„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1976/Á síld með Binna í Gröf“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 2: Lína 2:


<big><center>[[Vigfús Ólafsson]], skólastjóri, skráði eftir frásögn [[Páll Scheving|Páls Scheving]].</center></big><br>
<big><center>[[Vigfús Ólafsson]], skólastjóri, skráði eftir frásögn [[Páll Scheving|Páls Scheving]].</center></big><br>
 
[[Mynd:Páll Scheving I.png|250px|thumb|Páll Scheving]]
Í janúar 1940 keyptu þeir Binni í Gröf og [[Ólafur Á. Kristjánsson|Ólafur á Heiðarbrún]] vélbát af Útvegsbankanum í Eyjum, Þessi bátur, sem var 36 tonn, hét einu sinni Góa.<br>  
Í janúar 1940 keyptu þeir Binni í Gröf og [[Ólafur Á. Kristjánsson|Ólafur á Heiðarbrún]] vélbát af Útvegsbankanum í Eyjum, Þessi bátur, sem var 36 tonn, hét einu sinni Góa.<br>  
Þeir nefndu bátinn [[Sævar VE-328|Sævar VE 328]].<br>
Þeir nefndu bátinn [[Sævar VE-328|Sævar VE 328]].<br>
Lína 18: Lína 18:
— Þú kemur þá með, sagði Binni. Eg játaði því sem hreinu spaugi. Það var komið fram í júní, þegar ég mætti honum á götu.<br>
— Þú kemur þá með, sagði Binni. Eg játaði því sem hreinu spaugi. Það var komið fram í júní, þegar ég mætti honum á götu.<br>
— Það er verið að ljúka við að setja niður vélina, ætli við getum ekki farið bráðlega. Þú kemur með, þú varst ráðinn, sagði Binni.<br>
— Það er verið að ljúka við að setja niður vélina, ætli við getum ekki farið bráðlega. Þú kemur með, þú varst ráðinn, sagði Binni.<br>
 
<center>[[Mynd:Fyrstu kvenkokkar í Eyjaflotanum.png|500px|thumb|center|Fyrstu kvenkokkar í Eyjaflotanum: Helga Jónsdóttir frá Engey og Svala Johnsen, Suðurgarði, í káetudyrunum á Sævari VE 328, sumarið 1940. (Ljósm.: Einar Hannesson)]]</center>
Þannig hafði ég óvitandi neglt mig og héldum við nú til Haraldar og var það auðsótt mál, að ég færi, enda hafði ég ráðið mig með því að fá að skreppa á síld, ef gott pláss byðist.<br>  
Þannig hafði ég óvitandi neglt mig og héldum við nú til Haraldar og var það auðsótt mál, að ég færi, enda hafði ég ráðið mig með því að fá að skreppa á síld, ef gott pláss byðist.<br>  
Þennan dag bárust fréttir um góða veiði við Langanes.<br>  
Þennan dag bárust fréttir um góða veiði við Langanes.<br>  
Lína 25: Lína 25:


Kvöldið áður, er verið var að skrá skipshöfnina urðu margir heldur langleitir: „Kokkurinn“ voru tvær ungar konur héðan, [[Helga Jónsdóttir (Engey)|Helga]] í [[Engey]], kona Einars stýrimanns og [[Anna Svala Johnsen|Svala Johnsen]]. Þær munu vera fyrstu kvenkokkar í Vestmannaeyjum.<br>  
Kvöldið áður, er verið var að skrá skipshöfnina urðu margir heldur langleitir: „Kokkurinn“ voru tvær ungar konur héðan, [[Helga Jónsdóttir (Engey)|Helga]] í [[Engey]], kona Einars stýrimanns og [[Anna Svala Johnsen|Svala Johnsen]]. Þær munu vera fyrstu kvenkokkar í Vestmannaeyjum.<br>  
 
[[Mynd:Binni í Gröf.png|300px|thumb|Binni í Gröf]]
Þegar klukkustund var liðin var slegið af og reyndist vélin í besta lagi. Þá var skipt á vaktir og annar vélstjóri tók við. En stundu síðar kom hann hlaupandi niður og kvað alla vélina sjóðheita. Lét ég þá kæla vélina niður í fjóra tíma.<br>  
Þegar klukkustund var liðin var slegið af og reyndist vélin í besta lagi. Þá var skipt á vaktir og annar vélstjóri tók við. En stundu síðar kom hann hlaupandi niður og kvað alla vélina sjóðheita. Lét ég þá kæla vélina niður í fjóra tíma.<br>  


Lína 34: Lína 34:


Þetta var fyrsta stríðsárið og um sumarið varð þurrð á ýmsum nauðþurftum. Sárast var þegar neftóbakið var búið. En Binni hafði komið með þriggja pela flösku fulla og bjuggum við félagsbúi þar til allt var búið. En hann dó ekki ráðalaus. Þá var farið í land í Flatey. Og hjá gömlum skipsfélaga fékk hann rjöl og skurðarjárn lánað. Þetta hnossgæti var svo drýgt með norsku snússi.<br>  
Þetta var fyrsta stríðsárið og um sumarið varð þurrð á ýmsum nauðþurftum. Sárast var þegar neftóbakið var búið. En Binni hafði komið með þriggja pela flösku fulla og bjuggum við félagsbúi þar til allt var búið. En hann dó ekki ráðalaus. Þá var farið í land í Flatey. Og hjá gömlum skipsfélaga fékk hann rjöl og skurðarjárn lánað. Þetta hnossgæti var svo drýgt með norsku snússi.<br>  
 
[[Mynd:Sævar VE 328 við löndunarbryggju á Siglufirði sumarið 1940.png|300px|thumb|Sævar VE 328 við löndunarbryggju á Siglufirði sumarið 1940.]]
[[Mynd:Guðjón Tómasson, Páll Scheving og Ólafur Ísleifsson. Myndin tekin á Siglufirði.png|300px|thumb|Guðjón Tómasson, Páll Scheving og Ólafur Ísleifsson. Myndin tekin á Siglufirði.]]
[[Mynd:Binni í Gröf og Sævar sonur hans um borð í Sævari VE 328.png|300px|thumb|Binni í Gröf og Sævar sonur hans um borð í Sævari VE 328.]]
[[Mynd:Screen Shot 2016-07-27 at 11.57.02.png|300px|thumb]]
Í löndunarbið var margt gert til dægrastyttingar. Mér er enn minnisstætt hvílík ódæmi Binni kunni af lausavísum. Þött byrjað væri að kvöldi kom alltaf ein ný, þar til dagur rann.<br>  
Í löndunarbið var margt gert til dægrastyttingar. Mér er enn minnisstætt hvílík ódæmi Binni kunni af lausavísum. Þött byrjað væri að kvöldi kom alltaf ein ný, þar til dagur rann.<br>  



Núverandi breyting frá og með 27. júlí 2016 kl. 13:45

Á síld með Binna í Gröf


Vigfús Ólafsson, skólastjóri, skráði eftir frásögn Páls Scheving.


Páll Scheving

Í janúar 1940 keyptu þeir Binni í Gröf og Ólafur á Heiðarbrún vélbát af Útvegsbankanum í Eyjum, Þessi bátur, sem var 36 tonn, hét einu sinni Góa.
Þeir nefndu bátinn Sævar VE 328.

Þennan vetur vann ég á rafverkstæði Haraldar Eiríkssonar. Einn dag var ég sendur til að endurnýja rafmagnsleiðslur í bátnum, sem hafði nokkurn tíma staðið uppi í slipp. Þeir voru þá búnir að rífa niður vélina, 100 ha. Gamma, en hún hafði þótt gallagripur, sem alltaf var að bila. Þeir Binni veltu vöngum yfir niðurrifinni vélinni og töldu af fyrri reynslu að þetta drasl mundi allt ónýtt.

Ég þurfti nú að sletta mér fram í.
— Af hverju segið þið hana ónýta? spurði ég.
— Hún hefur alltaf verið að bila og varla að treysta að hún endist vertíðina, þrátt fyrir viðgerðina, sagði Binni.
— Ég sé ekki betur en þetta sé góð vél, öll endurnýjuð með ágætum vélahlutum og þegar nýja olíuverkið kemur, er hægt að gera úr þessu ágæta vél.
— Heldur þú, að hún endist út vertíðina?
— Já, svo sannarlega, sagði ég.
— Er óhætt að fara á síld í sumar? sagði Binni.
— Ég þori að ábyrgjast að vegna vélarinnar er það óhætt, sagði ég fullur sjálfsöryggis. — Ég þyrði að minnsta kosti að fara á bátnum hvert sem væri.
— Þú kemur þá með, sagði Binni. Eg játaði því sem hreinu spaugi. Það var komið fram í júní, þegar ég mætti honum á götu.
— Það er verið að ljúka við að setja niður vélina, ætli við getum ekki farið bráðlega. Þú kemur með, þú varst ráðinn, sagði Binni.

Fyrstu kvenkokkar í Eyjaflotanum: Helga Jónsdóttir frá Engey og Svala Johnsen, Suðurgarði, í káetudyrunum á Sævari VE 328, sumarið 1940. (Ljósm.: Einar Hannesson)

Þannig hafði ég óvitandi neglt mig og héldum við nú til Haraldar og var það auðsótt mál, að ég færi, enda hafði ég ráðið mig með því að fá að skreppa á síld, ef gott pláss byðist.
Þennan dag bárust fréttir um góða veiði við Langanes.

Klukkan tvö um nóttina var lagt af stað og farið austan megin, enda viðurkennt verkstæði á Seyðisfirði.

Kvöldið áður, er verið var að skrá skipshöfnina urðu margir heldur langleitir: „Kokkurinn“ voru tvær ungar konur héðan, Helga í Engey, kona Einars stýrimanns og Svala Johnsen. Þær munu vera fyrstu kvenkokkar í Vestmannaeyjum.

Binni í Gröf

Þegar klukkustund var liðin var slegið af og reyndist vélin í besta lagi. Þá var skipt á vaktir og annar vélstjóri tók við. En stundu síðar kom hann hlaupandi niður og kvað alla vélina sjóðheita. Lét ég þá kæla vélina niður í fjóra tíma.

Kælivatnsrörið reyndist stíflað af sandi. Þetta var eina bilunin allt sumarið.
Þegar að Langanesi kom var svartur sjór af síld. Það gekk fljótt að fylla. Mér fannst Binni alltaf vera í síld. En löndunarbiðin fór illa með litlu bátana. Þó græddum við nokkuð á því að landa á eigin spili á Húsavík, en það gátu ekki allir.

Við fiskuðum mest austur frá.

Þetta var fyrsta stríðsárið og um sumarið varð þurrð á ýmsum nauðþurftum. Sárast var þegar neftóbakið var búið. En Binni hafði komið með þriggja pela flösku fulla og bjuggum við félagsbúi þar til allt var búið. En hann dó ekki ráðalaus. Þá var farið í land í Flatey. Og hjá gömlum skipsfélaga fékk hann rjöl og skurðarjárn lánað. Þetta hnossgæti var svo drýgt með norsku snússi.

Sævar VE 328 við löndunarbryggju á Siglufirði sumarið 1940.
Guðjón Tómasson, Páll Scheving og Ólafur Ísleifsson. Myndin tekin á Siglufirði.
Binni í Gröf og Sævar sonur hans um borð í Sævari VE 328.

Í löndunarbið var margt gert til dægrastyttingar. Mér er enn minnisstætt hvílík ódæmi Binni kunni af lausavísum. Þött byrjað væri að kvöldi kom alltaf ein ný, þar til dagur rann.

Til að þjálfa jafnt hug og hönd reyndu menn á milli uppáhaldsíþrótt Binna: sjómann. Það var furðulegt hvað ekki stærri maður var kræfur og og atti af miklum hugmóð við krafta jötna. Binni sagði aldrei sögur af aflabrögðum eða miklaðist af aflasæld sinni, en hélt ótæpt fram að hann vildi reyna við hvern sem væri í sjómann. Alltaf var hann einn af hásetunum og hrókur alls fagnaðar í þeirra hópi. Það hefði áreiðanlega staðið í ókunnugum að þekkja „karlinn“ í hópnum.

En þótt Binni væri framúrskarandi látlaus var hann alltaf til í góðan kappleik.
Við vorum þriggja tíma siglingu frá Raufarhöfn á leið í land, er við sáum bát nálgast óðfluga. Þetta var Gullveig drekkhlaðin. Þegar hún var orðin samsíða okkur hljóp vélstjóra kapp í kinn.

— Eigum við að láta hana renna svona fram úr okkur, sagði ég.
— Gullveig er aðalgangstrokan í Eyjum. Heldur þú, að við getum nokkuð? sagði Binni. — Reyna má, sagði ég og hvarf niður. Olíuverkið var sett fast niðri, en nú losaði ég um og setti á fullt. Þegar ég kom upp var Binni búinn að taka stýrið, við vorum að síga fram úr. Þá sá ég mann á harðahlaupum aftur dekkið og rétt á eftir stóð svartur strókurinn frá Gullveigu.

Við biðum spenntir. Þá var Binna skemmt, er bilið hélst. Gekk svo alla leið inn með höfðanum. Þar var þá Skagfirðingur að láta bátana síga aftur með. Var nú sigld grunnslóð og þurfti að flauta á hann, þegar hætta var orðin á árekstri, því ekkert átti að gefa eftir. Var nú mikið kappstíminn, en við skutum Einari upp á fyrstu bryggju. Átti hann tveimur jafnfljótum að þakka, að hann var fyrri á fund verkstjórans, en þá áttu hinir stýrimennirnir innan við fimmtíu metra eftir.

Hleðslan á þessum árum var ægileg.
Þannig máttu ekki allir hásetar fara fram í lúkar í einu og alltaf lágu hnífar til taks til að skera bátana frá, ef hlaupa þyrfti í þá fyrirvaralaust. Eitt sinn tók Binni sjálfur landstímið og hljóp þá öðru hvoru út og mokaði nokkrum háfum milli borða til að jafna hallann. Þá var þess og gætt að ekki færu of margir út í annað borðið í einu. Mest minnir mig, að hafi komið upp um 700 mál eða hundrað tonn úr þessum 36 tonna bát.

Binni gætti þess jafnan vel að smyrja feiti alls staðar þar sem sjór gæti komist niður.
Ekki fannst mér Binni vera það sem kallað er sjókaldur. Það var aðdáanlegt hvað hann fylgdist vel með er menn fóru um skipið, og sérstaklega ef þeir voru aftan við stýrishúsið. Mér fannst hann djarfur en varfærinn.

Binni var með afbrigðum veðurglöggur. Eitt sinn er við lágum á Húsavík var ákveðið að fara skemmtiferð að Mývatni. En Binni var eitthvað órór, horfði annars hugar til lofts og treysti sér ekki að fara. Um daginn gerði svo mikið rok að bátarnir lágu undir áföllum. Fékk Binni menn úr landi til hjálpar við að færa Sævar.

Um haustið fór ég til Eyja, en þeir voru kyrrir fyrir norðan á dragnót. Þess skal getið, að vélin var í bátnum allan tímann meðan Binni átti hann.