915, d. 1983, og Jón Ólafsson deildarstjóri, f. 1917, d. 1993.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.