„Þórunn Þórðardóttir (Setbergi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þórunn Þórðardóttir''' húsfreyja á Setbergi, Vesturvegi 23, fæddist 9. desember 1880 og lést 19. maí 1980.<br> Faðir hennar var Þórður bóndi í Steig, f...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Þórunn Þórðardóttir, Setbergi.jpg|200px|thumb|''Þórunn Þórðardóttir.]]
'''Þórunn Þórðardóttir''' húsfreyja á [[Setberg|Setbergi, Vesturvegi 23]], fæddist 9. desember 1880 og lést 19. maí 1980.<br>
'''Þórunn Þórðardóttir''' húsfreyja á [[Setberg|Setbergi, Vesturvegi 23]], fæddist 9. desember 1880 og lést 19. maí 1980.<br>
Faðir hennar var Þórður bóndi í Steig, f. 15. mars 1850 á Brekkum í Mýrdal, d. 29. júlí 1882 í Steig, Þórðarson bónda á Brekkum, f. 6. janúar 1798 á Brekkum, d. 26. maí 1862 þar, Ólafssonar bónda á Brekkum, f. 1759, d. 19. febrúar 1823 „í útveri suður í Leiru“, Guðmundssonar, og barnsmóður Ólafs, Ingveldar vinnukonu, f. 1763 á Brekkum, Árnadóttur.<br>
Faðir hennar var Þórður bóndi í Steig, f. 15. mars 1850 á Brekkum í Mýrdal, d. 29. júlí 1882 í Steig, Þórðarson bónda á Brekkum, f. 6. janúar 1798 á Brekkum, d. 26. maí 1862 þar, Ólafssonar bónda á Brekkum, f. 1759, d. 19. febrúar 1823 „í útveri suður í Leiru“, Guðmundssonar, og barnsmóður Ólafs, Ingveldar vinnukonu, f. 1763 á Brekkum, Árnadóttur.<br>

Núverandi breyting frá og með 11. maí 2018 kl. 14:45

Þórunn Þórðardóttir.

Þórunn Þórðardóttir húsfreyja á Setbergi, Vesturvegi 23, fæddist 9. desember 1880 og lést 19. maí 1980.
Faðir hennar var Þórður bóndi í Steig, f. 15. mars 1850 á Brekkum í Mýrdal, d. 29. júlí 1882 í Steig, Þórðarson bónda á Brekkum, f. 6. janúar 1798 á Brekkum, d. 26. maí 1862 þar, Ólafssonar bónda á Brekkum, f. 1759, d. 19. febrúar 1823 „í útveri suður í Leiru“, Guðmundssonar, og barnsmóður Ólafs, Ingveldar vinnukonu, f. 1763 á Brekkum, Árnadóttur.
Móðir Þórðar í Steig og síðari kona Þórðar Ólafssonar var Ragnhildur húsfreyja, f. 1809 í Holti í Álftaveri, d. 26. apríl 1892 á Brekkum, Gísladóttir bónda í Holti, f. 1768, d. 22. júní 1811, Jónssonar, og konu Gísla, Ingibjargar húsfreyju, f. 1766, d. 23. júní 1811, Vigfúsdóttur.

Móðir Þórunnar og kona Þórðar í Steig var Þuríður húsfreyja, f. 25. júlí 1851, d. 11. ágúst 1944 hjá Þórunni dóttur sinni á Setbergi í Eyjum, Ólafsdóttir bónda, síðast í Steig, f. 1812 á Flögu í Skaftártungu, d. 20. mars 1871, drukknaði í Dyrhólahöfn, Þorlákssonar bónda á Ytri-Sólheimum, f. 17. febrúar 1776 á Herjólfsstöðum í Álftaveri, d. 23. september 1839 á Ljótarstöðum í Skaftártungu, Jónssonar, og konu Þorláks, Elínar húsfreyju, f. 1771 í Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. 21. september 1844, Loftsdóttur.
Móðir Þuríðar Ólafsdóttur og kona Ólafs Þorlákssonar var Halldóra húsfreyja, f. 15. september 1825 á Búlandi í Skaftártungu, d. 12. október 1917 á Hnausum í Meðallandi, Jónsdóttir bónda á Búlandi, f. 1787 á Búlandi, d. 13. mars 1875, Björnssonar, og konu Jóns Björnssonar, Oddnýjar húsfreyju, f. 2. september 1791 á Þverá á Síðu, d. 6. ágúst 1843 á Búlandi, Runólfsdóttur.

Bræður Þórunnar í Eyjum voru:
1. Guðmundur Þórðarson útgerðarmaður á Akri, f. 7. maí 1878, d. 16. desember 1924, fórst með Snorra bróður sínum við Eiðið.
2. Snorri Þórðarson í Steini, útgerðarmaður, f. 16. mars 1881 í Steig í Mýrdal, d. 16. desember 1924, drukknaði við Eiðið á leið út í e.s. Gullfoss.

Þórunn var með foreldrum sínum í Steig til 1882, með móður sinni þar til 1896. Hún var vinnukona í Efri-Ey 1896-1899, á Hnausum 1899-1902, á Breiðabólstað 1902-1903, á Hnausum 1903-1907, á Hörgslandi 1907-1910, á Akri í Eyjum 1910-1911.
Hún var í Bakkakoti í Meðallandi 1911-1914, bústýra þar 1914-1915, bústýra Unnsteins á Hnausum 1915-1918.
Þau Unnsteinn giftu sig 1918 og voru húsfólk á Hnausum 1918-1923.
Þau fluttust til Eyja 1923 með Þuríði móður Þórunnar og leigðu í Steini hjá Snorra bróður Þórunnar á því ári, en þau fluttu síðar að Setbergi og bjuggu þar 1927 og síðan.
Þeim Unnsteini varð ekki barna auðið.

I. Maður Þórunnar, (30. júní 1918), var Unnsteinn Sigurðsson skipasmiður, f. 25. maí 1886, d. 28. mars 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.