„Óskar Jónsson (Sunnuhvoli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Óskar Jónsson''' á Sunnuhvoli, rennismiður, vélstjóri, kennari, síðar í Njarðvíkum fæddist 3. september 1910 á Seyðisfirði og lést 2. ágúst 1991.<...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Óskar Jónsson 2.JPG|thumb|150px|''Óskar Jónsson.]]
'''Óskar Jónsson''' á [[Sunnuhvoll|Sunnuhvoli]], rennismiður, vélstjóri, kennari, síðar í Njarðvíkum fæddist 3. september 1910 á Seyðisfirði  og lést 2. ágúst 1991.<br>
'''Óskar Jónsson''' á [[Sunnuhvoll|Sunnuhvoli]], rennismiður, vélstjóri, kennari, síðar í Njarðvíkum fæddist 3. september 1910 á Seyðisfirði  og lést 2. ágúst 1991.<br>
Foreldrar hans voru Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 3. ágúst 1887, d. 29. október 1963, og Jón Jónsson, sjómaður, formaður, f. 22. apríl 1878, d. 26. janúar 1950.
Foreldrar hans voru Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 3. ágúst 1887, d. 29. október 1963, og Jón Jónsson, sjómaður, formaður, f. 22. apríl 1878, d. 26. janúar 1950.

Núverandi breyting frá og með 17. janúar 2017 kl. 15:48

Óskar Jónsson.

Óskar Jónsson á Sunnuhvoli, rennismiður, vélstjóri, kennari, síðar í Njarðvíkum fæddist 3. september 1910 á Seyðisfirði og lést 2. ágúst 1991.
Foreldrar hans voru Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 3. ágúst 1887, d. 29. október 1963, og Jón Jónsson, sjómaður, formaður, f. 22. apríl 1878, d. 26. janúar 1950.

Óskar var alinn upp af Gróu Jónsdóttur móðurmóður sinni, húsfreyju, síðar í Reykjavík f. 1857.
Hann nam rennismíði og vélsmíði í Hamri hf. 1924-1928 og lauk iðnskólanum í Reykjavík sama ár og sveinsprófi 1928, nam við Vélskóla Íslands 1930-1932, Rafmagnsdeild hans 1936.
Óskar sótti námskeið við Kennaraskólann í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og teiknun.
Hann var vélstjóri við síldarverksmiðjur á Djúpavík og Hesteyri.
Hann fluttist til Eyja 1941, var á b.v. Bjarnarey frá Vestmannaeyjum 1948-1952, stjórnaði mótornámskeiðum í Eyjum um árabil.
Þá var hann stundakennari við Iðnskólann í Eyjum 1943-1946, kennari við Gagnfræðaskólann 1946-1947 og 1950-1951. Jafnframt vann hann við vélsmíði á árum sínum í Eyjum frá 1941-1955.
Hann sat í stjórn Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja, var m.a. æðsti templar í stúku.
Fjölskyldan fluttist til Njarðvíkur 1955.
Þar kenndi Óskar við gagnfræðaskólann í Keflavík 1956-1976 og var jafnframt stundakennari við Iðnskólann í Keflavík, var kennari við véladeild Fjölbrautarskóla Suðurnesja frá stofnun hans 1976.
Óskar sótti kennslu í leiktjaldamálun í Reykjavík og sýndi málverk á samsýningu 1968.
Þá sat hann í skólanefnd, áfengisvarnanefnd og æskulýðsráði Njarðvíkur og var félagi í Lionsklúbbi Njarðvíkur.

Óskar kvæntist Ingveldi Rósu 1937, en þau skildu barnlaus eftir stutta sambúð.
Hann kvæntist Sigurbjörgu 1942 í Eyjum. Þau eignuðust fjögur börn, bjuggu skamma stund á Brekku, en síðan á Sunnuhvoli, uns þau fluttust til Njarðvíkur 1955.
Sigurbjörg lést 1990 og Óskar 1991.

Óskar var tvíkvæntur.
I. Kona Óskars, (30. október 1937, skildu), vat Ingveldur Rósa Bjarnadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 23. ágúst 1912, d. 8. janúar 2007. Þau voru barnlaus.

II. Síðari kona Óskars, (23. maí 1942), var Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Sæbergi, síðast í Njarðvíkum, húsfreyja, f. 12. janúar 1915, d. 8. nóvember 1990.
Börn þeirra:
1. Helga Óskarsdóttir, f. 29. október 1942 á Brekku.
2. Friðþjófur Valgeir Óskarsson bankastarfsmaður, f. 19. apríl 1944 á Sunnuhvoli, d. 30. nóvember 2010 .
3. Gróa Stella Óskarsdóttir, f. 24. janúar 1949 á Sunnuhvoli.
4. Sigþór Óskarsson, f. 14. apríl 1953 á Sunnuhvoli.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.