„Sigurður Árnason (Hofsstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurður Árnason''' verkamaður, sjómaður fæddist 28. mars 1897 á Karlsstöðum í Reyðarfirði og lést 1. september 1982.<br> Foreldrar hans voru Árni Ólafsson vinnumað...)
 
m (Verndaði „Sigurður Árnason (Hofsstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 3. nóvember 2016 kl. 17:33

Sigurður Árnason verkamaður, sjómaður fæddist 28. mars 1897 á Karlsstöðum í Reyðarfirði og lést 1. september 1982.
Foreldrar hans voru Árni Ólafsson vinnumaður víða á Austfjörðum, f. 31. október 1859, og Guðrún Sveinsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Neskaupstað, f. 6. maí 1865.

Sigurður var niðursetningur í Dammi í Sandvík í Norðfjarðarhreppi 1901, var hjá frændfólki í Vindheimum í Norðfirði 1910, vinnumaður, sjóróðrarmaður þar 1920.
Hann fluttist frá Norðfirði til Eyja 1927 og stundaði sjómennsku.
Þau Sigríður giftust 1928 og bjuggu á Hofsstöðum, (Brekastíg 30) við giftingu og enn 1949.
Sigurður bjó síðast í Reykjavík. Þau Sigríður voru barnlaus.

Kona Sigurðar, (24. nóvember 1928), var Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja á Hofsstöðum, (Brekastíg 30), f. 18. apríl 1891, d. 16. september 1988.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.