„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1953/ Maríufiskur landkrabbans“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big><center>Máríufiskur landkrabbans.</center></big></big><br> | <big><big><center>Máríufiskur landkrabbans.</center></big></big><br> | ||
Þú heldur ef til vill, | Þú heldur ef til vill, lesari góður, að jafnmikill landkrabbi og ég er, hafi aldrei á sjó komið og sízt sem háseti, svo ekki sé nú talað um hærri stöðu á þeim vettvangi lífsins. En þar skjöplast þér vissulega, vinur sæll, því að ég var einu sinni brotabrot úr sjómanni, réri part úr vorvertíð með ágætum fiskimönnum á handfæri, lenti meira að segja í stórhættulegu ævintýri á þess tíma mælikvarða og stóð mig eftir atvikum vel. (Það sagði reyndar enginn nema ég sjálfur). Ég skal gjarnan hér með kynna þig fyrir formanni mínum og meðhásetum og fyrsta róðri mínum, sem virkilegum háseta!<br> | ||
Síðan eru nú liðin 40 ár, en þessi merkisviðburður er mér enn í fersku minni. - Ég hafði legið vakandi síðasta klukkutímann í rúminu og hlustað, gónt upp í loftið og hlustað. | Síðan eru nú liðin 40 ár, en þessi merkisviðburður er mér enn í fersku minni. - Ég hafði legið vakandi síðasta klukkutímann í rúminu og hlustað, gónt upp í loftið og hlustað. | ||
[[Mynd:M.b. Erlingur III.png|500px| | <center>[[Mynd:M.b. Erlingur III.png|500px|ctr]] | ||
''M.b. Erlingur III, skipstjóri Sighvatur Bjarnason, varð aflahæstur á vertíðinni 1953 í Vestmannaeyjum.</center><br> | |||
Ég svaf inni hjá pabba og mömmu og hafði sem allra minnst bært á mér, til þess að vekja þau ekki, bæði örþreytt eftir dagsins erfiði og þurftu því sannarlega hvíldar með. Loksins heyrði ég fótatak, sem nálgaðist gluggann hægt og hægt. Svo var drepið hægt og ofurlétt á rúðuna. Ég fór fram úr og bankaði á móti í sama dúr, og formaðurinn fór aftur. Hann hafði verið að kalla mig til sjós, kalla mig ófermdan strákhvolpinn, sem helzt enginn réði við fyrir bölvaðri óþægð og sem nú hafði legið andvaka meiripart næturinnar af tilhlökkun að fara að róa.<br> | Ég svaf inni hjá pabba og mömmu og hafði sem allra minnst bært á mér, til þess að vekja þau ekki, bæði örþreytt eftir dagsins erfiði og þurftu því sannarlega hvíldar með. Loksins heyrði ég fótatak, sem nálgaðist gluggann hægt og hægt. Svo var drepið hægt og ofurlétt á rúðuna. Ég fór fram úr og bankaði á móti í sama dúr, og formaðurinn fór aftur. Hann hafði verið að kalla mig til sjós, kalla mig ófermdan strákhvolpinn, sem helzt enginn réði við fyrir bölvaðri óþægð og sem nú hafði legið andvaka meiripart næturinnar af tilhlökkun að fara að róa.<br> | ||
Ég leit á klukkuna og sýndi hún 15 mínútur yfir fimm. Ég klæddi mig í flýti, greip bitann, sem mamma hafði útbúið kvöldið áður handa mér og kvaddi svo foreldra mína, sem nú voru bæði vöknuð. Kannske höfðu þau líka verið vakandi og litið þegjandi eftir mér, þar eð þetta var í fyrsta skipti sem ég fór í verulega sjóferð og laut stjórn vandalausra þar. Efalaust hafa þau viljað fylgjast með klæðnaði mínum og útbúnaði, hvort ekkert vantaði svo vel væri. Þau báðu mér allrar blessunar og þess að vera formanninum hlýðinn, hásetunum góður félagi og taka öllum leiðbeiningum með góðu. Ég lofaði þessu fúslega og flýtti mér svo til skips, en það stóð í hrófunum í Íshúsvikinu. Ég var fyrstur þangað. Enginn af skipshöfninni var enn mættur. Ég fór því þarna í einverunni að skoða skipið, sem ég átti að róa á. Það var nú varast hægt að kalla það skip, en það var þó allra laglegasti | Ég leit á klukkuna og sýndi hún 15 mínútur yfir fimm. Ég klæddi mig í flýti, greip bitann, sem mamma hafði útbúið kvöldið áður handa mér og kvaddi svo foreldra mína, sem nú voru bæði vöknuð. Kannske höfðu þau líka verið vakandi og litið þegjandi eftir mér, þar eð þetta var í fyrsta skipti sem ég fór í verulega sjóferð og laut stjórn vandalausra þar. Efalaust hafa þau viljað fylgjast með klæðnaði mínum og útbúnaði, hvort ekkert vantaði svo vel væri. Þau báðu mér allrar blessunar og þess að vera formanninum hlýðinn, hásetunum góður félagi og taka öllum leiðbeiningum með góðu. Ég lofaði þessu fúslega og flýtti mér svo til skips, en það stóð í hrófunum í Íshúsvikinu. Ég var fyrstur þangað. Enginn af skipshöfninni var enn mættur. Ég fór því þarna í einverunni að skoða skipið, sem ég átti að róa á. Það var nú varast hægt að kalla það skip, en það var þó allra laglegasti bátur, grár að lit með svartri rönd. Formaður minn [[Sigurður Ólafsson (Vegg)|Siggi í Vegg]], átti þennan fallega bát, sem var stolt hans og bezta eign. Siggi gamli hafði lofað að taka mig með sér á sjóinn fram að lundatíma þetta sumar. Hann var vanur að hafa stráka, sem háseta, kunni vel á þeim lagið og kenndi þeim vel, enda hafði hann ærið marga slíka háseta á seinni árum sínum, stundum einn og tvo í einu. Munu því vissulega margir minnast Sigurðar Ólafssonar í Vegg, sem fyrsta formanns síns með hlýju.<br> | ||
Veðrið var mjög gott, yndislegur sumarmorgunn, eins og þeir eru svo margir hér á fögru eyjunni okkar, örlítill austan blær, heiðskírt loft og glampandi sólskin og hiti.<br> | Veðrið var mjög gott, yndislegur sumarmorgunn, eins og þeir eru svo margir hér á fögru eyjunni okkar, örlítill austan blær, heiðskírt loft og glampandi sólskin og hiti.<br> | ||
Hásetarnir fóru nú að koma til skips. Fyrstur kom [[Sigurður Sæmundsson|Sigurður gamli]], mig minnir hann vera Sæmundsson (og þá sennilega faðir [[Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir (Hólum)|Guðbjargar]] í [[Hólar|Hólum]] hér), þá máske um sjötugt, með mikið grátt skegg, loðnar og miklar augnabrúnir. Hann var mjög geðugur maður ásýndum og góður í reynd, ekki sízt við unglinga. Nú var hann orðinn lasburða, en var gamall og góður háseti Sigga í Vegg. Næstur kom [[Ólafur Ingvarsson (Miðhúsum)|Óli]] á [[Miðhús|Miðhúsum]] Ingvarsson, með pípuna upp í sér eins og venjulega, allra bezti karl, kátur og skemmtilegur. Síðastur kom svo formaðurinn, Sigurður Ólafsson í Vegg. | Hásetarnir fóru nú að koma til skips. Fyrstur kom [[Sigurður Sæmundsson (Kirkjubæ)|Sigurður gamli]], mig minnir hann vera Sæmundsson (og þá sennilega faðir [[Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir (Hólum)|Guðbjargar]] í [[Hólar|Hólum]] hér), þá máske um sjötugt, með mikið grátt skegg, loðnar og miklar augnabrúnir. Hann var mjög geðugur maður ásýndum og góður í reynd, ekki sízt við unglinga. Nú var hann orðinn lasburða, en var gamall og góður háseti Sigga í Vegg. Næstur kom [[Ólafur Ingvarsson (Miðhúsum)|Óli]] á [[Miðhús|Miðhúsum]] Ingvarsson, með pípuna upp í sér eins og venjulega, allra bezti karl, kátur og skemmtilegur. Síðastur kom svo formaðurinn, Sigurður Ólafsson í Vegg. Tuggði hann ákaft skroið, sem var vani hans, því hann var tóbaksmaður mikill. Hann var mætasti maður og skemmtilegur í sínum hóp, einn af þessum óskiljanlega netfisknu mönnum, sem jafnvel dró óðan fisk úr ördeyðu. Sigga gamla bar nú að til skips með árar og fleira dót berandi. Bauð hann góðan daginn og bað mig svo að koma með sér og sækja fleira smálegt, sem vantaði í bátinn. —<br> | ||
Að því búnu var ýtt á flot, sem gekk frekar seint | Að því búnu var ýtt á flot, sem gekk frekar seint því engir vorum við kraftamenn þarna í hópnum. Þó flaut um síðir og var þá lagt af stað. Bar ekkert sérlegt til tíðinda á leiðinni annað en það, að móts við bræðsluhús [[Austurbúðin|Austurbúðarinnar]], lögðu karlarnir upp, tóku ofan höfuðfötin — og ég náttúrlega líka — og þuldu eitthvað hátíðlega og hljóðlega í barm sér, sem ég ekki heyrði, en hefur auðvitað verið sjóferðabæn, sem þá tíðkuðust sem sjálfsagður og ófrávíkjanlegur siður. Enga kunni ég slíka bænina og lét ég mér hví nægja að biðja guð að vera með mér í þessari ferð og alla aðra daga og sagði svo bara amen, þótt eflaust hafi það ekki verið tímabært, þar eð fyrstur lauk ég við bænagerðina, langt á undan hinum. Eftir þetta var svo lagt af stað aftur, haldið austur fyrir [[Heimklettur|Klett]] og inn á [[Flúðir]] og bar ekkert til tíðinda, fyrr en komið var inn á Flúðamiðin inn af Heimaey.<br> | ||
Þar renndum við færum okkar. Ég reyndi að bera mig sem mannalegast til. Ekki hafði Sigurður formaður keipað nema tvisvar, þrisvar, er hann setti í fisk og innbyrti stærðar þyrskling. Dró hann víst eina sex eða sjö fiska áður en ég varð var og þótti mér mín frammistaða aumleg og fjandi hart að sjá karlinn draga svona hvern af öðrum. Ekki leið heldur á löngu áður en hinir fóru að draga líka, fyrst Sigurður Sæm., svo Óli en ég varð alls ekki var. Fannst mér þó ég bera mig að alveg eins og hinir. Fór nú formaðurinn að verða æði brúnaþungur að mér fannst, setti húfuna ofan í augu, tuggði ótt og títt og spýtti. „Hertu þig | Þar renndum við færum okkar. Ég reyndi að bera mig sem mannalegast til. Ekki hafði Sigurður formaður keipað nema tvisvar, þrisvar, er hann setti í fisk og innbyrti stærðar þyrskling. Dró hann víst eina sex eða sjö fiska, áður en ég varð var og þótti mér mín frammistaða aumleg og fjandi hart að sjá karlinn draga svona hvern af öðrum. Ekki leið heldur á löngu áður en hinir fóru að draga líka, fyrst Sigurður Sæm., svo Óli en ég varð alls ekki var. Fannst mér þó ég bera mig að alveg eins og hinir. Fór nú formaðurinn að verða æði brúnaþungur að mér fannst, setti húfuna ofan í augu, tuggði ótt og títt og spýtti. „Hertu þig drengur,“ sagði hann við mig, „hafðu uppi og vittu hvort ekki er uppundið hjá þér“. Ég gerði þetta og var taumurinn margvafinn um sökkuna og fyrir ofan hana. „Ha... ha... hí... hí...“ skríkti í Óla góðlátlega „kopp gjörð hí... hí...“ Siggi gat víst ekki annað en brosað að vandræðasvipnum, sem á mér var, því hann sagði brosandi og vinalega: „Renndu nú aftur, drengur. Keipaðu ekki með neinum rikkjum, bara jafnt og þéttingsfast og taktu svona faðm í grunnmál“. Ég gerði þetta og jókst ásmegin við orð formannsins. Leið heldur ekki á löngu, þar til ég festi í drætti. Það var skrambi fallegur stútungur, svo ég varð víst eitt sólskinsbros og harla glaður. „Já, seigur, laxi minn“, sagði Sigurður Sæm. „Ekki var hann ljótur þessi fyrsti hjá þér,“ og svo skar hann með hníf sínum skurð í haus sprikklandi fiskinum. „Er þetta Máríufiskurinn?“ spurði Siggi formaður. Ég leit spyrjandi upp. „Þetta?“ svaraði ég, leit svo á fiskinn og vissi ekki hvern skramban sjálfan karlinn átti við. „Þetta . . . n..e . . . . nei, þetta er bara venjulegur stútungur“, svaraði ég svo í einfeldni minni og fávizku. Þá hlógu nú karlarnir heldur en ekki að mér. Tóbakstuggan hentist út úr Sigga niður í bátinn og taumar af tóbakslegi runnu í stríðum straumum niður munnvik hans og höku. Hann tók bókstaflega andköf af hlátri, karlinn. Óli gamli híaði og hvissaði, fyrst ósköp hóglátlega, en þreif svo pípustertinn út úr sér í ofboði og hló innilega. Held ég að hann hafi engu minna hlegið að Sigga formanni, hlátri hans og tilburðum, en svari mínu við Máríufiskinum. Siggi gamli Sæm. tók um ennið og lét fallast niður á þóftuna og hló hýrlega í skeggið. Ég varð eitt spurningamerki fyrst, en fór svo bara að hlæja líka þó ég hinsvegar vissi ekkert af hverju hlegið var svona hjartanlega. Fullviss þóttist ég þó um, að ég hefði gert einhverja bölvaða vitleysu. Eftir stutta stund fór skipshöfnin að jafna sig og var þá farið að útskýra fyrir mér þetta með Máríufiskinn. Held ég, að þeim skýringum og nafni Máríufisksins gleymi ég aldrei. Hinsvegar var þessi fallegi stútungur ekki Máríufiskurinn minn, því hann dró ég innanborðs hjá pabba og [[Ritverk Árna Árnasonar/Guðni Hjörtur Johnsen|Guðna sál. Johnsen]] skammt inn af [[Elliðaey]] nokkru fyrr, en ekkert vissi ég hvað um þann blessaða fisk varð. Máske er það þess vegna, að ég hef aldrei síðan þetta vor getað dregið skammlaust fisk úr sjó, hvað þá að ég yrði nokkur aflamaður um æfina. Siggi formaður vildi þó ekki viðurkenna það sem Máríufiskinn minn, því þá hefði ég ekki verið ''„justeraður“'' háseti, sagði hann. Nú fór allt að ganga betur hjá mér og dró ég svona álíka og þeir Sigurður Sæm. og Óli eftir þetta. Formaðurinn fór, að mér fannst, að veita mér athygli og sýndist mér brúnir hans léttast og þótti vænt um. Ekki var ég allskostar frír við sjóveiki, en reyndi að harka hana af mér og bera mig sem mannalegast. Sátum við þarna á færum eitthvað fram yfir hádegið og fiskuðum bara sæmilega. Mig minnir klukkan hafi verið um 2, þegar formaðurinn sagði að hafa uppi og skyldi þá heim haldið. Höfðum við enn yndælasta veður, sólskin og nærri logn. Ekki höfðum við lengi róið í hægðum okkar, þegar allt í einu kom eitthvað ógnarlegt ferlíki upp úr sjónum skammt frá okkur og fellur niður með feikna busli og boðaföllum. Mér brá ákaflega mikið og spurði með ákefð, hvað þetta væri. „Þetta er bölvaður Léttir,“ svaraði Siggi formaður all þungur á brúnina og spýtti út fyrir borðstokkinn af einhverjum fídonskrafti, því svo langt spýtti hann, að mér blöskraði.<br> | ||
Duttu mér þá í hug allar sögurnar, sen ég hafi heyrt um Létti, hvernig hann reyndi stöðugt að færa allt í kaf sem flyti, hversu áleitinn hann hefði verið sagður við báta hér og jafnvel valdið manntjón.<br> | Duttu mér þá í hug allar sögurnar, sen ég hafi heyrt um Létti, hvernig hann reyndi stöðugt að færa allt í kaf sem flyti, hversu áleitinn hann hefði verið sagður við báta hér og jafnvel valdið manntjón.<br> | ||
Nú var þessi skepna hér á ferðinni og virtist vera einhver bölvaður ærslagangur í henni, sem ég sá, að skipverjum var ekki sama um. Rétt seinna kom Léttir aftur upp og nú rétt aftan við bátinn og þurrkaði fiskurinn sig alveg upp úr sjónum svo ég sá hann greini lega og að þetta var stærðar hvalur. Varð ég alveg logandi | Nú var þessi skepna hér á ferðinni og virtist vera einhver bölvaður ærslagangur í henni, sem ég sá, að skipverjum var ekki sama um. Rétt seinna kom Léttir aftur upp og nú rétt aftan við bátinn og þurrkaði fiskurinn sig alveg upp úr sjónum svo ég sá hann greini lega og að þetta var stærðar hvalur. Varð ég alveg logandi hræddur og steinhætti að damla með árinni, sem ég skil ekkert í, að ég skyldi ekki missa úr skjálfandi höndunum. Ég sá að körlunum hafði brugðið mikið við þessar aðfarir fiskjarins og lái ég þeim það ekki. Siggi formaður skipaði nú að róa í einlægum krókum og hlykkjum, því hann kvað Létti ávallt gera ráð fyrir að báturinn færi beint og honum vildi hann nú granda og færa í kaf. Við breyttum strax stefnu og reyndist ályktun Sigga rétt, því nú kom fiskurinn upp í allt annarri átt en við vorum og töluvert fjarri okkur og skall niður með feikna boðaföllum mjög nálægt þeim stað, sem við sennilega hefðum verið á, ef stefnu hefði ekki verið breytt. Eftir nokkra stund kom hann enn upp og nú rétt við hliðina á okkur og urðu boðaföll svo mikil, að mér datt ekki annnð í hug en bátinn myndi fylla og við farast. „Mikil bölvuð læti eru í hvalskrattanum“, andvarpaði ég, lafhræddur, en enginn anzaði mér. Aðeins Óli gamli renndi til mín augnatilliti, sem ómögulegt var annað en skilja sem beiðni um að steinþegja. „Vendum nú á bak og fljótir nú“, sagði formaðurinn og rérum við sem við gátum öfugt við það, sem áður. Nú kom hvalurinn upp nokkuð langt frá okkur og breyttum við þá enn um stefnu. Svona gekk þetta lengi. Við rérum í tómum hlikkjum og alltaf var djöfsi að koma upp og skella sér ýmist nálægt eða fjarri okkur. Var ég orðinn alldeilis slituppgefinn og fannst þessi eltingarleikur hafa staðið eilífðartíma, þegar loks við sáum stórfiskinn koma upp og skella sér langt í burtu frá okkur og sáum hann svo ekki meira.<br> | ||
Ég held, að ég hafi aldrei verið hræddari um líf mitt en í þetta skipti og er það kannske að vonum. Þetta eru engir smámurtar að leika við. Allir vorum við slituppgefnir | Ég held, að ég hafi aldrei verið hræddari um líf mitt en í þetta skipti og er það kannske að vonum. Þetta eru engir smámurtar að leika við. Allir vorum við slituppgefnir eftir róðurinn og var nú hvílt sig um stund, en síðan farið að damla í rólegheitum heimleiðis. Karlarnir, sem helzt ekki höfðu mælt eitt aukatekið orð meðan þessi ósköp stóðu yfir, urðu nú skrafhreyfnir og hófu upp frásagnir og hroðasögur af illhvelum og manngröndum þeirra hér við Eyjar. Var af mörgum sögnum að taka svo heimróðurinn fannst mér ekki taka langan tíma, en heim í [[Lækurinn|Læk]] komum við kl. um fimm, alldasaðir, en höfðum fengið nálægt hundrað dráttum á skip. Þótti mér mikið um ferð þessa, bæði vegna aflans og svo hættunnar og þóttist jafnvel meiri maður en áður, og var líka alls óhræddur í landi.<br> | ||
Siggi formaður fór svo að skipta aflanum og þá kom hann aftur að Máríufiskinum mínum. „Taktu stútunginn, sem þú dróst fyrst í morgun, drengur. Það er þinn virkilegi Máríufiskur og gefðu [[Guðmundur Ögmundsson (Borg)|Gvendi]] gamla í [[Borg (við Stakkagerðistún)|Borg]] hann í kvöld“. Sigurður Sæm. tók í sama strenginn. „Gerðu það, laxi minn“ sagði hann. „Það er gaman fyrir þig að gleðja hann, blessaðan“. Ég lét mér þetta að kenningu verða og færði Guðmundi gamla í Borg, Ögmundssyni, stútunginn minn fræga með skurðinn á kinnfiskinum, Máríufiskinn minn. Gamli maðurinn varð glaður við. Bað hann mér allrar blessunar og velfarnaðar í lífinu og sagði mjög á þessa leið er hann hélt í granna hönd mína með sinni sterklegu járnsmiðshendi: „Sjómannshendi hefur þú ekki, góði minn, og munu þér önnur störf falin verða í lífinu. Segðu mömmu þinni og pabba það frá mér“. Ég þakkaði honum góðar fyrirbænir, kvaddi hann og Guðnýju bústýru hans og hélt heim harla glaður yfir að hafa glatt merkismanninn gamla í Borg og góðvin foreldra minna.<br> | Siggi formaður fór svo að skipta aflanum og þá kom hann aftur að Máríufiskinum mínum. „Taktu stútunginn, sem þú dróst fyrst í morgun, drengur. Það er þinn virkilegi Máríufiskur og gefðu [[Guðmundur Ögmundsson (Borg)|Gvendi]] gamla í [[Borg (við Stakkagerðistún)|Borg]] hann í kvöld“. Sigurður Sæm. tók í sama strenginn. „Gerðu það, laxi minn“ sagði hann. „Það er gaman fyrir þig að gleðja hann, blessaðan“. Ég lét mér þetta að kenningu verða og færði Guðmundi gamla í Borg, Ögmundssyni, stútunginn minn fræga með skurðinn á kinnfiskinum, Máríufiskinn minn. Gamli maðurinn varð glaður við. Bað hann mér allrar blessunar og velfarnaðar í lífinu og sagði mjög á þessa leið er hann hélt í granna hönd mína með sinni sterklegu járnsmiðshendi: „Sjómannshendi hefur þú ekki, góði minn, og munu þér önnur störf falin verða í lífinu. Segðu mömmu þinni og pabba það frá mér“. Ég þakkaði honum góðar fyrirbænir, kvaddi hann og Guðnýju bústýru hans og hélt heim harla glaður yfir að hafa glatt merkismanninn gamla í Borg og góðvin foreldra minna.<br> | ||
Má með sanni segja, að spá hans hafi rætzt, hvernig svo sem hann sá þetta, að mestu steinblint gamalmennið.<br> | Má með sanni segja, að spá hans hafi rætzt, hvernig svo sem hann sá þetta, að mestu steinblint gamalmennið.<br> | ||
Hann lézt að mig minnir árið eftir, þ. e. í maí 1914 háaldraður. Hann var faðir [[Ástgeir Guðmundsson|Ástgeirs]] bátasmiðs í [[Litlibær|Litlabæ]]. — Ekki var ég lengur hjá Sigurði Ólafssyni í Vegg á bátnum en umtalað var og lauk þar með að mestu mínum sjómannsferli.<br> | Hann lézt að mig minnir árið eftir, þ. e. í maí 1914, háaldraður. Hann var faðir [[Ástgeir Guðmundsson|Ástgeirs]] bátasmiðs í [[Litlibær|Litlabæ]]. — Ekki var ég lengur hjá Sigurði Ólafssyni í Vegg á bátnum en umtalað var og lauk þar með að mestu mínum sjómannsferli.<br> | ||
Nokkrum dögum eftir umrædda sjóferð, varð jafnaldra frændi minn einnig háseti Sigurðar í forföllum Sigurðar Sæmundssonar og var mikil dráttarkeppni á milli okkar frændanna, sem hann vitanlega sigraði í með miklum yfirburðinn, þar eð hann var vel fiskinn en ekki fiskifæla eins og ég.<br> | Nokkrum dögum eftir umrædda sjóferð, varð jafnaldra frændi minn einnig háseti Sigurðar í forföllum Sigurðar Sæmundssonar og var mikil dráttarkeppni á milli okkar frændanna, sem hann vitanlega sigraði í með miklum yfirburðinn, þar eð hann var vel fiskinn, en ekki fiskifæla eins og ég.<br> | ||
Nú eru allir þessir nefndu menn horfnir til feðra sinna, en ég minnist þeirra hvers um sig með hlýjum huga og þakka þeim stutta en góða samleið.<br> | Nú eru allir þessir nefndu menn horfnir til feðra sinna, en ég minnist þeirra hvers um sig með hlýjum huga og þakka þeim stutta en góða samleið.<br> | ||
<center>[[Mynd:Kappróður á Sjómannadaginn 1952.png|500px|ctr]]</center> | |||
<center>''Kappróður á Sjómannadaginn 1952.</center> | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 6. janúar 2018 kl. 14:50
Þú heldur ef til vill, lesari góður, að jafnmikill landkrabbi og ég er, hafi aldrei á sjó komið og sízt sem háseti, svo ekki sé nú talað um hærri stöðu á þeim vettvangi lífsins. En þar skjöplast þér vissulega, vinur sæll, því að ég var einu sinni brotabrot úr sjómanni, réri part úr vorvertíð með ágætum fiskimönnum á handfæri, lenti meira að segja í stórhættulegu ævintýri á þess tíma mælikvarða og stóð mig eftir atvikum vel. (Það sagði reyndar enginn nema ég sjálfur). Ég skal gjarnan hér með kynna þig fyrir formanni mínum og meðhásetum og fyrsta róðri mínum, sem virkilegum háseta!
Síðan eru nú liðin 40 ár, en þessi merkisviðburður er mér enn í fersku minni. - Ég hafði legið vakandi síðasta klukkutímann í rúminu og hlustað, gónt upp í loftið og hlustað.
Ég svaf inni hjá pabba og mömmu og hafði sem allra minnst bært á mér, til þess að vekja þau ekki, bæði örþreytt eftir dagsins erfiði og þurftu því sannarlega hvíldar með. Loksins heyrði ég fótatak, sem nálgaðist gluggann hægt og hægt. Svo var drepið hægt og ofurlétt á rúðuna. Ég fór fram úr og bankaði á móti í sama dúr, og formaðurinn fór aftur. Hann hafði verið að kalla mig til sjós, kalla mig ófermdan strákhvolpinn, sem helzt enginn réði við fyrir bölvaðri óþægð og sem nú hafði legið andvaka meiripart næturinnar af tilhlökkun að fara að róa.
Ég leit á klukkuna og sýndi hún 15 mínútur yfir fimm. Ég klæddi mig í flýti, greip bitann, sem mamma hafði útbúið kvöldið áður handa mér og kvaddi svo foreldra mína, sem nú voru bæði vöknuð. Kannske höfðu þau líka verið vakandi og litið þegjandi eftir mér, þar eð þetta var í fyrsta skipti sem ég fór í verulega sjóferð og laut stjórn vandalausra þar. Efalaust hafa þau viljað fylgjast með klæðnaði mínum og útbúnaði, hvort ekkert vantaði svo vel væri. Þau báðu mér allrar blessunar og þess að vera formanninum hlýðinn, hásetunum góður félagi og taka öllum leiðbeiningum með góðu. Ég lofaði þessu fúslega og flýtti mér svo til skips, en það stóð í hrófunum í Íshúsvikinu. Ég var fyrstur þangað. Enginn af skipshöfninni var enn mættur. Ég fór því þarna í einverunni að skoða skipið, sem ég átti að róa á. Það var nú varast hægt að kalla það skip, en það var þó allra laglegasti bátur, grár að lit með svartri rönd. Formaður minn Siggi í Vegg, átti þennan fallega bát, sem var stolt hans og bezta eign. Siggi gamli hafði lofað að taka mig með sér á sjóinn fram að lundatíma þetta sumar. Hann var vanur að hafa stráka, sem háseta, kunni vel á þeim lagið og kenndi þeim vel, enda hafði hann ærið marga slíka háseta á seinni árum sínum, stundum einn og tvo í einu. Munu því vissulega margir minnast Sigurðar Ólafssonar í Vegg, sem fyrsta formanns síns með hlýju.
Veðrið var mjög gott, yndislegur sumarmorgunn, eins og þeir eru svo margir hér á fögru eyjunni okkar, örlítill austan blær, heiðskírt loft og glampandi sólskin og hiti.
Hásetarnir fóru nú að koma til skips. Fyrstur kom Sigurður gamli, mig minnir hann vera Sæmundsson (og þá sennilega faðir Guðbjargar í Hólum hér), þá máske um sjötugt, með mikið grátt skegg, loðnar og miklar augnabrúnir. Hann var mjög geðugur maður ásýndum og góður í reynd, ekki sízt við unglinga. Nú var hann orðinn lasburða, en var gamall og góður háseti Sigga í Vegg. Næstur kom Óli á Miðhúsum Ingvarsson, með pípuna upp í sér eins og venjulega, allra bezti karl, kátur og skemmtilegur. Síðastur kom svo formaðurinn, Sigurður Ólafsson í Vegg. Tuggði hann ákaft skroið, sem var vani hans, því hann var tóbaksmaður mikill. Hann var mætasti maður og skemmtilegur í sínum hóp, einn af þessum óskiljanlega netfisknu mönnum, sem jafnvel dró óðan fisk úr ördeyðu. Sigga gamla bar nú að til skips með árar og fleira dót berandi. Bauð hann góðan daginn og bað mig svo að koma með sér og sækja fleira smálegt, sem vantaði í bátinn. —
Að því búnu var ýtt á flot, sem gekk frekar seint því engir vorum við kraftamenn þarna í hópnum. Þó flaut um síðir og var þá lagt af stað. Bar ekkert sérlegt til tíðinda á leiðinni annað en það, að móts við bræðsluhús Austurbúðarinnar, lögðu karlarnir upp, tóku ofan höfuðfötin — og ég náttúrlega líka — og þuldu eitthvað hátíðlega og hljóðlega í barm sér, sem ég ekki heyrði, en hefur auðvitað verið sjóferðabæn, sem þá tíðkuðust sem sjálfsagður og ófrávíkjanlegur siður. Enga kunni ég slíka bænina og lét ég mér hví nægja að biðja guð að vera með mér í þessari ferð og alla aðra daga og sagði svo bara amen, þótt eflaust hafi það ekki verið tímabært, þar eð fyrstur lauk ég við bænagerðina, langt á undan hinum. Eftir þetta var svo lagt af stað aftur, haldið austur fyrir Klett og inn á Flúðir og bar ekkert til tíðinda, fyrr en komið var inn á Flúðamiðin inn af Heimaey.
Þar renndum við færum okkar. Ég reyndi að bera mig sem mannalegast til. Ekki hafði Sigurður formaður keipað nema tvisvar, þrisvar, er hann setti í fisk og innbyrti stærðar þyrskling. Dró hann víst eina sex eða sjö fiska, áður en ég varð var og þótti mér mín frammistaða aumleg og fjandi hart að sjá karlinn draga svona hvern af öðrum. Ekki leið heldur á löngu áður en hinir fóru að draga líka, fyrst Sigurður Sæm., svo Óli en ég varð alls ekki var. Fannst mér þó ég bera mig að alveg eins og hinir. Fór nú formaðurinn að verða æði brúnaþungur að mér fannst, setti húfuna ofan í augu, tuggði ótt og títt og spýtti. „Hertu þig drengur,“ sagði hann við mig, „hafðu uppi og vittu hvort ekki er uppundið hjá þér“. Ég gerði þetta og var taumurinn margvafinn um sökkuna og fyrir ofan hana. „Ha... ha... hí... hí...“ skríkti í Óla góðlátlega „kopp gjörð hí... hí...“ Siggi gat víst ekki annað en brosað að vandræðasvipnum, sem á mér var, því hann sagði brosandi og vinalega: „Renndu nú aftur, drengur. Keipaðu ekki með neinum rikkjum, bara jafnt og þéttingsfast og taktu svona faðm í grunnmál“. Ég gerði þetta og jókst ásmegin við orð formannsins. Leið heldur ekki á löngu, þar til ég festi í drætti. Það var skrambi fallegur stútungur, svo ég varð víst eitt sólskinsbros og harla glaður. „Já, seigur, laxi minn“, sagði Sigurður Sæm. „Ekki var hann ljótur þessi fyrsti hjá þér,“ og svo skar hann með hníf sínum skurð í haus sprikklandi fiskinum. „Er þetta Máríufiskurinn?“ spurði Siggi formaður. Ég leit spyrjandi upp. „Þetta?“ svaraði ég, leit svo á fiskinn og vissi ekki hvern skramban sjálfan karlinn átti við. „Þetta . . . n..e . . . . nei, þetta er bara venjulegur stútungur“, svaraði ég svo í einfeldni minni og fávizku. Þá hlógu nú karlarnir heldur en ekki að mér. Tóbakstuggan hentist út úr Sigga niður í bátinn og taumar af tóbakslegi runnu í stríðum straumum niður munnvik hans og höku. Hann tók bókstaflega andköf af hlátri, karlinn. Óli gamli híaði og hvissaði, fyrst ósköp hóglátlega, en þreif svo pípustertinn út úr sér í ofboði og hló innilega. Held ég að hann hafi engu minna hlegið að Sigga formanni, hlátri hans og tilburðum, en svari mínu við Máríufiskinum. Siggi gamli Sæm. tók um ennið og lét fallast niður á þóftuna og hló hýrlega í skeggið. Ég varð eitt spurningamerki fyrst, en fór svo bara að hlæja líka þó ég hinsvegar vissi ekkert af hverju hlegið var svona hjartanlega. Fullviss þóttist ég þó um, að ég hefði gert einhverja bölvaða vitleysu. Eftir stutta stund fór skipshöfnin að jafna sig og var þá farið að útskýra fyrir mér þetta með Máríufiskinn. Held ég, að þeim skýringum og nafni Máríufisksins gleymi ég aldrei. Hinsvegar var þessi fallegi stútungur ekki Máríufiskurinn minn, því hann dró ég innanborðs hjá pabba og Guðna sál. Johnsen skammt inn af Elliðaey nokkru fyrr, en ekkert vissi ég hvað um þann blessaða fisk varð. Máske er það þess vegna, að ég hef aldrei síðan þetta vor getað dregið skammlaust fisk úr sjó, hvað þá að ég yrði nokkur aflamaður um æfina. Siggi formaður vildi þó ekki viðurkenna það sem Máríufiskinn minn, því þá hefði ég ekki verið „justeraður“ háseti, sagði hann. Nú fór allt að ganga betur hjá mér og dró ég svona álíka og þeir Sigurður Sæm. og Óli eftir þetta. Formaðurinn fór, að mér fannst, að veita mér athygli og sýndist mér brúnir hans léttast og þótti vænt um. Ekki var ég allskostar frír við sjóveiki, en reyndi að harka hana af mér og bera mig sem mannalegast. Sátum við þarna á færum eitthvað fram yfir hádegið og fiskuðum bara sæmilega. Mig minnir klukkan hafi verið um 2, þegar formaðurinn sagði að hafa uppi og skyldi þá heim haldið. Höfðum við enn yndælasta veður, sólskin og nærri logn. Ekki höfðum við lengi róið í hægðum okkar, þegar allt í einu kom eitthvað ógnarlegt ferlíki upp úr sjónum skammt frá okkur og fellur niður með feikna busli og boðaföllum. Mér brá ákaflega mikið og spurði með ákefð, hvað þetta væri. „Þetta er bölvaður Léttir,“ svaraði Siggi formaður all þungur á brúnina og spýtti út fyrir borðstokkinn af einhverjum fídonskrafti, því svo langt spýtti hann, að mér blöskraði.
Duttu mér þá í hug allar sögurnar, sen ég hafi heyrt um Létti, hvernig hann reyndi stöðugt að færa allt í kaf sem flyti, hversu áleitinn hann hefði verið sagður við báta hér og jafnvel valdið manntjón.
Nú var þessi skepna hér á ferðinni og virtist vera einhver bölvaður ærslagangur í henni, sem ég sá, að skipverjum var ekki sama um. Rétt seinna kom Léttir aftur upp og nú rétt aftan við bátinn og þurrkaði fiskurinn sig alveg upp úr sjónum svo ég sá hann greini lega og að þetta var stærðar hvalur. Varð ég alveg logandi hræddur og steinhætti að damla með árinni, sem ég skil ekkert í, að ég skyldi ekki missa úr skjálfandi höndunum. Ég sá að körlunum hafði brugðið mikið við þessar aðfarir fiskjarins og lái ég þeim það ekki. Siggi formaður skipaði nú að róa í einlægum krókum og hlykkjum, því hann kvað Létti ávallt gera ráð fyrir að báturinn færi beint og honum vildi hann nú granda og færa í kaf. Við breyttum strax stefnu og reyndist ályktun Sigga rétt, því nú kom fiskurinn upp í allt annarri átt en við vorum og töluvert fjarri okkur og skall niður með feikna boðaföllum mjög nálægt þeim stað, sem við sennilega hefðum verið á, ef stefnu hefði ekki verið breytt. Eftir nokkra stund kom hann enn upp og nú rétt við hliðina á okkur og urðu boðaföll svo mikil, að mér datt ekki annnð í hug en bátinn myndi fylla og við farast. „Mikil bölvuð læti eru í hvalskrattanum“, andvarpaði ég, lafhræddur, en enginn anzaði mér. Aðeins Óli gamli renndi til mín augnatilliti, sem ómögulegt var annað en skilja sem beiðni um að steinþegja. „Vendum nú á bak og fljótir nú“, sagði formaðurinn og rérum við sem við gátum öfugt við það, sem áður. Nú kom hvalurinn upp nokkuð langt frá okkur og breyttum við þá enn um stefnu. Svona gekk þetta lengi. Við rérum í tómum hlikkjum og alltaf var djöfsi að koma upp og skella sér ýmist nálægt eða fjarri okkur. Var ég orðinn alldeilis slituppgefinn og fannst þessi eltingarleikur hafa staðið eilífðartíma, þegar loks við sáum stórfiskinn koma upp og skella sér langt í burtu frá okkur og sáum hann svo ekki meira.
Ég held, að ég hafi aldrei verið hræddari um líf mitt en í þetta skipti og er það kannske að vonum. Þetta eru engir smámurtar að leika við. Allir vorum við slituppgefnir eftir róðurinn og var nú hvílt sig um stund, en síðan farið að damla í rólegheitum heimleiðis. Karlarnir, sem helzt ekki höfðu mælt eitt aukatekið orð meðan þessi ósköp stóðu yfir, urðu nú skrafhreyfnir og hófu upp frásagnir og hroðasögur af illhvelum og manngröndum þeirra hér við Eyjar. Var af mörgum sögnum að taka svo heimróðurinn fannst mér ekki taka langan tíma, en heim í Læk komum við kl. um fimm, alldasaðir, en höfðum fengið nálægt hundrað dráttum á skip. Þótti mér mikið um ferð þessa, bæði vegna aflans og svo hættunnar og þóttist jafnvel meiri maður en áður, og var líka alls óhræddur í landi.
Siggi formaður fór svo að skipta aflanum og þá kom hann aftur að Máríufiskinum mínum. „Taktu stútunginn, sem þú dróst fyrst í morgun, drengur. Það er þinn virkilegi Máríufiskur og gefðu Gvendi gamla í Borg hann í kvöld“. Sigurður Sæm. tók í sama strenginn. „Gerðu það, laxi minn“ sagði hann. „Það er gaman fyrir þig að gleðja hann, blessaðan“. Ég lét mér þetta að kenningu verða og færði Guðmundi gamla í Borg, Ögmundssyni, stútunginn minn fræga með skurðinn á kinnfiskinum, Máríufiskinn minn. Gamli maðurinn varð glaður við. Bað hann mér allrar blessunar og velfarnaðar í lífinu og sagði mjög á þessa leið er hann hélt í granna hönd mína með sinni sterklegu járnsmiðshendi: „Sjómannshendi hefur þú ekki, góði minn, og munu þér önnur störf falin verða í lífinu. Segðu mömmu þinni og pabba það frá mér“. Ég þakkaði honum góðar fyrirbænir, kvaddi hann og Guðnýju bústýru hans og hélt heim harla glaður yfir að hafa glatt merkismanninn gamla í Borg og góðvin foreldra minna.
Má með sanni segja, að spá hans hafi rætzt, hvernig svo sem hann sá þetta, að mestu steinblint gamalmennið.
Hann lézt að mig minnir árið eftir, þ. e. í maí 1914, háaldraður. Hann var faðir Ástgeirs bátasmiðs í Litlabæ. — Ekki var ég lengur hjá Sigurði Ólafssyni í Vegg á bátnum en umtalað var og lauk þar með að mestu mínum sjómannsferli.
Nokkrum dögum eftir umrædda sjóferð, varð jafnaldra frændi minn einnig háseti Sigurðar í forföllum Sigurðar Sæmundssonar og var mikil dráttarkeppni á milli okkar frændanna, sem hann vitanlega sigraði í með miklum yfirburðinn, þar eð hann var vel fiskinn, en ekki fiskifæla eins og ég.
Nú eru allir þessir nefndu menn horfnir til feðra sinna, en ég minnist þeirra hvers um sig með hlýjum huga og þakka þeim stutta en góða samleið.