„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1957/ Hringrásin mikla“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big><center>HRINGRÁSIN MIKLA</center></big></big><br> Aðeins stutta grein. Já, aðeins nokkur orð.<br> Hann mun þá hafa verið 12 ára drengstauli, langur og mjór og br...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 5: Lína 5:
Foreldrar hans lánuðu hann á næsta bæ til einyrkjabónda. Hann skyldi létta undir með honum við vorannirnar. — Í dag skyldi mykjunni ekið á völlinn. Drengurinn stóð við hauginn og mokaði mykjunni upp í vagninn. Hundleiðinlegt verk fannst honum. En svo datt honum nokkuð í hug. Hann gleymdi sjálfum sér og tilverunni í kringum sig. — Þarna lá hann fram á rekuna og hugsaði, þegar bóndinn kom að. „Er þetta vinnan þín, lagsi?“ spurði bóndi heldur höstugur. „Ég er að hugsa,“ sagði strákur. Bóndi varð forvitinn. „Hvað datt þér í hug?“ og röddin mildaðist. „Ég er að velta fyrir mér þessari sérkennilegu hringrás í lífi náttúrunnar,“ sagði strákur. „Við berum mykjuna á túnin. Hún verður þar fóður jurtanna. Svo öflum við heyja og gefum þau kúnum, og aftur fáum við mykju.“ „Ég held þú sért ekki með öllum mjalla, drengur,“ snussaði í bónda. „Haltu áfram, meðan þú ert við verkið.“<br>
Foreldrar hans lánuðu hann á næsta bæ til einyrkjabónda. Hann skyldi létta undir með honum við vorannirnar. — Í dag skyldi mykjunni ekið á völlinn. Drengurinn stóð við hauginn og mokaði mykjunni upp í vagninn. Hundleiðinlegt verk fannst honum. En svo datt honum nokkuð í hug. Hann gleymdi sjálfum sér og tilverunni í kringum sig. — Þarna lá hann fram á rekuna og hugsaði, þegar bóndinn kom að. „Er þetta vinnan þín, lagsi?“ spurði bóndi heldur höstugur. „Ég er að hugsa,“ sagði strákur. Bóndi varð forvitinn. „Hvað datt þér í hug?“ og röddin mildaðist. „Ég er að velta fyrir mér þessari sérkennilegu hringrás í lífi náttúrunnar,“ sagði strákur. „Við berum mykjuna á túnin. Hún verður þar fóður jurtanna. Svo öflum við heyja og gefum þau kúnum, og aftur fáum við mykju.“ „Ég held þú sért ekki með öllum mjalla, drengur,“ snussaði í bónda. „Haltu áfram, meðan þú ert við verkið.“<br>
Í sem fæstum orðum sagt: Hér var að gróa úr grasi einhver skarpgáfaðasti sonur sinnar þjóðar, skáld, rithöfundur og fórnfús hugsjónamaður.<br>
Í sem fæstum orðum sagt: Hér var að gróa úr grasi einhver skarpgáfaðasti sonur sinnar þjóðar, skáld, rithöfundur og fórnfús hugsjónamaður.<br>
Já, hringrásin í ríki náttúrunnar. — Vatnið fellur niður úr skýjunum og rennur til sjávar í á og læk. Síðan eimist það upp af yfirborði sjávarins og myndar aftur ský, óendanlega marga og smáa vatnsdropa, sem rekast hver á annan í svifstraumum loftsins, sameinast, þyngjast, falla til jarðar á ný.<br>
Já, hringrásin í ríki náttúrunnar. — Vatnið fellur niður úr skýjunum og rennur til sjávar í á og læk. Síðan eimast það upp af yfirborði sjávarins og myndar aftur ský, óendanlega marga og smáa vatnsdropa, sem rekast hver á annan í svifstraumum loftsins, sameinast, þyngjast, falla til jarðar á ný.<br>


<center>–––</center><br>
<center>–––</center><br>


Hafið, bláa hafið, segjum við og syngjum. Já, vissulega er litur reginhafsins blár. Af hverju? Fyrst og fremst sökum þess, að það er svo hreint og tært, laust við mor eða svif, litið um líf, gróður í yfirborðinu.<br>
Hafið, bláa hafið, segjum við og syngjum. Já, vissulega er litur reginhafsins blár. Af hverju? Fyrst og fremst sökum þess, að það er svo hreint og tært, laust við mor eða svif, litið um líf, gróður í yfirborðinu.<br>
Þegar siglt er yfir landgrunnið eða strendur nálgast, fær sjórinn á sig græna litinn. Því veldur fyrst og fremst morið, svifið í yfirborði hafsins, hið mikla líf, að meginhluta jurtakyns, sem þar helzt við, Iífverur að langmestu leyti ósýnilegar mannlegu auga. Þarna þróast þær og dafna fyrir áhrif sólarljóssins og nærandi efna. Og hvaðan berast svo hin nærandi efni til yfirborðs sjávarins þessum ósýnilegu lífverum, svifinu, til viðhalds og vaxtar? Af hafsbotni. Kynstur af alls kyns dyrum í hafinu deyja daglega. Margt veldur því, t. d. elli eða áföll. Svo er því einnig varið um jurtir, sem þróast á hafsbotni.<br>
Þegar siglt er yfir landgrunnið eða strendur nálgast, fær sjórinn á sig græna litinn. Því veldur fyrst og fremst morið, svifið í yfirborði hafsins, hið mikla líf, að meginhluta jurtakyns, sem þar helzt við, lífverur að langmestu leyti ósýnilegar mannlegu auga. Þarna þróast þær og dafna fyrir áhrif sólarljóssins og nærandi efna. Og hvaðan berast svo hin nærandi efni til yfirborðs sjávarins þessum ósýnilegu lífverum, svifinu, til viðhalds og vaxtar? Af hafsbotni. Kynstur af alls kyns dýrum í hafinu deyja daglega. Margt veldur því, t.d. elli eða áföll. Svo er því einnig varið um jurtir, sem þróast á hafsbotni.<br>
Dýr og jurtir rotna tiltölulega fljótt á sjávarbotninum. Bakteríustarfsemi er þar mikil. Hin rotnandi efni berast upp til yfirborðsins með hlýrri sjávarstraum, sem leitar upp um leið og hinn kaldi leitar niður.<br>
Dýr og jurtir rotna tiltölulega fljótt á sjávarbotninum. Bakteríustarfsemi er þar mikil. Hin rotnandi efni berast upp til yfirborðsins með hlýrri sjávarstraum, sem leitar upp um leið og hinn kaldi leitar niður.<br>
Óskeikult lögmál í lofti og legi. Þessi rotnandi efni, leifar sjávardýranna og jurtagróðursins á hafsbotninum verða að einskonar áburði í yfirborði hafsins, átföng svifsins í sjónum, sem nærist af þeim að sínu leyti eins og grasið á túninu okkar af áburðinum, sem við berum á það. Þessar örsmáu lífverur verða síðan örsmáum dýrum að bráð eða næringu, svo sem átunni eða krabbaflónum, sem við könnumst svo vel við vegna þess, að síldin hefur svo góða lyst á þeim. Einnig nærast margskonar fiskseiði á átu og öðrum örsmáum krabbadýrum eða lirfum óæðri dýra, sem nærast á svifinu. En allar lífverur, smærri og stærri, deyja að lokum og rotna öðrum lífverum til næringar og vaxtar. Það má því með sanni segja, að í hafinu verði eins dauði annars brauð í bókslaflegri merkingu og þar sé hringrásin lögmálið mikla.<br>
Óskeikult lögmál í lofti og legi. Þessi rotnandi efni, leifar sjávardýranna og jurtagróðursins á hafsbotninum verða að einskonar áburði í yfirborði hafsins, átföng svifsins í sjónum, sem nærist af þeim að sínu leyti eins og grasið á túninu okkar af áburðinum, sem við berum á það. Þessar örsmáu lífverur verða síðan örsmáum dýrum að bráð eða næringu, svo sem átunni eða krabbaflónum, sem við könnumst svo vel við vegna þess, að síldin hefur svo góða lyst á þeim. Einnig nærast margskonar fiskseiði á átu og öðrum örsmáum krabbadýrum eða lirfum óæðri dýra, sem nærast á svifinu. En allar lífverur, smærri og stærri, deyja að lokum og rotna öðrum lífverum til næringar og vaxtar. Það má því með sanni segja, að í hafinu verði eins dauði annars brauð í bókstaflegri merkingu og þar sé hringrásin lögmálið mikla.<br>


[[Þorsteinn Víglundsson|Þ. Þ. V.]]<br>
::::::::::::::::::[[Þorsteinn Víglundsson|''Þ.Þ.V.]]


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 11. febrúar 2018 kl. 19:35

HRINGRÁSIN MIKLA


Aðeins stutta grein. Já, aðeins nokkur orð.
Hann mun þá hafa verið 12 ára drengstauli, langur og mjór og bráðþroska þegar í byrjun gelgjuskeiðsins.
Foreldrar hans lánuðu hann á næsta bæ til einyrkjabónda. Hann skyldi létta undir með honum við vorannirnar. — Í dag skyldi mykjunni ekið á völlinn. Drengurinn stóð við hauginn og mokaði mykjunni upp í vagninn. Hundleiðinlegt verk fannst honum. En svo datt honum nokkuð í hug. Hann gleymdi sjálfum sér og tilverunni í kringum sig. — Þarna lá hann fram á rekuna og hugsaði, þegar bóndinn kom að. „Er þetta vinnan þín, lagsi?“ spurði bóndi heldur höstugur. „Ég er að hugsa,“ sagði strákur. Bóndi varð forvitinn. „Hvað datt þér í hug?“ og röddin mildaðist. „Ég er að velta fyrir mér þessari sérkennilegu hringrás í lífi náttúrunnar,“ sagði strákur. „Við berum mykjuna á túnin. Hún verður þar fóður jurtanna. Svo öflum við heyja og gefum þau kúnum, og aftur fáum við mykju.“ „Ég held þú sért ekki með öllum mjalla, drengur,“ snussaði í bónda. „Haltu áfram, meðan þú ert við verkið.“
Í sem fæstum orðum sagt: Hér var að gróa úr grasi einhver skarpgáfaðasti sonur sinnar þjóðar, skáld, rithöfundur og fórnfús hugsjónamaður.
Já, hringrásin í ríki náttúrunnar. — Vatnið fellur niður úr skýjunum og rennur til sjávar í á og læk. Síðan eimast það upp af yfirborði sjávarins og myndar aftur ský, óendanlega marga og smáa vatnsdropa, sem rekast hver á annan í svifstraumum loftsins, sameinast, þyngjast, falla til jarðar á ný.

–––


Hafið, bláa hafið, segjum við og syngjum. Já, vissulega er litur reginhafsins blár. Af hverju? Fyrst og fremst sökum þess, að það er svo hreint og tært, laust við mor eða svif, litið um líf, gróður í yfirborðinu.
Þegar siglt er yfir landgrunnið eða strendur nálgast, fær sjórinn á sig græna litinn. Því veldur fyrst og fremst morið, svifið í yfirborði hafsins, hið mikla líf, að meginhluta jurtakyns, sem þar helzt við, lífverur að langmestu leyti ósýnilegar mannlegu auga. Þarna þróast þær og dafna fyrir áhrif sólarljóssins og nærandi efna. Og hvaðan berast svo hin nærandi efni til yfirborðs sjávarins þessum ósýnilegu lífverum, svifinu, til viðhalds og vaxtar? Af hafsbotni. Kynstur af alls kyns dýrum í hafinu deyja daglega. Margt veldur því, t.d. elli eða áföll. Svo er því einnig varið um jurtir, sem þróast á hafsbotni.
Dýr og jurtir rotna tiltölulega fljótt á sjávarbotninum. Bakteríustarfsemi er þar mikil. Hin rotnandi efni berast upp til yfirborðsins með hlýrri sjávarstraum, sem leitar upp um leið og hinn kaldi leitar niður.
Óskeikult lögmál í lofti og legi. Þessi rotnandi efni, leifar sjávardýranna og jurtagróðursins á hafsbotninum verða að einskonar áburði í yfirborði hafsins, átföng svifsins í sjónum, sem nærist af þeim að sínu leyti eins og grasið á túninu okkar af áburðinum, sem við berum á það. Þessar örsmáu lífverur verða síðan örsmáum dýrum að bráð eða næringu, svo sem átunni eða krabbaflónum, sem við könnumst svo vel við vegna þess, að síldin hefur svo góða lyst á þeim. Einnig nærast margskonar fiskseiði á átu og öðrum örsmáum krabbadýrum eða lirfum óæðri dýra, sem nærast á svifinu. En allar lífverur, smærri og stærri, deyja að lokum og rotna öðrum lífverum til næringar og vaxtar. Það má því með sanni segja, að í hafinu verði eins dauði annars brauð í bókstaflegri merkingu og þar sé hringrásin lögmálið mikla.

Þ.Þ.V.