„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1996/ Rannsókn á ætishljóðum þykkvalúru“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
<br>
<br>
<big><big><center>RANNSÓKN Á ÆTISHLJÓÐUM ÞYKKVALÚRU</center></big></big>
<big><center>RANNSÓKN Á ÆTISHLJÓÐUM ÞYKKVALÚRU</center></big>
   
   


Lína 26: Lína 26:
'''Umræður'''<br>
'''Umræður'''<br>
Það vakti athygli okkar að tannbygging þykkvalúrunnar er mjög svo frábrugðin því sem er í öðrum fiskum, eins og t.d. lúðu. Bendir þetta til mismunar í fæðuvali hjá þessum fiskum. Þess skal getið að lúðan lifir á nær öllu því sem hún kemst í tæri við og eltir jafnvel bráð sína langt upp í vatnsmassann (Gunnar Jónsson, 1992) en tennur hennar eru eimitt mjög grannar og oddhvassar sem bendir til þess að hún þurfi að grípa fæðuna og halda henni. Þykkvalúran lifir aftur á móti á botndýrum sem hafa oft harðan skráp og virðast tennurnar þjóna því hlutverki að merja harðan skrápinn. <br>
Það vakti athygli okkar að tannbygging þykkvalúrunnar er mjög svo frábrugðin því sem er í öðrum fiskum, eins og t.d. lúðu. Bendir þetta til mismunar í fæðuvali hjá þessum fiskum. Þess skal getið að lúðan lifir á nær öllu því sem hún kemst í tæri við og eltir jafnvel bráð sína langt upp í vatnsmassann (Gunnar Jónsson, 1992) en tennur hennar eru eimitt mjög grannar og oddhvassar sem bendir til þess að hún þurfi að grípa fæðuna og halda henni. Þykkvalúran lifir aftur á móti á botndýrum sem hafa oft harðan skráp og virðast tennurnar þjóna því hlutverki að merja harðan skrápinn. <br>
Niðurstöður okkar benda til að hægt sé að nota ætishljóð þykkvalúrunnar til að laða fiskinn inn í gildrur. Þó þyrfti að gera áframhaldandi tilraunir í eðlilegu umhverfi þykkvalúrunnar til að fullsanna þetta. Hugsanlega mætti nota gildrur bæði með hljóðgjafa og beitu og þar sem hljóð berst mun hraðar í vatni en lykt ætti það að auka veiðihæfni gildranna. Koli er að mestu veiddur í dragnót eða botnvörpu og getur það bæði verið kostnaðasamt að draga veiðarfærin eftir botninum, og svo eru slík veiðarfæri ekki mjög vistvæn. Vegna þessa teljum við að æskilegt væri að halda áfram rannsóknum á þessu og reyna að hanna veiðarfæri sem er bæði vistvænna og ódýrara í notkun en þau sem nú eru notuð. Það tíðkast erlendis að laða fisk inn í veiðarfæri með hljóðum og ætti það því að vera möguleiki með þykkvalúruna líka. <br>
Niðurstöður okkar benda til að hægt sé að nota ætishljóð þykkvalúrunnar til að laða fiskinn inn í gildrur. Þó þyrfti að gera áframhaldandi tilraunir í eðlilegu umhverfi þykkvalúrunnar til að fullsanna þetta. Hugsanlega mætti nota gildrur bæði með hljóðgjafa og beitu og þar sem hljóð berst mun hraðar í vatni en lykt ætti það að auka veiðihæfni gildranna. Koli er að mestu veiddur í dragnót eða botnvörpu og getur það bæði verið kostnaðasamt að draga veiðarfærin eftir botninum, og svo eru slík veiðarfæri ekki mjög vistvæn. Vegna þessa teljum við að æskilegt væri að halda áfram rannsóknum á þessu og reyna að hanna veiðarfæri sem er bæði vistvænna og ódýrara í notkun en þau sem nú eru notuð. Það tíðkast erlendis að laða fisk inn í veiðarfæri með hljóðum og ætti það því að vera möguleiki með þykkvalúruna líka. Verið er að greina hljóðin í sveiflusjá.<br>
Verið er að greina hljóðin í sveiflusjá.
   
   
'''Lokaorð og þakkir'''<br>
'''Lokaorð og þakkir'''<br>
Þykkvalúran er lítið rannsakaður fiskur hér við land og er ætishljóð hennar að öllu ókannað.  
Þykkvalúran er lítið rannsakaður fiskur hér við land og er ætishljóð hennar að öllu ókannað.  
Þykkvalúran er lítið nýtt markaðsvara á Íslandi en er mjög vinsæl t.d. í Bretlandi. Með þessum rannsóknum okkar gerum við okkur vonir um að aukin þekking á ætishljóði þykkvalúrunnar gæti skilað hugmyndum um nýtt veiðarfæri sem væri að öllu leyti frábrugðið öðrum veiðarfærum þar sem það væri ekki dregið heldur lagt á botninn og fiskurinn lokkaður inn á netið með því að spila ætishljóðið. <br>
Þykkvalúran er lítið nýtt markaðsvara á Íslandi en er mjög vinsæl t.d. í Bretlandi. Með þessum rannsóknum okkar gerum við okkur vonir um að aukin þekking á ætishljóði þykkvalúrunnar gæti skilað hugmyndum um nýtt veiðarfæri sem væri að öllu leyti frábrugðið öðrum veiðarfærum þar sem það væri ekki dregið heldur lagt á botninn og fiskurinn lokkaður inn á netið með því að spila ætishljóðið. <br>
Eftirtaldir aðilar eiga þakkir skilið: Net hf. fyrir faglega ráðgjöf, [[Björg VE 5]] fyrir söfnun þykkvalúru, [[Náttúrugripasafn Vestmannaeyja]] fyrir aðstöðu, [[Páll Marvin Jónsson]] fyrir aðstöðu, [[Kristján Egilsson]] fyrir faglega ráðgjöf, [[Gísli Óskarsson]] fyrir tæknilega og faglega aðstoð. Starfsfólki röntgendeildar Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum þökkum við fyrir að aðstoða við röntgenmyndatökur.
Eftirtaldir aðilar eiga þakkir skilið: Net hf. fyrir faglega ráðgjöf, [[Björg VE 5]] fyrir söfnun þykkvalúru, [[Náttúrugripasafn Vestmannaeyja]] fyrir aðstöðu, [[Páll Marvin Jónsson]] fyrir aðstöðu, [[Kristján Egilsson]] fyrir faglega ráðgjöf, [[Gísli Óskarsson]] fyrir tæknilega og faglega aðstoð. Starfsfólki röntgendeildar Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum þökkum við fyrir að aðstoða við röntgenmyndatökur.<br>


'''Heimildarskrá'''<br>
'''Heimildaskrá'''<br>
1. Gunnar Jónsson 1992. Íslenskir fiskar. Fjölvaútgáfa.<br>
1. Gunnar Jónsson 1992. Íslenskir fiskar. Fjölvaútgáfa.<br>
2. Unnsteinn Stefánsson 1061. Hafið. Almenna bókafélagið.<br>
2. Unnsteinn Stefánsson 1061. Hafið. Almenna bókafélagið.<br>
3. Hyatt, K. D. 1979. Feeding stragetgy. bls. 71-119 í Fish Physiology, Vol VIII, Academic Press, N.Y.
3. Hyatt, K. D. 1979. Feeding stragetgy. bls. 71-119 í Fish Physiology, Vol VIII, Academic Press, N.Y.
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 12. apríl 2017 kl. 09:23


RANNSÓKN Á ÆTISHLJÓÐUM ÞYKKVALÚRU


Markmið verkefnisins var að athuga hljóð sem þykkvalúran gefur frá sér við ætisöflun og jafnframt hvaða tilgangi þessi hljóð gegna. Hugsanlega mætti hagnýta hljóðin við hönnun á nýjum gerðum veiðarfæra.
Ekki er okkur kunnugt um nokkrar rannsóknir á ætishljóði þykkvalúra og eru heimildir því mjög af skornum skammti. Almennt er vitað að fiskar geta skynjað hljóð bæði með heyrn og rákarkerfi og að hljóð sé mjög mikilvægur þáttur í fæðuöflun ýmissa fiska. Fiskar af baulungaætt (sciaenidae) eru þekktir fyrir að gefa frá sér hljóð sem þeir mynda með svokölluðu „weberian“ líffærakerfi sem flytur hljóð frá sundmaganum til innra eyrans. Hljóð þessi eru mynduð þegar fiskurinn étur og eru greinileg öðrum fiskum sem renna á hljóðið. Fiskimenn í Senegal og Nígeríu notfæra sér þetta og laða fisk inn í veiðarfærin með því að líkja eftir ætishljóðum (Hyatt, 1979).
Stærð fullþroska þykkvalúru er á bilinu 20-40 cm en hún getur náð hámarki 60 cm.
Þykkvalúran er flatfiskur, allþykkur í vexti með mjög lítið höfuð. Á dökku hliðinni eru tennur lítið þroskaðar, en á ljósu hliðinni eru þær allstórar og þéttstæðar. Augu eru lítil miðað við búkstærð. Uggar eru eins og gengur og gerist á flatfiskum og er bakugginn til móts við vinstra auga. Sporblaðka er í meðallagi. Þykkvalúra er mjög hál (sleip) viðkomu og helgast það af gljáandi slími. Hreistrið er mjög smátt og slétt. Liturinn er eins og á flestum flatfiskum, hvítur á neðri hliðinni, efri hlið er dökk en breytir um lit eftir því hvernig botninn er á litinn þar sem þykkvalúran heldur sig. Rákin á efri hliðinni liggur eftir allri hliðinni út að sporðblöðkum og tekur beygju við bakugga. (Gunnar Jónsson, 1992).

Staðhættir
Heimkynni þykkvalúrunnar ná frá Hvítahafi við Kolaskaga, suður með strönd Noregs og dönsku sundunum að meðtöldum Norðursjó, Ermasundi og Biskajaflóa. Þykkvalúran finnst í talsverðum mæli við Bretlandseyjar, Færeyjar og Ísland. Hér við Ísland má finna þykkvalúru nánast allsstaðar umhverfis landið.
Hún er langalgengust sunnan og suðaustanlands þar sem hlýs sjávar gætir. Náttúrlegt umhverfi þykkvalúru er jafnt á sand- eða malarbotni á 20-200 m dýpi. Fæða þykkvalúru er mjög margvísleg en það eru meðal annars slöngustjörnur, burstaormar og smáþörungar. Þykkvalúran lifir eins og áður segir allsstaðar við Ísland (Gunnar Jónsson, 1992). Selta og sjávarhiti umhverfis landið er breytileg milli staða og tímabila. Tiltölulega há selta, 35,0-35,25‰, einkennir svæðin sunnanlands og suðvestan. En norðan Íslands og austan er sjórinn seltu-lægri, 34,0-34,75‰. Meðalhiti sjávar umhverfis landið í mars-október er 2-7°C norðanlands og 6-12°C sunnanlands (Unnsteinn Stefánsson, 1961).

Efni og aðferðir
Veiddar voru 19 þykkvalúrur (Microstonus kitt, Wallbaum 1792) við Vestmannaeyjar, nánar tiltekið við Þrídranga, og komið fyrir í búri á Náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Búrið er 4500 lítrar með fínum skeljasandi í botninum. Hiti og selta eru nokkuð stöðug í búrinu, hitinn um 7,1°C og seltustig rétt tæplega 30‰. Þykkvalúrurnar voru sveltar í vikutíma. Að því loknu voru þær fóðraðar á dauðri loðnu og hljóðnema komið fyrir í búrinu til að ná ætishljóði þykkvalúrunnar á segulband. Hljóðneminn var stereohljóðnemi og var hann vatnseinangraður. Einangrunin var þannig að hljóðneminn var festur í einangrunarrör og var smokkur dreginn yfir nemann og upp á rörið sem var síðan þétt með kítti og teipi. Hljóðið var tekið upp á „digital“ spólu, síðan voru þrjú bestu hljóðin klippt út og flutt yfir á venjulega spólu. Á henni var búið til hljóðferli með mismunandi löngum þögnum. Við afspilun hljóðsins var notaður 30 watta hátalari sem var einangraður í tvöfalda „vacuum“ pakkningu og snúran einangruð með kítti.
Hátalarinn var tengdur beint í hljómtækjasamstæðu. Hann var hulinn veiðarfærinu sem var nethringur með síldarneti. Veiðarfærinu var sökkt niður með sökkum. Ein þykkvalúra var krufin í þeim tilgangi að komast að því hvar hljóðið myndast. Einnig voru teknar fjórar röntgenmyndir af fiskinum til að sjá beinabyggingu höfuðsins.

Niðurstöður
Þegar þykkvalúrunni var gefin loðna eftir að hafa verið svelt í nokkun tíma virtist hún í fyrstu ekki átta sig á að þarna væri um æti að ræða. Eftir nokkra stund veitti hún ætinu athygli og reisti sig þá rólega upp líkt og höggormur og beið í stuttan tíma. Skyndilega skaust hún fram og greip loðnuna með kjaftinum. Samtímis heyrðist hvellt hljóð og fæðuagnir spýttust út um tálknopin. Þykkvalúran endurtók þetta nokkrum sinnum en aðrir einstaklingar í búrinu virtust í fyrstu ekki bregðast við hljóðunum. Þess skal þó getið að þær voru búnar að vera í svelti í þó nokkurn tíma og voru ekki búnar að aðlaga sig búrinu að fullu.
Hljóðin (hvellirnir) voru tekin samtímis upp á segulband. Hljóðin minna helst á það þegar tveimur steinum er slegið saman. Hljóðið er því mjög greinilegt mannseyranu og er hátt og skarpt. Við afspilun hljóðsins í búri þykkvalúrunnar varð breyting á hegðun hennar mjög mikil. Við spilun jókst yfirferð hennar mjög mikið og í annarri lotu leitaði þykkvalúra upp á netið og hjó í veiðarfærið. Hljóðin æstu upp hungrið í fiskinum og árásargirni varð mikil, þeir hjuggu í hver annan og a.m.k. þrír fiskar voru sárir eftir „höggin.“
Niðurstöður úr þessari rannsókn eru mjög jákvæðar vegna þess að fiskurinn leitaði á hljóðið og fór ofan á netið í von um að finna þar átu.
Við krufningu á haus þykkvalúrunnar kom í ljós að hljóðið er að öllum líkindum myndað af sérstæðum tönnum fisksins. Tennurnar eru mjög þéttar á ljósu hliðinni (hliðinni sem snýr niður) en engar tennur eru á dökku hliðinni heldur mynda tanngarðarnir þröngt op inn í kjaft fisksins. Tennurnar eru kubbslegar og líkjast helst tönnum manna.
Haus þykkvalúrunnar má sjá á röntgenmyndunum. Þar má einnig sjá hvernig kjálkarnir mynda op inn í kjaft fisksins þar sem tennurnar vantar.

Umræður
Það vakti athygli okkar að tannbygging þykkvalúrunnar er mjög svo frábrugðin því sem er í öðrum fiskum, eins og t.d. lúðu. Bendir þetta til mismunar í fæðuvali hjá þessum fiskum. Þess skal getið að lúðan lifir á nær öllu því sem hún kemst í tæri við og eltir jafnvel bráð sína langt upp í vatnsmassann (Gunnar Jónsson, 1992) en tennur hennar eru eimitt mjög grannar og oddhvassar sem bendir til þess að hún þurfi að grípa fæðuna og halda henni. Þykkvalúran lifir aftur á móti á botndýrum sem hafa oft harðan skráp og virðast tennurnar þjóna því hlutverki að merja harðan skrápinn.
Niðurstöður okkar benda til að hægt sé að nota ætishljóð þykkvalúrunnar til að laða fiskinn inn í gildrur. Þó þyrfti að gera áframhaldandi tilraunir í eðlilegu umhverfi þykkvalúrunnar til að fullsanna þetta. Hugsanlega mætti nota gildrur bæði með hljóðgjafa og beitu og þar sem hljóð berst mun hraðar í vatni en lykt ætti það að auka veiðihæfni gildranna. Koli er að mestu veiddur í dragnót eða botnvörpu og getur það bæði verið kostnaðasamt að draga veiðarfærin eftir botninum, og svo eru slík veiðarfæri ekki mjög vistvæn. Vegna þessa teljum við að æskilegt væri að halda áfram rannsóknum á þessu og reyna að hanna veiðarfæri sem er bæði vistvænna og ódýrara í notkun en þau sem nú eru notuð. Það tíðkast erlendis að laða fisk inn í veiðarfæri með hljóðum og ætti það því að vera möguleiki með þykkvalúruna líka. Verið er að greina hljóðin í sveiflusjá.

Lokaorð og þakkir
Þykkvalúran er lítið rannsakaður fiskur hér við land og er ætishljóð hennar að öllu ókannað. Þykkvalúran er lítið nýtt markaðsvara á Íslandi en er mjög vinsæl t.d. í Bretlandi. Með þessum rannsóknum okkar gerum við okkur vonir um að aukin þekking á ætishljóði þykkvalúrunnar gæti skilað hugmyndum um nýtt veiðarfæri sem væri að öllu leyti frábrugðið öðrum veiðarfærum þar sem það væri ekki dregið heldur lagt á botninn og fiskurinn lokkaður inn á netið með því að spila ætishljóðið.
Eftirtaldir aðilar eiga þakkir skilið: Net hf. fyrir faglega ráðgjöf, Björg VE 5 fyrir söfnun þykkvalúru, Náttúrugripasafn Vestmannaeyja fyrir aðstöðu, Páll Marvin Jónsson fyrir aðstöðu, Kristján Egilsson fyrir faglega ráðgjöf, Gísli Óskarsson fyrir tæknilega og faglega aðstoð. Starfsfólki röntgendeildar Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum þökkum við fyrir að aðstoða við röntgenmyndatökur.

Heimildaskrá
1. Gunnar Jónsson 1992. Íslenskir fiskar. Fjölvaútgáfa.
2. Unnsteinn Stefánsson 1061. Hafið. Almenna bókafélagið.
3. Hyatt, K. D. 1979. Feeding stragetgy. bls. 71-119 í Fish Physiology, Vol VIII, Academic Press, N.Y.