„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1986/Þorskhausar og beinakex“: Munur á milli breytinga
StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <big>'''Kristinn V. Pálsson:'''</big><br> <center><big><big>'''Þorskhausar og beinakex'''</big></big></center><br> Nú er langt um liðið síðan svartlitar ...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 1 notanda) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big>'''[[Kristinn Pálsson|Kristinn V. Pálsson]]:'''</big><br> | <big>'''[[Kristinn Pálsson|Kristinn V. Pálsson]]:'''</big><br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-09-01 at 08.22.18.png|300px|thumb]] | |||
<center><big><big>'''Þorskhausar og beinakex'''</big></big></center><br> | <center><big><big>'''Þorskhausar og beinakex'''</big></big></center><br> | ||
Nú er langt um liðið síðan svartlitar skútur sóttu hingað á fiskimiðin við Eyjar og stunduðu hér línu- og handfæraveiðar á vetrum og fram á vordaga. Aflinn var | Nú er langt um liðið síðan svartlitar skútur sóttu hingað á fiskimiðin við Eyjar og stunduðu hér línu- og handfæraveiðar á vetrum og fram á vordaga. Aflinn var verkaður um borð og siglt svo með hann til Færeyja. En ef óveður var í aðsigi leituðu þær til hafnar og var þá oft stór floti þeirra hér samankominn svo að tugir töldust. Ennfremur höfðu Færeyingar þann sið að róa ekki á sunnudögum.<br> | ||
Skútumenn voru þá mikið á ferli í bænum, þessir peysuklæddu menn sem þrömmuðu um götur og torg og kölluðu Íslendinga jáara. Þetta voru upp til hópa vingjarnlegir menn og gæðablóð inni við beinið. Það var auðvelt að kynnast þeim þó að málið væri blandið. Hér áttu þeir margir hverjir skyldmenni og heimboð oft á tíðum.<br> | Skútumenn voru þá mikið á ferli í bænum, þessir peysuklæddu menn sem þrömmuðu um götur og torg og kölluðu Íslendinga jáara. Þetta voru upp til hópa vingjarnlegir menn og gæðablóð inni við beinið. Það var auðvelt að kynnast þeim þó að málið væri blandið. Hér áttu þeir margir hverjir skyldmenni og heimboð oft á tíðum.<br> | ||
Ár eftir ár komu sömu skúturnar og skipsmenn orðnir hagvanir hér. Þetta tímabil var ánægjulegt hjá unglingum. Strax þegar fyrstu siglutrén sáust við sjóndeildarhringinn var eftirvænting mikil að komast um borð og biðja um beinakex, hvítar harðar kökur.<br> | Ár eftir ár komu sömu skúturnar og skipsmenn orðnir hagvanir hér. Þetta tímabil var ánægjulegt hjá unglingum. Strax þegar fyrstu siglutrén sáust við sjóndeildarhringinn var eftirvænting mikil að komast um borð og biðja um beinakex, hvítar harðar kökur.<br> | ||
Lína 8: | Lína 8: | ||
Það var einu sinni seint í aprílmánuði að óveður hafði hamlað veiðum um tíma og flestar skútur voru í höfn. Þrír drengir voru um borð í árabát við skútu sem lá nyrst í langri röð. Tveir menn hölluðu sér út á borðstokkinn og buðu upp á kex. Engir aðrir virtust vera um borð. Þetta voru sennilega vaktmenn. Þeir kváðust vilja semja við drengina upp á það að þeim yrðu útvegaðir þorskhausar í skiptum fyrir beinakex, en þetta yrði að ganga hljótt fyrir sig og án vitundar annarra, ella kynni illa að fara. Drengirnir voru fúsir til verksins og var fastmælum bundið að um miðnætti yrðu þeir við skipshlið. Fyrir þá var þetta spennandi viðfangsefni að þegja yfir leyndarmáli. Dagur leið að kveldi en seint fannst þeim byrja að skyggja. Svo leið að því að hafist skyldi handa. Þeim var auðvelt að útvega hausana í gúanóportinu. Þeir gættu þess að hirða aðeins þá sem ógellaðir voru. Það hafði verið brýnt fyrir þeim, annars væri verkið ónýtt.<br> | Það var einu sinni seint í aprílmánuði að óveður hafði hamlað veiðum um tíma og flestar skútur voru í höfn. Þrír drengir voru um borð í árabát við skútu sem lá nyrst í langri röð. Tveir menn hölluðu sér út á borðstokkinn og buðu upp á kex. Engir aðrir virtust vera um borð. Þetta voru sennilega vaktmenn. Þeir kváðust vilja semja við drengina upp á það að þeim yrðu útvegaðir þorskhausar í skiptum fyrir beinakex, en þetta yrði að ganga hljótt fyrir sig og án vitundar annarra, ella kynni illa að fara. Drengirnir voru fúsir til verksins og var fastmælum bundið að um miðnætti yrðu þeir við skipshlið. Fyrir þá var þetta spennandi viðfangsefni að þegja yfir leyndarmáli. Dagur leið að kveldi en seint fannst þeim byrja að skyggja. Svo leið að því að hafist skyldi handa. Þeim var auðvelt að útvega hausana í gúanóportinu. Þeir gættu þess að hirða aðeins þá sem ógellaðir voru. Það hafði verið brýnt fyrir þeim, annars væri verkið ónýtt.<br> | ||
Þessum feng var öllum dröslað niður í fjöru í þrem tágarkörfum. Báturinn beið í flæðarmálinu. Þegar búið var að skipa aflanum um borð var ýtt úr vör. Það var miðnætti þegar báturinn leið framhjá skútunum. Hvergi virtust neinir á ferli og við nyrstu skútuna grúfði einnig kyrrðin, nema hvað í fjarska var brimhljóð sem sefaði áragjálfrið. Allt stóð heima, bakborðsmegin stóðu tveir menn tilbúnir með spotta og hífðu upp körfurnar um borð. Og þegar þriðju körfunni var slakað niður til þeirra fylgdi poki með hörðu innihaldi. Svo var veifað og drengirnir reru burt.<br> | Þessum feng var öllum dröslað niður í fjöru í þrem tágarkörfum. Báturinn beið í flæðarmálinu. Þegar búið var að skipa aflanum um borð var ýtt úr vör. Það var miðnætti þegar báturinn leið framhjá skútunum. Hvergi virtust neinir á ferli og við nyrstu skútuna grúfði einnig kyrrðin, nema hvað í fjarska var brimhljóð sem sefaði áragjálfrið. Allt stóð heima, bakborðsmegin stóðu tveir menn tilbúnir með spotta og hífðu upp körfurnar um borð. Og þegar þriðju körfunni var slakað niður til þeirra fylgdi poki með hörðu innihaldi. Svo var veifað og drengirnir reru burt.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-09-01 at 08.22.32.png|500px|center|thumb|Fœreyingar í Friðarhöfn]] | |||
Svo liðu mörg ár. Þá var það einn sumardag að ungum manni varð gengið upp [[Stakkagerðistún|Stakkagerðistúnið]]. Veitti hann þá athygli manni einum sem sat þar í veðurblíðunni. Við nánari eftirtekt fannst honum hann kannast við svipinn. Skyndilega rann upp fyrir honum og hann gekk til mannsins og ávarpaði hann með svofelldum orðum: Þekkirðu mig?<br> | Svo liðu mörg ár. Þá var það einn sumardag að ungum manni varð gengið upp [[Stakkagerðistún|Stakkagerðistúnið]]. Veitti hann þá athygli manni einum sem sat þar í veðurblíðunni. Við nánari eftirtekt fannst honum hann kannast við svipinn. Skyndilega rann upp fyrir honum og hann gekk til mannsins og ávarpaði hann með svofelldum orðum: Þekkirðu mig?<br> | ||
Maðurinn horfði lengi á unga manninn, en hristi svo höfuðið.<br> | Maðurinn horfði lengi á unga manninn, en hristi svo höfuðið.<br> | ||
Lína 15: | Lína 16: | ||
Enn var beint að honum spurningum: Mig hefur lengi langað að vita hvers vegna þurfti að fara svona dult með hausana?<br> | Enn var beint að honum spurningum: Mig hefur lengi langað að vita hvers vegna þurfti að fara svona dult með hausana?<br> | ||
Fjarrænn svipur leið yfir andlit mannsins þegar hann svaraði með hægð.<br> | Fjarrænn svipur leið yfir andlit mannsins þegar hann svaraði með hægð.<br> | ||
Nú er ég hættur til sjós, en þannig var að um borð í hverri skútu hafði hver skipverji kassa með læstu loki sem aðeins skipstjóri hafði lykil að. Gat var haft á lokinu, þannig að hægt væri að setja gelluna í sem skorin var úr hverjum fiski sem hver einstakur veiddi. Svo þegar kassinn var fullur var farið með hann til skipstjórans sem tæmdi hann og taldi hann sig þá vita hve marga fiska hver skipsmaður hafði dregið úr djúpinu. Var þá | Nú er ég hættur til sjós, en þannig var að um borð í hverri skútu hafði hver skipverji kassa með læstu loki sem aðeins skipstjóri hafði lykil að. Gat var haft á lokinu, þannig að hægt væri að setja gelluna í sem skorin var úr hverjum fiski sem hver einstakur veiddi. Svo þegar kassinn var fullur var farið með hann til skipstjórans sem tæmdi hann og taldi hann sig þá vita hve marga fiska hver skipsmaður hafði dregið úr djúpinu. Var þá borgaður aukahlutur eða þóknun þeim sem mest hafði fiskað.<br> | ||
Auðvitað var stundum svindlað á útgerðinni en hvað gera menn ekki til að bjarga sér?<br> | Auðvitað var stundum svindlað á útgerðinni en hvað gera menn ekki til að bjarga sér?<br> | ||
'''Kristinn V. Pálsson.'''<br> | '''Kristinn V. Pálsson.'''<br> | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 1. september 2017 kl. 08:38
Nú er langt um liðið síðan svartlitar skútur sóttu hingað á fiskimiðin við Eyjar og stunduðu hér línu- og handfæraveiðar á vetrum og fram á vordaga. Aflinn var verkaður um borð og siglt svo með hann til Færeyja. En ef óveður var í aðsigi leituðu þær til hafnar og var þá oft stór floti þeirra hér samankominn svo að tugir töldust. Ennfremur höfðu Færeyingar þann sið að róa ekki á sunnudögum.
Skútumenn voru þá mikið á ferli í bænum, þessir peysuklæddu menn sem þrömmuðu um götur og torg og kölluðu Íslendinga jáara. Þetta voru upp til hópa vingjarnlegir menn og gæðablóð inni við beinið. Það var auðvelt að kynnast þeim þó að málið væri blandið. Hér áttu þeir margir hverjir skyldmenni og heimboð oft á tíðum.
Ár eftir ár komu sömu skúturnar og skipsmenn orðnir hagvanir hér. Þetta tímabil var ánægjulegt hjá unglingum. Strax þegar fyrstu siglutrén sáust við sjóndeildarhringinn var eftirvænting mikil að komast um borð og biðja um beinakex, hvítar harðar kökur.
Árabátar voru þá mikið notaðir til að fara út í skúturnar þegar þær lágu við festar. Árabátarnir voru geymdir í slippnum í Skildingafjöru og læstir við svera keðju með hespulás sem auðvelt var að opna. Sjaldan tóku eigendur því illa þó bátur væri tekinn í óleyfi, ef gengið var frá honum á sama stað.
Það var einu sinni seint í aprílmánuði að óveður hafði hamlað veiðum um tíma og flestar skútur voru í höfn. Þrír drengir voru um borð í árabát við skútu sem lá nyrst í langri röð. Tveir menn hölluðu sér út á borðstokkinn og buðu upp á kex. Engir aðrir virtust vera um borð. Þetta voru sennilega vaktmenn. Þeir kváðust vilja semja við drengina upp á það að þeim yrðu útvegaðir þorskhausar í skiptum fyrir beinakex, en þetta yrði að ganga hljótt fyrir sig og án vitundar annarra, ella kynni illa að fara. Drengirnir voru fúsir til verksins og var fastmælum bundið að um miðnætti yrðu þeir við skipshlið. Fyrir þá var þetta spennandi viðfangsefni að þegja yfir leyndarmáli. Dagur leið að kveldi en seint fannst þeim byrja að skyggja. Svo leið að því að hafist skyldi handa. Þeim var auðvelt að útvega hausana í gúanóportinu. Þeir gættu þess að hirða aðeins þá sem ógellaðir voru. Það hafði verið brýnt fyrir þeim, annars væri verkið ónýtt.
Þessum feng var öllum dröslað niður í fjöru í þrem tágarkörfum. Báturinn beið í flæðarmálinu. Þegar búið var að skipa aflanum um borð var ýtt úr vör. Það var miðnætti þegar báturinn leið framhjá skútunum. Hvergi virtust neinir á ferli og við nyrstu skútuna grúfði einnig kyrrðin, nema hvað í fjarska var brimhljóð sem sefaði áragjálfrið. Allt stóð heima, bakborðsmegin stóðu tveir menn tilbúnir með spotta og hífðu upp körfurnar um borð. Og þegar þriðju körfunni var slakað niður til þeirra fylgdi poki með hörðu innihaldi. Svo var veifað og drengirnir reru burt.
Svo liðu mörg ár. Þá var það einn sumardag að ungum manni varð gengið upp Stakkagerðistúnið. Veitti hann þá athygli manni einum sem sat þar í veðurblíðunni. Við nánari eftirtekt fannst honum hann kannast við svipinn. Skyndilega rann upp fyrir honum og hann gekk til mannsins og ávarpaði hann með svofelldum orðum: Þekkirðu mig?
Maðurinn horfði lengi á unga manninn, en hristi svo höfuðið.
Manstu eftir þremur drengjum sem einu sinni útveguðu þér þorskhausa? spurði ungi maðurinn aftur.
Þá færðist bros yfir andlit mannsins.
Ert þú einn þeirra? Ja, þú hefur stækkað!
Enn var beint að honum spurningum: Mig hefur lengi langað að vita hvers vegna þurfti að fara svona dult með hausana?
Fjarrænn svipur leið yfir andlit mannsins þegar hann svaraði með hægð.
Nú er ég hættur til sjós, en þannig var að um borð í hverri skútu hafði hver skipverji kassa með læstu loki sem aðeins skipstjóri hafði lykil að. Gat var haft á lokinu, þannig að hægt væri að setja gelluna í sem skorin var úr hverjum fiski sem hver einstakur veiddi. Svo þegar kassinn var fullur var farið með hann til skipstjórans sem tæmdi hann og taldi hann sig þá vita hve marga fiska hver skipsmaður hafði dregið úr djúpinu. Var þá borgaður aukahlutur eða þóknun þeim sem mest hafði fiskað.
Auðvitað var stundum svindlað á útgerðinni en hvað gera menn ekki til að bjarga sér?
Kristinn V. Pálsson.