„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1981/Útvegsbændafélag Vestmannaeyja 60 ára“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 27: | Lína 27: | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-17 at 08.08.40.png|500px|center|thumb|Stjórn félagsins afhendir Byggðasafni Vestmannaeyja stofnlög félagsins. Frá vinstri: Kristinn Pálsson formaður, Ragnar Óskarsson safnvörður, Ingólfur Matthíasson, Hilmar Rósmundsson, Gísli R. Sigurðsson framkvœmdastjóri félagsins og Emil Andersen. Á myndina vantar stjórnarmennina Óskar Matthíasson, Sigurð Einarsson, Sigurð Elíasson og Gísla V. Einarss.]] | [[Mynd:Screen Shot 2017-07-17 at 08.08.40.png|500px|center|thumb|Stjórn félagsins afhendir Byggðasafni Vestmannaeyja stofnlög félagsins. Frá vinstri: Kristinn Pálsson formaður, Ragnar Óskarsson safnvörður, Ingólfur Matthíasson, Hilmar Rósmundsson, Gísli R. Sigurðsson framkvœmdastjóri félagsins og Emil Andersen. Á myndina vantar stjórnarmennina Óskar Matthíasson, Sigurð Einarsson, Sigurð Elíasson og Gísla V. Einarss.]] | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-17 at 08.08.52.png|500px|center|thumb|Sigurður Einarsson útgerðarmaður og frú með hluta af sínu liði.]] | [[Mynd:Screen Shot 2017-07-17 at 08.08.52.png|500px|center|thumb|Sigurður Einarsson útgerðarmaður og frú með hluta af sínu liði.]] | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-17 at 08.09.05.png| | [[Mynd:Screen Shot 2017-07-17 at 08.09.05.png|300px|thumb|Óskar Matthíasson hefur lengi komið við sögu félagsins. Útgerð hans hefur frá fyrstu verið rekin með miklum glœsibrag.]] | ||
Næsti formaður mun hafa verið [[Sigurður Gunnarsson (Vík)|Sigurður Gunnarsson Ólafssonar]], Tanganum. Það er ekki heldur vitað hve lengi hann var formaður, en á eftir honum tekur við [[Jónas Jónsson|Jónas Jónsson]] frá [[Fagurlyst]] og var í forsvari fyrir félagið til ársins 1955, álitið er að [[Jónas Jónsson|Jónas]] hafi verið í formannssætinu í 13-15 ár.<br> | Næsti formaður mun hafa verið [[Sigurður Gunnarsson (Vík)|Sigurður Gunnarsson Ólafssonar]], Tanganum. Það er ekki heldur vitað hve lengi hann var formaður, en á eftir honum tekur við [[Jónas Jónsson|Jónas Jónsson]] frá [[Fagurlyst]] og var í forsvari fyrir félagið til ársins 1955, álitið er að [[Jónas Jónsson|Jónas]] hafi verið í formannssætinu í 13-15 ár.<br> | ||
[[Björn Guðmundsson|Björn Guðmundsson]] tók við af [[Jónas Jónsson|Jónasi]] árið 1955 og fór hann með stjórn félagsins alls í tuttugu ár, þó ekki samfellt. [[Jóhann Pálsson|Jóhann Pálsson]] varð formaður árin 1962 til 1966. Og [[Ingólfur Arnarsson]] 1970-'71. En þá tók Björn við aftur og var við stjórnartaumana til ársins 1979. Þá var [[Kristinn Pálsson (skipstjóri)|Kristinn Pálsson]] kjörinn formaður.<br> | [[Björn Guðmundsson|Björn Guðmundsson]] tók við af [[Jónas Jónsson|Jónasi]] árið 1955 og fór hann með stjórn félagsins alls í tuttugu ár, þó ekki samfellt. [[Jóhann Pálsson|Jóhann Pálsson]] varð formaður árin 1962 til 1966. Og [[Ingólfur Arnarsson]] 1970-'71. En þá tók Björn við aftur og var við stjórnartaumana til ársins 1979. Þá var [[Kristinn Pálsson (skipstjóri)|Kristinn Pálsson]] kjörinn formaður.<br> |
Núverandi breyting frá og með 17. júlí 2017 kl. 10:29
Fljótlega uppúr aldamótum 1900 varð mikil breyting á útgerðarháttum hér í Vestmannaeyjum, vélbúnir bátar komu til sögunnar og voru þeir fyrst gerðir út hér með góðum árangri 1906-1907.
Upp frá þessu fjölgaði vélbátum ört en róðrabátum fækkaði að sama skapi og síðast mun róðrabát hafa verið haldið út 1923.
Með tilkomu vélbátanna varð gjörbreyting á öllum útgerðarháttum, færaskakið lagðist niður að miklu leyti. Línu- og netaveiðar voru teknar upp og þá sérstaklega með tilkomu línuspila og síðar línurennu. Þessi nýja tækni gaf margfaldan afla miðað við það, sem áður þekktist og hleypti miklu fjöri í allt athafnalíf til lands og sjávar.
Bátum fjölgaði ört á þessum árum og samtímis varð mikil fólksfjölgun hér sem sést best á því að árið 1901 eru íbúar Vestmannaeyja 607, en árið 1920 eru þeir orðnir 2425.
Stærsti vandi útgerðarinnar um þetta leyti var og hafði alltaf verið hafnleysið, þar sem höfnin stóð opin fyrir austan veðrum auk þess að vera allt of grunn og innsiglingin því mjög varasöm. Það kom því fyrst og fremst í hlut útgerðarmanna að berjast fyrir því að hafnargarðar yrðu byggðir og höfnin dýpkuð.
Árið 1862 höfðu útgerðarmenn komið sér saman um að stofna tryggingarfélag til þess að tryggja báta sína. Þetta hlutafélag hlaut nafnið Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja. Tildrög að stofnun þess voru fyrst og fremst vegna hinna tíðu skipstapa og skaða innanhafnar. Löng reynsla var ábending um að nauðsynlegt var að tryggja skipin gegn sköðum og fullu tjóni.
Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað 1918, þar áttu útgerðarmenn stærsta þáttinn í fjármögnun til félagsins ásamt öðrum dugnaðarforkum og má þar helst til nefna Sigurð Sigurðsson lyfsala. Tveimur árum seinna kom svo björgunar- og varðskipið Þór hingað til Eyja.
Sama ár eða nánar tiltekið 20. október 1920 var Útvegsbændafélagið stofnað. Upphaflega hét það Útvegsbænda og vinnuveitendafélag Vestmannaeyja. Ekki er vitað hvenær orðið „vinnuveitendur" er tekið út úr nafni félagsins, en trúlega er það 10-15 árum eftir stofnun þess.
Í lögum fyrir félagið segir meðal annars svo: „Tilgangur félagsins er að stuðla að sanngirni og samræmi í kaupgjaldi til lands og sjávar, þannig að hvorki vinnuveitendur né vinnuþiggjanda sé misboðið, en reynt eftir
megni að halda fullu jafnvægi milli beggja aðilja"!
Þessi útdráttur úr stofnlögum félagsins segir meðal annars nokkuð til um hversvegna félagið var stofnað ásamt öðrum sameiginlegum áhugamálum útgerðarmanna.
Með breyttum útgerðarháttum breyttust hlutaskipti sjómanna og fáum árum eftir stofnun félagsins voru kjarasamningar við sjómenn færðir í nútímalegt horf.
Útvegsbændur í Vestmannaeyjum hafa alltaf verið framsýnir og miklir athafnamenn og látið mikið að sér kveða í uppbyggingu Eyjanna.
Innan raða útvegsbænda hafa því komið upp margar stórbrotnar hugmyndir og þær orðið að veruleika Vestmannaeyjum og landinu til heilla.
Með bættum hafnarskilyrðum stækkuðu bátarnir, meiri afli barst að landi og því fylgdi að auka varð afkastagetuna í landi.
Byggð voru ný fiskverkunarhús og sjóveitan varð að veruleika 1933.
Um svipað leyti var Lifrarsamlag Vestmannaeyja stofnað ásamt fiskþurrkunarhúsinu Stakk sem stóð á Urðunum en er nú komið undir hraun.
Í byrjun og upp úr seinni heimsstyrjöld var byrjað að byggja frystihúsin. Er hér fátt eitt talið upp sem útvegsbændur hafa staðið að eða alfarið byggt upp frá grunní.
Útvegsbændur hafa alla tíð verið fljótir að tileinka sér nýjustu tækni í öryggismálum, árið 1929 eru 10 bátar komnir með fjarskiptatæki. Þá voru útvegsbændur langt á undan sinni samtíð þegar þeir byrjuðu að setja gúmmíbjörgunarbáta um borð í báta sína, en fá björgunartæki hafa sýnt notagildi sitt betur og það eru mörg mannslífin sem þeir hafa bjargað í gegnum árin.
Ekki er vitað hverjir stóðu að stofnun Útvegsbændafélagsins og erfitt er að átta sig á starfsemi þess fyrstu tuttugu og fimm árin, þar sem fundargerðarbækur og önnur gögn félagsins um starfsemina eru glötuð, en elstu fundargerðir sem til eru í bókum eru frá árinu 1945."
Vert er að getið sé þeirra manna sem hafa verið í forsvari fyrir félagið frá stofnun þess, þó lítið sé vitað um starfsemina fyrstu árin eins og áður er greint, engar fundargerðir og fáir til frásagnar um starfsemina.
Þó er vitað að helsti hvatamaðurinn að stofnun þess var Haraldur Viggó Björnsson og mun hann hafa verið formaður í nokkur ár, hve mörg er ekki vitað.
Næsti formaður mun hafa verið Sigurður Gunnarsson Ólafssonar, Tanganum. Það er ekki heldur vitað hve lengi hann var formaður, en á eftir honum tekur við Jónas Jónsson frá Fagurlyst og var í forsvari fyrir félagið til ársins 1955, álitið er að Jónas hafi verið í formannssætinu í 13-15 ár.
Björn Guðmundsson tók við af Jónasi árið 1955 og fór hann með stjórn félagsins alls í tuttugu ár, þó ekki samfellt. Jóhann Pálsson varð formaður árin 1962 til 1966. Og Ingólfur Arnarsson 1970-'71. En þá tók Björn við aftur og var við stjórnartaumana til ársins 1979. Þá var Kristinn Pálsson kjörinn formaður.
Árið 1962 var ráðinn framkvæmdastjóri fyrir félagið, hlutverk hans var að sjá um allan rekstur félagsins, annast skýrslugerðir útgerðarmanna ásamt almennri upplýsingaþjónustu um kjarasamninga og reglugerðir, sem hefur fjölgað ár hvert í takt við reglugerðir, sem hefur tjölgað ár hvert í takt við verðbólguna.
Fyrsti framkvæmdastjóri var Jóhann Pálsson og síðan var ráðinn Ingólfur Arnarson, hann hætti 1974 en þá tók við Gísli R. Sigurðsson og er hann framkvæmdastjóri fyrir félagið nú.
Núverandi stjórn skipa:
Kristinn Pálsson, formaður
Hilmar Rósmundsson, ritari
Óskar Matthíasson, gjaldkeri
Ingólfur Matthíasson, varaformaður
Sigurður Einarsson, meðstjórnandi
Sigurður Elíasson, meðstjórnandi
Gísli Valur Einarsson, meðstjórnandi
Emil Andersen, meðstjórnandi
Þegar litið er yfir sögu útgerðar í Vestmannaeyjum þá á hún bæði bjartar og dökkar hliðar, sem hafa mótast af miklum afla og góðu árferði annarsvegar og aflaleysi, heimskreppu og síðast en ekki síst náttúruhamförum hinsvegar. Frá seinni heimsstyrjöld fram til ársins 1973, þegar eldgos kom upp hér í Eyjum hafði verið mikil gróska í allri útgerð, aflabrögð voru góð og mikil, stutt var að sækja miðin og bátaflotinn þannig uppbyggður að vel passaði fyrir allar aðstæður.
En eftir að flutt var aftur til Eyja, eftir að gosi lauk, þá er minni fiskigengd á miðunum hér í kring, afli ekki eins mikill og áður og lengra þurfti að sækja á fengsæl mið, en til þess voru margir af bátunum ekki útbúnir auk þess að vera of litlir og gamlir.
Samfara mikilli dýrtíð og minnkandi afla á þessum árum flosnuðu margar útgerðir upp, einhverra hluta vegna vantaði þann eldmóð og kraft sem verið hafði í mönnum áður fyrr.
Á árunum 1975-1980 voru um 25 bátar ýmist settir í Úreldingarsjóð og sökkt, eða seldir burt og þá í næstu verstöðvar, sem þýðir að þeir stunda, eftir sem áður, miðin hér við Eyjar.
Á sama tíma hafa mjög fáir bátar komið í staðinn, en hinsvegar hafa fjórir skuttogarar bæst við á þessu sama tímabili.
Vestmannaeyjar hafa frá upphafi útgerðar á Íslandi verið stærsta verstöð landsins og verður það vonandi í náinni framtíð, en til að halda þeirri stöðu þarf sameiginlegt átak allra aðila vinnumarkaðarins, endurnýja þarf bátana og fylgjast með þróuninní eins og hún er á hverjum tíma.
Saga útgerðarinnar og Útvegsbændafélagsins fer saman við sögu Vestmannaeyja.
Þegar vel aflast og árar vel hjá útgerðinni, þá fellur það saman við allt athafnalíf hér í Eyjum. Afkoma Vestmannaeyja er fyrst og fremst komin undir þeim sjávarafla sem dreginn er að landi.
Eins og áður hefur komið fram þá er ýmislegt óljóst um fyrstu ár félagsins og í raun og veru vissu félagsmenn ekkert um hvenær félagið var stofnað, þar til fyrir tveim árum að Eyjólfur Gíslason Bessastöðum færði félaginu stofnlög þess.
Eyjólfur hafði haldið þessu til haga eins og svo mörgu öðru sem hann hefur varðveitt í gegnum árin.
Útvegsbændafélagið er í ómetanlegri þakkarskuld við Eyjólf fyrir að hafa fært félaginu þessi gögn, þetta hlýtur að vera hvati að gert verði átak í því að fá hæfan mann til þess að grafa upp sögu þess meðan einhverjir eru til frásagnar um starfið og frumkvöðla fyrstu árin.